Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UMSÓKN þýsku byggingaversl-
unarkeðjunnar Bauhaus um lóð í
landi Úlfarsfells er ágætlega tekið
af forstjórum stærstu keppinaut-
anna, Byko og Húsasmiðjunnar, og
formanni skipulagsráðs, Degi B.
Eggertssyni.
Að sögn Dags verður umsóknin
tekin fyrir á fundi skipulagsráðs
Reykjavíkur næstkomandi miðviku-
dag. „Það eru lóðir við Vesturlands-
veg sem gætu fallið undir versl-
anarekstur af þessu tagi. Bauhaus
er að sækja um eina tiltekna lóð við
Úlfarsfell en gatnakerfið þar á að
geta borið þetta vel,“ segir Dagur
og bætir við að það sé ætíð áhuga-
vert og ánægjulegt þegar stórar al-
þjóðlegar verslunarkeðjur af þessu
tagi vilji setja sig niður á Íslandi.
„Ég þykist þekkja dæmi erlendis
frá þar sem tilkoma Bauhaus á
markaðinn leiddi til lækkunar á
vöruverði,“ sagði Dagur.
Einnig áhrif á minni verslanir
Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri
Byko, segir alla samkeppni af hinu
góða. Bauhaus hafi skoðað íslenska
markaðinn í langan tíma og verið
ljóst að fyrirtækið vilji koma hing-
að, það telji sig hafa forsendur fyrir
því en Byko geti ekki lagt mat á
þeirra forsendur. Fjölbreytni og
samkeppni á markaðnum sé af hinu
góða.
Ásdís Halla segir Byko hafa sýnt
vaxandi styrk á byggingavörumark-
aðnum. „Við vitum að við erum með
það gott vöruframboð og verð að við
höfum getað uppfyllt væntingar
okkar viðskiptavina.“
Aðspurð hvort rými sé fyrir Bau-
haus á markaðnum bendir Ásdís
Halla á að margir fleiri séu þar
heldur en Byko
og Húsasmiðjan.
Margir minni að-
ilar keppi í sér-
hæfðara vöruúr-
vali og viðbót á
markaðinn hafi
ekkert síður áhrif
á þá heldur en
hina stóru.
Eins og fram
kom í Morg-
unblaðinu í gær er lóðin sem Bau-
haus hefur sótt um í landi Úlfars-
fells, austan Vesturlandsvegar.
Vestan vegarins, við Korpu, hefur
Smáratorgi, fasteignafélagi í eigu
Norvik, eiganda Byko, verið út-
hlutað lóð. Þar eru áform um að
Byko, Rúmfatalagerinn og fleiri að-
ilar verði í 40 þúsund fermetra
verslunarhúsnæði. Undirbúningur
framkvæmda stendur yfir en þær
hafa að öðru leyti ekki verið tíma-
settar.
Húsasmiðjan er svo ekki langt frá
þessum lóðum, við Vesturlandsveg-
inn.
Afkoma undir væntingum
Steinn Logi Björnsson, forstjóri
Húsasmiðjunnar, segir um áhuga
Bauhaus að það ríki frjálsræði á
markaðnum, öllum sé frjálst að
keppa þar. Það verði að koma í ljós
hvort rými sé fyrir Bauhaus eða
ekki.
Steinn segir það alkunna í grein-
inni að afkoma Bauhaus á Norð-
urlöndunum hafi verið undir þeirra
væntingum, þeir hafi ekki náð að
samþætta verslunina fyrir stóra við-
skiptavini og neytendur um leið.
„Stórir kassar“ hafi verið reistir um
verslanir, eingöngu ætlaðar almenn-
ingi. Sér vitanlega hafi afkoman
verið best í höfuðborgum hvers
lands.
„Húsasmiðjan leggur upp úr því
að sinna fyrirtækjum og fagmönn-
um mjög vel, sem og einstaklings-
markaðnum.
Ef Bauhaus telur sig geta komið
hingað og grætt pening þá verður
það vonandi til þess að markaðurinn
stækkar og við græðum líka,“ segir
Steinn Logi.
Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur um lóðarumsókn Bauhaus við Úlfarsfell
Áhugi alþjóðlegra verslana-
keðja ætíð ánægjulegur
Forstjórar Byko og Húsasmiðjunnar segja samkeppni af hinu góða
Dagur B.
