Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVAR voruð þið, hraustu, hamingjusömu, vinnuglöðu Íslendingar, þegar ómagarnir fóru í sína árlegu kröfu- göngu, sem alltaf er háð í myrkri og óveðri í desem- ber, þegar allir eru á kafi í lífsgæðakapphlaupinu rétt fyrir jól? Ekki komuð þið og studduð þá, eins og þið eruð dugleg að mæta í bæinn í ágúst og styðja sam- kynhneigða, sem geta þó unnið fyrir sér eins og hverj- ir aðrir (án þess að ég hafi neitt á móti þeim). Vantar kannski skrautvagna og karlmenn klædda og málaða eins og konur? Eða trúða og skrípalæti? Eða gott veð- ur? Hvernig er að geta ekki látið klippa sig eða farið til tannlæknis eða keypt sér gleraugu og aldrei brugðið undir sig betri fætinum og lyft sér upp? („Til hvers, eru þeir ekki alltaf í fríi?“) Ég veit það ekki, ég á svo hraustan og duglegan mann, en ég hef ekki getað unnið fyrir nauðþurftum mínum sjálf og það er sárt. Kæra þjóð (og þá meina ég allir, sem eru svo heppnir að hafa heilsu og getu til að vinna fyrir LAUNUM), ég hef lengi ætlað að senda þér línu og læt nú loksins verða af því. Ég var að koma úr vinnunni, þar sem ég er nýbyrj- uð að vinna 12 tíma á viku, sinni veiku og slösuðu fólki, en sú vinna er að sjálfsögðu illa launuð og mjög gefandi og ég þakka almættinu fyrir að geta það. Síð- an brá ég mér í bæinn og hellti úr skálum reiði minn- ar yfir saklausa konu (konu, auðvitað) sem er svo óheppin að vinna hjá Ómagastofnun Íslands á Lauga- vegi. Ég er nefnilega ein af þeim, sem fengu þetta einstaka bréf á aðventunni, þar sem mér er uppálagt að skila hluta af ómagabótunum sem ég fékk á liðnu ári. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að maðurinn minn hafði hækkað í launum í takt við hækkandi verð- lag. Ég sjálf hafði ekki hækkað um eina krónu, fékk nákvæmlega upp á eyri sömu upphæð í desember og ég fékk í janúar enda eru aumingjabætur ekki tengd- ar framfærsluþörf á nokkurn veg. Ég fékk 2.800 krón- ur í launauppbót en maðurinn 26.000 að frádregnum skatti. Einnig skyldi ég skila tekjuáætlun fyrir næsta ár og áætla hve mikið maðurinn minn kynni að hækka í launum á því ári (sem ég veit auðvitað ekkert um!). Ómagar skulu vera fátækir, ef það er nokkur leið. Mér líður eins og hreppsómagarnir lýstu því fyrir 100 árum, eins og ég sé að stela einhverju af ein- hverjum, þetta er svo niðurlægjandi og skammarlegt! Hvernig skyldi aldraða fólkinu líða, sem er búið að skila sínu vinnuframlagi og greiða í þessa sjóði alla starfsævina? Það er náttúrulega óþarfi að hafa áhyggjur af hugtaki eins og sjálfsvirðingu í þessu ný- ríka landi, eða því að geta ekki treyst því að mega eyða naumt skömmtuðum bótunum. En ég skal aldrei, aldrei láta þetta buga mig. Hvað sem heilsa mín og yf- irvöld reyna að beygja mig ætla ég að vera glöð og þakklát fyrir allt það góða sem lífið hefur þrátt fyrir allt gefið mér. Ég ætla að reyna að vinna, þótt lítið sé og vanmetið, af því að það er hollara fyrir mig og þótt ég fái bakreikninga fyrir að reyna að vera upprétt manneskja. Það er nefnilega ennþá þessi hreppsómag- astimpill á þeim sem hafa ekki heilsu til að vinna í þessu samfélagi. Hvernig væri að skammast sín svolítið og breyta bótum í laun, hvetja fólk til að reyna að vinna (hver tapar á því?) og draga svolítið úr þessari ömurlegu fá- tækt sem margir þurfa að lifa við í þessu alls- nægtaþjóðfélagi? Við getum það, vilji er allt sem þarf! SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Hraunbæ 17, Reykjavík. Hvar varst þú? Frá Sigríði Gunnarsdóttur: NÚ EÐA aldrei, má ætla að