Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 11

Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR ÁHYGGJUEFNI er hversu lítið til- lit er tekið til skoðana geðsjúkra og fjölskyldna þeirra í geðheilbrigðis- þjónustu á Íslandi. Notendur þjón- ustunnar telja afar brýnt að efla stuðning og meðferðir fyrir ein- staklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Rauði kross Íslands (RKÍ) og Geðhjálp stóðu að um þarf- ir geðsjúkra og reynslu þeirra af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, en hún var kynnt á blaðamannafundi í gær. Með því að spyrja notendur og að- standendur þeirra um eigin viðhorf gagnvart heilbrigðiskerfinu vildu RKÍ og Geðhjálp afla upplýsinga sem hið opinbera gæti haft til hlið- sjónar um stefnumótun í geðheil- brigðismálum. Þetta er í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarríkja Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um að bjóða eigi fólki með geðraskanir að hafa áhrif á þá umönnun sem það á kost á. Rannsóknin er síðasti áfanginn hjá RKÍ í að kanna stöðu geðfatl- aðra á Íslandi og þjónustu við þá. Kannanir sem deildir Rauða kross- ins létu gera á árunum 2001–2004 um hag og þarfir geðfatlaðra á Aust- urlandi, Suðurlandi, Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum hafa leitt svipaðar niðurstöður í ljós. Komu þar m.a. fram sterk tengsl milli efnalegra aðstæðna og félags- legrar einangrunar og að sjúkling- um þyki lyfjameðferð vera nýtt til fulls, en efla þurfi aðrar tegundir meðferðar. Félagsleg einangrun og fordómar eru meðal þess sem geðsjúkir þurfa að glíma við að staðaldri, sérstak- lega þeir sem búa einir. Þessi ein- angrun og fordómar minnka með auknum tekjum, en einnig kom í ljós að þátttakendur á höfuðborgarsvæð- inu voru einangraðri en á lands- byggðinni og höfðu meiri reynslu af fordómum. Þá fannst mörgum svar- endum lítið tillit tekið til skoðana sjúklinga og aðstandenda þeirra. Ennfremur kom fram að aðstand- endur fengju litla fræðslu um geð- raskanir frá heilbrigðisstarfsfólki. Sveinn Magnússon, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, segir rannsóknina staðfesta ýmislegt sem hefur komið fram í samtölum hjá samtökunum og virðist að hans sögn rauður þráður í þeim málum sem til samtakanna berast hvað varðar hagsmuni geð- sjúkra. Geðsjúkdómar ekki bara heilbrigðisvandi „Við erum á réttri leið. Þessi rann- sókn sýnir vel að þeir sem eiga við vandamál að stríða og fagfólk þurfa að vinna saman,“ segir Sveinn og bendir ennfremur á að skýrt komi í ljós að geðsjúkdómar séu líka félags- legt vandamál og ekki sé hægt að reka fleyg á milli og skilgreina hvort málaflokkurinn flokkast undir heil- brigðislegt eða félagslegt vandamál. „Það er heldur ekki verið að kalla eftir auknu fjármagni, heldur er hér þvert á móti verið að benda á leiðir til sparnaðar sem alltaf er kallað eft- ir. Svo er líka hér um að ræða sam- félagslegan gróða,“ sagði Sveinn Magnússon. Dr. Páll Biering, geðhjúkrunar- fræðingur og einn rannsakenda, segir ljóst að leggja þurfi fé í fleira en hús og stofnanir. Eftirfylgni, hjúkrun og ýmiss konar stoðkerfi séu mjög mikilvæg í bataferli geð- sjúkra. „Það hefur verið lítið tillit tekið til skoðana sjúklinga,“ segir Páll og bendir enn fremur á mikil- vægt sé að rjúfa félagslega einangr- un geðsjúkra. „Stærstur hluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni voru með mjög litlar tekjur, en það hamlar geðsjúkum mjög í því að fara út í samfélagið og taka þátt í félags- starfi.