Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● GJALDEYRISJÖFNUÐUR bankanna
var jákvæður um tæpa 56 milljarða
króna um síðustu áramót og eru því
eignir bankanna í erlendum myntum
meiri en skuldir þeirra. Þetta kemur
fram í Morgunkorni Íslandsbanka.
Þar segir að þessi staða sé
óvenjuleg fyrir þær sakir að í nóv-
ember hafi nettóstaðan mest orðið
jákvæð um ríflega 15 milljarða
króna. Ekki liggi fyrir skýring á þess-
um mismun en velta megi því fyrir
sér hvort verið sé að veðja á geng-
islækkun krónunnar á næstunni.
Veðjað á gengis-
lækkun krónunnar?
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● SEGJA má að þrengslin aukist í
flugvélum sænska lágfargjalda-
félagsins Fly Me, sem að stórum
hluta er í eigu Fons eignarhalds-
félags, en alls flugu tæplega 50 þús-
und farþegar með félaginu í desem-
bermánuði sem er ríflega 16%
aukning frá sama mánuði árið áður.
Sætanýting var 67,5% og jókst um
12,1 prósentustig frá desember
2004.
„Sætanýting hefur aukist veru-
lega. Allar þær breytingar sem við
gerðum í haust hafa gert að verkum
að við höfum náð nýju taki á mark-
aðnum,“ segir Fredrik Skanslid, for-
stjóri Fly Me, í samtali við Dagens
Industri. Hann segir jafnframt að
koma Jóhannesar Georgssonar til
félagsins hafi skilað sér í nýjum
markaðsaðferðum sem séu að skila
árangri.
Þrengist í
vélum Fly Me
● MICHAEL A. Bless hefur verið ráð-
inn fjármálastjóri Century Aluminium
í Bandaríkjunum sem er móðurfélag
Norðuráls á Grundartanga.
Bless, sem hefur verið fram-
kvæmdastjóri hjá M. Safra & Co.,
tekur við af David Beckley, sem hef-
ur verið fjármálastjóri Century í 10
ár.
Bless til Century
Aluminum
● SAMTÖK iðnaðarins, í samvinnu
við Samtök íslenskra líftæknifyr-
irtækja, Samtök sprotafyrirtækja og
Samtök upplýsingatæknifyrirtækja,
efna til fundar stjórnmálamanna, há-
skólanema og starfsfólks hátækni-
fyrirtækja um stöðu og stefnu í mál-
efnum hátækniiðnaðar á Íslandi í
dag kl. 15.30 á Grand hótel. Yfir-
skrift fundarins er „Framtíðin er í
okkar höndum“.
Samtök iðnaðarins segjast hafa
að undanförnu lagt ríka áherslu á að
vekja athygli á mikilvægi hátækni-
iðnaðarins á Íslandi. Það starf hafi
skilað sér í aukinni umfjöllun á op-
inberum vettvangi en talsvert skorti
enn á að stjórnvöld taki alvarlega
ábendingar um hættur sem steðji að
uppbyggingu hans hér á landi. Til
fundarins í dag sé boðið til að fylgja
þessu enn fastar eftir. Fundurinn er
öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.
Framtíðin í okkar
höndum í dag
ALCAN, móðurfélag álversins í
Straumsvík, hefur ákveðið að loka
álveri sínu í Steg í Sviss. Við það
leggjast niður 180 störf, samkvæmt
frétt Reuters, en loka á verksmiðj-
unni fyrir lok apríl nk. Um lítið ál-
ver er að ræða þar sem ársfram-
leiðslan er um 44 þúsund tonn. Til
samanburðar er framleiðslugeta ál-
versins í Straumsvík um 180 þús-
und tonn.
Ástæða fyrir lokuninni er sögð
hár orkukostnaður og viðræður við
mögulega kaupendur höfðu ekki
borið árangur. Samkvæmt Reuters
á lokunin ekki að hafa áhrif á annan
áliðnað Alcan í Sviss, sem veitir um
900 manns atvinnu. Haft er eftir
einum stjórnanda Alcan, Cynthiu
Carroll, að hækkandi orkukostnað-
ur og langtímaorkusamningar hefðu
skapað óstöðugleika í álframleiðsl-
unni. Þrátt fyrir góðan stuðning
heimamanna og yfirvalda á svæðinu
hefði áframhaldandi rekstur engu
skilað nema miklu fjárhagslegu
tjóni.
Alcan lok-
ar álveri
í Sviss
MARGIR erlendir greinendur á
fjármálamarkaði eru á því að
gengi bandaríkjadollars muni
lækka nokkuð á þessu ári gagn-
vart helstu myntum eins og evru,
segir í Morgunkorni Íslands-
banka. Þó spáðu margir lækkun
dollars yfir síðasta ár en viðskipta-
vegið gengi hans hækkaði um
3,5% á því ári. Er ein ástæða
þessa talin vera vaxandi vaxta-
munur, en skammtímavextir í
Bandaríkjunum eru nú um tveim-
ur prósentustigum hærri en á
evrusvæðinu.
Vaxtamunur milli myntsvæð-
anna hefur haldist í hendur við
gengisþróun undanfarin ár. Nú er
talið að sjái fyrir endann á vaxta-
hækkunum Seðlabanka Banda-
ríkjanna en hann hækkaði stýri-
vexti átta sinnum á síðasta ári.
