Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Við hjá Öryrkjabandalaginu boðum að hommar megi giftast og við boðum að lesbíur megi
giftast, en við boðum ekki að blindir fái sýn, við boðum að þeim sé sparkað.
Síðastliðið sumarlagði María HrönnNikulásdóttir, í
samvinnu við Ólaf Örn
Bragason, sálfræðing hjá
Ríkislögreglustjóra, fram
spurningalista fyrir lög-
reglumenn en tilgangur
rannsóknarinnar var að
kanna tíðni áfallastreitu
og starfsþrot lögreglu-
manna. Áfallastreita og
starfsþrot hafa að undan-
förnu fengið aukna athygli
og þekking á þessum fyr-
irbærum er sífellt að
aukast.
Streitumikið starf
Áfallastreitu má skipta í þrjá
flokka; endurupplifun atburðar-
ins, þar sem fólk upplifir uppá-
þrengjandi hugsanir eða endur-
teknar martraðir um atburðinn,
tilfinningalegan doða og áhuga-
leysi (hliðrun), þannig að fólk
forðast áreiti sem minna á atburð-
inn, missir áhuga á mikilvægum
athöfnum og finnur til minni til-
finninga og að lokum viðvarandi
einkenni aukinnar örvunar, þar
sem fólk er stöðugt á varðbergi og
bregst á öfgafullan hátt við
minnstu áreitum. Þá eru einbeit-
ingartruflanir, pirringur, reiði-
köst og erfiðleikar með svefn al-
geng einkenni.
Starfsþrot, eða kulnun, er hug-
tak sem á ensku nefnist „burnout“
en starfsþrot fela einnig í sér
þrenns konar einkenni: tilfinn-
ingalega örmögnun þar sem við-
komandi upplifir sig tilfinninga-
lega upp urinn eftir samskipti við
annað fólk og finnst hann ómögu-
lega geta slakað á eða náð sér að
nýju. Hlutgerving er einkenni þar
sem kaldhæðin viðhorf og nei-
kvæðar tilfinningar eru í garð
fólksins sem starfsmaður hefur
afskipti af og versnandi árangur
þar sem viðkomandi upplifir hrak-
andi hæfni í starfi, einkum varð-
andi það hvernig hann tekst á við
málefni skjólstæðinga.
Samrýmist erlendum
rannsóknum
Í niðurstöðum rannsóknarinn-
ar, sem var B.A.-verkefni Maríu
Hrannar frá sálfræðiskor Háskóla
Íslands, kemur fram að um 31%
lögreglumanna sýndi vísbending-
ar um upplifun á mikilli áfalla-
streitu en starfsþrot voru mismik-
il eftir einkennum. Talsvert var
um hlutgervingareinkenni og
upplifun á versnandi árangri en
minna var um tilfinningalega ör-
mögnun. Tengsl áfallastreitu við
starfsþrot voru mest við tilfinn-
ingalega örmögnun sem er talið
vera megineinkenni starfsþrota.
Þeir sem höfðu mikil einkenni
endurupplifunar á áfalli voru hins
vegar mun líklegri en aðrir til að
hafa öll einkenni starfsþrota. At-
burðir líklegastir til að valda til-
finningastreitu, samkvæmt rann-
sókninni, voru „að horfa upp á
manneskju deyja“, „að meðhöndla
fólk sem orðið hefur fyrir alvar-
legu ofbeldi“ og „að vinna að mál-
um varðandi ofbeldi eða misnotk-
un á börnum“. Samrýmdust
þessar niðurstöður erlendum
rannsóknum á áfallastreitu lög-
reglumanna en kyn, aldur, starfs-
aldur eða hjúskaparstaða sýndu
ekki marktæk tengsl.
Páll Winkel, framkvæmdastjóri
Landssambands lögreglumanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að starfsumhverfi lögreglumanna
á Íslandi væri mjög streituvald-
andi og benti á því til sönnunar að
meðalaldur íslenskra lögreglu-
manna væri 13 árum lægri en
meðalaldur hins almenna borgara
og að um 1% lögreglumanna hefði
framið sjálfsvíg síðustu sex ár.
Spurður hvort lögreglan væri með
áfallahjálp sagði Páll að engar
sérstakar vinnureglur ættu við
um áföll í starfi og væru viðbrögð
oftast tilviljunarkennd. Hann tók
sem dæmi atvik þar sem maður
framdi sjálfsmorð fyrir framan 11
lögreglumenn. Þá hefði verið kall-
aður til prestur sem hefði rætt við
lögreglumennina en svo hefðu
þeir þurft að vinna úr sínum mál-
um sjálfir, og það eigi við í flestum
tilvikum.
Páll sagði að lögreglumenn
vildu sjá kerfisbundin viðbrögð
við áföllum sem slíkum þar sem
hópur fagmanna myndi taka á
vandamálum lögreglumanna. Til
að mynda hefði verið send skýrsla
til dómsmálaráðuneytisins þar
sem er samantekt um það sem
betur megi fara í starfi lögreglu-
manna. Páll benti einnig á að við-
horf til áfalla innan lögregluliðsins
hefðu breyst á síðustu árum. Áður
fyrr þótti það vottur um linkind ef
menn sýndu einhver tilfinninga-
viðbrögð en sú hugsun hefði
breyst töluvert á síðustu árum.
