Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 17
þættir á borð við erfðir, megrun, áföll í lífinu og mikla íþróttaiðkun, sem kalla á nettan líkama, geti ver- ið orsakavaldar. Því fyrr sem sjúk- dómurinn uppgötvast og meðferð hefst, því meiri líkur eru á að ein- staklingurinn nái bata. Rannsóknir hafa sýnt að um 50% lystarstols- sjúklinga ná bata fimm árum eftir greiningu á sjúkrahúsi, en meðferð getur tekið langan tíma. Um 20% lystarstolssjúklinga hafa slæmar horfur og um 10% deyja innan 10 ára frá greiningu. Lotugræðgi er einnig oft langvinnur sjúkdómur en dánartíðni er mun lægri. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 17 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is S-kóreska ríkið leggur sérstaka rækt við að viðhalda gæðum og orðspori Rauðs eðalginsengs.  Eingöngu eru notaðar sérvaldar 6 ára gamlar rætur í besta gæðaflokki.  Kjörlendi er frátekið fyrir Rautt Ginseng.  Jörðin er hvíld í 10 ár eftir uppskeru til að ná upp fyrri frjósemi. Vinnslan er mun vandasamari en með henni nást eftirfarandi markmið: 1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. Nú í upphafi árs fyllast líkams-ræktarstöðvarnar ein afannarri af fólki fullu af eld- móði eftir hátíðarnar. Eitt algengasta áramótaheitið skal uppfyllt, aukakíló- in skulu burt. Þá er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið. Margir sem vilja grennast falla í þá gryfju að fara of geyst af stað, ætla sér að taka megrunina með trompi og komast í kjörþyngd á nokkrum vikum. Öll skyndiáhlaup á þyngdina eru ekki vænleg til árangurs þegar til lengri tíma er litið. Ástæðan er sú að ef við borðum mjög lítið hægist á brennsl- unni og við léttumst hægar fyrir vik- ið. Það er þó fleira sem mælir gegn ströngum megrunarkúrum, það er einfaldlega erfitt að halda þá út til lengdar. Það er mun vænlegra til ár- angurs að breyta um lífsstíl en að fara í megrun. Það þarf að líta í eigin barm og skoða hverju við treystum okkur til að breyta í daglegum lifn- aðarháttum varðandi mat og hreyf- ingu. Til að endurmeta neysluvenjurnar er gott að hafa m-in þrjú í huga, þ.e. rétta máltí- ðamunstrið, rétta magnið og rétta matinn. Máltíðamunstrið Grundvallaratriðið er að borða reglulega, þrjár til fimm máltíðir á dag – morgunverð, hádeg- isverð og kvöldverð og hugsanlega einhverja síðdegishressingu og/eða kvöldhressingu. Ekki sleppa aðal- máltíðum! Gott er að setjast niður og njóta matarins. Ef svengd eða löngun í mat segir til sín á milli mála er kjörið að fá sér ávöxt eða grænmeti. Magnið Magnið skiptir auðvitað höfuðmáli og má það hvorki vera of mikið né of lítið. Til að halda magninu í skefjum getur verið gott að setja sér einfaldar reglur eins og að fá sér aðeins einu sinni á diskinn, hæfilegt magn, og borða lítið á milli mála. Það getur ver- ið góð regla að skammta sér þannig á diskinn að grænmeti og ávextir þeki a.m.k. einn þriðja af disknum, kjöt, fiskur eða baunaréttur annan þriðj- ung og kartöflur, pasta eða hrísgrjón þann þriðja. Ekki er rétt að skera magnið of mikið við nögl eða verða of upptekinn af að telja kaloríur í öllu sem við látum ofan í okkur. Maturinn Með því að borða rétta matinn, sem er minna fitandi, er hægt að borða sig saddan og grennast þó. Slíkur matur