Aukist vaxtamunurinn ekki að
ráði næstu misseri megi búast við
því að áhrif viðskiptahalla Banda-
ríkjanna fari að segja til sín.
Ýmsir búast við því að á seinni
hluta ársins verði vaxtamunur
milli svæðanna líkur því sem nú
er, þar sem vísbendingar eru um
að hjól hagkerfa Evrusvæðisins
séu tekin að snúast hraðar og
Evrópski seðlabankinn þurfi því
að hækka vexti á næstu misserum
til að slá á verðbólguþrýsting.
Einnig hefur verið bent á að gengi
dollarans hefði í raun átt að vera
enn hærra gagnvart evru en raun-
in var á síðasta ári miðað við
vaxtamun og hugsanlega hafi
áhyggjur af viðskiptahalla Banda-
ríkjanna dregið úr styrk hans.
Spá geng-
islækkun
dollars
TILGANGUR ferðar sendinefndar
til Indlands er að styrkja núverandi
viðskiptatengsl, kanna ný við-
skiptatækifæri og stofna til nýrra
viðskipta þar í landi. Þetta kom
fram á morgunverðarfundi Útflutn-
ingsráðs á föstudag sem bar yf-
irskriftina „Viðskiptatækifæri á
Indlandi“ en ferðin verður farin 25.
febrúar næstkomandi undir forystu
Geirs H. Haarde utanríkisráðherra.
Vilhjálmur Guðmundsson, for-
stöðumaður hjá Útflutningsráði,
segir að greinilega sé mikill áhugi á
viðskiptum við Indland hérlendis,
en rétt um 60 manns mættu á fund-
inn.
Þar var farið yfir tölfræðilegar
staðreyndir um Indland og efnahag
landsins og eins var farið yfir þá
umfjöllun sem Indland hefur hlotið
undanfarið í alþjóðlegum við-
skiptablöðum þar sem m.a. hefur
komið fram að Indland sé mjög vax-
andi markaður þar sem erlend fjár-
festing hafi vaxið mikið undanfarin
ár.
Þá var rætt um menningarmun
milli Íslands og Indlands og við-
skiptalega siði í Indlandi.
Fram kom á fundinum að ennþá
er tækifæri að skrá sig í sendi-
nefndina hjá Útflutningsráði.
Viðskiptatengsl
við Indland styrkt
Morgunblaðið/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Menningarmunur Viðskiptahættir á Íslandi og Indlandi eru æði misjafnir
og var mismunur þeirra meðal þess sem fjallað var um á fundi Útflutnings-
ráðs vegna ferðar sendinefndar til Indlands.
ENDURSKIPULAGNING hefur
orðið á stjórnskipulagi verðbréfafyr-
irtækisins Kepler Equities, dóttur-
félagi Landsbankans á meginlandi
Evrópu. Stéphane Michel og Arnaud
Michel hafa látið af störfum og við
stöðu framkvæmdastjóra hefur tekið
Laurent Quirin, sem hefur verið for-
maður framkvæmdastjórnar. Í til-
kynningu Landsbankans segir að
þessi endurskipulagning sé hluti af
kaupum bankans á Kepler og sé ætl-
að að einfalda stjórnskipulag og
ábyrgðarsvið innan félagsins.
Starfsemi Kepler mun nú verða
skipt í sex áherslusvið sem eru miðl-
un til fagfjárfesta, greiningarsvið,
þjónusta við vogunarsjóði, eign-
astýring, fyrirtækjaráðgjöf auk
starfsemi félagsins í Bandaríkjun-
um. Kepler hefur tæplega 60 grein-
endur sem vinna að greiningum á
430 félögum og dreifikerfi sem telur
95 sölumenn og miðlara.
Félagið sem er með höfuðstöðvar í
París hefur auk þess starfsemi í
Amsterdam, Frankfurt, Madrid,
Mílanó og Zurich, auk söluskrifstofu
í New York. Starfsmenn félagsins
eru samtals 240.
Endur-
skipulagn-
ing á Kepler
NORRÆNI fjárfestingarbankinn,
NIB, hefur gert samkomulag við rík-
isstjórn Úkraínu, sem veitir bankan-
um heimild til að fjármagna ýmis
verkefni í landinu.
Haft er eftir Johnny Åkerholm,
forstjóra NIB, í tilkynningu frá
bankanum að samkomulagið muni
stuðla að aukinni efnahagslegri sam-
vinnu milli Úkraínu og aðildarlanda
NIB. Bankinn muni standa að lán-
veitingum sem stuðli að því að
styrkja innviði stjórnkerfisins en
einnig að uppbyggingu á hinum
ýmsu sviðum, svo sem í orku-, fjar-
skipta- og umhverfismálum, sem og
á ýmsum öðrum sviðum sem séu öll-
um aðilum til hagsbóta.
Í Úkraínu búa um 48 milljónir
manna og er landið því meðal þeirra
fjölmennustu í Evrópu. Ýmis norræn
fyrirtæki hafa fjárfest í landinu á
undanförnum árum. Åkerholm segir
að vonir standi til að nærvera NIB
muni stuðla að því að þessi samskipti
aukist enn frekar.
Átta ríki eiga NIB, en þau eru:
Danmörk, Eistland, Finnland, Ís-
land, Lettland, Litháen, Noregur og
Svíþjóð.
NIB semur við
stjórnvöld í Úkraínu
Reuters