Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 31
DAGBÓK
Ítilefni nýlegrar útgáfu Hins íslenska bók-menntafélags á Uppruna tegundanna eftirCharles Darwin (1809-1882) í þýðingu Guð-mundar Guðmundssonar, mun félagið
standa fyrir 5 vikna námskeiði í janúar og febrúar
um þróunarkenninguna og áhrif Darwins á mótun
hennar. Leiðbeinandi verður dr. Steindór J. Erl-
ingsson en hann sá fyrir nokkrum árum um út-
gáfu bókarinnar Um uppruna dýrategunda og
jurta, eftir Þorvald Thoroddsen, sem Bókmennta-
félagið gaf út og skrifaði ítarlegan formála. Hann
segir þá bók í rauninni útdrátt úr Uppruna teg-
undanna.
Hin fræga bók Darwins kom fyrst út 1859. „Það
var stór viðburður þegar bókin var þýdd á ís-
lensku í fyrsta sinn 2004, því þetta er það rit sem
hefur haft mest áhrif á vestræna menningu, fyrir
utan biblíuna. Það var því ekki seinna vænna að
kynna það almenningi hér á landi,“ sagði Steindór
í samtali við Morgunblaðið.
Námskeiðið skiptist í fjóra meginþætti þar sem
fjallað verður um í fyrsta lagi helstu forvera
Darwins, í öðru lagi ævi, störf og kenningasmíð
Darwins sjálfs; í þriðja lagi uppbyggingu bók-
arinnar Uppruna tegundanna og í fjórða lagi áhrif
hennar á vestræna menningu.
„Þróunarkenningin á í raun rætur sínar í Upp-
lýsingunni og þeim breytingum sem eiga sér stað
þá; maðurinn fer að sjá sig og umhverfi sitt sem
kerfi sem getur breyst og það er engin tilviljun að
um aldamótin 1800 koma fram tveir menn, nánast
samtímis, með svipaða þróunarkenningu.“ Annar
þeirra var afi Darwins, sem setti sína kenningu að
mestu fram í ljóðum, og hinn franskur nátt-
úrufræðingur sem skrifaði lært rit.
Þróunarkenningin fór að skjóta rótum þegar
leið á öldina, t.d. í Bretlandi og Frakklandi, en
Steindór segir sögu hennar best þekkta í Eng-
landi því þar hafi menn einblínt mest á hana og
þar tengdist hún vinstri sinnuðum stjórn-
málaöflum sem vildu breytingar í þjóðfélaginu.
„Með Darwin breyttist þetta. Áður var þróun-
arkenningin notuð sem stjórnmálakerfi, en Darw-
in setti hana í vísindalegan búning. Það var tvennt
sem hann gerði; annars vegar staðfesti hann fyrir
mönnum að þróun hefði átt sér stað og hins vegar
kom hann fram með kenningu um það hvernig
hún hefði átt sér stað. En sú tilgáta hans var
reyndar ekki almennt meðtekin fyrr en áratugum
síðar.“
Steindór segir að kenningu Darwins hafi al-
mennt verið hafnað meðal náttúrufræðinga á ár-
unum 1870-1920 – oft sé talað um það tímabil sem
„myrkvun Darwinismans“ – og í Sovétríkjunum
var kenningin ekki viðurkennd fyrr en með Nýja
samrunanum, sem svo er kallaður, á þriðja ára-
tugnum, þegar erfðafræði Mendels og kenning
Darwins um náttúruvalið runnu saman í einni
sæng.
Áður var nefnd tenging þróunarkenningarinnar
við stjórnmál, áður en Darwin kom til sögunnar,
en síðar notfærðu ýmsir stjórnmálamenn sér
einnig kenningu Darwins um hið náttúrulega val,
reyndar bæði vinstri- og hægrimenn, sem leiddi
til þess að til varð svokallaður þjóðfélagslegur
Darwinismi. Samkvæmt honum átti að ríkja
grimm barátta í samfélaginu. „Kenning Darwins
var sem sagt notuð í pólitískum tilgangi þó hann
hefði ekki hugsað sér hana þannig.“
Bókmenntir | Námskeið um þróunarkenninguna og áhrif Darwins á mótun hennar
Mikil áhrif á vestræna menningu
Steindór J. Erlings-
son er vísindasagn-
fræðingur sem hefur
B.Sc. próf í líffræði og
M.Sc. próf í vís-
indasagnfræði frá Há-
skóla Íslands og Ph.D.
próf í vísindasagnfræði
frá háskólanum í Man-
chester. Rannsóknir
Steindórs ná yfir sögu
líffræðinnar á síðari
hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar tutt-
ugustu og hefur hann kennt sögu þróun-
arkenningarinnar við Háskóla Íslands. Eig-
inkona hans er Sigríður Klara Böðvarsdóttir
sameindalíffræðingur og eiga þau tvö börn.
