Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SAMFYLKINGIN hefur beitt sér
fyrir hugmyndum í þá veru að al-
mennt útskrifist nemendur yngri
með stúdentspróf. Tillaga mennta-
málayfirvalda, sem
kynnt hefur verið, um
styttingu á námstíma
til stúdentsprófs og von
er á að lögð verði fyrir
Alþingi á næstunni, er
hins vegar afleit leið og
byggist á úreltum for-
sendum. Leiðin er til
staðar og þróunin er í
gangi. Frá því að starf
til undirbúnings stytt-
ingu fór af stað fyrir
hálfum öðrum áratug
hefur skólakerfið
þróast ört og í þessa
átt.
Niðurskurðurinn og miðstýringin
sem felst í tillögum ráðherra á ekki
rétt á sér og er röng nálgun að því að
breyta framhaldsskólanum til hins
betra og útskrifa fleiri stúdenta
yngri. Menntamálaráðherra er á
villigötum og vonandi sér hún að sér
áður en málið kemur fram.
Auka flæði milli skólastiga
Flæði nemenda og náms milli
skólastiga hefur markvisst verið auk-
ið á síðustu árum til að fjölga þeim
nemendum sem það kjósa og því
valda að útskrifast yngri úr fram-
haldsskóla. Það er leiðin sem á að
fara og er eðlileg nálgun að mark-
miðinu. Ekki að skera ár af náminu
með þeim afleiðingum að námið
skerðist verulega, brottfall aukist
vegna meiri krafna og aukins náms-
hraða og framhaldsskólamenntun
gengisfalli í heild sinni þar sem veru-
leg skerðing ætti sér stað á menntun
í þriðja máli og raungreinum.
Þessi nálgun menntamálaráðherra
er afleit og nær vonandi ekki fram að
ganga. Þá er ekki minnst á afdrif eða
fyrirkomulag verk- og listgreina inn-
an skólanna. Undirstöðunám sem á
að efla og styrkja en ekkert er
minnst á afdrif þess.
Þá er fráleitt að slík-
ar breytingar séu ekki
gerðar í sátt og sam-
stöðu með skóla-
samfélaginu heldur
þvert gegn vilja þess.
Framhaldsskólann
til sveitarfélaga
Þróunina á að styðja
og auka flæðið á milli
skólastiga. Einn af
meginþáttunum í þeirri
leið er að færa rekstur
framhaldsskólans til
sveitarfélaganna. Þá
hefðu þau með að gera rekstur allra
skólastiganna þriggja. Aðgreiningin
á milli þeirra myndi minnka verulega
og flæðið aukast með þeim afleið-
ingum að meirihluti nemenda út-
skrifast yngi en nú með stúdents-
próf.
Um tilraunaverkefni í flutningi á
framhaldsskóla til sveitarfélaga hef-
ur Samfylkingin, undir forystu Ein-
ars Más Sigurðarsonar, flutt þingmál
sem verður forvitnilegt að fylgjast
með í þinginu í vetur.
Stytting á námstíma til stúdents-
prófs er umdeilt mál. Enda tillögur
ráðherra gallaðar og ósannfærandi
leið til að fjölga þeim sem útskrifast
með stúdentspróf yngri en nú er.
Laugardaginn 28. janúar boðum
við í menntamálahópi Samfylking-
arinnar til opins fundar um áformin
til að stytta stúdentsprófið þar sem
fjallað verður með yfirveguðum
hætti um kosti og galla hugmynd-
anna. Fundurinn verður haldinn kl.
11 í húsnæði flokksins á Hallveig-
arstíg. Ástæða er til að skora á
áhugamenn um þetta umdeilda mál
til að mæta til fundarins og taka þátt
í umræðunni um þessa róttæku
breytingu á menntakerfinu.
