Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GEIR H. Haarde utanríkisráðherra ítrekaði á
Alþingi í gær að ekkert hefði komið fram sem
benti til þess að ólöglegt fangaflug hefði átt sér
stað um íslenskt yfirráðasvæði. Hann sagði enn-
fremur að íslensk stjórnvöld hefðu enga ástæðu
fremur en önnur ríki til að rengja yfirlýsingu ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, Condolezzu
Rice, um fangaflug Bandaríkjamanna.
Þetta kom fram í máli ráðherra í upphafi
þingfundar en þar fóru stjórnarandstæðingar
fram á að íslensk stjórnvöld krefðu Bandaríkja-
menn skýrra svara um það hvort flugvélar, á
vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA,
hefðu flogið með fanga til landa þar sem pynt-
ingar eru leyfðar, um íslenska lofthelgi eða ís-
lenska flugvelli. Rice sagði m.a. í yfirlýsingunni
sem Geir vitnaði til að Bandaríkin notuðu ekki
lofthelgi eða flugvelli nokkurs lands í því skyni
að flytja fanga til lands þar sem hann eða hún
myndi sæta pyntingum.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, var málshefjandi umræðunnar í
gær. Hann gerði skýrslu Dicks Marty, sviss-
neska öldungadeildarþingmannsins, að umtals-
efni, en skýrslan hefur verið lögð fram í Evr-
ópuráðinu. Össur sagði að Marty héldi því fram
að um umfangsmikið fangaflug hefði verið að
ræða á síðustu árum. „Hann bendir sérstaklega
á að CIA hafi haft sérstaka heimild bandarískra
stjórnvalda til að stunda slíkt flug síðan árið
2001.“ Össur sagði nauðsynlegt að íslensk
stjórnvöld óskuðu skýrra og skriflegra svara
um þessi mál frá Bandaríkjamönnum.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varð
fyrstur til svara. Hann sagði að íslensk stjórn-
völd, þ.e. utanríkisráðherra, hefðu þegar tekið
málið upp við bandarísk stjórnvöld. Auk þess
hefðu svör komið frá bandaríska utanrík-
isráðherranum, þar sem fullyrt væri að ekkert
ólöglegt fangaflug hefði átt sér stað. Hann sagði
ennfremur að skýrsla svissneska þingmannsins
væri bráðabirgðaskýrsla. Ekkert nýtt hefði því
komið fram í málinu. „Það er því ekkert nýtt í
málinu sem krefst svara á þessu stigi,“ sagði
hann. „Við munum að sjálfsögðu taka þátt í
þessari athugun á vegum Evrópuráðsins og
þegar sú skýrsla kemur út má vel vera að
ástæða verði til að spyrja frekari spurninga. En
ég held að rétt sé að bíða þangað til.“
Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður
Vinstri grænna, sagði eftir þessi svör ráðherra:
„Hvenær skyldi koma að því að hæstvirtur for-
sætisráðherra Íslands hætti
að tala eins og fulltrúi og
talsmaður Pentagon og
Bandaríkjastjórnar og fara
að tala í nafni íslensku þjóð-
arinnar?“ Ögmundur sagði
að það væri á allra vitorði að
Bandaríkjamenn stunduðu
pyndingar á föngum. „Þeir
flytja fórnarlömb sín frá
Bandaríkjunum til verktak-
anna víðs vegar um heiminn. Þannig eru
grimmdarverkin ekki framin innan bandarískr-
ar lögsögu.“
Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði að
viðbrögð íslenskra stjórnvalda gagnvart banda-
rískum stjórnvöldum í þessu máli hefðu verið
með sams konar hætti og hjá öðrum Evr-
ópuríkjum. „Fulltrúar Íslands og Bandaríkj-
anna höfðu átt níu sinnum samtöl um málið frá
13. október til 5. desember þegar ég tók þetta
mál upp við aðstoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna á fundi með honum í tengslum við ráð-
herrafund ÖSE. Síðar þann dag [í byrjun des-
ember sl.] gaf utanríkisráðherra Bandaríkjanna
út afdráttarlausa yfirlýsingu um málið til að
svara þeim ásökunum sem fram höfðu komið.