“ Rjúfa þarf félagslega einangrun Meðal annarra niðurstaðna rann- sóknarinnar má nefna að meirihluti svarenda er almennt ánægður með þjónustu í síðustu innlögn á sjúkra- stofnun, en svarendur eru óánægðir með eftirfylgd og þá þjónustu sem þeim býðst eftir að innlögn lýkur. Þá kvaðst meirihluti svarenda hafa fengið litlar upplýsingar um úrræði eftir útskrift. Þá vildu flestir auka samtalsmeðferð eða ráðgjöf og mörgum fannst að auka þyrfti fé- lagsráðgjöf og iðjuþjálfun, þótt lyfja- meðferð gagnist vissulega flestum. Að mati rannsakenda er mikil þörf fyrir græðandi mannleg samskipti, en m.a. sögðust rúm 60% svarenda örugglega eða líklega nýta sér heim- sóknarþjónustu Rauða krossins. Þá þótti ljóst að þeir sem þjást af lang- vinnum geðsjúkdómum festast í vítahring fátæktar, menntunarleysis og félagslegrar einangrunar, en til að rjúfa vítahringinn þarf að byrja að rjúfa hina félagslegu einangrun. Meðal helstu úrræða til þess eru við- talsmeðferð, sjálfshjálparhópar, heimsóknarþjónusta, heimageð- hjúkrun og bættur efnahagur fólks. Brýnast var að mati þeirra sem að rannsókninni stóðu að fræða starfs- fólk betur um úrræði í boði, greina götin í þjónustu til geðsjúkra og fjölga úrræðum, bæta samskipti og fræðslu til aðstandenda og tryggja að hlustað sé á skoðanir notenda og aðstandenda og þær virtar. Ný könnun á þjónustuþörfum og reynslu geðsjúkra og aðstandenda þeirra Nauðsynlegt að tekið sé tillit til skoðana geðsjúkra Morgunblaðið/Sverrir Félagsleg einangrun og fordómar eru meðal þess sem geðsjúkir þurfa að glíma við að staðaldri. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is PRÓFKJÖR Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnar- kosninganna fer fram á morgun, laugardag. Ellefu frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu, sex karlar og fimm konur. Í prófkjörinu verður valið í sex efstu sæti framboðslistans. Kosning- in fer fram í anddyri Laugardals- hallar frá kl. 10 til 18. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Framsóknarflokksins hefst talning atkvæða um kl. 14 og er búist við fyrstu tölum mjög fljót- lega eftir að kosningu lýkur eða upp úr kl. 18. Er reiknað með að endan- leg úrslit liggi fyrir skömmu eftir miðnætti. Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir félagar í framsóknarfélögunum í Reykjavík ásamt öllum þeim Reyk- víkingum sem skrifa undir yfirlýs- ingu þess efnis að þeir aðhyllist stefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Allir þátttakendur skulu hafa náð 18 ára aldri á kjördegi til sveitarstjórnakosninga 2006 (þ.e. vera fæddir 27. maí 1988 eða fyrr). Þeir sem bjóða sig fram í prófkjör- inu eru: Anna Kristinsdóttir borgar- fulltrúi, sem sækist eftir 1. sæti, Ás- rún Kristjánsdóttir hönnuður, sem sækist eftir 2.–4. sæti, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, sem sækist eftir 1. sæti, Brynjar Fransson, löggiltur fast- eigna- og skipasali, sem sækist eftir 3.–6. sæti, Elsa Ófeigsdóttir bókari, sem sækist eftir 5.–6. sæti, Gerður Hauksdóttir þjónustufulltrúi, sem sækist eftir 2.–4. sæti, Gestur Kr. Gestsson, sölufulltrúi og flutninga- ráðgjafi, sem sækist eftir 2.–3. sæti, Gestur Guðjónsson umhverfisverk- fræðingur, sem sækist eftir 3. sæti, Hjörtur Gíslason, sölu- og markaðs- stjóri, sem sækist eftir 2.