Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HVAÐ er sannleikur? Löng verð-
ur flestum leiðin og þyrnum stráð við
leit að honum.
Nú í byrjun árs 2006 kom Þor-
steinn Hilmarsson heimspekingur,
upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, á
skjáinn og segir að
sannleikurinn sé sá að
menn verði að þora að
taka ákvarðanir.
Landsvirkjun sé búin
að kosta svo miklu til
við rannsóknir í Þjórs-
árverum og þar sé
ódýrasti virkjunarkost-
urinn til næstu fram-
kvæmda .
Og það var gott að
hann nefndi rann-
sóknir, því það vita
fleiri en vísindamenn-
irnir sem þær vinna, að
„valdhafar“ Lands-
virkjunar hagræða
þeim „sannleika“ þar til
hann fellur að framtíð-
arplönum þeirra í virkj-
unarmálum . Það er
einmitt þessi óskamm-
feilni í meðferð sann-
leikans, sem kemur
manni til að rísa upp
enn og aftur til andmæla.
Og maður hlýtur að spyrja: „Hvað
er sannleikur“? Hvers? Og hverra?
Friðrik Zophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, reynir að telja fólki
trú um að hjá Landsvirkjun sé stund-
uð „umhverfisvæn orkuframleiðsla“,
sem eigi samleið með ferðaþjónustu.
Þetta er of stór biti að kyngja fyrir
fólk sem fyrir löngu er búið að fá al-
veg upp í háls af öfugmælum tals-
manna Landsvirkjunar í orkumálum,
fyrr og síðar. Talsmátinn um vist-
væna orkuframleiðslu úr landeyðing-
arlónunum þeirra, er slík háðung að
manni verður flökurt að hlusta.
Og þráhyggjan, við að eyðileggja
Þjórsárver, þessa einstöku nátt-
úruperlu sem á fáa sína líka, er alveg
með ólíkindum. Þrátt fyrir andmæli
fjöldans og friðhelgi staðarins er
þeim sama hvað sungið er og sagt til
andmæla, þá er það eins og að
skvetta vatni á gervigæs inn í þann
rann forherðingar og hroka valdsins.
En hvar er að finna rannsóknir og
samanburð á öðrum valkostum um
nýtingu staða eins og Þjórsárvera til
fjölbreytilegra rannsókna á heims-
mælikvarða? Ég lýsi eftir þeim!
Hver hefur gert úttekt á því, hvaða
gildi það hefði á heimsmælikvarða að
friða allt hálendið kringum Lang-
jökul og Hofsjökul fyrir fleiri vatns-
aflsvirkjunum og landið þar norður
af, það er Húnavatns- og Skagafjarð-
arsýslur? Það er nefnilega hver að
verða síðastur að koma í veg fyrir yf-
irgang Landsvirkjunar á friðhelgi
náttúrunnar á fleiri stöðum en Þjórs-
árverum og ætla bæði fólki, farfugl-
um og fénaði griðland á nokkurn veg-
inn eðlilegum forsendum í
samskiptum lands og þjóðar.
Landið okkar er slík náma af rann-
sóknarverkefnum á alheims mæli-
kvarða, að allir álveradraumar
Landsvirkjunar standast þar engan
samanburð.
Hér liggur sköpunarsagan eins og
opin bók fyrir fótum manns og saga
þjóðar á bækur, allt frá landnámstíð.
Hana má rekja, með öllum þeim
stökkbreytingum sem hún hefur
gengið í gegnum, í nánum tengslum
við þetta eldfjallaland í blíðu og
stríðu. Og einmitt núna er þjóðfélags-
gerðin að breytast endanlega úr rót-
grónu bændasamfélagi, í eitthvað
sem við vitum ekki ennþá hvað verð-
ur, en getum samt haft afgerandi
áhrif á hvaða stefnu tekur, með því
sem við ákveðum hverju sinni að taka
okkur fyrir hendur og framkvæma.
Á þessu svæði höfum við forsendur
til að bjóða heiminum hlutdeild í því
með okkur, að byggja hér upp, á
þessum frábæra fræðslu- og þekk-
ingargrunni, alfræði vísindarann-
sóknastöðvar í mannfræði smáþjóðar
á afmörkuðu svæði frá landnámi til
þessa dags og áfram; í þjóðfræðum,
stjórnmálasögu, jarðfræði, sagn-
fræði,verkmenningu og landsnytjum.
Og tengingu þessa arfs í nútíð og
framtíð við menntun, menningu,
mannlíf og búsetu á svæðinu í sér-
hæfðu og samræmdu náttúru- og
mannverndarumhverfi
menntunar, menningar
og lista við sagnabrunn
og hollustufæði fram-
leitt á svæðinu.
