Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 21
MINNSTAÐUR
ÚTSALA - ÚTSALA
meiri afsláttur
Kápur, jakkar, bolir, pils, peysur, kjólar og samkvæmisfatnaður
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Sími 462 3505.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga kl. 10-16. PÓSTSENDUM
www.simnet.is/heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889,
fæst m.a. í
Lífsins Lind í Hagkaupum,
Maður Lifandi Borgartúni 24,
Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum,
Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka,
Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði
Fyrir Liðamót
Laust við skeldýr og sodium 1000 mg
Glucosamine Aðeins 1 hylki á dag.
Álftanes | Íbúasamtökin Betri
byggð á Álftanesi og Fugla- og nátt-
úruverndarfélag Álftaness hafa gert
athugasemdir við að framkvæmdir
við golfvöll á norðurnesi Álftaness
séu hafnar áður en frestur íbúa til
gera athugasemdir við deiliskipulag-
ið rennur út og áður en deiliskipulag-
ið fær lögformlega afgreiðslu í bæj-
arstjórn. Bæjarstjóri Álftaness segir
athugasemdirnar byggðar á mis-
skilningi, enda séu engir samningar
enn komnir um framkvæmdir við
golfvöll.
Ásdís Bragadóttir, sem situr í
framkvæmdanefnd íbúasamtakanna
Betri byggð á Álftanesi, segir aug-
ljóst að framkvæmdir séu hafnar við
golfvöllinn. „Það hefur ekki farið
fram hjá neinum sem ekur hér um
með opin augu að framkvæmdir við
níu holu golfvöll eru hafnar á fimm-
tán hektara svæði á norðurnesi Álfta-
ness, áður en búið er að ganga lög-
formlega frá samþykkt
deiliskipulagsins, því síðasti dagur-
inn til að senda inn athugasemdir
rennur út í dag,“ segir Ásdís. „Íbúa-
samtökin hafa sent bæjarstjórn bréf
þar sem þau spyrja hvers vegna
framkvæmdir virðist vera hafnar við
þennan golfvöll, því það er greinilega
farið að flytja þarna möl til að hafa
sem undirlag.“
Engar framkvæmdir
hafnar enn
Ríkjandi deiliskipulag var sam-
þykkt samhljóða í bæjarstjórn Álfta-
ness, en Álftaneshreyfingin, sem er
með þrjá bæjarfulltrúa, lagði fram
sérbókun þess efnis að golfvöllurinn
yrði tekinn upp aftur og honum fund-
inn nýr staður, vegna þess að í um-
hverfismati kemur fram að hann hafi
staðbundin neikvæð áhrif á votlendi
og fuglalíf við norðvesturbakka
Bessastaðatjarnar. „Þarna er þétt-
asta og mesta varp hettumávs á land-
inu, þannig að það er ljóst að þessi
kostur sem var valinn var sá lakasti
út frá náttúruverndarsjónarmiði,“
segir Ásdís. „Íbúasamtökin gera at-
hugasemdir við það að framkvæmdir
virðast vera hafnar áður en deili-
skipulagið fær lögformlega af-
greiðslu og vegna umhverfismatsins
spyrjum við til hvaða mótvægisað-
gerða verður gripið til að fuglinn geti
flutt sig eða hvernig eigi að mæta
þessu umhverfismati með þetta við-
kvæma svæði.“
Guðmundur G. Gunnarsson, bæj-
arstjóri Álftaness, segir bæjarstjórn-
arsamþykkt fyrir því að á þessu
svæði sé komið fyrir afgangsefni sem
ryðst frá við gerð vega og aðrar fram-
kvæmdir. „Þetta er dýrt efni og við
viljum ekki farga þessu efni út úr
sveitarfélaginu,“ segir Guðmundur
og bætir við að efnislagerinn sé
minnst 500 metra frá bakka Bessa-
staðatjarnar. „Það er ekki verið að
vinna við golfvöllinn. Það eru engir
samningar eða framkvæmdaleyfi
komin um gerð hans, af eðlilegum
ástæðum, vegna þess að skipulags-
ferlið er enn í gangi. Þetta er ekki
einu sinni komið á dagskrá, því það er
ekki búið að samþykkja skipulagið.“
Nokkrir íbúar á Álftanesi gera athugasemdir við jarðrask við golfvöllinn
Segja vinnu hafna við
golfvöll án samþykkis
Morgunblaðið/RAX
Kynning á
skipulagi
Urriðaholts
Garðabær | Íbúum Garðabæjar og
öðrum áhugasömum er boðið til
kynningar á hugmynd að skipulagi
Urriðaholts í Garðabæ á morgun,
laugardag, kl. 11.
Á Urriðaholti er unnið að skipu-
lagi nýrrar byggðar. Þar er, að
sögn bæjaryfirvalda, stefnt að
þéttri, blandaðri byggð þar sem
áhersla er lögð á samfélagsupp-
byggingu og lífsgæði. Gert er ráð
fyrir íbúðabyggð í nálægð við at-
vinnusvæði, útivistarsvæði og sam-
félagsþjónustu. Þá er lögð áhersla á
tengsl byggðar og náttúru og að
viðhalda lífríki Urriðavatns og vot-
lendisins í kringum það. Hugmynd
að skipulagi svæðisins hefur verið
unnin af Urriðaholti ehf. í samráði
við Garðabæ og verður kynnt á
morgun í hátíðarsal Flataskóla við
Vífilsstaðaveg.