aldr- aðir og öryrkjar sjái hve stjórn- völdum er hjart- anlega sama um líðan þeirra og afkomu. Á sama tíma og valds- menn stórhækka laun sín og fyr- irtæki sem háð eru þjóðinni, van- virða hana með ofurbruðli, safnar Tryggingastofnun í skuldir fyrir viðskiptavini sína. Skuldunum er nær enginn réttur fyrir og ættu að falla niður, þó ekki væri nema fyrir kæruleysi og klúður stofnunarinnar. Henni var í lófa lagið að safna ekki glóðum elds að höfði fólksins. Skráphörðum embættis- mannakjarnanum er sama um aldr- aða og sjúka. Aðalatriðið er að þóknast ráðandi stjórnmálamönn- um, svo háu launin þeirra skreppi ekki saman. Á sínum tíma kallaði Vilmundur Gylfason veruleikafirrta embættismenn möppudýr. Það virð- ist sígilt. Skömm er Trygginga- stofnun, að leiða gamalt fólk, sem ekki má vamm sitt vita, í skulda- gildru. Fólkið sem byggir afkomu sína á greiðslum frá stofnuninni telst fá of mikið, þó það hafi vart til hnífs og skeiðar. Aðalsmerki núverandi stjórnvalda er misrétti. Þau draga frá því sem ekkert er og mismuna fólki sem mest. Eina vörn verst setta fólksins er að óska eftir að stofnunin greiði þeim launin sem þingheimi finnst sæma þeim til handa. Það er að miða samanlagða greiðslu við skattleysismörkin. Þannig borgar skatturinn meiri- hluta skuldarinnar, meðan fólkið þrengir ólarnar og bíður betra þings. ALBERT JENSEN trésmíðameistari, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Aldraðir borgi skuldina Frá Albert Jensen: Albert Jensen ÞAÐ kemur fyrir í lífi okkar mann- anna að við sjáum eitthvað eða upp- lifum sem okkur finnst óskiljanlegt. Ég man t.d. eftir því þegar ég var unglingur að ég sá drukkinn mann kveikja í fimmþúsund króna seðlum inni á veitingahúsinu Fógetanum. Þegar maðurinn var að kveikja í síð- asta fimmþúsundkallinum þá þyrmdi yfir mig óskilningurinn. Hví var hann að þessu? Var hann að ná sér í at- hygli? Var hann að mótmæla ein- hverju? Ég verð ennþá hissa á þess- ari bálför þegar ég hugsa um þetta þótt langt sé um liðið. Ég verð ger- samlega skilningsvana enda aðgerðin fábjánaleg og óskiljanleg. Það sama má segja um nýju Hring- brautina sem búið er að leggja í gegn- um svæði 101. Það er alveg sama hvar troðið er niður allstaðar blasir við óskilningurinn. Ég ætla að nefna nokkur dæmi. Ég þarf t.d. að fara reglulega út í Garðabæ frá heimili mínu að Ásvalla- götu og ég er töluvert lengur að því en fyrir breytingu. Um er að kenna umferðarteppu sem hefst hjá Vals- heimilinu og endar fyrir framan Að- albyggingu Landspítalans. Þetta er vandamál sem var ekki til staðar fyrir breytingu Hringbrautar. Fólk er lengur að keyra frá A til B eftir nýju Hringbrautinni! Sú stað- reynd að tveggja akreina vegur breikkar á kafla og þrengist síðan aft- ur er að mati færustu umferðarfræð- inga verri heldur en jafn breiður vegur sem er sam- felldur. Þetta vita einnig ökumenn sem eru vanir að keyra þarna. Forsenda þess- arar færslu Hringbrautar- innar er stækkun Landspítalans. Þessi forsenda er röng því að stór spítali á ekkert erindi í miðbæinn. Miðbærinn er nefnilega ekki í miðju höfðuborgarsvæðisins. Miðbærinn var einu sinni í miðjunni en það var fyrir áratugum en er það ekki lengur. Þetta ætti borgarstjóra að vera ljóst. Það er beinlínis rudda- legt gagnvart íbúum Reykjavíkur sem búa annarstaðar en í 101 og107 að spítalinn skuli vera svo afskekktur. Forsenda færslu Hringbrautarinnar er óskiljanleg og vitlaus. Þegar flugvallarmálið var í hámæli var mikið talað um hve verðmætt landið í 102 væri. R-listafólk sagði að landið sem flugvöllurinn