Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞARNA VAR ÞÁTTURINN MINN! OF SEINN, VIÐ VERÐUM AÐ FARA ANNAN HRING ÞVÍ MIÐUR VAR MÉR ALDREI KENNT AÐ GRILLA SIKUR BÚÐA, Í ÆSKU DREKAFLUGA! NEI KALVIN, RASSINN Á ÞÉR LÝSIR EKKI HVAÐA VÖÐVA ÞARF ÉG AÐ VIRKJA? HRÓLFUR SAFNAR FLÖSKUM, VÍÐSVEGAR AÐ ÚR HEIMINUM, Í FRÍSTUNDUM SÍNUM ER ÞAÐ SNÚIÐ ÁHUGA MÁL? EKKI FYRIR HANN NEI, KRINGLUKAST ER ÍÞRÓT. ÞEIR KEPPA Í ÞVÍ AÐ KASTA KRINGLUM VÁ, MIKIÐ HLJÓTA ÞETTA AÐ VERA STÓRIR MENN EF ÞEIR GETA KASTAÐ KRINGLUNI!?! ÉG ER MEÐ HANN Í KRUKKU UPPI. MÁ BJÓÐA YKKUR AÐ SJÁ HANN? ÉG VAR EINU SINNI MEÐ RISASTÓARAN BANDORM ÞAÐ ER KOMIÐ HAUST OG ÉG Á EFTIR AÐ GERA SVO MARGT EKKI GLEYMA AÐ NJÓTA HAUSTSINS JÁ, OG SVO ÞAÐ LÍKA ÉG ÞARF AÐ HREINSA NIÐURFALLIÐ, ÞRÍFA STROMPINN OG VERÐA OKKUR ÚTI UM ELDIVIÐ ÞÚ LÍTUR NÚ EKKI ÚT FYRIR AÐ VERA Í FRIÐARGÆSLUNNI RÓSA ER MORÐKVENDI FRÁ COSTA VERDE HVAÐ EF ÞAÐ ER SATT? HVAÐ VAR ÉG AÐ KOMA MÉR Í? EF RÓSA KALLAÐI MIG LEIGUMORÐINGJA, ÞÁ ER ÞAÐ LYGI! Dagbók Í dag er mánudagur 16. janúar, 16. dagur ársins 2006 Víkverji hefur aðundanförnu fylgst dálítið áhyggjufullur með fréttum af loðnunni, sem getur stundum verið hið mesta ólíkindatól og jafnvel látið sem hún sé ekki til. Nú er hún þó farin að sýna sig, Víkverja til mikils létt- is. Raunar er Víkverji ekki viss um að hann eigi yfirleitt að vera með nokkrar áhyggjur af loðnunni eða öðru því, sem svamlar í sjónum. Það er nefnilega af, sem áður var, þegar fréttir af sjávarafla skiptu máli fyrir alla landsmenn, hvar í stétt eða stöðu sem þeir voru. Fréttir af loðnu eða loðnuleysi eru nú bara eins og hver önnur neðanmálsfrétt og vekja svona álíka mikla athygli og fréttir af hruni rækjustofnsins, hruni skelfisksstofnsins á Breiðafirði og bágu ástandi þorskstofnsins. Auðvitað hlýtur það að vera fagn- aðarefni fyrir Víkverja eins og aðra landsmenn að íslenskt efnahagslíf skuli ekki lengur vera mjög háð hin- um svipula sjávarafla en samt er það svo að það er eins og Víkverji sakni einhvers. Kannski er ástæðan bara sú, að Víkverji er orð- inn of gamall og búinn að gleyma því að fleira er matur en feitt ket. Já, nú er öldin önn- ur. Ríkisútvarpið sá ekki ástæðu til að halda lengur úti Auð- lindinni, örstuttum þætti um sjósókn og aflabrögð, en í hennar stað glymja nú í eyr- unum fréttir af álver- um og virkjunum og síðast en ekki síst af sviptingum í fjármála- lífinu. Á þeim vettvangi er sett upp hvert leikritið á fætur öðru og persónur og leikendur ávallt sama fólkið. Ekki alltaf fólk, sem komist hefur í efni í sveita síns andlitis, held- ur fólk, sem hefur góðan aðgang að fjárhirslum þjóðarinnar, bönkunum. Í krafti þess skákar það síðan fram og aftur milljarðatugum á millj- arðatugi ofan og græðir um leið sjálft á tá og fingri. Auðvitað skipta fréttir af fjármála- tilfærslum hinnar nýju stéttar miklu máli en Víkverji verður þó að játa að honum leiðast þær. Raunar er ekki örgrannt um, að honum finnist allt samfélagið heldur óskemmtilegra en áður var. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Hverfisgatan | MÍR, eða Menningartengsl Íslands og Rússlands opnuðu nýjar höfuðstöðvar sínar á Hverfisgötu 105 á laugardaginn. Þar voru meðal annarra góðra gesta þeir Gunnlaugur Einarsson og Ívar Jónsson, sem um áratugaskeið hafa haldið uppi menningarstarfsemi tengdri Rússlandi af mik- illi elju. Það eru ekki síst kvikmyndasýningar MÍR sem fólk hefur sótt í gegnum tíðina, en þær hafa ætíð verið mikilvæg viðbót í þá flóru sem kvik- myndahúsin hafa sýnt. Hér eru þeir félagarnir ásamt þeim Ásgerði Marju Rivina, Jóni Ivani Rivina og Þóreyju Ninu Pétursdóttur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Menningartengsl Íslands og Rússlands MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. (Rm. 15, 1.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.