Til þess að lokka að
æskilega ferðamenn og
hafa stjórn á land-
notkun í þeirra þágu, þá
þarf að undirbúa jarð-
veginn og áhugaverða
staði til að skoða og
dvelja á. Þar ætti saga
lands og þjóðar að
verða sýnileg uppi-
staða. Þetta er það fjöl-
breytt rannsóknarefni,
að umheimurinn hlyti
að fá á því mikinn
áhuga og vilja til að
taka þátt í ýmsum
rannsóknum sem hér er
kjörið að framkvæma,
vegna þess að grunn-
gögnin liggja hér í landi
og þjóð eins og opin bók
til aflestrar.
Mannvænt umhverfi er meira virði
en mengandi, orkufrekar verk-
smiðjur.
Breyttar áherslur í friðun lands og
nýtingu búsvæða rúma orðið margar
gerðir af skipulagi.
En „þráhyggja virkjunarsinna“ við
að eyðileggja Þjórsárver er slíkur vá-
boði að manni óar við.
Einræði og ofurvald ráðherraum-
boðsins, sem með nýjum lögum og
skilvirkari þeim til fulltingis, er ógn-
un við lýðræðið. Smiðshögg Lands-
virkjunar í kviksetningarkistu vís-
indanna skelfa hugsandi fólk.
Siðferði viðskiptalífsins, bláar hend-
ur valdsins, vaxandi eiturlyfjanotkun,
hrottaskapur, klámvæðing og sjálfs-
eyðingarhvöt herja á heilbrigða
hugsun og eðlilegt líf. Vinnulag
stjórnvalda í skólamálum er ekki
traustvekjandi fyrir framtíðina, svo
maður hlýtur maður að spyrja: Er
það virkilega svona þjóðfélag sem við
viljum taka þátt í að byggja upp og
búa í til frambúðar?
Ég veit að mörgum ungum sem
öldnum er svipað innanbrjósts og
mér, að gefast aldrei upp við að and-
æfa á móti þessari öfugþróun. – Við
þurfum bara að taka höndum saman.
Þráhyggjan um
Þjórsárver
Guðríður B. Helgadóttir
fjallar um náttúruvernd
Guðríður B.
Helgadóttir
’Mannvænt um-hverfi er meira
virði en meng-
andi, orkufrekar
verksmiðjur.‘
Höfundur er bóndakona
norðan heiða.
HINN 19. janúar sl. skrifaði
Sveinn Aðalsteinsson grein í Morg-
unblaðið, þar sem hann mælir með
því sem F-listamaður
að Reykjavík-
urflugvöllur verði
áfram í Vatnsmýrinni
og telur það vera gott
fyrir landsmenn í heild,
vegna hagkvæmis- og
öryggissjónarmiða.
Hér er mikill mis-
skilningur á ferðinni
eins og ég mun nú sýna
fram á. Samkvæmt
könnun, sem gerð var
af tveimur sænskum
verðandi verkfræð-
ingum í Háskóla Ís-
lands árið 2001 er það a.m.k. 200
milljarða kr. virði, reiknað til nú-
virðis, fyrir þjóðarbúið að byggja í
Vatnsmýrinni fyrir h.u.b. 25 þús.
íbúa og 17 þús. störf.
Þessir 200 milljarðar kr. skiptast
þannig að 90 milljarðar kr. eru
verðmæti byggingarlóðanna, 20
milljarðar kr. vegna tvínýtingar úti-
vistarsvæðanna í nágrenninu (ekki
þarf að búa til ný útivistarsvæði) og
90 milljarðar kr. vegna þess að fast-
eignir og lóðir í borg-
inni vestan Kringlu-
mýrarbrautar munu
hækka að meðaltali
um 15%.
Þar sem ríkið á
h.u.b. þriðjung lóð-
anna undir flugvell-
inum (h.u.b. 30 millj-
arða kr. virði) er
auðvelt fyrir það að
fjármagna nýjan flug-
völl í jaðri höfuðborg-
arsvæðisins (eins og
t.d. á Miðdalsheiði) en
eiga samt h.u.b. 20
milljarða kr. í afgang.