Stórkostlegt
áramótaskaup!
LOKSINS, loksins, loksins
kom áramótaskaup sem var
fyndið! Ég er enn að fá hlát-
ursköst yfir þeim fjölmörgu
atriðum sem voru í boði í
þessu skaupi. Allir mínir vinir
og allir sem ég hef talað við
síðan á gamlárskvöld hlógu
dátt þetta kvöld og í minni
fjölskyldu hefur það ekki
gerst síðan skaupið ’84 var
sýnt. Takk, stelpur, fyrir
óvenjulega dásamlegt efni!!
Hárgreiðslukonurnar sem
voru að tala um Eurovision-
lagið voru óborganlegar (hefði
getað verið íslenska þjóðin að
tala um áramótaskaupið!),
grátklökka konan með jóla-
innkaupin í Bónus, Eiríkur í
Kastljósi, gamla fólkið á
vinnumarkaðnum, Latibar,
mislægu gatnamótin, Bache-
lorinn, Ophra með Jónínu
Ben. o.fl. Og loksins kom al-
mennilegt „slap stick“grín
með hjónunum í Kringlunni –
þetta hef ég aldrei séð í skaupi
áður og ég bókstaflega kafn-
aði úr hlátri í hvert skipti sem þau
birtust!
Það er búið að ræða mikið um
söngatriðin – óumdeilanleg snilld! Ég
hef aldrei hitt eins marga Íslendinga
sem hafa verið á einu máli um frá-
bært áramótagrín!
Ég rakst á blaðsnepil í ruslafötu í
sjoppu niðri í bæ og sá að sorprit eitt
(sem ég nefni ekki á nafn) ætlar að
hefna harma og níðast svolítið á að-
standendum skaupsins. Þeir örfáu
aðilar sem ekki sáu ljósið í gríninu og
misskildu allt hafa þegar verið látnir
skrifa í snepilinn. Einn blaðamað-
urinn sagði á þessu snifsi sem gægð-
ist upp úr ruslafötunni að hann væri
hneykslaður á því að Eyvöru hefði
verið lýst sem fyllibyttu og dópista (!)
og segir það meira um ástand blaða-
mannsins meðan hann horfði á skaup-
ið! Óendanleg vitleysa getur oltið upp
úr fólki. Man viðkomandi ekki að
„þema“ söngatriðanna var drengur
(bróðir einnar úr dómnefndinni) sem
var alltaf að reyna að troða sér í
skaupið? Hann birtist alltaf sem nýr
og nýr söngvari. Það þarf illa drukk-
inn áhorfanda til að sjá eitthvað ann-
að út úr þessum söng-eftirhermum –
eða illa innréttaðan blaðamann!
Ég vil að lokum biðja sjónvarpið
um að gefa út áramótaskaupin (alla-
vega þetta og ’84 skaupið) svo ég geti
keypt það efni og gefið öllum vinum
mínum og hlegið mér til heilsubótar
næstu árin! Svo vil ég fá þessar konur
aftur til að búa til næsta áramóta-
skaup!
Kærar þakkir
Anna miðbæjarkona.
IPod týndist
IPOD photo 60 GB í svörtu leð-
urhulstri tapaðist á leiðinni úr neðra
Breiðholti að Miðbergi fimmtudaginn
12. jan. sl. Skilvís finnandi vinsamleg-
ast hringi í síma 895 9457 eða
695 3299. Fundarlaunum heitið.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Leikfimin hefst í
dag kl. 9, allir með.
Árskógar 4 | Bað kl. 8-16.
Handavinna kl. 9-16.30. Smíði/
útskurður kl. 9-16.30. Söngstund
kl. 10.30. Félagsvist kl. 13.30.
Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn
handavinna, bútasaumur, sam-
verustund, fótaaðgerð.