Eggertsson
Steinn Logi
Björnsson
Ásdís Halla
Bragadóttir
Á MEÐAN við höldum áfram að
kyngera litlar stúlkur, s.s. með
klæðnaði sem ýtir undir kynferð-
islegar tilvísanir, og á meðan
markaðsvæðing kynlífs nær niður
til barna er ekki við öðru að búast
en að slík viðhorf fái tilvist, sagði
Brynhildur G. Flóvenz, lektor við
lagadeild Háskóla Íslands, í erindi
sínu um barnaklám og hvernig lög-
in vernda börnin okkar gegn
barnaklámi á netinu.
Brynhildur var ein af sex fyr-
irlesurum sem fluttu erindi á ráð-
stefnu Barnaheilla sem bar heitið
„Stöðvum barnaklám á netinu!“ og
fram fór í Salnum í Kópavogi í
gærdag. Ráðstefnan var vel sótt
og farið var yfir lagalega sem og
tæknilega hlið málsins. Meðal hug-
mynda sem kynntar voru er að
koma upp netsíu sem hindra
myndi aðgang Íslendinga að ólög-
legum vefsvæðum, sem innihalda
barnaklám, en slíkt hefur t.a.m.
verið notað í Noregi.
Kynferðisbrot, ekki
tölvuglæpur
Í erindi sínu sagði Brynhildur
einnig að nauðsynlegt væri að
beina sjónum að því að þeir menn
sem eru notendur barnakláms hér
á landi eru jafnframt hliðhollir
kynferðisofbeldi gegn börnum.
Þrátt fyrir að efnið sé fengið af er-
lendum vefsíðum sé brotið engu að
síður kynferðisbrot, ekki tölvu-
glæpur. Þá fagnaði hún vinnu að
tillögum að breytingum á kynferð-
isbrotakafla almennra hegninga-
laga en þeirri vinnu ætti að ljúka
nú á vormánuðum.
Brynhildur segist fylgjandi síun
efnis á netinu þrátt fyrir að vera að
meginstefnu andvíg afskiptum rík-
isvaldsins af einkalífi fólks með ein-
hvers konar eftirliti. „Ég hef tals-
vert hugsað um þetta mál og mín
niðurstaða er á öðru máli hvað
þetta varðar, ég tel önnur sjón-
armið en þessi almennu tjáning-
arfrelsis- og ritfrelsissjónarmið
gilda hér,“ sagði Brynhildur en
benti á að umræður væru uppi á
meðal lögfróðra manna um hvort
grundvöllur sé fyrir slíkri ritskoð-
un.
Sem dæmi um slíka ritskoðun
nefndi Brynhildur Kvikmyndaeftir-
lit ríkisins sem dæmir hvaða mynd-
ir eru hæfar til sýninga í íslenskum
kvikmyndahúsum, og eru við hæfi
barna. Svo framarlega sem sían
yrði bundin við vefsíður sem inni-
halda barnaklám sér hún ekki
hvernig slík sía geti skert réttindi
nokkurs manns. Brynhildur lítur
svo á að yfirvöld þyrftu að ákveða
hvaða síður eigi að banna en að þau
mættu ekki sitja ein að og ættu að
vera í samstarfi við samtök á borð
við Barnaheill, sem m.a. rekur
ábendingarlínu um barnaklám á
netinu – og eru í alþjóðlegum sam-
tökum ábendingalína.
Ola-Kristian Hoff, sem starfað
hefur sem lögfræðingur að málum
tengdum netinu og aðgangi al-
mennings meðal annars fyrir Evr-
ópusambandið, fór í gegnum hvern-
ig takmörkun netnotkunar virki í
Noregi en þar eru síur nýttar. Sí-
urnar ná aðeins yfir vefsíður þar
sem barnaklám hefur fundist og
virðist sem almenn ánægja ríki um
fyrirkomulagið. Hoff segir net-
þjónusturnar fá lista frá lögregl-
unni yfir ólöglegar síður og loki í
kjölfarið aðgangi Norðmanna að
þeim. Í stað þess að vefsíðan birt-
ist sést aðeins skjár sem bendir
viðkomandi á að hann hafi reynt
að komast inn á ólöglega vefsíðu.
Hoff tók dæmi um að þegar rýnt
var í tölur um hversu margir
reyndu að skoða bannaðar síður
yfir einn dag hafi það verið um sjö
þúsund. Hann tók jafnframt fram
að engin skrá væri haldin yfir það
hverjir reyndu að skoða slíkar síð-
ur.
