Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 40
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DÆLUR FYRIR SJÁVARÚTVEGINN Sími 568 6625 Jóhanna Thorsteinson – þinn liðsmaður 2. sætiðwww.johanna.is Framboð til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 21.janúar 2006 STOFNKOSTNAÐUR Landsvirkjunar vegna aukinnar orkuöflunar á Suðurlandi myndi aukast um nálægt sex milljarða króna ef Norðlingaöldu- veita yrði slegin af. Þetta segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. „Miðað við þá kosti sem eru í boði fyrir fyrirtækið á Suðurlandi myndi þetta auka útgjöld fyrirtækisins upp á tæpa sex milljarða króna,“ segir hann. Undirbúningur hefur kostað 630 milljónir Þessar tölur eru byggðar á útreikningum sem Landsvirkjun hefur látið gera. Hún hefur m.ö.o. látið meta hve mikið það myndi kosta hana að afla 720 gígavattstunda á ári með öðrum hætti á Suð- urlandi, en með Norðlingaölduveitu. Í þeim út- reikningum var, skv. upplýsingum frá Landsvirkj- un, horft til þeirra virkjunarkosta sem Landsvirkjun hefur heimildir fyrir eða telur að hún fái heimildir fyrir. Þessir virkjunarkostir eru Tungnaá og Neðri-Þjórsá, sem eru Búðarháls-, Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjun. Stofn- kostnaður við öflun 720 gígavattstunda á ári með þessum kostum er um 5,3 milljörðum meiri en með Norðlingaölduveitu, skv. útreikningum Lands- virkjunar. Auk þess er bent á að fyrirtækið þyrfti væntanlega að afskrifa um 630 milljónir króna í áfallinn undirbúningskostnað við Norðlingaöldu- veitu. Samtals myndi kostnaður Landsvirkjunar því aukast um tæplega sex milljarða, yrði horfið frá áformum um Norðlingaölduveitu. Hefur jákvæð miðlunaráhrif Í gögnum frá Landsvirkjun um þessa útreikn- inga er aukinheldur tekið fram að Norðlingaöldu- veita hafi jákvæð miðlunaráhrif á virkjanir í Neðri-Þjórsá, þar sem vatn frá veitunni fari í gegnum Þórisvatnsmiðlun. Þau áhrif hafi ekki verið könnuð sérstaklega og séu því ekki talin stórvægileg. „Að þeim meðtöldum má þó ætla að kostnaðarauki Landsvirkjunar, ef hætt yrði við Norðlingaölduveitu, nemi samtals 6 til 6,5 millj- örðum.“ Áhrif þess fyrir Landsvirkjun að hætta við Norðlingaölduveitu Kostnaður myndi aukast um nær sex milljarða Eftir Örnu Schram arna@mbl.is TVÖ aðildarfélög Bandalags há- skólamanna, Kjarafélag við- skiptafræðinga og hagfræðinga og Útgarður (fé- lag fólks með ýmsa háskóla- menntun), felldu á félagsfundi í gær nýgerða kjarasamninga við Reykjavíkur- borg. Félagsfundur Stéttarfélags lögfræðinga samþykkti samninginn. „Þetta eru fáir félagsmenn í báð- um tilvikum enda hafa í gegnum tíð- ina flestir verið í starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. En svo hefur verið að fjölga í báðum félögum og kannski kaldhæðni örlaganna að það hefur m.a. gerst þar sem fólk hefur verið óánægt með starfsmat. Margir hafa haldið því fram að starfsmatið henti háskólamenntuð- um síður en ófaglærðum. Þegar við hófum samningavinnu í haust, leit- uðum við til okkar félagsmanna um áherslur og afgerandi niðurstaða varð að fólk vildi ekki byggja samn- ingsgerðina á starfsmati. Óánægja með starfsmat Halldóra segir samningsdrögin hafa verið hliðstæð ríkissamningum. „En síðan hafa verið gerðir samn- ingar við önnur félög í Reykjavík þar sem fólk hefur fengið mjög miklar hækkanir og það var einfald- lega mat þeirra sem komu á fé- lagsfund, að við hlytum að geta fengið meira vegna þess að önnur samtök hefðu fengið meira út úr samningum við borgina. Mér finnst það þó ekki rökrétt, því eins og Steinunn Valdís borgarstjóri hefur ítrekað eiga hækkanirnar ekki að ganga gegnum allan launastigann heldur er verið að hækka mest þá sem hafa lægstu launin. Það á ekki við um okkar hóp svo þetta er svolít- ið skrýtin aðstaða. En í næstu viku höldum við félagsfundi og fáum þá vonandi fleiri en mættu síðast. Ef fólk heldur núna að það komi betur út í starfsmati gerum við auðvitað það sem menn vilja.