Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
Ég vissi það nú alltaf að égmyndi á endanum fara út ímótorhjólin,“ segir BirnaMaría Björnsdóttir at-
hafnakona. Áhugamál hennar eru
mörg og má til að byrja með nefna
útivist, sem hún stundar af krafti árið
um kring, auk þess sem hún ekur um
á mótorhjóli þegar veður leyfir. Hún
hefur líka stundað köfun og fallhlíf-
arstökk sér til dægrastyttingar.
„Foreldrar mínir eru báðir í mót-
orhjólunum, bróðir minn og kærastan
hans líka sem og foreldrar hennar. Í
kringum mig eru samtals um tíu til
fimmtán manns með þennan mót-
orhjólaáhuga. Ég hef þess vegna ekk-
ert langt að sækja áhugann.“ Birna
hjólar um á Honda Shadow, 1100
kúbika. „Þetta er svokallaður hippi,“
segir hún, „glæsilegur fákur, sem
þægilegt er að „krúsa“ um á á göt-
unum. Hipparnir eru fyrst og fremst
lífsstíll – ekki tæki til að slá hraðamet.
Þeir eru gæjalegir með miklu krómi
og glansandi tönkum.“
Lét drauminn rætast í fyrra
Þó að Birna sé ekki mjög gömul,
rétt rúmlega þrítug, hefur hún gengið
með það í maganum lengi að fá sér
mótorhjól en það er ekkert langt síð-
an hún lét drauminn rætast og fékk
sér eitt slíkt. „Síðastliðið vor fékk ég
tækifæri og greip það. Mig vantaði
eiginlega bara eitthvað að gera og
skellti mér í prófið. Notaði svo hvert
færi sem gafst síðasta sumar til að
„krúsa“ um göturnar.“ Þar sem Birna
er svo nýbyrjuð í sportinu hefur hún
mest hjólað í nágrenni borgarinnar,
en hún stefnir á lengri ferðalög um
landið næsta sumar. „Foreldrar mín-
ir hafa hins farið út til Flórída á veg-
um Harley Davidson-klúbbsins á Ís-
landi og hjólað þar. Í sumar ætla þau
að hjóla um í Skandinavíu. Ég á þetta
eftir, er eiginlega ennþá bara sunnu-
dags- og „í góðuveðri-hjólari“.“
Jafnréttið í nýrri mynd?
Mótorhjólaeign landsmanna hefur
aukist gríðarlega undanfarin ár og
þeim fjölgar stöðugt sem stunda það
að hjóla, að sögn Birnu. „Það hefur
aukist mikið að konur taki prófið.
Bæði eru það ungar konur og jafnvel
fullorðnar sem hafa í mörg ár setið
aftan á hjá manninum sínum en eru
núna búnar að taka prófið og vilja fá
að hjóla sjálfar.“ Kannski er jafnrétt-
isbaráttan að skila sér þar á óvæntan
hátt. „Það sem maður fær út úr því að
hjóla er kannski spenna og töff-
araskapur í senn,“ segir Birna skelm-
islega.
Lærði neðansjávar-
ljósmyndun í Miami
Nú eru hjólin og útivistin aðal-
áhugamál Birnu en ekki er langt síð-
an köfunin var mál málanna.
„Ég bjó í Bandaríkjunum í mörg ár
og þegar ég bjó í Miami lærði ég köf-
un og stundaði hana mikið allan vet-
urinn,“ segir Birna María. „Ég fór
m.a. í stórkostlega ferð til Bonaire,
sem kölluð er Paradís kafaranna.“
Bonaire er eyja í Karíbahafinu, rétt
hjá Venesúela. „Þar kafaði ég um
tíma og lærði m.a. að taka neðansjáv-
arljósmyndir og hitti fyrir ótrúlegar
lífverur, t.d. sæhesta, risaskötur og
sæslöngur. Ég hef ekki enn lagt fyrir
mig köfun hér heima á Fróni en það
kemur sjálfsagt að því einhvern tím-
ann. Í dag uni ég mér þó hvergi betur
en á fjöllum í íslenskri náttúru eða á
nýbónuðu hjólinu í góðum gír,“ segir
hin hressa Birna María að lokum.
ÁHUGAMÁLIÐ | Spenna og töffaraskapur í senn
Fékk mótorhjóladelluna
frá mömmu og pabba
Morgunblaðið/Sverrir
Birna María Björnsdóttir hjólar um á Honda Shadow, 1100 kúbika.
