Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 33 Stóra svið SALKA VALKA Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! KALLI Á ÞAKINU Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! CARMEN Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Fö 3/2 kl. 20 Fö 10/2 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR FRUMSÝNT Í FEBRÚAR. MIÐASALA HAFIN Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 Su 26/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Fö 20/1 kl. 20 UPPS. Lau 21/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 UPPS. Mi 1/2 kl 20 UPPS. Lau 4/2 kl. 20 Su 5/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Fi 19/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Fi 2/2 kl. 20 Naglinn Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Fös. 20. jan. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 21. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 27. jan. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 28. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 3. feb. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 4. feb. kl. 19 Laus sæti 10/2, 11/2, 18/2. Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Námskeið umÖskubusku og Rossini Skráningarfrestur: 20. janúar Skráning í síma: 525 4444 - endurmenntun@hi.is FÖS. 20. JAN. kl. 20 LAU. 21. JAN. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAU. 28. JAN. kl. 20 FÖS. 3. FEB. kl. 20 LAU. 4. FEB. kl. 20 MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson FIM. 19. JAN. SUN. 22. JAN. FÖS. 27. JAN. SUN. 29. JAN. Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson MÁN. 16. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT ÞRI. 17. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT ÞRI. 24. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT MIÐ. 25. JAN. KL. 9 OG 11 UPPSELT DRUKKIN söngkona vakti hlátra- sköll áheyrenda á tónleikum í Saln- um í Kópavogi á laugardaginn. Þetta var Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og auðvitað var hún ekki hífuð í alvörunni. En hún lék það skemmtilega og Schwipslied eftir Johann Strauss var svo fyndið í túlkun hennar að ég sjálfur veltist um af hlátri. Um var að ræða Nýárstónleika Salarins í Tíbrárröðinni, en ásamt Diddú kom fram lítil kammersveit. Þar var valinn maður í hverju rúmi; fiðluleikararnir Sigrún Eðvalds- dóttir og Pálína Árnadóttir, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Sigurður Ingvi Snorrason og fleiri; allt liðsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Eins og vaninn er á nýárstónleik- um var dagskráin helguð Vín- arhtónlist og var hún eftir Strauss, Kálmán, Lehár og fleiri. Skemmst er frá því að segja að hún var af- burðavel flutt. Hljómsveitin var með sitt á hreinu; samspilið var öruggt og hver einasti hljóðfæra- leikari spilaði af vandvirkni, en líka tilheyrandi léttleika. Persónulega er ég ekki mjög hrifinn af Vín- artónlist, en á tónleikunum var hún bara svo fagmannlega leikin að það var ekki annað mögulegt en að hrí- fast með. Stundum er sagt að ekki sé hægt að búa til silkipoka úr svín- seyra, en hér var svínseyrað orðið að hinum fegursta dýrgrip! Aug- ljóst er að slíkt er aðeins á færi hæfustu listamanna. Diddú var líka frábær; hún söng fallega og með ríkulegum til- burðum, og lék auk þess á sannfær- andi hátt ólík hlutverk. Atriði þar sem hún gekk syngjandi um salinn og daðraði við nokkra tónleikagesti var svo kostulegt að lengi verður í minnum haft. Sigrún Eðvaldsdóttir brá sér í einleikarahlutverkið í Zigeunerwei- sen eftir Sarasate og var spila- mennska hennar snilldarleg. Þykk- ur, safaríkur tónninn var áreynslulaus og hröð nótnahlaup voru nákvæm og glæsileg. Rétta suðræna andrúmsloftið var í túlk- uninni og var hún svo spennu- þrungin að áheyrendur æptu af hrifningu. Í lokin setti tónlistarfólkið upp hatta og grímur og þar vakti sér- staka athygli mína kattargríman