Íslensk stjórnvöld hafa enga ástæðu fremur en
önnur ríki til að rengja yfirlýsingu utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna sem hún síðan ítrek-
aði á fundi með mér og öðrum utanrík-
isráðherrum NATO-ríkjanna.“
Fleiri þingmenn tóku þátt í þessum um-
ræðum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði að mikið væri talað
um það hvað væri löglegt og hvað ekki í þessum
efnum. „Hins vegar stendur hnífurinn þar í
kúnni,“ sagði hún, „vegna þess að skilgreining
Bandaríkjastjórnar á því hvað er löglegt og
ólöglegt í þessum efnum er gjörólík því sem við-
gengst samkvæmt alþjóðalögum og alþjóða-
samningum. Bandaríkjamenn hafa end-
urskilgreint pyndingar og reyndar hryðjuverk
líka. Þeir hafa endurskilgreint pyndingar og
telja það t.d. ekki til pyndinga að halda plast-
filmu fyrir vitum manns og hella á hann vatni
þangað til hann er um það bil að drukkna eða
hann heldur það. Þetta eru ekki pyndingar sam-
kvæmt bandarískum skilgreiningum. Þess
vegna þurfum við að vita hvert þessar flugvélar
fóru og hvað tók við þegar þeim hafði verið
lent.“
Stjórnarandstaðan vill að Bandaríkjamenn verði krafðir skýrra svara um ólöglegt fangaflug
Utanríkisráðherra segir enga ástæðu til
að rengja yfirlýsingu Bandaríkjamanna
Geir Haarde
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er mesti
skattpíningarflokkur Íslandssögunnar, sagði
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, í umræðu utan dagskrár um
skattamál á Alþingi í gær. Fjármálaráðherra,
Árni M. Mathiesen, vísaði þessu á bug og sagði
að skattar hefðu svo sannarlega lækkað.
Jóhanna vitnaði í grein Stefáns Ólafssonar
prófessors og sagði að hann hefði sýnt fram á
það sem stjórnarandstaðan hefði reyndar
lengi haldið fram, að skattbyrðin hefði aukist
hjá fólki með lágar og meðaltekjur, eða hjá um
níutíu prósent heimila í landinu. „Samt leyfir
fjármálaráðherra sér að halda því fram að
skattar hafi lækkað og þar hreinlega skrökvar
hann að þjóðinni,“ sagði hún. „Fjármálaráð-
herrar íhaldsins, þeir Friðrik Sophusson, Geir
H. Haarde, og Árni M. Mathiesen hafa allir
siglt undir fölsku flaggi og eiga Íslandsmet í
skattpíningu á almenning í bullandi góðæri;
skattpíningu á lífeyrisþega, skattpíningu á lág-
tekjufólk, skattpíningu á fólk með með-
altekjur, á raunar alla nema ofurforstjórana
og efnafólkið. Fjármálaráðherrarnir þrír hafa
allir sem einn á síðastliðnum tíu árum vísvit-
andi aukið skatta á almenning í landinu eins og
flokksbróðir þeirra háttvirtur þingmaður Ein-
ar Oddur Kristjánsson hefur réttilega haldið
fram og viðurkennt. Bæði ríkisskattstjóri og
Gylfi Magnússon, dósent í viðskipta- og hag-
fræðideild, taka undir með Stefáni Ólafssyni
um að skattbyrði hafi aukist hjá almenningi og
mest hjá þeim lægstlaunuðu. Að segja annað
er hrein blekking og fjármálaráðherra á að
viðurkenna þá staðreynd að Sjálfstæðisflokk-
urinn er mesti skattpíningarflokkur Íslands-