Dalbraut 18 - 20 | Félagsstarfið
er öllum opið. Fastir liðir eins og
venjulega. Skráning á postulíns-
námskeið stendur yfir. Þorrablót-
ið verður 3. febrúar. Not-
endaráðsfundur kl. 10 17. jan.
Síminn hjá okkur er 588-9533
Handavinna stofa Dalbrautar 21-
27 er opin alla virka daga milli kl.
8 og 16.
FEBÁ, Álftanesi | Opið hús kl.
13-16. Vilborg leiðbeinir við hand-
verk eftir óskum þátttakenda og
sér um kaffiveitingar. Akstur ann-
ast Auður og Lindi, sími
565 0952.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Félagsvist verður spiluð í kvöld kl.
20.30 í Gullsmára.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13. Kaffitár með
ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla kl.
18. Samkvæmisdans framh. kl. 19
og byrjendur kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9-12
handavinna. Kl. 9.30 boccía. Kl.
9.30 gler- og postulínsmálun. Kl.
13.15 lomber. Kl. 17 kóræfing. Kl.
20.30 skapandi skrif.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Eldri borgarar spila brids (tví-
menning) alla mánu- og fimmtu-
daga í félagsmiðstöðinni. Skrán-
ing kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst
kl. 13. Þátttökugjald kr. 200. Kaffi
og meðlæti fáanlegt í spilahléi.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9:15, 10:05 og
11:00 í Kirkjuhvoli. Opið í Garða-
bergi kl. 12.30-16.30. Miðasala á
Þorrablót Kiwanis, Sinawik og
FAG er kl. 13-15 í Garðabergi.
Verð kr. 2.000. Glerskurður kl. 13
í Kirkjuhvoli.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-
16.30 vinnustofur opnar m.a. al-
menn handavinna. Kl. 10 postu-
línsnámskeið umsj. Sigurbjörg
Sigurjónsd. Frá hádegi spilasalur
opinn. Kl. 14.30 kóræfing. Veit-
ingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi
Berg. Strætó S4 og 12 stansa við
Gerðuberg. Allar uppl. á staðnum
og í síma 575 7720. www.gerdu-
berg.is.
Hraunbær 105 | Kl. 9 Perlusaum-
ur, almenn handavinna, kaffi,
spjall, dagblöðin. Kl. 10 bæna-
stund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 15
kaffi.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu-
stofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, silki- og
glermálun, kortagerð. Jóga kl. 9-
11. Frjáls spilamennska kl. 13-16.
Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir
588 2320.
Hæðargarður 31 | Enn er tæki-
færi til að skrá sig í framsagn-
arhóp sem hittist á þriðjudögum
og miðvikudögum milli kl. 10-12.
Einnig er ljóða- og hagyrð-
ingahópur ekki fullskipaður. Láttu
draumana rætast og vertu með í
vetur. Kynntu þér dagskrána,
kíktu við og fáðu upplýsingar um
félagsstarfið. Síminn er 568 3132.
Hæðargarður 31 | Bókmennta-
klúbbur kl. 20 18. jan.
Korpúlfar Grafarvogi | Sund-
leikfimi í Grafarvogssundlaug kl.
9.30 á morgun.
Laugardalshópurinn Blik, Laug-
ardalshöll | Leikfimi fyrir eldri
borgara í Laugardalshöll kl. 12.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl.
11.30 upplestur, kl. 13-16.30 opin
vinnustofa.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja
kl. 9-12.30, bókband og búta-
saumur kl. 9-13, hárgreiðsla og
fótaaðgerðarstofur kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, boccia kl. 10-11,
handmennt almenn kl. 13-16.30,
glerbræðsla og frjáls spila-
mennska kl. 13.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Bæna og helgi-
stund kl. 10 í félagsmiðstöðinni
Hraunbæ 105. Umsjón sr. Þór
Hauksson og Kristina Kalló
Szklenár.
Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir
8. bekk í Hjallakirkju kl. 20-21.
Hveragerðiskirkja | Alfa-
námskeið hefst í Hveragerð-
iskirkju 23. janúar nk. kl. 19-22.
