Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
JAKOB Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyr-
ar og oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn,
hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs
við sveitastjórnarkosningarnar í vor. Hann var
fyrst kjörinn í bæjarstjórn 1990, hefur setið þar í 16
ár samfleytt og gegndi starfi bæjarstjóra frá 1994
til 1998.
Þrír framsóknarmenn eru í bæjarstjórn þetta
kjörtímabil og mynda meirihluta ásamt fulltrúum
Sjálfstæðisflokksins. Auk Jakobs eru það Jóhannes
Gunnar Bjarnason og Gerður Jónsdóttir. Áður en
Jakob greindi frá því að hann hætti í vor höfðu Jó-
hannes og Gerður bæði boðið sig fram í 1.-2. sæti
listans, þannig að gera má ráð fyrir að þau keppi
um forystusætið. Þó er rétt að geta þess að hægt er
að tilkynna þátttöku í prófkjöri flokksins til 1. febr-
úar.
„Ég velti þessu heilmikið fyrir mér. Það togaðist
á í mér hvort ég ætti að hætta
eða halda áfram, en nú þegar
niðurstaðan liggur fyrir er ég
sáttur við hana,“ sagði Jakob í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Auðvitað var ljóst að sá dagur
kæmi að ég hætti, maður yngist
ekki með árunum og ég hafði
einsett mér að vera ekki eins og
maður sem boðið er til veislu og
dvelur svo lengi að allir bíði eftir
að hann fari. Jafnvel að allir séu komnir í náttfötin
en hann sitji sem fastast!“
Jakob segir margs að minnast frá árunum 16 en
bæjarstjóratíðin komi fyrst upp í hugann þegar
spurt er. Þá var t.d. harkalega tekist á um það
hvort bæjarfélagið seldi hlut sinn í Útgerðarfélagi
Akureyringa eður ei, og þá hverjum. „Það urðu gíf-
urleg átök um þetta. Andstæðan var mikil, í okkar
hópi sem annars staðar, en ég tel okkur hafa gert
rétt og sé ekki eftir sölunni. Við fylgdum þarna þró-
un sem varð í sjávarútvegi og reyndar atvinnulífi
almennt. Það er ekki hlutverk bæjarfélaga að halda
uppi svona atvinnurekstri,“ sagði Jakob Björnsson.
Sjö hafa þegar gefið kost á sér í prófkjörinu; Jó-
hannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari og bæj-
arfulltrúi, sem gefur kost á sér í 1.–2. sæti,
Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi, gefur kost á sér
í 1.–2. sæti, Guðlaug Kristinsdóttir framkvæmda-
stjóri, gefur kost á sér í 2.–4. sæti, Þorsteinn Pét-
ursson lögreglumaður, sem gefur kost á sér í 3.–5.
sæti, Geir Hólmarsson, nemi í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, gefur kost á sér í 3.–5. sæti, Jón
Vigfús Guðjónsson sem gefur kost á sér í 4.–6. og
Örlygur Þór Helgason íþróttafræðingur, gefur
kost á sér 3.–6. sæti.
Oddviti framsóknarmanna dregur sig í hlé eftir 16 ára setu í bæjarstjórn Akureyrar
Jakob Björnsson hættir í vor
Jakob Björnsson
EKKI amalegt að vinna úti við
þessa góðviðrisdaga sem kætt
hafa menn liðna daga. Og útlit
fyrir að það verði bara bærilegt
áfram. Þessi tveir nutu þeirra for-
réttinda að sinna störfum undir
beru lofti í gærdag, unnu af kappi
við grjóthleðslu á flötinni neðan
Samkomuhússins, en þar er verið
að útbúa bílastæði. Þau munu ef-
laust, ekki síður er góða veðrið,
kæta gesti leikhússins enda þau
stæði sem boðið hefur verið upp á
undanfarin ár af skornum
skammti.Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Grjóthleðsla
í góðu veðri
Á LIÐNU ári voru urðuð 16.600
tonn af úrgangi á urðunarstað Sorp-
eyðingar Eyjafjarðar bs. á Glerár-
dal. Árið á undan voru þar urðuð
17.500 tonn, þannig að um 5%
minnkun er að ræða milli ára.
Mesta magn til urðunar á einu ári á
Glerárdal var árið 2002, 21.500 tonn.
Síðan hefur dregið úr henni á
hverju ári, samtals um 23%.
„Þetta er í samræmi við áætlanir
um að draga úr urðun úrgangs,“
segir Guðmundur Guðlaugsson,
framkvæmdastjóri Sorpeyðingar
Eyjafjarðar. „Menn eru ánægðir
með þennan árangur, þetta er mjög
gott.“
Meginskýringin á þessari þróun
er að heimili, stofnanir og fyrirtæki
í Eyjafirði skila sífellt meiru af úr-
gangi sínum til endurvinnslu. Fólk
skili í auknum mæli fernum og dag-
blöðum inn til endurvinnslu, „það
hjálpast allt að við að draga úr því
magni sorps sem fer til urðunar“.
Þá segir Guðmundur að þó nokk-
uð magn úrgangs fari til jarðgerðar
á vegum fyrirtækisins Tætingar,
magnið nam um 3.200 tonnum í
fyrra, einkum slátur- og fiskúrgang-
ur sem og hrossatað og gróðurúr-
gangur.
Sorphirðugjald á Akureyri er nú
9.400 krónur, hækkað úr 8.500 krón-
um og segir Guðmundur að með
hækkuninni hafi menn nálgast
nokkuð raunkostnað við sorphirðu í
bænum.
Sífellt
minna
urðað
af sorpi