Páll sagði að lögreglumenn
væru í auknum mæli að huga að
starfsöryggi sínu og umhverfi og
benti á í því samhengi að refsi-
ramminn væri ekki nýttur nema
um 20% í ofbeldismálum gegn lög-
reglumönnum. Einnig hefðu hót-
anir gegn lögreglumönnum aukist
og hótanir gegn fjölskyldum
þeirra að sama skapi en fjölskyld-
um um 40% lögreglumanna hefði
verið hótað. Páll sagði mikilvægt
að taka á þessum vandamálum og
tryggja starfsumhverfi lögreglu-
manna og þar af leiðandi umhverfi
borgaranna.
Fréttaskýring | Lögreglustarfið streituvaldur
Þörf á góðri
áfallahjálp
31% lögreglumanna sýndi vísbendingar
um upplifun mikillar áfallastreitu
Lögreglumaður að störfum.
Með hæsta starfsaldur á
Norðurlöndunum
Lögreglumenn á Íslandi eru
með hæsta starfsaldur á Norð-
urlöndunum. Páll Winkel, hjá
Landssambandi lögreglumanna,
sagði að fyrir árið 2001 hefðu ís-
lenskir lögreglumenn ekki kom-
ist á lífeyrisaldur fyrr en um sjö-
tugt. Í dag komast íslenskir
lögreglumenn á lífeyrisaldur 65
ára, en það er í hærri kantinum
því að annars staðar á Norð-
urlöndunum miðast eftirlauna-
aldur lögreglumanna við 55–65
ár.
Eftir Sigurð Pálma
Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
ÚTHLUTAÐ verður í fyrsta
skipti úr Minningarsjóði hjónanna
Helgu Jónasdóttur og Bjarna
Snæbjörnssonar, læknis og heið-
ursborgara Hafnarfjarðar, hinn 8.
mars nk. sem er afmælisdagur
Bjarna.
Að sögn Bjarna Jónassonar,
stjórnarformanns sjóðsins og elsta
barnabarns þeirra hjóna, á sjóð-
urinn sér nokkuð langa forsögu
þótt aldrei hafi áður verið út-
hlutað úr honum áður. „Þegar
Bjarni varð 75 ára árið 1965 vildi
Raftækjaverksmiðja Hafn-
arfjarðar (Rafha) gefa honum gjöf
og hann kom því þannig fyrir að
stofnaður var sjóður sem hét Af-
mælisgjafasjóður Hafnfirðinga. Í
nóvember 2004 var heiti sjóðsins
breytt í Minningarsjóð hjónanna
Helgu Jónasdóttur og Bjarna
Snæbjörnssonar, læknis í Hafn-
arfirði,“ segir Bjarni.
Aðspurður segir Bjarni tilgang
sjóðsins vera að veita styrki til að
hlúa að hagsmunamálum og vel-
ferð barna í Hafnarfirði allt að 18
ára aldri. Bendir hann á að í
skipulagsskrá sjóðsins sé sér-
staklega kveðið á um að einkum
skuli veita styrki til starfsemi á
vegum einstaklinga, samtaka, fyr-
irtækja og opinberra aðila sem
veita börnum, sem eiga við erf-
iðleika að etja vegna fötlunar,
sjúkdóma eða félagslegra að-
stæðna, þjónustu og aðstoð.
Úthlutað verður árlega
Að sögn Bjarna er ráðgert að
úthluta árlega úr sjóðnum hér eft-
ir. Aðspurður segir hann sjóðs-
eignina nema á fimmtu milljón, en
í skipulagsskrá sjóðsins er kveðið
á um að ekki megi skerða höf-
uðstól sjóðsins, aðeins megi ráð-
stafa ávöxtun hans hverju sinni.
Bjarni Snæbjörnsson fæddist
árið 1889 og starfaði frá 1917 sem
læknir í Hafnarfirði í 50 ár sam-
fellt og var yfirlæknir St. Jós-
efsspítala á árunum 1933–1956.
Hann var alþingismaður Hafnfirð-
inga á árunum 1931–1934 og 1937–
1942. Í fréttatilkynningu um minn-
ingarsjóðinn kemur fram að
Bjarni hafi átt einkar farsælan
starfsferil og notið vinsælda og
virðingar bæjarbúa. Hann hafi lát-
ið félagsstörf mjög til sín taka og
verið falin trúnaðarstörf af ýmsum
toga. Bjarni kvæntist Helgu frá
Bakka í Hnífsdal, en hún var fædd
1894. Helga var kennari og síðar
húsfreyja á Kirkjuvegi 5.
Árið 1968 samþykkti bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar einróma að
gera Bjarna að heiðursborgara
Hafnarfjarðar í virðingar- og
þakklætisskyni fyrir hálfrar aldar
læknisstörf í Hafnarfirði. Bjarni
lést árið 1970.
Umsóknarfrestur um fjárstyrk
úr Minningarsjóði Helgu og
Bjarna er til 20. febrúar, en styrk-
urinn verður sem fyrr sagði af-
hentur formlega hinn 8. mars nk.
Stjórn sjóðsins skipa auk Bjarna
Jónassonar læknis þeir Lúðvík
Geirsson bæjarstjóri og sr. Gunn-
þór Þ. Ingason sóknarprestur.
Minningarsjóður hjónanna Helgu Jónasdóttur og
Bjarna Snæbjörnssonar læknis í Hafnarfirði
Ætlað að hlúa að hags-
munamálum barna
Hjónin Helga Jónasdóttir og Bjarni Snæbjörnsson, læknir í Hafnarfirði.