Morgunblaðið - 16.01.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.01.2006, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við til janúarveislu á Kan- arí á frábærum kjörum. Við bjóðum stökktu tilboð á ótrúlegu verði. Einnig höfum við fengið 15 viðbótaríbúðir á Jardin Atlantico, einum vinsælasta gististað okkar á Kanarí, sem við bjóðum á frábæru sértilboði 24. jan- úar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á stökktu tilboði eða bókaðu íbúð á Jardin Atlantico á frábæru tilboðsverði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanaríveisla 17. og 24. janúar frá kr. 29.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð frá kr.29.990 Stökktu Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, stökktu tilboð 17. og 24. jan- úar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Verð frá kr.49.990 Jardin Atlantico Netverð á mann, m.v. 2-3 í íbúð á Jardin Atl- antico í viku, 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Verð frá kr.39.990 Stökktu Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku, stökktu tilboð 17. og 24. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. - AUKAFLUG - VIÐBÓTARGISTING VERIÐ er að taka í notkun rafræn aðgangskort að skíðasvæðinu í Blá- fjöllum. Til að byrja með verða hlið sem lesa á kortin aðeins í þremur lyftum í Bláfjöllum en stefnt er að því að við sem flestar lyftur á skíða- svæðum höfuðborgarsvæðisins verði á næstu misserum sett upp sams- konar hlið. Um er að ræða nýtt að- gangsstýringarkerfi sem þekkist nú þegar á Dalvík og í Hlíðarfjalli og á öllum helstu skíðasvæðum úti í heimi. „Þetta er algjör bylting í upplýs- ingaöflun um notkun á skíðasvæð- inu,“ segir Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður Skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins, en er Morgunblað- ið ræddi við hann seint í gærkvöldi var hann að ryðja brautir í Bláfjöll- um í „rífandi snjókomu,“ eins og hann sjálfur orðaði það. Dagskortin eru vaxborin og úr pappír en árskortin úr plasti, svipuð debetkortum á stærð, með segul- rönd sem lesið er af við hliðin. Lím- miðar sem festir eru á úlpur skíða- iðkenda, heyra því senn sögunni til en slíkir aðgangspassar verða þó enn notaðir í Skálafelli í vetur. „Viðkomandi þarf ekki að taka kortið úr vasanum, þegar komið er að hliðinu opnast það,“ útskýrir Grétar. „Framtíðin er að nota þetta í hverri lyftu en í vetur verða þær þrjár. Við erum með fimm sölustöðv- ar dreifðar um fjallið þar sem nýju kortin verða seld í allar lyftur þó að hliðin séu aðeins við þrjár.“ Grétar segir að með þessu nýja kerfi verði einfaldara að fylgjast með umferð um skíðasvæðin. „Við söfn- um þá upplýsingum um notkun hverrar lyftu og til dæmis verður hægt að sjá hversu oft árskortahafar nota kortin sín og í hvaða lyftur. En fyrst og fremst er þetta bylting hvað varðar uppgjör.“ Dagskortin hækkuðu Um áramót hækkaði verð á kort- um á skíðasvæðin. Dagskort barna hækkuðu úr 500 kr. í 600 kr. og dag- skort fullorðinna virka daga hækk- uðu úr 1.300 í 1.500 kr. og um helgar úr 1.500 í 1.700 kr. „Þegar við verðum búin að inn- leiða allt kerfið verður mjög auðvelt að breyta verðlagningu og setja í gang tilboð eftir aðstæðum í fjallinu hverju sinni,“ segir Grétar. „Þetta er nokkuð sem við gátum ekki áður. Þetta kerfi opnar því ýmsa mögu- leika.“ Allar lyftur í Bláfjöllum fengu ný og spennandi nöfn á síðasta ári að undangenginni nafnasamkeppni. Of- an á varð að nefna lyftur eftir ýms- um þekktum persónum bókmennt- anna. Nöfn eins og Jón Oddur og Jón Bjarni og Amma dreki ættu t.d. ekki að fæla neinn frá lyftunum en að auki voru lyftur nefndar eftir Lilla klif- urmús, Mikka ref, Patta broddgelti og Ömmu mús. Þá heita lyfturnar í Eldborgargili eftir þeim félögum Tinna, Kolbeini kafteini og Tobba. Rafræn aðgangskort tekin upp í Bláfjöllum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sigurjón Pétur Guðmundsson, útiverkstjóri í Bláfjöllum, undirbýr stóru stólalyftuna, Kónginn, fyrir átök dagsins. Við lyftuna hefur verið komið upp aðgangshliðum vegna nýs rafræns kerfis. Bylting í upplýsingaöflun VINNUEFTIRLITIÐ gerir alvar- legar athugasemdir við viðhald