Ljósmynd/Birna María Björnsdóttir
Birna María hefur áhuga á köfun og hefur lært neðansjávarljósmyndun. Jesústyttunni á myndinni til hægri var sökkt undan ströndum Flórída fyrir mörgum
árum og þar er vinsæll köfunarstaður. Jafnvel eru dæmi um að pör láti gefa sig saman við styttuna. Hinar neðansjávarmyndirnar eru teknar við Bonaire.
Eftir Sigrúnu Ásmundar
sia@mbl.is
NÝ RANNSÓKN við skoska háskól-
ann í Paisley bendir til þess að kynlíf
sé besti undirbúningurinn fyrir
ræðuhöld. Sálfræðingurinn Stuart
Brody, sem vann rannsóknina, segir
kynlíf losa um streitu en aðeins ef
um samfarir er að ræða. Annars
konar kynlíf sé ekki streitulosandi.
Brody mældi blóðþrýsting hjá
fólki við streitumyndandi aðstæður.
24 konur og 22 karlar héldu þá dag-
bók í tvær vikur yfir hvers konar
kynlíf sitt. Að því loknu var streitu-
próf lagt fyrir fólkið, sem fólst meðal
annars í því að ávarpa fjölda manns
og að reikna í huganum en upphátt.
Þeir þátttakenda sem höfðu sam-
farir virtust afslappaðri en aðrir og
blóðþrýstingur þeirra lækkaði hrað-
ar en hjá þeim sem stunduðu
sjálfsfróun. Þeir, sem hvorki stund-
uðu sjálfsfróun né nutu hvers konar
kynlífs, voru með hæstan blóðþrýst-
ing við álagsaðstæður.
Örvun ólíkra tauga
Brody segir þessar niðurstöður
einnig eiga við þegar persónuleiki
fólks sé tekinn til greina. Sagði hann
við fréttavef BBC að þessi róandi
áhrif tengdust líklega örvun fjölda
ólíkra tauga við kynmök, sem ekki
væru örvaðar við annars konar kyn-
lífsiðkun. Líklega væri það tengt
þróun mannsins að samfarir hefðu
margvísleg jákvæð áhrif á hegðun
manna. Þeim mun hærri tíðni kynlífs
þeim mun meiri væri ávinningurinn.
Peter Bull, prófessor í félags- og
stjórnmálasálfræði við háskólann í
York á Englandi, segir þó ýmsar
aðrar leiðir til þess að undirbúa
ræðuhöld og líklegri til góðs árang-
urs. „Það er líklega betra að hugsa
um hvað maður ætli að segja og und-
irbúa það vel, frekar en að hafa sam-
farir kvöldið fyrir ræðuna,“ segir
Bull. Fréttavefur BBC greinir frá
þessu.
RANNSÓKN
Kynlíf fyrir ræðuhöldin
Reuters
Þeir þátttakenda sem höfðu haft samfarir virtust mun afslappaðri en aðrir
og blóðþrýstingur hafði lækkað töluvert.
SPERGILKÁLSSÚPAN með
osti á matseðli Ruby Tuesday
þykir sérlega góð. Grunn-
urinn er ættaður frá höf-
uðstöðvum Ruby Tuesday í
Bandaríkjunum en Haukur
Hermannsson, matreiðslu-
maður á Ruby Tuesday, hefur
farið höndum um íslensku út-
gáfuna og aðlagað. „Banda-
ríkjamenn vilja mun þykkari
súpur en við eigum að venjast
þannig að ég þynnti hana,“
segir hann.
Súpan nýtur mikilla vin-
sælda og er oftast að finna á
matseðlinum og hér kemur
uppskriftin:
Spergilkálssúpa
með osti
100 g laukur, fínt skorinn
100 g sellerí, fínt skorið
100 g gulrætur fínt skornar
550 g spergilkál (broccoli) í
hæfilega stóra bita
900 g ostasósa
(tilbúin í dósum)
1 tsk. hvítur pipar
1 msk. tabasco
1 msk. Worchestersósa
0,5 l rjómi
3,5 l vatn
Til að þykkja súpuna þarf 200
g smjörlíki og 70 g hveiti í
smjörbollu en einnig má nota
sósujafnara.
rjómi eftir smekk
Laukur, sellerí, gulrætur
og vatn sett í pott og soðið í
3–5 mínútur. Ostasósu bætt út
í og hrært saman við. Athugið
vel að það verður að hræra
stöðugt í pottinum.
Tabasco, worchester og
pipar bætt út í ásamt sperg-
ilkálinu. Suðan látin koma
upp og smjörbollunni bætt út
í. Að lokum er rjóma bætt í
súpuna.
MATARKISTAN
Firnagóð
spergil-
kálssúpa