Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 27
✝ Kristín Daníels-dóttir Reid fædd- ist í Hlíðarhúsum í Reykjavík 19. desem- ber 1919. Hún lést á hjúkrunarheimili Sólvangs í Hafnar- firði 6. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Daníel Kristján Oddsson, f. 21. júlí 1890 í Hlíðarhúsum í Reykjavík, d. 10. mars 1941, og Jó- hanna Júlíana Frið- riksdóttir, f. 4. júlí 1895 í Reykja- vík, d. 20. júní 1979. Systkini Kristínar eru Friðrik Gísli, f. 27. nóv. 1916, d. 12. mars 1995, Ágústa Rooney, f. 22. júní 1922, Daníel, f. 18. mars 1924, Jóhanna, f. 2. maí 1925, d. 8. september 2005, Oddur, f. 20. ágúst 1927, d. 13. desember 1996, Anna Ásdís, f. 19. febrúar 1929, og Guðbjörg Stefanía, f. 14. maí 1931. Kristín var næstelst systkinanna. Foreldrar Daníels voru Oddur Helgason útvegsbóndi í Hlíðarhúsum, f. 4. desember 1856, d. 11. desember 1944, og kona hans Kristín Daníelsdóttir, f. 8. desem- ber 1848, d. 9. mars 1924. Foreldr- ar Jóhönnu voru Friðrik Gísli Gíslason ljósmyndari og sjómaður, f. 11. maí 1870 í Hlíð- arhúsum í Vest- mannaeyjum, d. 15. janúar 1906 í Reykja- vík, og kona hans Anna (Ane) Petrea Thomsen, f. 9. nóv- ember 1871 í Vest- mannaeyjum, d. 3. maí 1937 í Reykja- vík. Hinn 10. maí 1946 giftist Kristín Ronald Henry Reid frá Nort- hampton í Englandi. Foreldrar Ronalds voru Arthur Wilfred Reid og kona hans Rose Ellen Doades Reid. Börn Ronalds og Kristínar eru: 1) Daníel Friðrik, f. 6. mars 1947, kjörsonur Daníels er Simon Reid. 2) Arthur Wilfred, f. 26. ágúst 1948. 3) Rosa- lind Jóhanna, f. 27. febrúar 1950. Maki I: Gunnar Steinþórsson (þau skildu). Börn Rósalindar og Gunn- ars eru: a) Eva, f. 12. maí 1974, gift J. Scott Woodcock. Synir þeirra eru Justin Scott og Darryl James. b) Kári, f. 9. október 1976, kvæntur Hjördísi Sóleyju Sigurðardóttur, þeirra sonur er Styrmir Máni. Maki II: Tryggvi Tryggvason. Útför Kristínar verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mín elskulega Kristín. Hvað get ég sagt? Nú ertu komin á friðsælan stað og heimilið okkar er tómlegt. Ég horfi á stólinn þinn, sem nú er auður og ég sé þig fyrir mér horfa á uppáhalds sjónvarpsþættina þína, fréttir og dýralífsmyndir, ó, hvað þú elskaðir dýralífsþættina. Ég hugsa um líf okk- ar saman í Englandi og öll þau ferða- lög sem við fórum saman með börn- um okkar og barnabörnum. Við fórum árlega til Blackpool í Englandi til að skoða ljósadýrðina og fórum oft í leikhúsin þar. Ljósin loga ennþá í Blackpool en ekki lengur heima hjá okkur. Ljósið í hjarta mínu logar enn og það veitir mér styrk. Ég hugsa um hve góð þú varst við alla og talaðir aldrei illa um aðra. Þú elskaðir og gladdir börn alla þína ævi og helgaðir líf þitt því að hjálpa öðrum. Ég hugsa um hvað þú varst dugleg að ala upp börnin okkar og kenna þeim að vera góðar manneskjur. Að segja að þú hafir verið drottningin mín er ekki nógu góð lýsing, þú varst engill á jörðu. Nú hefur Drottinn kallað þig heim til sín til að búa meðal hinna englanna í friði og hamingju að eilífu. Guð blessi þig, elsku Kristín mín. Ronald. Elsku mamma. Loksins ertu búin að fá hvíldina sem þú áttir löngu skil- ið. Nú er nótt og ég ligg