og áhættumat hjá Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi í nýútkominni skýrslu um sprengingu sem varð í verksmiðjunni í október 2001. Stofn- unin telur alvarlegt að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir vetnisleka í kælikerfi í ammoníaksverksmiðjunni í áhættumati í verksmiðjunni þrátt fyrir að slík áhætta væri fyrirsjáan- leg. Enginn slasaðist í sprengingunni, sem var kröftug, en fimm menn voru á vinnusvæðinu þegar hún varð. Við sprenginguna hrundi gólf milli hæða og veggjabrot köstuðust tugi metra frá byggingunni. Tæring í röri orsakaði sprenginguna Í skýrslunni kemur fram að ástæða sprengingarinnar var tæring milli þrýstiröra, sem innihéldu blöndu af vetni og köfnunarefni. Fram kemur að aðstæður hefðu ver- ið þannig að búast hefði mátt við tæringu á þessum stað. Í skýrslunni er haft eftir viðhaldsstjóra að slaufur kælisins hafi verið endurnýjaðar 1993–1996, en gögn um þessa end- urnýjun fundust ekki. Ekki var til áætlun um fyrirbyggjandi viðhald á kælum í ammoníaksverksmiðjunni. Fram kemur í skýrslunni að starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar hafi áður orðið varir við minniháttar sprengingar („púffar“) í holræsa- kerfi ammoníaksverksmiðjunnar. Stjórnendur hafi ekki brugðist við þessum atvikum með fyrirbyggjandi aðgerðum eða tæknilegum breyting- um á kælikerfinu. Í skýrslunni segir að gasið sem lak út hafi átt greiða leið inn í rýmið þar sem sprengingin varð vegna opins rörs sem tengdist holræsakerfinu. Rýmið hafi ekki verið loftræst með tilliti til gassöfnunar og í því hafi ver- ið rafbúnaður sem ekki var gasþétt- ur. „Viðhald búnaðar var ófullnægj- andi m.a. var ekki til viðhaldsáætlun fyrir kælikerfi verksmiðjunnar, þrátt fyrir að þekkt sé að tæring- arhætta getur verið mikil við þær að- stæður sem þarna voru. Stýrikerfi verksmiðjunnar gaf ekki viðvörun þótt þrýstingur væri óeðlilega lágur niðurblástur, en lág- ur þrýstingur í lengri tíma gat verið vísbending um leka. Tilvist opna rörsins í viðbygging- unni verður að teljast alvarlegur ágalli með tilliti til öryggis. Það að sú hætta sem hér um ræðir skyldi ekki tekin til greiningar við gerð hættumats verður að teljast al- varlegur ágalli á matinu þar sem áhættan var fyrirsjáanleg og eins vegna þess að kunnugt var um að slíkir lekar höfðu átt sér stað í verk- smiðjunni áður,“ segir í lokaskýrslu Vinnueftirlitsins. Engin framleiðsla á áburði, vetni eða ammoníaki er lengur í Áburð- arverksmiðjunni. Öryggismál í Áburðarverksmiðjunni voru ekki í lagi að mati Vinnueftirlitsins þegar sprenging varð haustið 2001 Viðhald búnaðar var ófullnægjandi Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is  Meira á mbl.is/itarefni Morgunblaðið/Júlíus Sprengingin var mjög öflug. ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að setja saman starfshóp til að meta hugmyndir um aukið vægi skáklist- arinnar, m.a. í skólakerfinu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambands Íslands, fagnar þessu. Hún segir að skákkennsla í skólum geti verið jákvæð fyrir skólastarfið. „Það hefur margsýnt sig, víða erlend- is, að námsgeta barna rýkur upp á öll- um sviðum, hvort sem er í stærðfræði, í raungreinum eða í öðrum, þegar skák er hluti af námsefni skólanna.“ Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður ráðherra, staðfestir að setja eigi saman starfshóp til að fara yfir þessar hugmyndir, en tekur þó fram að málið sé á frumstigi. Skákinni gefið aukið vægi í skólum Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti skipan starfshópsins á skákhátíð Hróksins í Hafnarfirði um helgina. FIMM karlmenn þurftu að leita sér læknisaðstoðar vegna áverka sem þeir hlutu í áflogum í Keflavík í fyrri- nótt. Enginn var þó alvarlega slas- aður en þó höfðu nefbrot og minni áverkar hlotist af handalögmálun- um. Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af tveimur af fimm tilvikum þar sem slegist var en þau voru öll við veit- ingastaði í bænum. Læknar á slysa- deild greindu lögreglu frá öðrum slagsmálatilvikum sem komið höfðu inn á borð slysadeildar. Slösuðust í fjöldaslags- málum í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.