Hvað varðar öryggismál lands-
manna, sem Sveinn nefnir í grein
sinni og er þar eflaust að vísa til
sjúkraflugsins, er það að segja að
flutningur Reykjavíkurflugvallar úr
Vatnsmýrinni út í jaðar höfuðborg-
arsvæðisins mun einungis tefja
flutning á slösuðum og sjúkum með
vængjuðu flugi (en ekki þyrluflugi)
um h.u.b. 5–10 mínútur, ef sjúkra-
flugið er með öllu óbreytt að öðru
leyti, en það er engin ástæða til að
reikna með því að svo verði. Það er
alla vega stefna Samtaka um betri
byggð að gerðar verði breytingar á
sjúkrafluginu til batnaðar eigi síðar
en við brottflutning flugvallarins úr
Vatnsmýrinni. Til að svo geti orðið
þarf ríkið einungis að nota lítið brot
af þeim 20 milljörðum kr., sem áður
voru nefndir.
Það er ekki einungis þörf á því að
flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni,
hann þarf að fara þaðan fljótt,
vegna þess að það er dýrt fyrir
þjóðarbúið að láta svona verðmætt
byggingarland liggja ónotað. Góður
mælikvarði á kostnað þjóðarbúsins
af þessu ráðslagi er að reikna vexti
af bundnu fé. Ef reiknað er með 6%
ársvöxtum af 200 millörðum kr. fást
12 milljarðar kr. á ári eða
1.000.000.000 kr. á mánuði!
Að losna við flugvöllinn og byggja
í staðinn blómlega byggð mun verða
fyrsta skrefið til róttækrar þétt-
ingar byggðar í borginni og efla
mjög miðborgina, sem mikil þörf er
á, því hún er og verður eina mið-
borg landsins. Að losna við flugvöll-
inn er mesta hagsmunamál Reyk-
víkinga, m.a. vegna þess að það
minnkar akstursþörfina, með til-
heyrandi peningasparnaði, tíma-
sparnaði, fækkun umferðarslysa og
minnkaðri mengun. Brottför flug-
vallarins mun efla höfuðborgina,
sem mun verða til þess að ungir og
vel menntaðir Íslendingar yfirgefa
landið síður, það er því fyrir miklu
að berjast!
Vatnsmýrarbyggð
Gunnar H. Gunnarsson svarar
grein Sveins Aðalsteinssonar
um Reykjavíkurflugvöll ’Það er ekki einungisþörf á því að flugvöllurinn
fari úr Vatnsmýrinni,
hann þarf að fara þaðan
fljótt …‘
Gunnar H. Gunnarsson
Höfundur er verkfræðingur og
hefur setið í stjórn Samtaka um betri
byggð frá stofnun árið 1999.
NÚ ER sá tími þeg-
ar vetrarhörkur eru að
gera okkur borg-
arbúum lífið leitt. Eitt
af því sem er mikið
vandamál, er afleiðing
notkunar á negldum
dekkjum á götum bæj-
arins. Burtséð frá töl-
fræðilegum stað-
reyndum um
kostnaðarauka við
malbiksframkvæmdir,
og magn heilsuspill-
andi svifryks í um-
hverfi okkar, þá þurfum við að
finna ásættanlega lausn fyrir borg-
arbúa og nágranna okkar. Til þess
að ná utan um vandamálið þurfa
margar stofnanir að taka saman
höndum og samræma aðgerðir. Því
er nú svo farið hér á höfuðborg-
arsvæðinu að það eru
ekki margir dagarnir
þar sem naglarnir nýt-
ast sem skyldi. Með
því að vinna að snjó-
ruðningi, söndun og
söltun er hægt að lág-
marka hættuna á
hálku. Það er ekki nóg
að hreinsa bara innan-
bæjar, heldur verður
að líta á höfðuborg-
arsvæðið sem eina
heild með Reykja-
nesbæ og Akranesi.
Stærsta vandamálið
er uppeldislegs eðlis. Við þurfum að
tileinka okkur akstur miðað við að-
stæður, halda góðu millibili og
hægja aðeins á okkur þegar veðra-
breytingar ganga yfir. Tæknin
vinnur með okkur, því flestir nýir
bílar eru með ABS bremsukerfi og
spólvörn. Sjálfur hef ég keyrt án
nagla í tíu ár og sakna þeirra ekk-
ert.
Tökum sama höndum og hættum
að nota nagladekk á höfuðborg-
arsvæðinu.
Nagladekk eða ekki
nagladekk það er spurningin
Eftir Hjört Gíslason ’Tökum saman höndumog hættum að nota nagla-
dekk á höfuðborgarsvæð-
inu.‘
Hjörtur Gíslason
Höfundur býður sig fram í 2.–6. sæti á
lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Prófkjör Reykjavík
TENGLAR
..............................................
Tengill: www.hjorturg.is
MIKLU moldviðri hefur verið
þyrlað upp í framhaldi af nýársræðu
biskups og orða hans um hjóna-
bandið og sambúð samkynhneigðra.
