Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frönsk Kvikmyndahátíð Babúska - Le Poupées Russes kl. 5.30 Saint Ange kl. 6 og 10.10 Lemming - Læmingi kl. 8 og 10.30 Draumahlutverkið-Le role de sa vie kl. 8 The Chronicles of Narnia kl. 6 KING KONG kl. 9 b.i. 12 ára Rumor Has It kl. 6 - 8 og 10:05 Harry Potter and the Goblet of Fire kl.6 og 9 b.i. 10 ára FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ UpplifðU stórfenglegasta ævintýri allra tíma. Byggð á sönnum orðrómi. Jake Gyllenhaal fer á kostum ásamt Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Coope Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra “AMERICAN BEAUTY ÞETTA er ekki Manchest-er á Englandi, heldur íConnecticut, Bandaríkj-unum, lítill bær sem enginn utanaðkomandi hefur heyrt um, en hann hefur sjálf- stætt bíólíf, sitt Showcase Cin- ema, með mörgum sölum, og slangur af áhorfendum að sjá Brokeback Mountain klukkan tíu um kvöld í miðri viku. Það þurfti leikstjóra af asískum uppruna, Ang Lee, til að gera þessa byltingarkenndu kúreka- mynd, sem hefur vakið bæði að- dáun og andúð. Hún hefur þegar unnið til fjölda verðlauna, um leið og nokkur bíó í Bandaríkjunum neita að taka hana til sýninga. Hún hefur komið af stað tilfinn- ingalegum greinaskrifum, þ.á m. í Boston Globe, þar sem dálkaskríbentinn (karlmaður) seg- ist ekki þora á myndina af ótta við sínar hugsanlegu tilhneigingar. Greinin er að hluta til í gaman- sömum tóni, en undirtónninn þó sá að hann er ekki í rónni með sjálfan sig og bíómyndina um kú- rekahommana. (Hér er orðið hommi notað af því það er ekki til skárra orð á íslensku.) Brokeback Mountain er gerð eftir fimmtíu blaðsíðna stuttsögu (novellu) Annie Proulx, stór- frægrar bandarískrar skáldkonu. Á þessum síðum segir hún ást- arsögu, sem er jafnframt ævisaga tveggja kúreka. Hún hefst í Wyoming árið 1963, þegar þeir eru fjárhirðar á Brokeback Mountain. Handritshöfundar og leikstjóri taka þann kúrs að fara sem allra næst sögunni, að end- urskapa persónurnar eins ná- kvæmlega og hægt er og tilfinn- ingalegt andrúmsloftið kringum þær. Þá eru atvik og samtöl bein- línis þrædd, og litlu aukið við sem er ekki í sögunni. Hér svínvirkar þessi aðferð. Þær sögur eru þá til sem borgar sig að slöngva í heilu lagi á tjaldið, frekar en að finna nýja leið og nálgun. Leikurinn í myndinni er frábær og persónur trúverðugar (uppá- haldið mitt er ástralski leikarinn Heath Ledger sem leikur tilfinn- ingalega frosna tilfinningaveru, af einstakri snilld og innsæi). Sögu- hetjurnar verða líka að vera trú- verðugar, því þetta vandmeðfarna efni krefst þess að áhorfandinn lifi sig inn í ástarsöguna sem stjórnar lífi söguhetjanna, söguna sem er nokkurs konar sorgarballaða um örlög Ennis del Mar og Jack Twist, kúreka. Annar lifir af, en til hvers? Hvaða líf bíður hans annað en að syrgja vin sinn, í miðju lífi sem er ónýtt? Og hvað gerði líf hans ónýtt? Var það tilviljunin? Var það ástin? Eða bjó hún til fá- einar stolnar stundir sem hófu líf- ið á æðra plan – og hefði kannski ekki tekið því að vera til nema fyr- ir þær stundir ? Leikstjórinn Ang Lee(furðuverk sem hefurgert heimsins ólíkustumyndir, þ. á m. Hulk, The Ice Storm) segir í viðtali við vikuritið franska Le Nouvel Ob- servateur að ástin sé blekking. En það sýnist mér ekki vera niður- staðan í nýju myndinni hans, held- ur sú að ástin sé staðreynd – yf- irsterkari þeim sem fyrir henni verða. Til eru hins vegar þær kvikmyndir þar sem ástin er blekking (og kvikmyndaformið kannski það listform sem getur best sýnt blekkingu) þar á meðal meistarastykki Hitchcocks, Ver- tigo. En hvort sem yfirþyrmandi ást er blekking eða staðreynd er það meginstef í báðum myndum að hún geti verið gjöreyðandi, í allri sinni togstreitu – og dýrð. Ekki veit ég hvort hóp-urinn af flissandi ung-lingsstúlkum sem gekkút úr Showcase Ci- nema í Manchester var að hugsa eitthvað á þessum nótum. Ein þeirra sagði þó: Hvað þetta var sorglegt. Þar er