Ráðherra á rangri braut
Markmiðið með styttingu á náms-
tíma hlýtur alltaf að vera að bæta
skólann og efla námið. Ekki að
skerða stúdentsnámið, gengisfella
eða spara og fækka störfum. Sér-
staðan við íslenska framhaldsskólann
er fjölbreytileiki og hann á að varð-
veita. Skólarnir eru hver með sínu
sniði, ólíkir bæði menningarlega og
menntalega. Það eru mikil verðmæti
og því megum við alls ekki fórna með
fljótfærnislegum og illa ígrunduðum
tillögum um styttingu á námstíma.
Stytting námstíma á að byggjast á
því að gæði námsins aukist, skólarnir
haldi stöðu sinni og fjölbreytileika og
þeir batni við breytinguna. Það eiga
að vera forsendurnar fyrir breyting-
unum. Styttingaráformunum verður
að fylgja öflugt átak til þess að efla
starfsnámið með margvíslegum
hætti. Annars er hætta á að það beri
skaða af breytingunum en mestu
skiptir að gera það að raunhæfum
kosti fyrir miklu fleiri nemendur.
Menntamálaráðherra
á villigötum
Björgvin G. Sigurðsson
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs ’Markmiðið með stytt-ingu á námstíma hlýtur
að vera að bæta skólann
og efla námið. Ekki að
skerða stúdentsnámið,
gengisfella eða spara og
fækka störfum.‘
Björgvin G. Sigurðsson
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
GÓÐUR granni sagði við mig að
hann gerði aðeins kröfu um þrennt;
Að aðhald og skynsemi réði í fjár-
málum Seltjarnarness, að boðið væri
upp á bestu menntun í leik- og grunn-
skóla sem þekkist á landinu og að bú-
ið væri vel að æskulýðs- og íþrótta-
starfsemi. „Annað skiptir mig ekki
máli,“ sagði þessi félagi
minn þegar ég tilkynnti
honum að ég hefði
ákveðið að gefa kost á
mér í 5.–7. sæti í próf-
kjöri sjálfstæðismanna
á Seltjarnarnesi fyrir
komandi bæjarstjórn-
arkosningar. „Ef þetta
er í lagi er flest ef ekki
allt annað í lagi,“ bætti
nágranni minn við.
Ég hygg að þetta við-
horf sé lýsandi fyrir
Seltirninga, þótt okkur
hætti stundum til að
gleyma okkur í smáatriðum. Undir
forystu sjálfstæðismanna hefur verið
byggt upp glæsilegt bæjarfélag á Sel-
tjarnarnesi. Þar hefur þeirri einföldu
reglu verið fylgt að betra sé að rýja
en flá – regla sem önnur sveitarfélög
og ríki mættu taka sér til fyr-
irmyndar.
Frá fyrstu tíð hefur verið unnið út
frá því að hægt væri að samþætta
góða þjónustu við íbúa og aðhalds-
semi í fjármálum samhliða hógværð í
skattheimtu. Þessari hugmyndafræði
hefur verið fylgt eftir á síðasta kjör-
tímabili. Og við Seltirningar höfum
allar forsendur til að svo megi verða
áfram. En það er langt frá því að það
sé sjálfgefið.
Mörg sveitarfélög berjast í bökk-
um, geta illa staðið undir þeirri þjón-
ustu sem íbúar þeirra gera kröfu til.
Jafnvel á höfuðborgarsvæðinu berj-
ast sveitarfélög við vaxandi skuldir,
auknar álögur á íbúana og minnkandi
möguleika á þjónustu í framtíðinni.
Seltjarnarnes hefur sérstöðu að
þessu leyti. Grunnurinn er traustur
og á traustum grunni er hægt að
byggja upp enn glæsilegra samfélag.
En til þess að svo megi verða þurfum
við góða liðsmenn – fótgönguliða sem
skilja og skynja hjartsláttinn á Sel-
tjarnarnesi en eru um leið með hug-
myndir og sjálfstæðar
skoðanir.
