Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Umbo›s- og sölua›ili
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
Lystarstol og lotugræðgieru geðrænir sjúkdómar,sem einkennast af sjúk-legum ótta við að þyngj-
ast og hræðslu við að missa stjórn á
mataræðinu. Meginmunur á lyst-
arstoli og lotugræðgi er að sjúkling-
ar með lystarstol eru verulega van-
nærðir og horaðir en
lotugræðgisjúklingar eru um eða
yfir kjörþyngd. Lotugræðgis-
sjúklingar missa sig í ofátsköst og
kasta síðan upp matnum á eftir.
Einstaklingar með þessa sjúk-
dóma upplifa sig oft þyngri en þeir
eru og hafa lélega sjálfsmynd, sem
felst fyrst og fremst í útlitinu. Til að
styrkja sjálfsmyndina eru þeir í sí-
felldri megrun og leita allra leiða til
að létta sig óháð því hver þyngdin
er. Þetta leiðir til þess að ein-
staklingurinn verður vannærður og
getur fengið alvarlega líkamlega og
andlega fylgikvilla, sem fylgja van-
næringunni. Einkenni sjúkdómanna
eru mörg þau sömu, en stundum
skiptast á tímabil lystarstols og
lotugræðgi í sama sjúklingi.
Úrræðaleysi hefur verið í mál-
efnum átröskunarsjúklinga hér á
landi hingað til, en mikil grasrót-
arvinna hefur átt sér stað á síðustu
fimm árum. Um næstu mánaðamót
tekur til starfa þverfaglegt teymi
innan göngudeildar geðsviðs Land-
spítalans við Hringbraut til að sinna
einstaklingum sem eru að glíma við
átraskanir. Fjárveiting frá heil-
brigðisráðuneytinu upp á 16–18
milljónir króna á árinu gerir þetta
mögulegt, en að teyminu koma m.a.
geðlæknir, félagsráðgjafi, sálfræð-
ingur, hjúkrunarfræðingur, sjúkra-
liði, listmeðferðarfræðingur og nær-
ingarráðgjafi. „Þetta er fyrsta
skrefið í átt að bættri þjónustu við
átröskunarsjúklinga þó enn sé langt
í land og við væntum þess að í kjöl-
farið verði síðar á árinu hægt að
opna dagdeild fyrir átröskunar-
sjúklinga. Draumurinn er hinsvegar
sá að hér verði byggð upp sérstök
meðferðar-, fræðslu- og ráðgjaf-
armiðstöð, líkt og algengt er í ná-
grannalöndunum, svo hægt verði að
byggja upp þekkingu og sérhæfingu
á einum stað. Í dag er átrösk-
unarsjúklingum undir 18 ára vísað
til barna- og unglingageðdeildar á
meðan hinum, sem eldri eru, er vís-
að á fullorðinsgeðdeild,“ segja þær
Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir
og Áslaug Ólafsdóttir félagsráðgjafi
sem báðar starfa á geðsviði Land-
spítalans.
Rangfærslur og ásakanir
Miklar rangfærslur og ásakanir á
fagaðila hafa, að sögn þeirra Guð-
laugar og Áslaugar, komið fram í
fjölmiðlum að undanförnu þar sem
fjallað hefur verið um átak Forma,
nýstofnaðra samtaka átrösk-
unarsjúklinga á Íslandi. „Því miður
er margt í málflutningi forsvar-
skvenna samtakanna beinlínis rangt
og við sjáum okkur knúna til að
leiðrétta. Fram hefur komið hjá
þeim að fjöldi átröskunarsjúklinga
sé hvergi meiri en á Íslandi. Að ell-
efu þúsund Íslendingar séu haldnir
sjúkdómnum, fimm ný tilfelli grein-
ist á viku hverri og að 50% aukning
hafi orðið á síðustu þremur árum.