tæki væri tugmilljarða virði. Sama fólk stóð samt að þeirri óskiljanlegu ákvörðun að leggja 6 akreina hraðbraut yfir þetta rándýra land. 6 akreina hrað- braut þvert í gegnum Þekkingar- þorpið hans Dags B. Eggertssonar! Nú vona ég að Dagur skilji eins og aðrir þeir sem stóðu að þessar vit- lausu ákvörðun að það er ekki bara landið undir þessum 6 akreinum sem er ónýtt. Það vill enginn búa í ná- grenni við þessa óhræsis akbraut! Þekkingarþorpið er Blekkingarþorp R-listans. Nýja Hringbrautin er frá öllum hliðum séð algerlega óskilj- anleg. Þegar umræðan um flugvall- arsvæðið náði einhverju risi var talað um að reyna að ná einhverri samfellu frá flugvallarsvæðinu og Þingholt- unum. Stórt samfellt svæði fyrir fólk en ekki bíla. Hugmyndir um blandaða og þétta byggð sem reyndi að ná fram vinalegu andrúmslofti Þingholtanna. Þessi draumsýn verður fyrir bí ef þessi óhræsis 6 akreina akbraut sker í sundur svæðið milli 101 og flugvall- arsvæðisins. Hvernig má það vera að allt þetta vel meinandi fólk gat komist að þessari óskiljanlegu niðurstöðu sem færsla Hringbrautar er? Kallinn sem ég sá kveikja í aur- unum hafði afsökun, hann var drukk- inn. Nú trúi ég því ekki að þessi ákvörðun um færslu Hringbrautar hafi verið tekin í ölvunarástandi inn á Ölstofu Kormáks og Skjaldar en sú hugmynd læðist þó að manni svo vit- laus er hún. Þetta er algerlega óskilj- anleg framkvæmd alveg eins og hjá fulla kallinum á Fógetanum sem kveikti í peningunum sínum. Að eyða dýrasta og flottasta byggingarlandi borgarinnar undir 6 akreina hrað- braut undirstrikar yfirgripsmikið þekkingarleysi R-listans á skipulags- málum. TEITUR ATLASON, Ásvallagötu 27, Reykjavík. Blekkingarþorpið 102 Reykjavík Frá Teiti Atlasyni: Teitur Atlason BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA hefur komið fram gagnrýni á fyrirhugaða byggingu háskólasjúkrahúss (Landspítala – há- skólasjúkrahúss – LSH) við Hringbraut. Ýmis rök hafa verið talin til eins og að það sé mun betra að koma sjúkrahúsi fyrir í Fossvogi, betra sé að dreifa sjúkrahúsum um bæinn frekar en að sameina þau, það sé rangt að reisa sjúkrahús í mið- bænum eða að tenging við Háskóla Íslands (HÍ) skipti engu máli. Við erum ósammála öllum þessum atrið- um og fögnum heilshugar fyrirhug- aðri byggingu háskólasjúkrahúss við Hringbraut, í nánd við Háskóla Ís- lands. Flest rök hníga að því að framtíð- aruppbyggingu LSH sé best fyrir komið við Hringbraut. Rök þessi voru m.a. sett fram af Ingibjargarn- efndinni svonefndu en niðurstöður nefndarinnar voru vel kynntar á sín- um tíma þó hvorki almenningur né fjölmiðlar hafi þá sýnt málinu mik- inn áhuga. En hver eru rökin fyrir því að LSH og Háskóli Íslands eigi samleið? LSH er ekki aðeins sjúkra- hús heldur háskólastofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki í mennt- un nema í fjölmörgum greinum heil- brigðis- og lífvísinda. Öll kennsla í læknisfræði, hjúkrunarfræði, líf- eindafræði, geislafræði og sjúkra- þjálfun fer fram í samvinnu LSH og HÍ. Kennarar í þessum greinum eru oft starfsmenn beggja stofnana og nemendur sækja menntun sína til þeirra beggja. Ekki er unnt að slíta þátt LSH frá þætti HÍ í þessari kennslu. Auk kennslunnar stunda starfsmenn þessara stofnana rann- sóknir á ýmsum sviðum heilbrigðis- og lífvísinda og er LSH ein öflugasta rannsóknarstofnun landsins með fjölda öflugra vísindamanna innan- borðs. Margir þeirra eru einnig starfsmenn Háskóla Íslands eða tengjast þeirri stofnun með ein- hverjum hætti. Þetta svið rannsókna er eitt þróttmesta svið vísindarann- sókna