sögunnar gagnvart almenningi í landinu.“
Snýst um árangur hagkerfisins
Árni M. Mathiesen sagði að þessi umræða
snerist um árangur hagkerfisins og ávinning
þjóðarinnar á undanförnum árum. Hann sagði
að skattar hefðu svo sannarlega lækkað.„Hjón
með tvö börn undir sjö ára aldri, bæði á vinnu-
markaðnum og með 240 þúsund krónur í tekjur,
greiddu á árinu 1994 31,9% í skatt, en núna á
árinu 2006 18,4% og á árinu 2007 munu þau
greiða 15,2% í skatt,“ sagði hann og nefndi fleiri
dæmi. Ráðherra sagði ennfremur að það væri
rétt að skatttekjur ríkisins hefðu aukist á und-
anförnum árum, sem hlutfall af landsfram-
leiðslu. „En skatttekjur ríkisins sem meðaltal á
landsframleiðslu frá 1990, fram til dagsins í dag,
voru að meðaltali 28,7%. Þær verða á þessu ári
28,8% og fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir því að
þær að verði 27,8%.“ Hann sagði að að stjórn-
arandstaðan yrði að svara eftirfarandi spurn-
ingum: „Eigum við að leggja af stighækkandi
tekjuskatt? Og átti ríkisstjórnin ekki að borga
skuldir um leið og hún lækkaði skattana eða átti
hún að lækka skattana meira?“
Samfylkingin gagnrýnir harð-
lega skattastefnu stjórnvalda
Mesti skatt-
píningarflokkur
Íslandssögunnar
DEILUR um málsmeðferð frum-
varps iðnaðarráðherra, Valgerðar
Sverrisdóttur, um breytingar á
lögum um rannsóknir og nýtingu á
auðlindum í jörðu töfðu þingstörf á
Alþingi í gær. Þingfundum var
frestað aftur og aftur en á meðan
funduðu þingflokksformenn og for-
seti þingsins og síðan iðnaðarnefnd
þingsins um málið. Önnur umræða
hófst að lokum síðdegis og stóð
fram eftir kvöldi. Þingmenn Vinstri
grænna vildu að umræðu yrði
frestað fram yfir helgi, en við því
var ekki orðið.
Valgerður mælti fyrir frumvarp-
inu fyrir jól, en í því er m.a. lagt til
að gildissvið laga um rannsóknir og
nýtingu á auðlindum í jörðu nái
einnig til rannsókna á vatnsafli til
raforkuframleiðslu. Önnur um-
ræða um frumvarpið hófst snemma
í desember sl. og kom þar m.a.
fram að stjórnarandstæðingar
hefðu áhyggjur af því að rannsókn-
arleyfi á vatnsafli til raforkufram-
leiðslu fylgdi vilyrði um nýtingar-
leyfi. Vísuðu þeir til fimmtu
greinar laga um rannsóknir og nýt-
ingu á auðlindum í jörðu, en þar
segir: „Ráðherra er heimilt í rann-
sóknarleyfi að veita fyrirheit um
forgang leyfishafa að nýtingarleyfi
í allt að tvö ár eftir að gildistíma
rannsóknarleyfis er lokið og að öðr-
um aðila verði ekki veitt rannsókn-
arleyfi á þeim tíma.“
Í kjölfar umræðnanna á þingi og
úti í samfélagi, eða um miðjan des-
ember, sendi iðnaðarráðherra frá
sér yfirlýsingu þar sem sagði m.a.
að misskilnings hefði gætt um efni
frumvarpsins, sem rekja mætti til
ónákvæmra upplýsinga frá ráðu-
neytinu. „Frumvarpið gerir aðeins
ráð fyrir breytingum sem varða
rannsóknir á vatnsafli, en ekki nýt-
ingu þess, þ.e. útgáfu virkjana-
leyfa,“ sagði ráðherra m.a. í yfirlýs-
ingu sinni.