Þær segja að þessar upplýsingar
séu fengar frá „spítalanum“ og eiga
sennilega við Landspítalann, en við
könnumst hinsvegar ekkert við
þessar fullyrðingar enda liggja ekki
fyrir rannsóknir um að átrösk-
unarsjúklingar séu fleiri hérlendis
en annars staðar í hinum vestræna
heimi, þaðan af síður að þeim hafi
fjölgað á Íslandi á síðustu þremur
árum. Þær halda því líka fram að
fagaðilar viðurkenni ekki alvarleika
málsins og að fólk sé hrætt við að
leita sér hjálpar hérlendis. Þetta
finnst okkur alvarlegar ásakanir.
Við höfum ásamt fleira fagfólki og
Speglinum, sem er aðstandenda-
samtök fyrir sjúklinga með átrask-
anir, reglulega vakið athygli ráða-
manna á nauðsyn þess að bjóða upp
á sérhæfða meðferð fyrir átrösk-
unarsjúklinga. Fyrir tveimur árum
skiluðum við ítarlegri skýrslu til
heilbrigðisráðherra um þennan
málaflokk og bentum á nauðsyn á
úrbótum. Þetta hefur m.a. leitt til
þessarar fjárveitingar til geðsviðs
LSH sem er fyrsta skrefið til að
bæta þjónustu við þessa sjúklinga.
Forsvarskonur samtakanna, þær
Alma Dröfn Geirdal 26 ára og Edda
Ýrr Einarsdóttir 22 ára, sem báðar
hafa glímt við átröskun, hafa fengið
fjölmörg fyrirtæki sem styrktarað-
ila málefnisins og fyrrum forseta Ís-
lands, frú Vigdísi Finnbogadóttur,
sem sérstakan verndara sinn. Þær
gefa sig einnig út fyrir að með-
höndla átraskanir auk þess að halda
námskeið fyrir aðstandendur og
segjast byggja á eigin reynslu en
ekki faglegri þekkingu. Við erum
ekki að gera lítið úr reynslu þeirra,
en til að geta greint átraskanir,
metið alvarleika þeirra og veitt
meðferð þarf sérmenntað fagfólk
eins og með alla aðra sjúkdóma.
Mörg sjúklingasamtök eru starf-
andi og þau eru nauðsynleg til að
hvetja fólk til sjálfshjálpar, efla
samkennd og þrýsta á bætta þjón-
ustu í kerfinu. Hinsvegar er mjög
varasamt þegar sjúklingasamtök
fara að auglýsa sig sem meðferð-
araðila til að lækna sjúkdóma.“
Leggst helst á ungar konur
Á hverjum tíma er áætlað að
a.m.k. 0,5% ungra kvenna séu með
lystarstol og um 1,5% með lotu-
græðgi á Vesturlöndum. Gróflega
áætlað og yfirfært á Ísland má því
áætla að um 460 ungar konur séu
með lystarstol eða lotugræðgi hér-
lendis á hverjum tíma. Inni í þess-
ari tölu eru ekki þeir, sem eru með
vægari átraskanir, eða blandaðar
átraskanir en þá myndi talan
hækka verulega. Einnig má ætla að
um það bil 46 karlmenn bætist við
auk einstaklinga á öðru aldurs-
skeiði. Það skal þó ítrekað að far-
aldsfræðirannsóknir á Íslandi vant-
ar um þetta. Mikilvægt er að rugla
ekki saman þessum mismunandi
tegundum átraskana. Fólk er einnig
misveikt og ekki þurfa allir á sér-
fræðiaðstoð að halda. Til dæmis
þurfa fáir einstaklingar bráðainn-
lögn á geðdeildir vegna átraskana.
Árið 2001 barst fullorðins geð-
deildinni á LSH 51 tilvísun vegna
átröskunarsjúklinga. Árið 2002 voru
þær 64 talsins og árið 2003 voru
þær 72 talsins. Um 70% ein-
staklinganna voru yngri en 25 ára.
Átröskun leggst aðallega á ungar
konur á aldrinum 15 til 24 ára og
veikist um helmingur innan 18 ára
aldurs.
Áhættuþættir átraskana eru
margir, en rannsóknir styðja að
ÁTRASKANIR | Samspil líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta, sem hafa innbyrðis áhrif á hver annan
Sjúklegur ótti við að missa
stjórn á mataræðinu
Lystarstol, anorexia
nervosa, og lotugræðgi,
bulimia nervosa, eru al-
varlegir geðrænir sjúk-
dómar, sem leitt geta til
dauða. Jóhanna Ingv-
arsdóttir fór á geðdeild
og ræddi við Áslaugu
Ólafsdóttir félagsráð-
gjafa og Guðlaugu Þor-
steinsdóttur geðlækni.