Engu er líkara en þessu moldviðri
sé þyrlað til að káma út mannorð
biskups m.a. með því að saka hann
um hræsni, gera þjóðkirkjuna tor-
tryggilega og byrgja
mönnum sýn til þess
sem í raun er deilt um.
Þeir sem snúast á sveif
með kröfum samkyn-
hneigðra á hendur
kirkjunni, standa hins
vegar í heiðríkjunni í
skjóli fjölmiðla. Lítið
fer fyrir röklegri um-
ræðu en meira fyrir
upphrópunum. Eink-
um hefur verið staldr-
að við þau orð biskups
að ekki skuli kasta
hjónabandinu, í hefð-
bundinni merkingunni, á sorphauga
og þau orð túlkuð þannig að sorp-
haugarnir séu samkynhneigðir. Það
þarf meiri skarpskyggni en mér er
gefin til að túlka þessi orð með þeim
hætti, séu þau skoðuð í samhengi.
Það er hugtakið, í hefðbundinni
merkingu, sem verið er að verja.
Varað er við að kasta því fyrir róða
eins og það tilheyri því góssi sög-
unnar sem úrelst hefur og ekki er
talið brúklegt lengur. Breyting-
artillaga við hjúskaparlög nr. 31/
1993 sem nú liggur fyrir alþingi er
borin fram í þessu skyni þar sem
lagt er til að orðunum karl og kona
verði skipt út fyrir einstaklinga og
þannig fylgt hugmyndum jaðarhópa
í femínistahreyfingunni. Vonandi er
að „alþingiseinstaklingar“ felli þessa
tillögu.
Þeir sem heyrðu eða lásu prédik-
un biskups fordómalaust, sáu að
kjarni málsins er krafan um end-
urskilgreiningu á hugtakinu hjóna-
band í merkingunni hjúskapur karls
og konu. Sú merking
hefur gilt um aldir. Í
því að vilja varðveita
þessa merkingu hug-
taksins felst að sjálf-
sögðu engin fyrirlitn-
ing á samkynhneigðum
og réttindabaráttu
þeirra, eins og biskup
tók einnig skýrt fram í
prédikun sinni. Enda
vita allir sem vita vilja
að ekki er spurt um
kynhneigð þegar fólk
kemur í kirkju, leitar
þjónustu hennar eða
tekur þátt í starfi hennar. Málið
snýst eingöngu um skilgreininguna
á hjónabandi og þar með hjóna-
vígslu. Kirkjan hefur innan sinna
vébanda verið að ræða þetta efni og
er enn og er stefnt að því að nið-
urstaða liggi fyrir á prestastefnu ár-
ið 2007.
Ég er í hópi þeirra sem vilja
halda í aldagamla hefðbundna skil-
greiningu hjónabandsins. Það við-
horf hafa allar stærstu kirkjudeildir
heims og margar hinna smærri. Ég
afþakka því þá merkimiða sem sí-
fellt er verið að klína á okkur í fjöl-
miðlum og annarri orðræðu sem er-
um þessarar skoðunar, við erum
stimpluð fordómafull og sérstakir
fjendur samkynhneigðra, að ekki sé
talað um gaspur einstaka kollega
sem taka undir kröfur samkyn-
hneigðra, og segjast starfa í anda
Jesú Krists. Hvað með okkur hin? Í
hvaða anda störfum við? Svo mögn-
uð er hin pólitíska rétthugsun orðin
að jaðrar við fasískar aðferðir til að
þagga niður í þeim sem ekki hafa
„rétta skoðun“. Nýjasta dæmið um
þetta er texti sem fylgir undir-
skriftalista sem verið hefur í gangi á
netinu þar sem segir að óviðunandi
sé að biskup hafi afskipti af málinu.
Hvað gengur eiginlega á?
Þetta sæmir ekki siðuðu og upp-
lýstu samfélagi þar sem menn ættu
að kappkosta að virða tjáning-
arfrelsið og láta andstæðinga sína
njóta sannmælis, þrátt fyrir ágrein-
ing.
„Öllu snúið öfugt þó…
Sigurður Pálsson fjallar
um aldagamla skilgreiningu
hjónabandsins ’Þetta sæmir ekki siðuðuog upplýstu samfélagi þar
sem menn ættu að kapp-
kosta að virða tjáning-
arfrelsið og láta andstæð-
inga sína njóta
sannmælis, þrátt fyrir
ágreining.‘
Sigurður Pálsson
Höfundur er sóknarprestur
við Hallgrímskirkju.