hér og hugsa til þín og lífs okkar saman. Þvílíkt æv- intýri og við þrjú systkinin, Daniel, Arthur og ég, vorum heppin að hafa átt þig sem móður og vin. Þú varst alltaf, alltaf svo blíð og góð við okkur og mismunaðir aldrei neinum. Við vorum umvafin ást og umhyggju alla daga. Á hverjum degi þegar við kom- um heim úr skólanum tókst þú á móti okkur með heitan mat og sátum við fjölskyldan alltaf saman við matar- borðið og snæddum þessa gourmet– rétti þína. Ég hef alltaf kunnað að meta þetta og hafði sama sið þegar ég gifti mig og eignaðist mín eigin börn, Evu og Kára. Nú eru erfiðir tímar framundan og erfitt að fela tárin. Ég verð að vera sterk fyrir pabba, hann er svo einmana án þín, eins og við öll. Eins og við sögðum alltaf þegar við kvöddumst: Bless á meðan. Nú segi ég bless á meðan, elsku mamma, ég hlakka til að hitta þig aftur seinna meir. Þín dóttir Rosalind. Elsku amma Stína. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem ég átti með þér og afa í Englandi. Þessi sum- ur voru algjör ævintýri fyrir mig. Þið afi voruð svo dugleg í garðinum og kennduð mér margt um lífríkið þar. Svo fórum við í mörg ferðalög um England saman. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur systkinin og gafst okkur góðan ömmumat. Takk, elsku amma, fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig. Það var svo ánægjulegt að fá ykkur afa til Íslands aftur. Það að geta aftur hitt ykkur reglulega í Hafnarfirðinum er mér ómetanlegt. Sérstaklega fannst mér dýrmætt að þú fékkst að kynnast syni mínum Styrmi Mána. Það lifnaði allt- af yfir þér þegar þú sást hann. Þú varst alltaf létt í lund og húmorinn þinn ekki langt undan. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að en minningin um þig mun lifa í hjarta mínu alla tíð. Þinn Kári. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. (Jónas Hallgr.) Elsku amma, hvíl þú í friði. Þín Eva og Kári. Í dag kveðjum við konu sem hefur verið mér afar kær í rúm 30 ár. Krist- ín Daníelsdóttir Reid, eða Stína eins og hún var alltaf kölluð, tengdamóðir mín í tæp tíu ár, þrátt fyrir stutt hjónaband okkar Rósalindar slitnaði strengurinn á milli okkar Stínu aldr- ei, ég var alltaf tengdasonur hennar og því varð ekki breytt, þannig var það. Það sem situr eftir eru kærar minningar sem tengjast Stínu og Ronald á 69 Greenhills Road, heimili þeirra hjóna í Northampton, og einn- ig góð kynni við systkini hennar heima á Íslandi. Ég sé fyrir mér mann á miðjum aldri standa á dyratröppum Hlíðar- húss við Nýlendugötu, árið er 1940. Hann horfir ákveðnum augum á ung- an mann frá Bretlandi sem hann hafði áður tekið af loforð um að heitbindast ekki elstu dóttur sinni fyrr en eftir stríðslok. Það voru viðsjárverðir tímar í henni veröld, en það stoppaði ekki unga Bretann að heimsækja sína heittelskuðu eins oft og færi gafst þrátt fyrir að um langan veg væri að fara niður í Hlíðarhús, stundum í stír- hríð á köldum vetrardegi. Bækistöð unga hermannsins var í Mosfellsbæn- um. Árin líða og bréfaskriftir hefjast milli ungu heimasætunnar í Hlíðar- húsum og þessa framandi unga manns sem átti eftir að hafa afdrifa- rík áhrif í lífi sinnar heittelskuðu. Það