Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SIGUR HAMAS
Úrslitin í kosningunum í Palest-ínu marka straumhvörf í pal-estínskum stjórnmálum. Sig-
ur Hamas-samtakanna þýðir að
Fatah, flokkur þeirra, sem hafa leitt
sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna,
lengst af undir forystu Yassers Ara-
fats, hefur misst stöðu sína. Hamas er
stærsta hreyfing palestínskra íslam-
ista og var stofnuð fyrir tæplega
tveimur áratugum þegar fyrri upp-
reisn Palestínumanna gegn hernámi
Vesturbakkans og Gaza hófst. Sam-
tökin hafa m.a. barist fyrir markmið-
um sínum með hryðjuverkum, sem
beint hefur verið gegn borgurum í Ísr-
ael. En þau hafa einnig unnið ötullega
að uppbyggingu á svæðum Palestínu-
manna, þar á meðal reist skóla,
sjúkrahús og trúarstofnanir.
Hamas fékk samkvæmt síðustu töl-
um rúman meirihluta atkvæða og 76 af
132 sætum á á löggjafarsamkundu
Palestínumanna.
Palestínumenn kusu síðast til þings
árið 1996. Þá var Fatah undir forystu
Yassers Arafats, hafði litla sam-
keppni, ekki síst vegna þess að Ham-
as-liðar sniðgengu kosningarnar, og
vann afgerandi sigur. Nú var staðan
önnur. Innan Fatah var hver höndin
upp á móti annarri. Upp blossuðu deil-
ur, sem greinilega hafði verið haldið
niðri á meðan Arafats naut við. Þær
voru ekki síst á milli kynslóða, annars
vegar útlagakynslóðarinnar, sem
ásamt Arafat hafði haldið völdum í
samtökunum, og hins vegar yngri Pal-
estínumanna, sem báru hitann og
þungann af sjálfstæðisbaráttunni
gegn hernámi Ísraela heima fyrir.
Stjórnarfarið undir forustu Fatah hef-
ur í þokkabót einkennst af spillingu og
einkavinavæðingu. Þar við hefur bæst
upplausn og óöld, meðal annars vegna
þess að hinn vopnaði armur Fatah hef-
ur ógnað öryggi á landsvæðum Palest-
ínumanna. Að einhverju leyti bera úr-
slit kosninganna því vitni að
almenningur efist um hæfni Fatah til
forystu.
Ísraelar, Bandaríkjamenn og Evr-
ópusambandið hafa fordæmt Hamas
fyrir hryðjuverk og sagði Ehud Ol-
mert, forsætisráðherra Ísraels, að
hann myndi ekki semja við stjórn, sem
ekki uppfyllti lágmarksskuldbinding-
ar um að berjast gegn hryðjuverkum.
Kosningarnar í Palestínu virðast
hafa farið vel fram. Um 900 kosninga-
eftirlitsmenn fylgdust með kosning-
unum. Í tilkynningu frá sendinefnd á
vegum Evrópuþingsins sagði að kosn-
ingarnar hefðu farið betur fram en í
sumum aðildarríkjum Evrópuráðsins
og hefðu í raun borið fjölræði vitni.
Allir hlutaðeigendur hefðu haldið aft-
ur af sér og sýnt lýðræðinu virðingu
sína. Þessi staðreynd gefur tilefni til
bjartsýni um hið pólitíska framhald.
Það væri aftur á móti miður ef úr-
slitin leiddu til pólitískrar einangrun-
ar Palestínumanna. Forysta Hamas
verður að sjálfsögðu að snúa baki við
hryðjuverkum, eigi að takast að koma
í veg fyrir það. Það verður hins vegar
að gefa samtökunum kost á að gera
það. Hluti af því að Ísraelar og Palest-
ínumenn geti búið hlið við hið er að
draga strik yfir fortíðina og ekki má
gleyma því að eitt sinn voru stjórn-
málamenn í forystu í Ísrael, sem á sín-
um tíma voru eftirlýstir af Bretum
fyrir hryðjuverk. Það er hins vegar
ekki líklegt að neitt miði í þeim efnum
fyrr en kosið hefur verið í Ísrael í lok
mars. Sigur Hamas gæti jafnvel orðið
vatn á myllu þeirra afla í Ísrael, sem
telja að gengið hafi verið of langt í að
koma til móts við Palestínumenn. Það
verður því forvitnilegt að fylgjast með
framhaldinu, en ekki er hægt að segja
að óvissan fyrir botni Miðjarðarhafs
hafi minnkað með sigri Hamas.
STYTTINGIN OG TUNGUMÁLIN
Tungumálakennarar við HáskólaÍslands, á vegum Stofnunar Vig-
dísar Finnbogadóttur, og við Háskól-
ann í Reykjavík hafa í nýrri skýrslu
sett fram athugasemdir við drög að
námskrám í tungumálum, sem byggð-
ar eru á áformum um styttingu náms
til stúdentsprófs. Athugasemdirnar
koma fram í skýrslu, sem kynnt var á
málþingi um tungumálakennslu í
fyrradag.