Símafyrirtækin skoða málið
Hrönn Þormóðsdóttir, verkefn-
isstjóri hjá Barnaheillum, segir
samtökin þegar hafa átt einn fund
með Símanum um netsíur. „Síma-
fyrirtækin eru að skoða þetta mál
og við viljum fá þau bæði [Og
Vodafone og Símann] til samstarfs
við okkur. Við þurfum að byrja á
að ræða þetta, fara svo yfir laga-
lega umhverfið og að mínu mati
þurfum við að nota þessa aðferð
líka.“
Aðspurð hvort mikið beri á
barnaklámi á íslenskum vefsíðum
segir Hrönn að Barnaheill hafi
tekið við meira en 2500 ábend-
ingum, frá því í október 2001, og
meira en 700 þeirra hafi reynst
raunverulegt barnaklám. Í lang-
flestum tilfellum hafi þó verið um
að ræða vefsíður sem hýstar eru
erlendis en Hrönn leggur mikla
áherslu á að vandamálið sé án
landamæra. Hún segir löndin í
kringum okkur vera að bregðast
við og Íslendingar ættu að gera
það sama.
Ráðstefna Barnaheilla um hvernig hægt sé að sporna við barnaklámi á netinu
Síur notaðar til að loka að-
gangi að ólöglegum vefsíðum
Morgunblaðið/Sverrir
Thomas Rickert ræddi á málþingi um varnir við barnaklámi um hvernig
Þjóðverjar hafa komið að verndun hagsmuna ungmenna á netinu.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
karlmann í 4 mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn
10 ára stúlku í ágúst sl. Ákærði og
stúlkan voru gestkomandi á heimili
bróður ákærða og var hann fundinn
sekur um að hafa áreitt telpuna.
Hæstiréttur mildaði þó refsinguna
að því leyti að hún var að öllu leyti
skilorðsbundin en í héraði fékk
ákærði tvo mánuði af fjórum á skil-
orði.
Talin hafa orðið fyrir
verulegu andlegu áfalli
Ákærði neitaði sök en Hæstirétt-
ur taldi framburð hans um máls-
atvik í andstöðu við framburð telp-
unnar og drengs sem hafði vaknað
við grát hennar og bar að hann
hefði heyrt ákærða tala við hana.
Þá taldi dómurinn að framburður
telpunnar fengi stoð í framburði
drengsins og í framburði konu sem
kvaðst hafa mætt henni um miðja
nótt, illa klæddri og snöktandi með
mikinn ekka, svo og í framburði
móðurinnar.
Enn fremur var talið að telpan
hefði orðið fyrir verulegu andlegu
áfalli sem hún tengdi við atvikið.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Gunnlaugur Claessen, Árni
Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Guð-
rún Erlendsdóttir og Markús Sig-
urbjörnsson.
Verjandi var Helgi Jóhannesson
hrl. og sækjandi Kolbrún Sævars-
dóttir saksóknari hjá ríkissaksókn-
ara.
4 mánaða
fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
gegn stúlku
ICELANDAIR flutti rúma
eina og hálfa milljón farþega á
síðasta ári og hefur félagið
aldrei áður flutt svo marga far-
þega á einu ári.
Næstflesta farþega flutti fé-
lagið árið 2000 þegar flogið var
með 1,4 milljónir farþega.
Fjölgun farþega milli ára nú
var 14,5%, en farþegafjöldi fé-
lagsins hefur þrefaldast á und-
anförnum þrettán árum frá
árinu 1993, að því er fram kem-
ur í frétt frá félaginu.
Félagið flýgur til 22 helstu
borga í Evrópu og í Bandaríkj-
unum.
Að meðaltali hefur flugvél sig
til lofts á vegum félagsins 28
sinnum á dag og farþegafjöld-
inn á hverjum degi er um 4.200
að meðaltali.
1,5 millj-
ónir far-
þega með
Icelandair
RÚMLEGA fimmtugur maður
reyndi að tæla ellefu ára dreng inn
í port við Mýrarhúsaskóla seinni-
partinn í gær. Drengnum tókst að
komast á brott og gera viðvart.
Málið var kært til lögreglunnar
skömmu fyrir klukkan sex í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar komst drengurinn á brott og
gat gert foreldrum sínum viðvart
og þeir kærðu málið. Rannsókn
hófst þegar og hélt áfram í gær-
kveldi, en hafði ekki skilað nið-
urstöðu þegar Morgunblaðið hafði
síðast fregnir af.
Reyndi að
tæla pilt