Dagskráin hefst með kynningu
kl. 11 þar sem hugmynd að nýrri
skipulagstillögu verður skýrð.
Frekari upplýsingar má nálgast á
vefnum www.urridaholt.is og
ábendingum má koma á framfæri á
urridaholt@urridaholt.is.
Gert er ráð fyrir að endanlegt
rammaskipulag svæðisins liggi fyr-
ir í byrjun mars ásamt tillögu að
deiliskipulagi fyrsta áfanga upp-
byggingar í Urriðaholti.
Hafnarfjörður | Hafnarfjarðarbær
og upplýsingatæknifyrirtækið ANZA
hf. hafa undirritað samning um til-
raunaverkefni um rafræn innkaup
hjá bænum. Verkefnið fellur vel að
vistvænni stefnu Hafnarfjarðarbæjar
sem meðal annars nær til innkaupa.
Að sögn Guðmundar Ragnars
Ólafssonar, deildarstjóra innkaupa-
deildar Hafnarfjarðarbæjar, mun
rafvæðing innkaupa bæði nýtast sem
sparnaðarleið en ekki síður sem vist-
væn leið til að framkvæma innkaup. Í
tengslum við tilraunaverkefnið verð-
ur til að mynda skoðað hvort skipu-
lögð rafræn innkaup geti leitt til
minni aksturs sendibíla umhverfis
leik- og grunnskóla, sem bæði minnk-
ar mengun og eykur öryggi skóla-
barna.
Ríkisstofnanir og birgjar þeirra
hafa stundað innkaup í gegnum Raf-
rænt markaðstorg ANZA frá árinu
2002. Nýverið gerði Reykjavíkurborg
einnig samkomulag um þátttöku á
markaðstorginu.
Vistvæn og rafræn inn-
kaup í Hafnarfjarðarbæ
Upplýsinga-
málastefna
kynnt
Seltjarnarnes | Bæjarstjórinn á Sel-
tjarnarnesi, Jónmundur Guðmars-
son, flutti erindi um stefnu bæjarins
í upplýsingamálum og hugmynda-
fræðina um opið gagnaflutningsnet á
Upplýsingatæknideginum, UT-deg-
inum, sem haldinn var í fyrsta sinn
hinn 24. janúar sl. Tilgangur dagsins
var að vekja athygli á þeim tækifær-
um sem Íslendingar hafa á sviði upp-
lýsingatækni, upplýsingatækniiðn-
aðar og fjarskipta.
Í erindi Jónmundar kom fram að
Seltjarnarnesbær stefnir að því að
vera í fremstu röð í nýtingu tækninn-
ar íbúum sínum til hagsbóta. Lið í
þeirri viðleitni segir Jónmundur að
tryggja íbúum aðgang að fullkomnu
gagnaflutningsneti, en stefnt er að
því að lokið verði við lagningu ljós-
leiðara á hvert heimili í bænum fyrir
lok þessa árs.
Upptökur af erindum fyrirlesara á
UT-deginum, ásamt glærukynning-
um þeirra, má sjá á heimasíðu UT-
dagsins, www.utdagur.is. Hafnarfjörður | Sæunn Jónsdóttir,
starfsmaður Heilsugæslustöðv-
arinnar í Sólvangi, lætur af störf-
um um næstu mánaðamót eftir að
hafa starfað í 34 ár í heilsugæsl-
unni. En Sæunn hefur starfað
lengur fyrir Hafnarfjarðarbæ því
áður en hún hóf störf hjá heilsu-
gæslustöðinni starfaði hún við
símvörslu hjá bæjarskrifstofu
Hafnarfjarðar í tíu ár. „Í janúar
1972 fór ég yfir í heilsugæsluna,
sem þá var uppi á lofti í Spari-
sjóðnum, en hún flutti svo í Sól-
vang í lok níunda áratugarins.“
Sæunn, sem er Hafnfirðingur í
húð og hár, segir að sér hafi alltaf
þótt mjög gott að vera í Hafn-
arfirði og starfsumhverfið hafi
alltaf verið gott. Hún hafi haft
mjög gaman af því að starfa á
heilsugæslunni enda hafi hún allt-
af haft gaman af að vera í návígi
við fólk og hafi fólksfjöldinn auk-
ist mikið með árunum. Spurð hvað
tæki við eftir vinnu kvaðst Sæunn
hafa nóg fyrir stafni enda í fullu
fjöri. Hún færi reglulega í sund í
Hafnarfjarðarlaugina og stefndi á
að ganga mikið auk þess sem hún
ætti húsbíl og ætlaði hún að
ferðast töluvert í honum í sumar.
Morgunblaðið/Ásdís
Sæunn Jónsdóttir við störf á Heilsugæslunni á Sólvangi.
Lætur af störfum eftir 44 ár
í þjónustu við Hafnfirðinga
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