Tvennt stendur upp úr í gagnrýni
þessara tveggja háskólastofnana á
námskrárdrögin. Annað er það, sem
mikill fjöldi fagmanna hefur gagnrýnt
við styttingaráformin; að í áætlunum
um að flytja námsefni úr framhalds-
skólanum og niður í grunnskólann sé
ekki hugsað nægilega fyrir því að í
grunnskólanum sé að finna hæfa
kennara með sérmenntun til að kenna
tungumál. Skýrsluhöfundar benda á
að stórefla þurfi menntun tungumála-
kennara og sú spurning vaknar óneit-
anlega hvort efling kennaramenntun-
ar sé ekki forsenda þess að hægt sé að
ráðast í styttingu námsins, eins og hún
hefur verið kynnt. Það gerist ekki í
einu vetfangi með endurmenntunar-
námskeiðum, eins og Morgunblaðið
hefur ítrekað bent á.
Hitt, sem lesa má út úr skýrslunni,
er að höfundar hennar óttast augljós-
lega að breytingarnar verði til þess að
draga hlutfallslega úr kunnáttu í
dönsku og þriðja erlenda tungumálinu
(þýzku, frönsku, spænsku) en enskan
verði allsráðandi. Hér er sannarlega
ástæða til að staldra við.
Fáar þjóðir þurfa eins á kunnáttu í
erlendum tungumálum að halda og Ís-
lendingar. Ísland er pínulítið mál-
svæði, en jafnframt ákaflega opið hag-
kerfi, sem á viðskipti við mörg ríki. Og
við þurfum ekki bara að kunna ensku.
Eins og bent er á í skýrslunni eru
Norðurlöndin og ýmis ríki á megin-
landinu á meðal þeirra landa, sem við
eigum við mest viðskipti og önnur
samskipti. Ferðamenn sem koma til
Íslands kunna ekki nærri því allir
ensku. Við verðum að hafa breiðari
grunn, ef við ætlum að standa okkur í
alþjóðlegri samkeppni – og kunnátta í
fleiri tungumálum en ensku er raunar
líka forsendan fyrir því að við getum
kynnzt fleiri menningarheimum en
þeim engilsaxneska og þannig víkkað
okkar menningarlega sjóndeildar-
hring.
Morgunblaðið vill enn ítreka, að
varlega verði farið í þær breytingar á
námi til stúdentsprófs, sem fyrirhug-
aðar eru. Markmiðið er gott; að koma
íslenzkum ungmennum ári fyrr út á
vinnumarkaðinn en nú er. En á leið-
inni má ekki kasta gæðum námsins og
mikilvægum menningarviðmiðum Ís-
lendinga, á borð við það að læra mörg
tungumál vel, fyrir róða.
Hagfræðistofnuns HáskólaÍslands og NovatorPartners stóðu fyrirráðstefnu í gær vegna
útgáfu skýrslu Hagfræðistofnunar
um fyrirkomulag gengismála á Ís-
landi. Fyrirlesarar á ráðstefnunni
voru Robert Mundell, nóbelsverð-
launahafi í hagfræði 1999 og pró-
fessor við Columbia University,
Frederic Mishkin prófessor við
Columbia University og fyrrver-
andi stjórnarmaður Seðlabanka
New York fylkis og Pentti Kouri,
fjárfestir og einn eiganda Kouri In-
vestments ásamt þeim Gylfa
Zoega, prófessors við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands, og
Birkbeck College og Tryggva Þórs
Herbertssyni, forstöðumanni Hag-
fræðistofnunar og prófessors við
viðskipta- og hagfræðideild Há-
skóla Íslands, en þeir eru höfundar
skýrslunnar.
Fyrirlesarar voru flestir sam-
mála um að fyrirkomulag gengis-
mála hérlendis væri gott og ekki
væri þörf á að taka upp annað fyr-
irkomulag nema þá ef vera skyldi
að Ísland ákvæði að taka upp evru,
en þar spiluðu pólitískir þættir
stóran þátt.
Ný myntkarfa
Mundell sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann teldi að Ís-
land ætti að hugleiða alvarlega
þann möguleika að ganga í Evrópu-
sambandið og taka upp evru. „En
ég mæli ekki með því að Ísland ger-
ir það strax vegna þess að í fyrsta
lagi hefur gengi dollars á móti evru
verið óstöðugt undanfarið sem leitt
hefur til ákveðinnar óvissu sem
skapar vandamál fyrir Ísland því
báðir þessir gjaldmiðlar eru mik-
ilvægir fyrir Íslandi,“ sagði
Mundell.