“ Felldu samninga við borgina Félagsmenn í BHM horfa til ný- gerðra kjarasamninga í Reykjavík Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@hi.is Halldóra Friðjónsdóttir ÞORRI landsmanna á ekki annarra kosta völ kost en að leita eftir þjón- ustu bílaþvottastöðva yfir vetr- artímann þegar venjuleg bíla- þvottaplön eru lokuð. Það er því yfirleitt nóg að gera á bílaþvotta- stöðvum á þessum árstíma. Það bætist svo við að tjara af götunum festist hratt við bílana þegar marg- ir aka um á negldum dekkjum. Myndin er tekin á bílaþvottastöð við Sóltún í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikið að gera á bílaþvottastöðvum RÚMLEGA tíu þúsund manns lögðu leið sína á skíðasvæðið í Bláfjöllum um helgina að sögn Grétars Þór- issonar, forstöðumanns skíðasvæð- anna á höfuðborgarsvæðinu, en svæðið var opnað í fyrsta sinn í vet- ur á laugardaginn. „Það var mikið líf í fjallinu um helgina og dagurinn í dag [í gær] er einn af stærstu dögunum í Bláfjöll- um frá upphafi en þá komu rúm- lega sex þúsund manns. Það má í raun segja að það hafi verið uppselt enda voru ekki til staðar bílastæði fyrir alla sem hingað komu.“ Grétar segir að þrátt fyrir byrj- unarörðugleika á laugardaginn þegar nýja stólalyftan bilaði og eitt alvarlegt slys í gær hafi verið lítið um óhöpp. | 4 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tíu þúsund í Bláfjöllum TVÆR konur féllu niður um vök á Rauðavatni um fjörutíu metra frá landi rétt fyrir kl. 13 í gærdag. Kon- urnar voru á ferð með gönguhóp þegar óhappið varð en ísinn brotnaði undan fótum þeirra. Mikill viðbúnaður var við vatnið og tveir sjúkrabílar sendir á vett- vang auk neyðarbíls, kafarabíls og dælubíls. Var konunum fljótt komið til bjargar og þær fluttar til aðhlynn- ingar á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss með væg einkenni ofkælingar. Þeim varð þó ekki meint af volkinu og voru útskrifaðar eftir að búið var að koma í þær hita. Slökkviliðið bendir á að ísinn á Rauðavatni sé mjög ótraustur og óráðlegt að fara yfir hann. Að gefnu tilefni má einnig benda á að komi upp vá skal ávallt hringja eftir að- stoð eins fljótt og auðið er. Féllu niður um vök á Rauðavatni SKORAÐ er á samgönguyfirvöld, þingmenn og ráðherra að beita sér fyrir því með öllum ráðum að tryggja varanlega lausn í samgöngumálum á norðanverðum Vestfjörðum frá Súðavík til Bolungarvíkur svo líta megi á svæðið sem heildstætt at- vinnusvæði. Þetta kom fram í álykt- un baráttufundar um bættar sam- göngur á laugardag í Bolungarvík. Í ályktun var vísað til samþykkta sveitarstjórna á norðanverðum Vest- fjörðum þar sem segir að tryggja þurfi öruggar samgöngur annars- vegar á milli Ísafjarðar og Bolung- arvíkur og hinsvegar milli Ísafjarðar og Súðavíkur með jarðgöngum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra komst ekki á fundinn þar sem flugvél hans gat ekki lent á Ísafirði vegna veðurs. Tryggi örugg- ar samgöngur á Vestfjörðum  Krafa | 20 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.