Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 16

Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gaza-borg. AFP, AP. | Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Evrópusam- bandið hafa skilgreint Hamas sem hryðjuverkasamtök, en þau njóta hvað sem því líður mikils stuðnings meðal Palestínumanna vegna her- skárrar baráttu þeirra gegn Ísr- aelsríki og eins konar „fé- lagsþjónustu“ sem þau reka á hernumdu svæðunum. Hamas-samtökin voru stofnuð 1987, skömmu eftir að fyrri upp- reisn Palestínumanna gegn her- námi Ísraela á Gaza og Vest- urbakkanum hófst. Markmiðið með stofnun Hamas var að hrekja Ísr- aelsher frá þessum svæðum og Ha- mas hreykir sér af því núna að „andspyrna“ samtakanna hafi vald- ið því að Ísraelar drógu sig frá Gaza í fyrra. Langtímamarkmið Hamas er hins vegar sjálfstætt, íslamskt ríki Palestínumanna byggt skv. þeim landamærum er ríktu fyrir myndun Ísraelsríkis 1948. Kaldhæðnislegt er hins vegar að Ísraelar ýttu undir vöxt Hamas í upphafi, í því skyni að kljúfa fylk- ingu Palestínumanna undir forystu Yassers Arafat. En Hamas-samtökin voru aðili að vopnahléi sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, samdi um í mars í fyrra. Þau neituðu þó að endurnýja vopnahléið en hafa ekki gert árásir það sem af er árinu. Andóf og hryðjuverk  !"!"  #!$%&' +    & + &   * "  ),)-!  &"  )!& (   & * &" &. %  &"&   A ;  / /.0  , 12 2 .0 =/$/ 32 4.50 ?!/M%# //0 MARGIR voru búnir að spá því að Hamas- menn myndu vinna verulegan sigur í þingkosn- ingum Palestínumanna en ekki að þeir myndu hreppa meirihluta. Spillingin og óstjórnin sem hafa fylgt Fatah-hreyfingunni urðu loks til þess að í örvæntingu sinni kusu Palestínumenn sam- tök sem boða bókstafstrú, fyrirbæri sem fæstir Palestínumenn styðja, en hafa á sér orð fyrir heiðarleika, gott skipulag og aga. En er þetta óskastaða Hamas? Ýmislegt bendir til þess að sjálfir séu Hamas-liðar í vanda vegna þess að sigurinn var miklu meiri en þeir höfðu sjálfir gert ráð fyrir. Ef hann hefði verið hóflegri hefði Hamas getað haldið áfram að hunsa allt tal um friðarsamninga, haldið áfram að kenna Fatah um allt sem miður fer. En nú er enginn blóraböggull til staðar. Verði flug- skeytum skotið á Ísrael af Gaza hlusta menn varla mikið á afsakanir af hálfu væntanlegrar ríkisstjórnar Hamas um að hún ráði ekki við hryðjuverkamennina. Þetta gætu verið hennar eigin menn. Hamas-menn gætu orðið að éta að einhverju leyti ofan í sig stóru orðin um að eyða Ísraelsríki nema þeir vilji kalla yfir sig kalt stríð af hálfu Evrópusambandsins. Það hefur lengi verið nokkur bakhjarl Palestínumanna gagnvart óvinveittum Ísraelum og Bandaríkjastjórn sem styður að jafnaði Ísraela og stutt þá með fé. Ef peningastreymið stöðvast, allar dyr lokast, getur Hamas ekki staðið við loforðin um að bæta kjör almennings þótt þeir gætu reynt að fá Írana til að hlaupa undir bagga. En al- þjóðleg einangrun gæti á endanum lamað Pal- estínustjórn og staða sigurvegaranna er því að sumu leyti veikari en sýnist. Ehud Olmert forsætisráðherra og aðrir ráða- menn Ísraela ítreka enn þá afstöðu sína að þeir muni ekki eiga friðarviðræður við Hamas vegna hryðjuverkasögu samtakanna. En enginn skyldi þó leggja of mikið upp úr slíkum ummæl- um, allt getur gerst í pólitík. Fyrir nokkrum vik- um sýndi könnun að um helmingur Ísraela var sammála því að ræða skyldi við Hamas þótt um hermdarverkamenn væri að ræða, ef það yrði til að koma á friði. Kjósendur myndu því ekki endi- lega refsa þeim sem tækju áhættuna. Gætu reynt að biðja um gott veður Ef leiðtogar Hamas bregðast hratt við nýjum aðstæðum og fella niður harkalegustu ummælin um Ísrael í stefnuskránni gætu þeir ef til vill fengið þá umbun að verða teknir af hryðju- verkalistum Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins sem væri afgerandi sigur fyrir sam- tökin. Þau væru þá orðin húsum hæf. En vandinn er að ósveigjanleikinn er mikilvægur þáttur í hefðbundinni stefnu samtakanna. Sum- ir fullyrða að þar sé enginn hófsamur armur, nýja mildin hafi aðeins verið kosningabrella. Hamas hefur alltaf sakað keppinautana í Fatah um undanlátssemi og þess vegna er ekki auðvelt að taka fyrsta skrefið á þeirri braut. Sumir áköfustu félagarnir gætu fordæmt allar tilslak- anir sem svik við málstaðinn, ekki síst ef þau samþykktu kröfur Mahmoud Abbas Palest- ínuforseta og Ísraela um að herskáir hópar af- vopnist. Hamas gæti orðið að berja niður þjálf- aða tilræðismenn í eigin röðum. Sú fullyrðing talsmanna Hamas að ekki sé nein mótsögn í því að Hamas starfi lýðræðislega á þingi og í ríkisstjórn en haldi samtímis úti eig- in herjum er svo augljóslega út í hött að eitthvað hlýtur undan að láta. Ef til vill verður reynt að finna málamiðlun, t.d. að vopnaðir Hamas- hópar verði ekki leystir upp heldur settir undir stjórn embættismanna Palestínustjórnar, rík- isvæddir. Spurningin er hvort Ísraelar láti sér þannig lausn nægja og bjóði viðræður um frið. Verði Hamas-menn þvingaðir til að nota meirihluta sinn til að mynda ríkisstjórn á eigin forsendum og án þátttöku Fatah blasir við margvíslegur vandi. Einn er að helstu leiðtogar Hamas eru í útlegð í Líbanon og Sýrlandi. Á sjálfsstjórnarsvæðunum er fátt um reynt Ham- as-fólk til að skipa mikilvægustu embætti. Skásta lausnin væri fyrir Hamas að semja við Fatah um samstarf en taka í fyrstu aðeins að sér málaflokka sem þeir þekkja vegna margra ára reynslu sinnar af félagslegri aðstoð og síð- ustu árin þátttöku í sveitarstjórnum. Spurn- ingin er hvort Fatah-menn myndu sætta sig við að þurfa að kljást við erfiðustu málin, frið- arsamninga og öryggismál. Þeir eru vísir til að selja sig dýrt. Það sem menn bíða nú eftir er að sjá ótvíræð merki um að Hamas axli ábyrgðina á því lýð- ræðislega umboði sem hreyfingin hefur fengið og bjóði tilslakanir. Hamas hefur að undanförnu reynt að milda ásýndina. Dregið hefur verið úr áherslum á íslamska bókstafstrú og konur, að vísu með siðsamlegar slæður eða í kuflum, hafa fengið ábyrgðarstöður í röðum þeirra. All- margar konur voru á listum samtakanna. Hafna öllum samskiptum við Ísraela Í kosningastefnuskránni er ekki orð um eyð- ingu Ísraelsríkis. Ákvæðið er hins vegar enn í stefnuskrá samtakanna og Hamas-menn segja sem fyrr að þeir ætli ekki að eiga neinar við- ræður við Ísraela. Einhverjum samskiptum komast þeir reyndar ekki hjá ef þeir mynda rík- isstjórn. En verði þessi harka almenna afstaðan af hálfu Hamas munu Ísraelar að sjálfsögðu ekki víkja frá þeirri stefnu Sharons að grípa til ein- hliða aðgerða án samráðs við Palestínumenn, eins og gert var þegar Gazaspildan var yfirgef- in. Niðurstaða kosninganna gæti ýtt enn frekar undir stuðning við þessa stefnu. Hún yrði ekki bara valkostur fyrir Ísraela heldur eina stefnan sem þeir gætu stuðst við í samskiptum við Pal- estínumenn. Þar yrði enginn samstarfsaðili til að ræða við. Hamas-liðar í úlfakreppu eftir sigurinn Hamas-menn bjuggust vafalaust ekki við því að vinna jafn afgerandi sigur og raunin varð. Kristján Jónsson segir menn velta því fyrir sér hvort Hamas muni neyðast til að samþykkja viðræður við Ísraela. Mahmoud Abbas Ehud Olmert kjon@mbl.is MAHMOUD Abbas, forseti Palest- ínumanna, hyggst fela Hamas-sam- tökunum að mynda nýja ríkisstjórn á heimastjórnarsvæðum Palestínu- manna eftir óvæntan sigur þeirra í þingkosningum sem haldnar voru á miðvikudag. Úrslitin hafa valdið miklu uppnámi í Ísrael og víðar en Hamas, sem vilja að Ísraelsríki hverfi af landakortinu, eru í margra augum hryðjuverkasamtök. Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu, hefur þegar beðist lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt. „Þetta er val fólksins. Það ber að virða það val,“ sagði Qurei en síðdegis í gær fékkst staðfest að Hamas hefði fengið 76 þingmenn kjörna, þ.e. hreinan meirihluta, en 132 fulltrúar sitja á palestínska þinginu. Fatah- hreyfing þeirra Abbas og Qurei hefur 43 þingmenn og ýmsir aðrir smáflokkar hafa minna. Khaled Mashail, pólitískur leið- togi Hamas, sem er búsettur í Damaskus í Sýrlandi, sagði sam- tökin vilja vinna að því með Fatah að stjórna Palestínu. En forystu- menn Fatah-hreyfingar Abbas og Qurei, sem hefur ráðið öllu í palest- ínskum stjórnmálum um árabil, sögðu ljóst að Fatah færi nú í stjórnarandstöðu. „Við verðum staðföst stjórnar- andstaða og förum nú í það að efla flokk okkar á ný,“ sagði Saeb Erek- at, háttsettur þingmaður Fatah, eft- ir fund með Abbas forseta. „Abbas forseti mun fela Hamas það verk- efni að mynda ríkisstjórn og Fatah mun ekki taka þátt í því.“ Abbas er helsti forystumaður Fatah en forseti Palestínu er kos- inn í sérstakri kosningu. Abbas hef- ur á hinn bóginn látið hafa eftir sér að ef palestínska stjórnin starfaði ekki lengur í samræmi við frið- aráherslur hans myndi hann segja af sér embætti. Blasir við að Ham- as-samtökin gætu haft aðra sýn á þau mál en Abbas, en Hamas vilja uppræta Ísraelsríki, voru á móti Óslóar-friðarsamningunum 1993 og hafa staðið fyrir tugum ódæðis- verka í Ísrael, sem hafa kostað hundruð manna lífið. Leiðtogar Hamas segja úrslitin á miðvikudag mikinn sigur fyrir pal- estínsku þjóðina. Annars staðar eru menn hins vegar enn að jafna sig á því áfalli, sem úrslitin óneitanlega eru. Ríkisstjórn Ísraels sat á bráða- fundi í gærkvöldi og ræddi viðbrögð við úrslitunum en Tzipi Livni utan- ríkisráðherra var þó búin að láta hafa eftir sér að Evrópusambandið, einn helsti fjárhagslegi bakhjarl palestínsku heimastjórnarinnar, yrði að lýsa sig andsnúið myndun „ríkisstjórnar hryðjuverka“. Stjórnarandstaðan í Ísrael gagn- rýndi hins vegar ríkisstjórn Ehuds Olmerts fyrir að hafa yfirhöfuð heimilað þátttöku Hamas í kosning- unum í Palestínu. M.a. sagði Silvan Shalom, fyrrverandi utanríkisráð- herra, að Ísrael hefði gert „stór- kostleg mistök“ og að nú yrði án efa þrýst mjög á stjórnina að fara í viðræður við Hamas. Yuval Steinitz, formaður utanrík- is- og varnarmálanefndar ísraelska þingsins, sagði sigur Hamas póli- tískan „jarðskjálfta“ og „sorglegan ósigur fyrir Ísrael og baráttu þess gegn hryðjuverkum“. Sjálfur hafði Olmert, starfandi forsætisráðherra, sagt kvöldið fyrir kosningarnar að þarlend stjórnvöld myndu aldrei eiga neitt saman við Hamas að sælda, a.m.k. meðan samtökin væru áfram bundin þeirri stefnu að eyða beri Ísraelsríki. Segja Hamas verða að snúa baki við hryðjuverkum Á Vesturlöndum lýstu menn einnig áhyggjum sínum vegna þess- ara úrslita og vöruðu flestir við því að ekki kæmi til greina að eiga samskipti við ríkisstjórn undir for- ystu Hamas nema samtökin létu af þeirri stefnu sinni, að eyða beri Ísr- aelsríki. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði Banda- ríkjastjórn áfram álíta Hamas hryðjuverkasamtök. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði bresk stjórnvöld á hinn bóginn tilbúin til samstarfs við nýja rík- isstjórn láti Hamas af stuðningi sín- um við hryðjuverk. Og Frank-Walt- er Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti Hamas til að hafna ofbeldi og viðurkenna Ísr- aelsríki. Með öflugan meirihluta á þingi Palestínumanna Reuters Palestínumaður við fána með mynd af Sheikh Ahmed Yassin, stofnanda Hamas, á fundi í Abu Dis í útjaðri Jerúsalem í gær. Ísraelski herinn skaut árið 2004 flugskeyti á hús Yassins á Gaza og lét hann þar lífið. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.