hefur efalaust verið eftirvænt- ing í augum ungu Reykjavíkurstúlk- unnar er hún yfirgaf móður sína og stóran systkinahóp í Hlíðarhúsum 1946. Seinni heimsstyrjöldinni var lokið, ungi maðurinn stóð við loforð sitt, kom til Íslands og sótti tilvonandi konuefni sitt. Förinni var heitið til Bretlands, þar sem hún ætlaði að verja ævinni með heitmanni sínum, Ronald Henry Reid. Stína og Ronald giftust 10. maí 1946. Hennar beið stórt verkefni í fram- andi landi þar sem hún þroskaðist og dafnaði í samfélagi fólks sem sýndi þessari fallegu íslensku stúlku aldrei annað en hlýju og væntumþykju. Fjölskyldan stækkaði og börnin komu svo hvert af öðru, elstur þriggja systkina er Daníel, síðan Arthur og síðust Rosalind. Ronald starfaði hjá bresku járn- brautunum allan sinn starfsferil, eða þar til hann fór á eftirlaun árið 1981. Stína og Ronald ólu börnin sín upp fyrstu árin á heimili Rose Ellen Doades Reid, móður Ronalds, í fal- legu húsi með stráþaki niðri í St James og síðar á því heimili sem þau áttu eftir að búa lengst á, að 69 Greenhills Road. Þar dafnaði litla fjölskyldan og þar dafnaði Stína þó öðru hvoru fyndi hún fyrir heimþrá, en hún kom eins oft heim og hún gat að sjá aldraða móður sína og systkini. Árið 1962 var Stína á Íslandi ásamt börnum sínum er hún, Daníel og Rósalind heimsóttu for- eldra undirritaðs. Það hvarflaði þá ekki að undirrituðum, að hann ætti eftir að tengjast Stínu og Ronald fjöl- skylduböndum. Kristín Reid var dóttir hjónanna Daníels Kristjáns Oddssonar, loft- skeytamanns frá Hlíðarhúsum í Reykjavík, og Jóhönnu Júlíönu Frið- riksdóttur. Daníel fórst með Reykja- borginni 1941 og stóð kona hans eftir ekkja, ein með stóran barnahóp að sjá um. Ekki er hægt að segja annað en að þessari sómakonu hafi farnast vel það verk að koma börnum sínum átta til manns þó eflaust hafi það oft á tíð- um verið erfitt verk. Í dag er ættboginn frá Daníel og Jóhönnu orðinn æði stór. Fyrir nokkrum árum var svo ákvörðun tekin af þeim hjónum Stínu og Ronald að flytja heim til Íslands. Með góðum stuðningi dóttur og sona gekk það eftir. Þannig má segja að þessu ferli unga hermannsins frá Bretlandi sé lokið, hann stóð við lof- orð sitt við tengdaföður sinn og bætti um betur, skilaði stúlkunni sinni aftur heim til Íslands, landsins sem hún elskaði og oft saknaði í hljóði. Hinn 19. desember s.l. varð Stína 86 ára. Ronald verður 90 ára í september á þessu ári, hans er missirinn mestur. Hann er ennþá ern og minnið í góðu lagi. Dugnaður þinn, drenglyndi og kraftur er lofsverður. Allri fjölskyldunni vottum við Guð- rún samúð okkar, eiginmanni, börn- um, barnabörnum, barnabarnabörn- um og systkinunum Ágústu, Daníel, Önnu og Guðbjörgu. Farðu í Guðs friði, Stína mín, takk fyrir að vera þú. Þinn „tengdasonur“ Gunnar. KRISTÍN DANÍELS- DÓTTIR REID MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 27 MINNINGAR ég bý enn að, göntuðumst við með það að þegar hún gæti ekki verið skólastjóri lengur myndi ég taka við af henni. Þetta þótti mér ótrúlega spennandi og ætlaði sannarlega að standa mig sem skólastýra. Ekki varð þó úr því. Heimsókn okkar til Bjarna til London 1987 er líka ógleymanleg. Þar áttum