er án óþarfa fitu og inni- heldur lítinn sykur en að öðru leyti er þetta fjölbreytt fæða úr öllum fæðu- flokkum. Æskilegt er að borða á hverjum degi annað hvort fisk, mag- urt kjöt, egg eða baunir og magrar mjólkurvörur, t.d. léttsúrmjólk, skyr, léttmjólk eða undanrennu. Eins er ráðlagt að borða daglega grænmeti, ávexti og kolvetna- ríkar fæðutegundir á borð við gróf brauð, morgunkorn, hrísgrjón, kartöflur eða pasta. Grænmeti veitir sárafáar hitaeiningar en samt nokkra fyllingu og því er um að gera að borða vel af því, það þarf aðeins að gæta þess að fá sér ekki of mikið af orkuríkri sal- atsósu út á. Svo er vatnið besti drykkurinn með mat og einnig við þorsta. Hreyfing Að lokum er rétt að benda á að hreyfingin er ekki síður mikilvæg en maturinn. Það er mikilvægt að finna sér hreyfingu við hæfi og hreyfa sig daglega í minnst 30 mínútur. Æski- legast er að hreyfingin verði eðlilegur hluti af daglegu lífi. T.d. má hvíla bíl- inn og ganga eða hjóla á milli staða og ganga stiga í stað þess að taka lyftu. Öll hreyfing umfram það, t.d. líkams- rækt, er bónus.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Ekki fara í megrun – breyttu um lífsstíl Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýðheilsustöð. Úr bæklingnum Tekið í taumana Tengill: lydheilsustod.is. M or gu nb la ði ð/ Á rn i S æ be rg Morgunblaðið/ÞÖK Nýleg bresk rannsókn sýnir aðþeir sem ferðast með bílum, lestum og rútum eru jafnlíklegir og flugfarþegar til að fá blóðtappa. Þetta kemur fram á vef breska dag- blaðsins Times. Allur ferðamáti eykur lítillega hættuna á blóðtappa ef ferðin er lengri en fjórar klukkustundir. Blóðtappi getur verið banvænn ef hann kemst í lungun. Þeir sem eru í mestri hættu hvað þetta varðar eru þeir sem ferðast í meira en tólf klukkustundir, þeir sem eru hærri en 1,90 og konur sem taka getnaðarvarnarpillu. Hættan er þó lítil. Ferðafólki er ráðlagt að hreyfa fæturna eða ganga um ef það er mögulegt til að minnka möguleikann á blóðtappa og einnig er mikilvægt að drekka vatn eða aðra óáfenga drykki til að forðast ofþornun. Rannsóknin var kostuð af breska heilbrigðisráðuneytinu, samgöngu- ráðuneytinu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hópur vís- indamanna framkvæmdi hana und- ir verndarvæng Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar.  HEILSA | Hætta á blóðtappa Flugferðir ekki verri en annar ferðamáti  Mikið þyngdartap, eða í börnum röskun á eðlilegri þyngdaraukn- ingu, sem leiðir til þess að líkamsþyngd er a.m.k. 15% undir eðlilegri þyngd eða áætlaðri þyngd fyrir aldur og lengd.  Þyngdartapið er meðvitað, með því að forðast fæðu, sem inniheld- ur fitu.  Upplifun af því að vera of feitur með sjúklegum ótta við að fitna, sem leiðir til þess að þyngd er haldið í lágmarki.  Víðtæk röskun á hormónastarfsemi sem birtist m.a. í konum sem tíðateppa og í körlum sem minnkuð kynhvöt og kyngeta.  Framkölluð uppköst, laxering, óhófleg líkamshreyfing og misnotk- un á megrunarlyfjum eða bjúgtöflum.  Byrji sjúkdómurinn fyrir kynþroska getur orðið þroskastöðnun eða kynþroska seinkar. Þegar bata er náð, ná sjúklingar eðlilegum kynþroska, en tíðablæðingum seinkar. Hver eru einkenni lystarstols?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.