Morgunblaðið - 27.01.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 25
DAGLEGT LÍF Í JANÚAR
HEILSA | Nýjar
óháðar rannsóknir
Lyfin
hindra ein-
kenni Alz-
heimer
LYF gegn Alzheimer gera gagn
samkvæmt rannsóknum sem sænsk-
ur heila- og taugalæknir vitnar til og
vill að fleiri sjúklingar fái að prófa
þau, að því er fram kemur í Dagens
Nyheter. Lyfin eru t.d. Aricept,
Reminyl og Exelon og eiga þau að
hafa þau áhrif að hindra einkenni
eða jafnvel bæta heilsu sumra sjúk-
linga. Lyfin lækna ekki sjúkdóminn
eða lengja líf viðkomandi. Þetta eru
niðurstöður þriggja óháðra rann-
sókna og lyfjanefndir í Svíþjóð og
Englandi hafa komist að þeirri nið-
urstöðu að lyfin hafi áhrif.
Virkni Alzheimerlyfja hefur hing-
að til verið umdeild og í Svíþjóð hef-
ur notkun þeirra t.d. verið mismun-
andi eftir landshlutum og læknum.
Af nítíu þúsund Alzheimersjúkling-
um þar í landi hafa um tuttugu og
fimm þúsund fengið lyfjameðferð, en
tveir læknar sem Dagens Nyheter
ræðir við eru þeirrar skoðunar að
fleiri sjúklingum ætti að gefast kost-
ur á að prófa lyfin. Bengt Winblad,
yfirmaður Alzheimerrannsókn-
arstofu Karolinska, telur að allir
Alzheimersjúklingar ættu að fá að
prófa lyfin. Rætt er við konu sem
fékk Alzheimer-sjúkdómsgreiningu
53 ára að aldri og hefur lyfið Rem-
inyl t.d. gagnast henni mjög vel.
„ENGILRÁÐ er lukkudýr Sjón-
arhóls og hún hjálpar okkur að miðla
ákveðnum grundvallarhugmyndum
úr starfi Sjónarhóls sem gengur út á
náungakærleika, umburðarlyndi og
lífsgildi eins og frelsi, virðingu, sam-
hjálp og ábyrgð,“ segir Þorgerður
Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar
ses. Engilráð þekkja margir úr
Stundinni okkar í vetur þar sem hún
hefur verið með þætti.
„Okkur fannst mikilvægt að
kynna Engilráð og þá sérstaklega
fyrir börnum. Við fórum í samstarf
við Stundina okkar og svo fannst
okkur upplagt að gera hana áþreif-
anlegri fyrir börn. Við náðum samn-
ingum við Hagkaup um að framleiða
og selja tuskudýrið.“
Það er hægt að fá tvær gerðir af
Engilráði, handbrúðu og aðra stærri
sem má nota sem kodda og faðma.
Tuskudýr geta örvað tilfinn-
ingaþroska barna, hjálpað þeim að
tjá ástúð og væntumþykju eða verið
hughreystandi og dregið úr streitu á
erfiðum augnablikum. Þorgerður
segir að Engilráði tuskudýri finnist
ekkert betra en hlýtt faðmlag. „Nú
er Engilráð áþreifanlegri fyrir börn-
in sem geta farið með hana heim og
faðmað. Hluti ágóðans af sölunni
rennur til Sjónarhóls.“
Atvinnuþátttaka fatlaðra
Starfsmenn frá Vinnustofunni Ási
voru fengnir til að merkja tuskudýr-
ið en hjá Ási er lögð áhersla á að
skapa fólki með fötlun og skerta
starfsgetu vinnuaðstöðu sem sniðin
er að þörfum þess og getu en
vinnustofan sinnir pökkunarvinnu
fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Það er
mikilvægt fyrir þennan hóp að fá
tækifæri til að vera úti á vinnumark-
aðinum. Með tímabundnum verk-
efnum, eins og hér um ræðir, eru
stigin mikilvæg skref til að auka at-
vinnuþátttöku fatlaðs fólks úti í fyr-
irtækjum,“ segir Þorgerður.
Að lokum vill hún segja: „Inn með
sælu – út með sút!“ Það er slagorð
Engilráðar andarunga og mættu
margir taka sér það til fyrirmyndar.
BÖRN | Tuskudýrið Engilráð andarungi er lukkudýr Sjónarhóls
„Inn með sælu – út með sút“
Gústaf, Guðrún og Helga frá Vinnustofunni Ási að merkja tuskudýrið.
Nánari upplýsingar um Engilráð
má finna á: www.sjonarholl.net.
ingveldur@mbl.is
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Ú
TS
A
LA
afsláttur
af völdum
hlýjum,
mjúkum
og góðum
vörum
Enn
meiri
verð-
lækkun
40-50%