–6. sæti, Marsibil J. Sæmundardóttir, vara- borgarfulltrúi og framkvæmda- stjóri, sem sækist eftir 2. sæti, og Óskar Bergsson húsasmíðameistari, sem sækist eftir 1. sæti. Prófkjör framsóknarmanna í Reykjavík 11 frambjóðendur takast á um sex sæti VINNUSLYS varð í Sandgerði í fyrrakvöld þegar starfsmaður í fyr- irtæki sem framleiðir gæludýrafóður úr fiskafgöngum fór með fót í snigil. Að sögn lögreglu bendir allt til að maðurinn, sem var einn við vinnu, hafi misst framan af tám á hægra fæti við slysið. Ekið var með mann- inn í sjúkrabíl á Landspítalann – há- skólasjúkrahús, þar sem gert var að sárum hans. Að sögn vakthafandi læknis á LSH er líðan mannsins góð eftir atvikum. Missti tær í vinnuslysi NÁMSKEIÐ um stærðfræðierfið- leika (dyscalculiu), eðli þeirra, ein- kenni, mat og tengsl við lesblindu (dyslexíu) verður haldið á vegum Lestrarseturs Rannveigar Lund í dag. Námskeiðið verður haldið í Há- skóla Íslands, í stofu 101 í Odda frá klukkan 13.00–16.30. Rannveig var áður forstöðumaður Lestrarmið- stöðvar KHÍ, sem lögð var niður árið 2002, en er nú forstöðumaður Lestr- arseturs Rannveigar Lund sem til- heyrir ReykjavíkurAkademíunni. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður John Rack, forstöðumaður Lestrar- miðstöðvar við háskólann í York á Englandi, en námskeiðið er ætlað kennurum í grunn- og framhaldsskól- um, sálfræðingum, námsráðgjöfum og öðrum áhugasömum. Stærðfræði- erfiðleikar eru vaxandi vandamál en á námskeiðinu verður fjallað um tengslin á milli stærðfræðierfiðleika (dyscalculiu) og lesblindu (dyslexíu). Rannveig Lund er helsti sérfræðing- ur landsins í lesblindu en hún er sér- kennari með meistaragráðu í uppeld- is- og menntafræðum. Sérsvið hennar eru kennsla og þróun prófa til að greina lesblindu og aðra lestrarerfið- leika en hún sinnir stundum fólki með stærðfræðierfiðleika eftir því sem fræðileg þekking og kunnátta leyfa. Nánari upplýsingar um námskeiðið og Lestrarsetur Rannveigar Lund má finna á heimasíðunni lrl.is. Lestrarsetur Rannveigar Lund Námskeið um stærðfræði- erfiðleika RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ Við- skiptaháskólans á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa að ráðstefnu um framtíð Vesturlands á Bifröst í dag, föstudaginn 27. jan- úar. Ráðstefnan, sem er öllum opin og ókeypis, hefst kl. 11. Fjölmargir gestir flytja þar erindi og allir munu þeir beina sjónum sínum að framtíð Vesturlands. Á ráðstefnunni verður reynt að rýna í framtíðina, skoða hver séu helstu tækifæri svæðisins og jafnvel hvað beri að varast. Er mikilla breyt- inga að vænta á Vesturlandi næsta áratuginn og ef svo er hvernig er best að bregðast við? Hvaða aðgerða er þörf og getum við gert eitthvað til að gera hag okkar enn betri? Ræða framtíð Vesturlands ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra hefur ákveð- ið að skipa starfshóp til að yfirfara og meta fýsileika þeirra kosta, sem til staðar eru varðandi byggingu nýrra framhaldsskóla. Starfshópur- inn mun skoða sérstaklega kosti á höfuðborgarsvæðinu og við utan- verðan Eyjafjörð. Í fréttatilkynningu kemur fram, að starfshópinn skipa Aðalsteinn Ei- ríksson, Jón Þór Ragnars, Þórir Ólafsson og Arnór Guðmundsson. Stefnt er að því að hópurinn skili greinargerð til ráðherra fyrir 1. maí næstkomandi. Skoðar byggingu framhaldsskóla FÉLAG kvenna í atvinnurekstri (FKA) afhenti í gær verðlaun félagsins sjö- unda árið í röð. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO. Auk hennar voru Rakel Olsen, stjórnarformanni Sigurðar Ágústssonar á Stykkishólmi, afhent þakkarverðlaun félagsins og Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, hlaut hvatningarverðlaun FKA. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Birna Einars- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, afhentu verðlaunin á Hótel Sögu í gær. Morgunblaðið/Þorkell FKA verðlaunaði Ásdísi Höllu ♦♦♦ ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.