Í öðru lagi sagði Mundell að Evr-
ópusambandið hefði átt við ákveðna
erfiðleika að stríða undanfarið sem
Ísland ætti að bíða eftir að gengju
yfir. Minntist hann á stækkun sam-
bandsins og Tyrkland í þeim efnum
ásamt því að erfitt hafi reynst að fá
stjórnarskrá sambandsins sam-
þykkta í aðildarlöndunum, m.a. hafi
Frakkland og Holland hafnað henni
í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann tel-
ur þó víst að stjórnarskráin verði
samþykkt innan fárra ára.
„Ég tel því að best væri fyrir Ís-
land að halda þessum möguleika
opnum á næstu árum og Íslend-
ingar ættu að halda áfram að
styrkja sambandið við Evrópu og
ekki að útiloka neitt,“ sagði
Mundell.
Hann sagði að sem stendur ætti
að halda áfram að hafa krónuna
sjálfstæða en styðja hana við doll-
ara og evru, þ.e. taka upp nýja
myntkörfu sem myndi styðjast til
helminga við dollar og evru.
Engin þörf fyrir nýja stefnu
Mishkin fjallaði í sínu erindi um
kosti og galla þeirra möguleika sem
í boði eru þegar þjóðir marka sér
stefnu í gengismálum.
Hvað Ísland varðar er það mat
Mishkin að hið nýja gengisfyrir-
komulag sem tekið var upp árið
2001 hefði skilað góðum árangri.
Seðlabankinn hafi skapað sér trú-
verðugleika og farsællega hafi tek-
ist að halda verðbólgumarkmiðum
hans. Það sýni að Ísland þurfi ekki
flytja hagstjórn sína yfir til Seðla-
banka Evrópu. Hann sagði að
Seðlabanki Íslands nyti trúverðug-
leika en slíkt hið sama væri ekki
hægt að segja um alla seðlabanka
þróaðra landa og nefndi h
dæmi Seðlabanka Ítalíu
væri hægt að treysta.
Mishkin endaði erindi s
unum: „If it ain’t broke, w
sem útleggja mætti á
hvers vegna að laga það
er brotið.
Hvers vegn
það sem ekki
Tryggvi Þór Herbertsson
Mundell, nóbelsverðlauna
Pentti Kouri fjárfestir og
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
Upptaka evru kostur sem Ísland
ætti að íhuga alvarlega
RANNSÓKNARSKIP Hafrannsóknastofn-
unar, Árni Friðriksson RE 200, lét úr höfn á
Reyðarfirði í áframhaldandi loðnuleit um miðj-
an dag í gær og var stefnan sett í austur, norð-
ur fyrir Þórsbanka, um sex tíma stím, en þar
fann færeyska rannsóknarskipið Magnus
Heineson loðnu fyrr í vikunni. Leiðangurinn
hófst strax eftir áramót en skipið kom til Reyð-
arfjarðar á þriðjudag til að taka um borð flott-
roll auk þess sem Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur tók við leiðangursstjórninni af
Sveini Sveinbjörnssyni, en hann var nýkominn
heim af ráðstefnu í Mexíkó.
Með Árna Friðrikssyni við loðnuleit verður
Ásgrímur Halldórsson SF 250 sem lagði af
stað frá Hornafirði í gær og leitar þvers og
kruss á 70 sjómílna svæði norður fyrir Dala-
tanga til að byrja með en Árni Friðriksson RE
verður þar fyrir austan. Leiðangurinn er fram-
hald af loðnuleit sem staðið hefur yfir í haust
og svo aftur eftir áramót með misjöfnum ár-
angri. Nú verður auk leitarinnar skoðað hvern-
ig loðnutroll hagar sér við veiðarnar en fengið
var að láni troll af Faxa RE.
Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, þróun-
arstjóra Hampiðjunnar í veiðarfæragerð, sem
staddur er um borð til að fylgjast með veið-
unum, var fengið að láni 1.280 metra langt
flottroll og verður skoðað hvort ánetjunin sé
eins slæm og af er látið eða hvort flottroll sé
það skaðræðisveiðarfæri sem menn vilja vera
láta.
„Fylgst verður með hvernig loðnutorfan
hagar sér þegar trollið fer í gegnum hana en til
þess verður notuð mjög tæknilega fullkomin
neðansjávarmyndavél sem búin er sónartæki
sem sneiðmyndar og má þá vel sjá hvernig og
hvort loðnutorfan tvístrast,“ sagði Guðmundur
og sagði að bæði væri vísindamönnum Haf-
rannsóknastofnunar mikið í mun að sjá þetta
sem og Hampiðjumönnum til að geta þróað
veiðarfærið í samræmi við þessar niðurstöður
til að það yrði sem umhverfisvænast.
Hjálmar Vilhjálmsson vildi ekki segja mikið
um hversu lengi þessi loðnuleit kynni að
s
v
v
u
þ
m
s
Spenningur um borð í Á
Skipverjar á Árna Friðrikssyni RE gera flottrollið
Eftir Kristin Benediktsson