Okkur er að fækka
Á aldamótaárinu
2000 hefur okkur Sel-
tirningum fækkað um
liðlega 210. Ungt fólk,
sem er að stíga sín
fyrstu skref í búskap,
hefur litla möguleika í
okkar góðu heima-
byggð. Við erum orðin
svo góðu vön að við er-
um hætt að taka eftir
því að barnafólki er að
fækka, – ungt fólk með börn getur
ekki snúið aftur á Nesið, ekki aðeins
vegna þess að fasteignaverð er hátt
heldur ekki síður að okkur hefur ekki
tekist að vera samstiga í skipulags-
málum og skapa tækifæri fyrir unga
Seltirninga að stofna heimili í sinni
heimabyggð.
Náttúran hefur sniðið okkur
þröngan stakk í skipulagsmálum, en
þó eigum við ýmsa möguleika og þar
mega aldrei þröng sjónarmið fárra
ráða. Á næsta kjörtímabili verður það
eitt mikilvægasta verkefni okkar Sel-
tirninga að standa saman að þéttingu
byggðar, án þess að fórna hags-
munum náttúrunnar. Þétting byggð-
ar gefur ungu fólki sem hefur alist
upp hér á Nesinu tækifæri, sem það
annars mun aldrei hafa, á að snúa aft-
ur og stofna fjölskyldu. Við verðum
að tryggja að það sé ekki aðeins eft-
irsóknarvert að búa á Seltjarnarnesi
heldur einnig og ekki síður að börnin
okkar eigi möguleika á því að snúa
aftur, ólíkt því sem nú er. Sveitarfé-
lag án endurnýjunar er sveitarfélag
sem aldrei getur staðist til lengdar.
En á sama tíma og við gefum unga
fólkinu tækifæri – bjóðum það vel-
komið – bjóðum við aðra velkomna og
þá ekki síst ferðamenn. Seltjarnarnes
er náttúruperla. Ekkert sveitarfélag
hefur meiri möguleika í ferðaþjón-
ustu en Seltjarnarnes. Það er kominn
tími til að hin falda perla á Nesinu
verði kynnt fyrir Íslendingum og þó
ekki síður erlendum ferðamönnum.
Möguleikar okkar í ferðamennsku
eru vannýttir. Ég hef aldrei skilið
þegar menn sitja á gullnámu og neita
að nýta sér hana.
Framtíð okkar Seltirninga er björt
en það er auðvelt að snúa tækifærum
í vonleysi. Framtíðin liggur í styrkri
stjórn sjálfstæðismanna. En um leið
verður Sjálfstæðisflokkurinn að
tryggja fjölbreytni. Einlitur flokkur
með bæjarfulltrúa sem hafa svipaðan
bakgrunn er flokkur sem getur ekki
skynjað almennan bæjarbúa. Þess
vegna hef ég ákveðið að taka þátt í
prófkjöri okkar á Seltjarnarnesi.
Ég er …
Eftir Helga Þórðarson ’Á næsta kjörtímabiliverður það eitt mikilvæg-
asta verkefni okkar Sel-
tirninga að standa saman
að þéttingu byggðar, án
þess að fórna hags-
munum náttúrunnar.‘
Helgi Þórðarson
Höfundur er rafvirkjameistari og
kerfisfræðingur og gefur kost á sér í
5. sæti í prófkjöri á lista Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi.
Prófkjör Seltjarnarnesi
Í
mínum huga er trú eitt-
hvað sem hver og ein
manneskja á við sitt eigið
sjálf. Trú er persónuleg
afstaða einstaklingsins til
lífsins, heimspeki, siða, hugmynda
um tilveruna og hlutverk mann-
eskjunnar í henni. Trú byggist á
vilja manneskjunnar til að gangast
undir ákveðna hugmynd sem
henni er að skapi og samrýmist
viðhorfum hennar til lífsins. Í hug-
takinu trúfrelsi felst það að hver
og einn eigi rétt á því að fylgja
þeirri trú sem hann aðhyllist – eða
ekki. Manneskjan hlýtur því að
eiga jafnan rétt til þess að vera
trúlaus, telji hún sig ekki hafa
þörfina fyrir að aðhyllast ákveðinn
sið.