Samkvæmt dagskrá Alþingis
átti önnur umræða um frumvarpið
að halda áfram á þingi í gærmorg-
un. Í upphafi umræðunnar kvaddi
Valgerður Sverrisdóttir sér hljóðs
og sagði m.a. að umræðan um mál-
ið hefði farið í óheppilegan farveg
og að sjálf ætti hún sinn þátt í því.
„Við þinglega meðferð málsins
hafa komið fram athugasemdir
sem ég tel vert að skoða nánar og
með þetta í huga óska ég þess að
málið verði tekið aftur upp í hátt-
virtri iðnaðarnefnd og vonast ég til
þess að þar geti orðið gott samstarf
um það.“
Skömmu síðar var þingfundi
frestað og forseti þingsins fundaði
með þingflokksformönnum.
Ákveðið var að iðnaðarnefnd
myndi funda aftur um málið sem
hún og gerði. Afgreiddi hún síðdeg-
is frá sér breytingartillögu, þar
sem m.a. er lagt til að fyrrgreind
fimmta grein laganna eigi aðeins
við um hitaveitur. Verði tillagan
samþykkt mun fimmta greinin
m.ö.o. hljóða svo: „Ráðherra er
heimilt í rannsóknarleyfi að veita
fyrirheit um forgang leyfishafa að
nýtingarleyfi fyrir hitaveitur í allt
að tvö ár eftir að gildistíma rann-
sóknarleyfis er lokið og að öðrum
aðila verði ekki veitt rannsóknar-
leyfi á þeim tíma.“
Tillagan var lögð fram á Alþingi
og rædd síðdegis í gær, en til þess
þurfti afbrigði frá þingsköpum, þar
sem of skammt var liðið frá útbýt-
ingu þingskjalsins. Þingflokkur
Vinstri grænna greiddi atkvæði
gegn því að afbrigði yrðu leyfð, en
aðrir þingflokkar samþykktu þá
málsmeðferð. Þingmenn Vinstri
grænna vildu að þingmenn fengju
meiri tíma til að kynna sér breyt-
ingartillöguna.
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri grænna, sagði m.a. ekki
hægt að ætlast til þess að þing-
menn áttuðu sig á breytingartillög-
unni á örskömmum tíma í ljósi þess
að það hefði tekið sjálfan iðnaðar-
ráðherra fleiri vikur að átta sig á
því um hvað hún væri að tala.
Þingmenn Vinstri grænna eiga
einungis áheyrnarfulltrúa í iðnað-
arnefnd, en fulltrúar Samfylkingar
og Frjálslynda flokksins studdu
breytingartillögu nefndarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, sagði að tillagan
væri í samræmi við vilja Samfylk-
ingarinnar, þ.e. með henni væri
verið að skýra betur lög um rann-
sóknir og nýtingu á auðlindum í
jörðu. Sigurjón Þórðarson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði
sömuleiðis að breytingartillagan
væri til mikilla bóta. „Hún bjargar
þessu frumvarpi iðnaðarráðherra,“
sagði hann.
Einar Oddur Kristjánsson,
starfandi formaður iðnaðarnefnd-
ar, sagði að nefndin hefði talið
ástæðu til að taka tillit til þeirrar
gagnrýni og tortryggni sem beint
hefði verið að frumvarpinu. „Því
flytjum við þessa tillögu um breyt-
ingu á fimmtu greininni, þar sem
öllum vafa er eytt. Þar er tekið
fram að vilyrðin sem hæstvirtum
iðnaðarráðherra er heimilt að veita
eiga aðeins við um hitaveitur.“
Áfram deilt um frumvarp um rannsóknir á vatnsaflsvirkjunum
Lagt til að nýtingarleyfi eigi
aðeins við um hitaveitur
Morgunblaðið/Ómar
Þingfundum var frestað margsinnis í gær vegna deilna um frumvarp iðnaðarráðherra. Hér ræðast við þau
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og Jóhanna Sigurðardóttir, einn af varaforsetum þingsins.
Þingfundum frest-
að aftur og aftur
vegna deilna um
frumvarpið
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is