sem Bryndís Halla var með. Hún var sprenghlægileg og hvet ég sellóleikarann til að koma oftar fram með hana. Sellóleikari með kattargrímu TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Í flutningi: Sigrúnar Eðvaldsdóttur, Pálínu Árnadóttur, Bryndísar Höllu Gylfadóttur, Hávarðs Tryggvasonar, Hallfríðar Ólafs- dóttur, Sigurðar Ingva Snorrasonar, Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, Péturs Grét- arssonar og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur. Laugardagur 14. janúar. Söng- og kammertónleikar Vínartónlist og fleira Jónas Sen Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, lék hífaða konu „svo skemmtilega og Scwipslied eftir Johann Strauss var svo fyndið í túlkun hennar að ég sjálfur veltist um af hlátri,“ segir gagnrýnandi í umsögn sinni. TÓNLISTARFÉLAGIÐ á Ak- ureyri er í sókn og hefur gönguna á nýju ári af krafti og gleði. Sjöunda janúar sl. bauð það til nýársveislu og dansleiks í Ketilhúsinu með vín- arískum hætti og troðfullu húsi. Eins og þá var Einar veit- ingamaður á Karólínu mættur til leiks með Tónlistarfélaginu og framreiddi rétt sem hann tengdi nú barokkinu, enda tónlist á dagskrá af þeirri grein. Áhugavert er að þessi nýlunda, þ.e. að freista okkar með tónlist og mat endrum og sinnum á föstudög- um, mælist vel fyrir og er prýðilega sótt. Það var leitt að sembal Tónlistar- skólans á Akureyri er bilaður og því lék Guðný Erla á flygil í verkunum, þar sem sembal átti betur heima. Í fyrstu tveimur verk- unum var píanóið of sterkt og í raun slæmt að hafa flyg- ilinn opinn. Samleikur tríósins og Helenu Bjarna- dóttur var yfirleitt ágætur, en styrk- leikabreytingar hefðu stundum mátt vera meiri, sérstaklega á milli hluta verka sem hljómuðu með hljóð- færunum einum og svo hljóðfæri í sam- leik með söngvara. Helena er fjölhæfur listamaður. Hún er bæði píanóleik- ari og söngvari. Hún skilaði mikilvægu hlutverki píanóleikarans með ágætum á fyrr- nefndum nýársdansleik. Hennar styrkur sem söngvari liggur í góðri tilfinningu fyrir túlkun stílbrigða tónlistar og þar virðist barokk- tónlist með sínum slaufum og dúllu- tónum henta vel. Raddlega fer hún vel með í mild- ari söng, en sterkur söngur og háir tónar verða hennar veikleiki. Áhrifamestu aríurnar í hennar flutningi voru: „Mit sarten und vergnügt- en Trieben“ úr kant- ötu BWV 36b eftir Bach og „Air pour une Sylphide“ úr óperu eftir Rameau. Í Rameau náðu flytjendur að segja fal- lega frá ljúfu ástaræv- intýri. Einnig var samspil allra fjögurra mjög grípandi í aríu Händ- els, „Nell dolce delĺo- blio“ og ekkóstaðirnir einkar sannfærandi. Una Björg er góður flautuleikari en skorti stundum ákefð og þróttmeiri tón. Ülle Hahndorf fór vel með selló- röddina, mátti þó á stundum leika veikar. Í heild var þetta hádegi heillandi og ég vil hvetja aðstandendur tón- listar og matarlistar að halda áfram á þessari braut því nógu eru þemun mörg. Undirtektir þakklátra áheyrenda eru í sama dúr. Barokkað í Ketilhúsinu TÓNLIST Ketilshúsið Flytjendur: Guðný Erla Guðmundsdóttir á píanó, Helena Bjarnadóttir, sópran, Una Björg Hjartardóttir á flautu, Ülle Ha- hndorf á selló. Efnisskrá: Aríur úr kantötum eftir Aless- andro Scarlatti, J.S. Bach og Händel, ásamt aríu úr óperu eftir Rameau. Tónleikar Tónlistarfélags Akureyrar Johann Sebastian Bach Jón Hlöðver Áskelsson HÉR sjást fjórar myndir sem grímuklæddir og vopnaðir menn rændu af safni í serbneska bænum Novi Sad fyrir viku. Myndirnar eru metnar á nokkrar milljónir evra. Sú efri vinstra megin er eftir ókunnan listamann, og er af höfði Krists, efri myndin til hægri er eftir Rubens og nefnist Dauði Seneca; neðri myndin til hægri er eftir Rembrandt, og hefur titilinn Brjóst- mynd af gömlum manni með loðhúfu, en neðri myndin vinstra megin er eft- ir Pier Francesco Mola og nefnd Landslagsmynd með fiskimönnum. Reuter Dýrgripum stolið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.