við góðar stundir. Á fínum indverskum veitingastað urðum við báðar fyrir vonbrigðum. Ekki fannst Hobbu Indverjarnir fara vel með kryddið sitt og fannst það nánast bruðl að setja svo mikið krydd í mat- inn fyrir utan það að varla væri hægt að koma honum niður, svo sterkur væri hann. Við vorum sammála um að heldur vildum við biðja um eggja- köku með rjóma að hætti heima- manna í Vigur. Þær voru líka ófáar góðu stundirn- ar í Álfheimunum. Hobbu var einni lagið að hóa saman frænkum og frændum og var þá spjallað saman um hin ýmsu mál, hlegið og gert að gamni sínu yfir kaffi og dásamlegum pönnukökum þar sem allir nutu þess að vera saman og ekki síst Kisa sem Hobba frænka elskaði svo mikið. Ég kveð elskulega frænku mína sem ég leit alltaf svo upp til með að- dáun og virðingu. Ég sé fyrir mér fal- lega hlýja brosið hennar og geymi all- ar þær yndislegu minningar sem ég á um hana í hjarta mínu. Megi hún hvíla í friði. Elsku Bjarni, Ingibjörg og Mar- grét Edda, ég votta ykkur samúð mína. Sigríður Stefanía Óskarsdóttir. Hinn 7. janúar þegar daginn var tekið að lengja og jólaljósin voru slokknuð, slokknaði lífsljós minnar hjartkæru föðursystur Þorbjargar Bjarnadóttur. Mér finnst að ég eigi Hobbu frænku minni óendanlega mikið að þakka. Öll hennar gæska, gjafmildi og elskulegheit hafa fylgt mér og minni fjölskyldu í gegnum tíðina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Bjarni minn, Ingibjörg og Margrét Edda, ég votta ykkur samúð mína. Ragnheiður Baldursdóttir. Kvenfélagasambandið kveður sér hljóðs. Kveðja þess til Þorbjargar er efni þessa ljóðs, það var svo gott að búa við hennar styrku stjórn og stökur þessar eru henni einlæg þakkar- fórn. Í hverju góðu máli hún leggur fram sitt lið og laðar fram til starfa það fólk sem hikar við. Af hugsjón var hér unnið, því hún fann brýna þörf, og hlý og björt og lífsglöð hún vinnur öll sín störf. Ég gleymi heldur aldrei, hve glöð og stolt ég var á góðri stund á Landsþingi er mál sitt fram hún bar og hvatti konur landsins til bindindis og bað að bæri þjóðin gæfu til að meta og styðja það. Við syrgjum hér og þökkum allt það sem liðið er og þó við hefðum óskað að áfram væri hún hér er gott til þess að vita, hvaða götur sem hún fór, að glæsilegur fulltrúi Vestfjarða hún var. Fallinn er frá enn einn vestfirski kvenskörungurinn. Þetta kom upp í hugann þegar við fréttum hér vestra um andlát okkar kæru samstarfs- konu Þorbjörgu Bjarnadóttur. Ljóð- ið hér að ofan orti Jóhanna Kristjáns- dóttir frá Kirkjubóli til hennar þegar hún flutti til Reykjavíkur og segir það allt sem þarf að segja um störf hennar innan Sambands vestfirskra kvenna. Okkar leiðir lágu saman einna helst í gegnum sameiginleg áhuga- mál, félagsmál. Þorbjörg var mikil kvenfélagskona og vann að þeim málum, fyrst sem fé- lagskona í Kvenfélaginu Ósk á Ísa- firði og síðan sem formaður Sam- bands vestfirskra kvenna, en því embætti gegndi hún í fjöldamörg ár. Hún ásamt fleirum stóðu fyrir því að minnisvarði um Samband vestfirskra kvenna væri reistur á Kambsnesi. Hún var vakandi yfir störfum félag- anna og einnig yfir framvindu Hús- mæðraskólans Óskar. Kvenfélags- konur á Vestfjörðum