Kynningarfundur verður 16. jan.
kl. 20. Alfa er stutt, hagnýtt
námskeið um spurningar lífsins
og kristna trú. Námskeiðgjald er
kr. 6000, innifalið öll gögn,
fræðsla og veitingar. Helgarferð
er hluti af námskeiðinu og kostar
kr. 4000. Upplýsingar og innritun
í síma 483-4255 eða 862-4253
eða á: jon.ragnarsson@kirkjan.is
KFUM og KFUK | Fundur í AD
KFUK, Holtavegi 28, þriðjudaginn
17. jan. kl. 20. Lofgjörðar og
bænasamvera. Umsjón Þórdís
Ágústsdóttir, Rúna Þráinsdóttir
og fleiri konur. Kaffi. Allar konur
eru velkomnar.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. f4 d5 5.
e5 Db6 6. Ra4 Dc7 7. Be2 Rh6 8. g4 f6
9. h3 Rf7 10. Rf3 g5 11. Dd3 gxf4 12.
Bxf4 fxe5 13. Rxe5 Rxe5 14. Bxe5 Bxe5
15. dxe5 Dxe5 16. 0-0 Ra6 17. Hae1
Rb4 18. Db3
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir nokkru í Merida í
Mexíkó. Pólski stórmeistarinn Mikhail
Krasenkov (2.655) hafði svart gegn
kúbverska kollega sínum Frank La
Paz (2.452). 18. ... Rxc2! 19. Dxc2
Dg3+ 20. Kh1 Dxh3+ 21. Kg1 Dg3+
22. Kh1 Dh4+ 23. Kg1 Hg8! sókn
svarts verður nú óstöðvandi eftir að g-
peð hvíts fellur. 24. Bf3 Bxg4 25. Bg2
Bh3 26. He2 0-0-0 27. Hff2 Hd6 28.
Rc3 Bxg2 29. Hxg2 Hxg2+ og hvítur
gafst upp þar sem eftir 30. Hxg2 De1+
verður hann mát í næsta leik og einnig
yrði stutt í mátið eftir 30. Kxg2 Hg6+.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Trompsexan.
Norður
♠10852
♥1087
♦ÁK6
♣KDG
Vestur Austur
♠DG3 ♠K764
♥D63 ♥Á9
♦874 ♦́D9532
♣10632 ♣74
Suður
♠Á9
♥KG542
♦G10
♣Á985
Suður spilar fjögur hjörtu.
Það blasir ekki við í byrjun, en
hjartasexa vesturs er stórt spil í
vörninni. Lítum á líklega þróun
mála: Út kemur spaðadrottning, sem
suður drepur og spilar tígulgosa.
Þegar gosinn veiðir ekki drottn-
inguna er eðlilegt að stinga upp
kóng og fara í trompið – sjöa úr
borði, nía frá austri, gosi og drottn-
ing.
Vestur tekur slag á spaðagosa,
spilar enn spaða og suður trompar.
Sagnhafi spilar trompi og austur á
slaginn á hjartaás í þessari stöðu:
Norður
♠10
♥10
♦Á6
♣KDG
Vestur Austur
♠-- ♠7
♥6 ♥--
♦87 ♦D953
♣10632 ♣74
Suður
♠--
♥K5
♦10
♣Á985
Austur spilar spaða og nú fer hjarta-
sexan að blómstra. Ekki má suður
trompa með fimmu, en það gengur
heldur ekki að stinga frá með kóng.
Vestur hendir þá tígli og kemur í
veg fyrir að sagnhafi geti stolið slag
á hjartafimmu með stungu. Og nið-
urstaðan verður þá sú að vestur fær
fjórða slag varnarinnar á lauftíuna í
lokin.
Það er djúpt á þessu, en fallegt er
það.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Í DAG, mánudaginn 16. janúar, kl.
12.30 verður haldinn fyrirlestur í
stofu 024 í LHÍ á Laugarnesvegi
91.
Geirþrúður Finnbogadóttir
Hjörvar og Bryndís Ragnarsdóttir
myndlistarmenn halda erindi sem
nefnist „signal in the heavens“
[merki á himnum]; heimur merk-
ingarkerfis. Fjallað verður um for-
sendur og framkvæmd sýninga-
raða sem hafa eigið skipulag að
umfjöllunarefni og vakin verður
athygli á hinni eilífu gjá milli hug-
myndar og framkvæmdar. Um er
að ræða sýningar sem haldnar
voru í Reykjavík, New York og
Berlin
Fyrirlestur í opna Listaháskólanum