hér á landi. Rannsóknir og fræðastörf á LSH efla starfsemi sjúkrahússins og auka þekking- argrunn starfsmanna. Erlendis eru gæði sjúkrahúsa oftast metin út frá tengslum vísinda- og fræðastarfa við klíníska starfsemi. Þetta er gert þar sem þessi beinu tengsl leiða til betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga sem þangað leita og meiri framfara þegar til langs tíma er litið. Því má gera ráð fyrir að gæði LSH sem sjúkrastofnunar muni aukast á svip- aðan hátt þegar tengsl þessi verða efld. Tenging LSH við Háskóla Ís- lands og stofnanir hans skiptir því LSH afar miklu máli hvað menntun, vísindi og nýsköpun varðar. Á und- anförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að skerpa tengsl þessara stofnana og gera þau sýni- legri. Af umræðunni undanfarið er þó ljóst að hér er enn verk að vinna. Stór hluti hins nýja sjúkrahúss er ætlaður undir háskólastarfsemi og er m.a. gert ráð fyrir að Tilrauna- stöð HÍ í meinafræði að Keldum verði flutt í þetta húsnæði auk ým- issar annarrar starfsemi HÍ sem nú er dreifð víðs vegar um borgina. Þetta skapar grundvöll fyrir lang- þráðri samþjöppun þessarar starf- semi HÍ sem og tengsl þeirra við LSH. Slík samþjöppun skapar gríð- arleg tækifæri fyrir þá sem stunda rannsóknir í heilbrigðis- og lífvís- indum. Með því að færa rannsóknir þessar á einn stað skapast bein tengsl milli þeirra eininga og rann- sóknahópa við LSH og HÍ sem starfa á þessu sviði. Til verður um- hverfi þar sem kennarar, sérfræð- ingar og nemendur eiga greiðan að- gang hver að öðrum til viðræðna og samvinnu. Í slíku umhverfi er auð- veldara að byggja upp rann- sóknatengt framhaldsnám og sam- nýting tækja, aðstöðu og hugmynda skapar suðupott nýsköpunar. Ná- vistin skapar þannig jarðveg sem leiðir til nýjunga í vísindum og tækni og eflir menntun og þjálfun nem- enda. Tengslin milli HÍ og LSH eru báðum stofnunum nauðsynleg og því er afar mikilvægt að LSH sé stað- settur eins nærri HÍ og mögulegt er. Mikilvægast er þó að þetta eflir rannsóknasamfélagið og samkeppn- ishæfni þess. Fyrir sjúkrahúsið og sjúklingana þýðir þetta að til staðar verður öflug þekking á sviði líf- og læknisfræði en þannig eru lögð drög að læknisfræði til framtíðar. Sam- bærilegar breytingar er verið að gera víða um heim þar sem grunn- rannsóknir í heilbrigðis- og lífvís- indum eru að færast inn á sjúkra- húsin til að auka möguleika á hagnýtingu rannsókna og nýsköp- unar. Þessu til viðbótar má benda á áætlaða uppbyggingu hátækniiðn- aðar og sprotafyrirtækja í Vatns- mýrinni. Slík tengsl háskóla- starfsemi og nýsköpunar er mikilvæg leið til að skapa grundvöll að framsæknu nútímaþjóðfélagi. Við horfum björtum augum til þeirrar framtíðaruppbyggingar heilbrigðis- og lífvísinda í nánum tengslum við háskólastarfsemi og þekkingar- og hátækniiðnað. Slíkur kjarni er lík- legur til að skapa frjóar hugmyndir, betra heilbrigðiskerfi og veita aukn- um krafti í uppbyggingu á nútíma- borgarsamfélagi í Reykjavík. Háskólasjúkrahús – Rétt hugsað á réttum stað Eiríkur Stein- grímsson og Magn- ús Karl Magnússon fjalla um byggingu nýs háskólasjúkra- húss ’Við horfum björtumaugum til þeirrar fram- tíðaruppbyggingar heil- brigðis- og lífvísinda í nánum tengslum við há- skólastarfsemi og þekk- ingar- og hátækniiðn- að.‘ Eiríkur Steingrímsson Eiríkur er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og Magnús er læknir við LSH. Báðir stunda vísinda- rannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum. Magnús K. Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.