þakka henni vel unnin störf. Þorbjörg var einnig formaður í deild Norræna félagsins á Ísafirði í yfir 20 ár, þar unnum við saman í stjórn, og var oft glatt á hjalla á stjórnarfundum og einnig á hinum glæsilegu jólafundum félagsins sem alltaf voru haldnir í Húsmæðraskól- anum. Hún hafði mikinn áhuga á nor- rænu starfi og vildi af öllum mætti auka það að vinabæjasamstarf við Ísafjörð væri í góðum farvegi með þátttöku félagsins og bæjarfélagsins og alltaf var hún tilbúin að taka á móti norrænum gestum, hvort held- ur sem var í sumarbústaðnum hjá Ruth inni í Tunguskógi eða í Hús- mæðraskólanum. Einnig var vinsælt að fara með gesti inn í Vigur, á henn- ar heimaslóðir og þar svignuðu borð- in af vestfirskum kræsingum öllum til mikillar ánægju og vellíðanar og hlusta á þau systkin Þorbjörgu og Baldur segja sögur. Þetta var á þeim tíma sem ekki var mikið um útlenda ferðamenn á þessum slóðum. Nú hin síðari ár hefur Þorbjörg vinkona okkar átt við vanheilsu að stríða og var því hvíldinni fegin. Við vottum syni hennar Bjarna og fjöl- skyldunni allri, okkar innilegustu samúð. Hvíl hún í friði. Kristjana og Ruth. Þorbjörg Bjarnadóttir vinkona mín er látin. Það kom ekki mjög mik- ið á óvart þegar mér bárust þessar fréttir og má kannski segja að hvíldin hafi verið kærkomin þessari heiðurs- konu. Ég kynntist Þorbjörgu á því tímabili í lífi mínu þegar ég hélt að ég væri orðin fullorðin en var í rauninni bara barn, eða 18 ára og var í miklum tengslum við hana næstu 6 árin, bjó meðal annars á heimili hennar um tíma. Hún sýndi mér sem og fjöl- skyldu minni alla tíð síðan tryggð og vináttu. Stundum fannst mér hún gamal- dags í skoðunum, sérstaklega þegar hún var að kenna mér ýmsar leiðir við heimilishald sem byggðust á langri reynslu hennar sem heimilis- fræðikennari. Unglingurinn vildi fara sínar eigin leiðir og sá ekki til- ganginn í hinum og þessum reglum. Þorbjörg tók öllu með jafnaðargeði, sýndi mér hlýju, umhyggju og þol- inmæði í hvívetna enda kom að því, sem hún vissi svo mætavel að allt sem hún kenndi mér og leiðbeindi kom að góðu gagni í mínu daglega lífi. Á með- an Þorbjörg var enn við góða heilsu ræddi ég við hana um það hvað mér yrði oft hugsað til hennar við hin ýmsu störf á mínu heimili og hvað mér þætti leitt að ég hefði kannski ekki kunnað að meta kennsluna þeg- ar hún fór fram, þó óformleg væri. Þorbjörg mundi nú bara ekkert eftir því að ég hefði ekki verið til fyrir- myndar og er henni þar rétt lýst, því hún sá alltaf góðu hliðarnar á öllum hlutum. Þorbjörg er ein af þeim sem hafa gert mig að betri manneskju og ég mun minnast hennar með þakklæti og hlýju. Bjarna syni hennar og fjöl- skyldunni allri votta ég samúð mína. Hvíl í friði. Við skulum ekki vola. Vílið engan bætir. Við skulum þreyja og þola það, sem okkur mætir, treysta Guði og geyma gott og saklaust hjarta, öllu illu gleyma, elska hið fagra og bjarta. Vertu hjá oss, herra, helst er daginn þrýtur, þrek og kraftar þverra, þreyttur andi brýtur dauðans dapra hlekki; djúpið muntu brúa. Miskunn þína jeg þekki; þjer er gott að trúa. (Herdís Andrésdóttir.) Herdís Alberta Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.