Morgunblaðið/Ásdís
Áslaug Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir.
Endurtekin átköst a.m.k.
tvisvar í viku yfir þriggja
mánaða tímabil þar sem mikið
magn fæðu er borðað á stutt-
um tíma.
Stöðugar hugsanir um mat
eða sterk löngun til að borða.
Sjúklingurinn reynir að
losa sig við „fitandi áhrif mat-
ar“ með því að framkalla upp-
köst, misnota hægðalyf, svelta
sig og nota lyf til að minnka
matarlyst á borð við skjald-
kirtilslyf og bjúglyf.
Sjúklingurinn er oftast í
kjörþyngd, en býr yfir sjúk-
legri þráhyggju varðandi lík-
ama og útlit.
Algengt er að þessir sjúk-
lingar misnoti áfengi og fíkni-
efni og stundi áhættuhegðun.
Hver eru einkenni
lotugræðgi?
Margir hafa strengt heit um fækk-un kílóa og heilsusamlegri lifn-aðarhætti um áramótin. Ekki er
þó nauðsynlegt að naga bara salatblöð og
fara í ræktina oft á dag, því það getur ver-
ið farsælla að fara hægt af stað. Á vef
bandarísku sjúkrastofnunarinnar Mayo
clinic eru gefin ráð fyrir byrjendur á öll-
um aldri sem vilja léttast og bæta heils-
una.
Gönguferðir eru góð byrjun þar sem
um mjúka og eðlilega hreyfingu er að
ræða sem kemur fólki í betra form fyrir
erfiðari hreyfingu. Með göngu brennir
maður hitaeiningum og getur stjórnað
þyngdinni betur en með engri hreyfingu.
Tíu þúsund skref á dag
Miðaldra konur sem ganga a.m.k. 10 þúsund skref á
dag hafa minni blóðfitu en konur sem hreyfa sig lítið.
Skrefamælir gæti því verið gott tæki til að fylgjast
með hreyfingunni. Göngutúrar eru einnig góðir til að
bæta heilsuna almennt og hafa forvarnargildi. T.d.
draga þeir úr streitu og vanlíðan, styrkja vöðva, koma
í veg fyrir að fólk þrói með sér sykursýki 2, halda blóð-
þrýstingi í skefjum og draga úr líkum á hjartaáfalli.
Byrjendum er ráðlagt að búa sig vel undir göngu-
túrana til að koma í veg fyrir hælsæri eða verki í vöðv-
um. Til þess er gott að verða sér úti um góða
gönguskó og viðeigandi klæðnað, þ.e. þægilegan og
ekki of þröngan.
Fyrstu fimm mínúturnar ætti að ganga hægt til að
hita vöðvana upp. Eftir fimm mínútuna upphitun ætti
að teygja á vöðvunum í u.þ.b. fimm mínútur áður en
lagt er af stað aftur.
Þeim sem hafa ákveðið að gera göngu að hreyfingu
sinni er ráðlagt að halda sig við efnið og setja sér
markmið. Fram kemur að ef fólk heldur sig við reglu-
lega göngutúra í sex mánuði, sem e.t.v. byrja bara
með stundarfjórðungsgöngu tvisvar í viku, er líklegt
að hreyfingin verði að vana. Ráðlagt er að endurmeta
markmiðin reglulega, t.d. að fjölga gönguferðum en
setja sér raunhæf markmið eins og t.d. hálftíma
gönguferð á dag, fimm daga vikunnar.
Hreyfingin þarf líka að vera skemmtileg svo fólk
haldi henni áfram. Hægt er að bjóða makanum, vini
eða nágranna með sér, en einnig er hægt að skrá sig í
gönguklúbba íþróttafélaga eða líkamsræktarstöðva til
að halda sér betur við efnið og hafa félagsskap.
HREYFING
Morgunblaðið/Ásdís
Göngutúrar góð forvörn