ég sammála og vona, ekki bara þess vegna, að Brokeback Mountain nái sem flestum augum, á öllum aldri. Hún veitir, fyrir utan allt annað, innsýn í sérstaka tegund af umburð- arleysi og ofsóknum. Það er óþrjótandi umhugsunarefni og umfjöllunarefni hvernig hægt er að dæma og fordæma prívat og persónulega kynhneigð fólks með- an hún káfar ekki upp á aðra en fullorðið fólk sem samþykkir það sem fer fram. Og það er kannski meira en hægt er að ætlast til af einni bíó- mynd, að hún segi sögu sem er í senn falleg og ljót, ofsafengin og blíð, og veki líka til umhugsunar um ást, fjarveru hins heittelskaða, kynhneigð, þrá, sorg, og spenni- treyju samfélagsins. B í ó k v ö l d í M a n c h e s t e r Ballaða um karl- mannsástir kúrekans Reuters Leikararnir Jake Gyllenhaal og Heath Ledger í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Brokeback Mountain. Eftir Steinunni Sigurðardóttur ÞÁ er komið að Les pouppées rus- ses / Babúsku, framhaldi Evr- ópugrautarins góða, og hefst það fimm árum eftir að vinahópurinn kvaddi í Barcelóna. Aðalpersónaner sem fyrr Fransmaðurinn Xavier (Duruais), sem stundar jöfnum höndum bókaskriftir og íhlaupa- blaðamennsku. Það er komin út eftir hann a.m.k. ein ástarsaga og nást samningar við BBC um að byggja á henni sjónvarpsmynd. Ritstörfin ganga brösuglega en ástamálin verr. Hann er í tilvist- arkreppu, kominn um þrítugt og finnst löngu tímabært að finna hamingju og stöðugleika. Xavier heldur sambandi við Martine (Tautou), þó ástum þeirra sé lokið og vináttu við lesbíuna Isa- belle (De France). Þá kemur Lundúnastúlkan Wendy (Reilly), aftur inn í líf hans því hún er ráðin til að aðstoða Xavier við sjónvarps- myndargerðina. Isabelle, helsti ráð- gjafi Xaviers á öngstrætum þrí- tugsáranna, reynir að koma Xavier í skilning um að hann sé alltof kröfuharður, í rauninni sé hann í leit að prinsessu. William, bróðir Wendyar, er bú- inn að finna ástina í St. Pétursborg og þar sameinast vinahópurinn að nýju. Xavier finnur „prinsessuna“, það samband bregst, en allt bendir til að hann höndli torfundna ham- ingjuna að lokum. Framhalds- myndin er að vísu hvorki jafn sjarmerandi og náin og fyrirrenn- ari hennar en Klapisch tekst engu að síður að vekja persónurnar sínar aftur til lífsins á ásættanlegan hátt. Þær hafa elst og eiga flestar utan Williams, í vandræðum með að staðfesta sig í tilverunni og sigla sælar og glaðar inn í fullorðinsárin. Yfirbragð Babúsku er sætsúr blanda gamans og alvöru sem á skemmtilega spretti en lítið í lík- ingu við heillandi andrúmsloftið sem einkenndi fjölþjóðasamfélagið í Barcelóna. Gömlu vinunum hefur gengið upp og ofan á þroskabraut- inni, eins og gengur. Óþvinguð og áhyggjulaus námsárin binda þau saman en svo er að sjá að Xavier hafi litlu bætt við sig síðan, á þess- um hálfa áratug. En þau eiga þennan ómetanlega gagnabanka góðra minninga og vináttu sem mun ylja þeim um alla framtíð og beinir einhverjum þeirra á réttar brautir. Um það snýst framhaldið öðru fremur. Ósanngjarnt er að fara nánar út í þá sálma, en ég hvet óhikað aðdá- endur Evrópugrautsins til að gefa þessum gömlu vinum gaum og held að flestir aðrir ættu að hafa gaman af þessari mannlífssúpu ólíkra per- sóna, þjóða og menningar. Hún er betrumbætt með rússnesku auka- kryddi sem lífgar upp á flóruna og lýsir jafnframt hægt brúuðu bilinu sem verða mun um sinn á milli gamla austursins og Vesturlanda. Helsti ljóðurinn á Babúsku er ósannfærandi leikur Duruis í burð- arhlutverkinu, að öðru leyti er hann lýtalaus sem fyrr, með Reilly og de France í fararbroddi. Evrópugrautur með austantjaldskryddi KVIKMYNDIR Háskólabíó: Frönsk kvikmyndahátíð Leikstjóri: Cédric Klapisch. Leikarar: Romain Duruis, Kelly Reilly, Audrey Tautou, Cécile de France. 125 mín. Frakkland 2005. Les pouppées russes / Babúska  „Yfirbragð Babúsku er sætsúr blanda gamans og alvöru sem á skemmti- lega spretti,“ segir m.a. í dómi. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.