En mannfólkið er misjafnt –
sem betur fer. Við erum ekki öll
eins, og sumir lofa einmitt guð sinn
fyrir fjölbreytileika sköp-
unarverksins. En burtséð frá hug-
myndum okkar um sköp-
unarverkið og höfund þess, er
staðreyndin sú að við erum mis-
munandi í öllu tilliti – líkamlega,
andlega, félagslega, hug-
myndalega, útlitslega, hvort sem
það er „af völdum sköpunarverks-
ins“ eða af öðrum ástæðum. Vilji er
til þess í samfélaginu að sú grund-
vallarhugmynd sé virt að allir ein-
staklingar séu jafnréttháir án til-
lits þess sem greinir þá að. Sumir
eru trúaðir, sumir eru samkyn-
hneigðir, sumir hvort tveggja. Trú-
frelsi tryggir að sá trúaði hafi rétt
á því að rækta sína trú skv. 63.
grein stjórnarskrárinnar, og 65.
grein stjórnarskrárinnar á að
tryggja að þeim gagnkynhneigða
sé ekki mismunað á grundvelli
kynhneigðar sinnar. Á milli þess-
ara tveggja greina stjórnarskrár-
innar er 64. greinin, sem kveður á
um að enginn megi missa af borg-
aralegum og þjóðlegum réttindum
fyrir sakir trúarbragða sinna.
Þessi klausa hlýtur að vera
meingölluð, því samkvæmt öðru,
ætti að vera tekið fram, að enginn
megi missa af borgaralegum og
þjóðlegum réttindum – ekki bara
fyrir sakir trúarbragða sinna,
heldur einnig: „… án tillits til kyn-
ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð-
ernisuppruna, kynþáttar, lit-
arháttar, efnahags, ætternis og
stöðu að öðru leyti,“ eins og það er
orðað í mannréttindagreininni,
þeirri 65. Ef 65. greinin er gild,
ætti 64. greinin að fela í sér að eng-
ir mættu missa af borgaralegum
og þjóðlegum réttindum.
Það efast enginn um að það séu
bæði borgaraleg og þjóðleg rétt-
indi hvers og eins að ganga í hjóna-
band – án tillits til trúarbragða. En
hvers vegna eru það ekki réttindi
hvers og eins að ganga í hjónaband
– „… án tillits til kynferðis, trúar-
bragða, skoðana, þjóðernisupp-
runa, kynþáttar, litarháttar, efna-
hags, ætternis og stöðu að öðru
leyti?“ Það þarf að afnema öll tví-
mæli um þetta.
Þjóðkirkjan er ekki tilbúin til
þess að gefa samkynhneigða sam-
an í hjónaband. Þar er kirkjuleg
hjónavígsla samkynhneigðra ekki
á dagskrá að svo stöddu. Hvað með
kirkjulega hjónavígslu tvíkyn-
hneigðra – sem gætu verið af báð-
um kynjum?
Meðan kristna evangelísk-
lútherska kirkjan er þjóðkirkja er
vissulega spurning hvort það séu
ekki stjórnarskrárbrot að neita að
gefa fólk saman á grundvelli kyn-
hneigðar. Þjóðkirkja hlýtur að
þurfa að lúta stjórnarskrá þjóð-
arinnar. Í deilunni um réttindi
samkynhneigðra er hjónabandið
og „eðli“ þess orðið að kjarna um-
ræðunnar.
Steinunn Jóhannesdóttir lýsir
þeim áhyggjum í grein sinni hér í
blaðinu fyrir skömmu að fyr-
irhuguð aukin réttindi til handa
samkynhneigðum – að fá að ganga
í hjónaband að kristnum sið – jafn-
gildi kröfu um að hjónabandið sem
hinn forni sáttmáli karls og konu
um fjölgun mannkyns verði lagður
niður, og vonar að það sé ekki
markmið breytinganna. Auðvitað
er það ekki markmið breyting-
anna. Markmið þeirra virðist í
raun snúast um það hvort þjóð-
kirkjunni líðist að virða ekki
stjórnarskrárvarinn rétt samkyn-
hneigðra til trúar. Samkyn-
hneigðir eiga sín börn eins og aðrir
– og það gera líka einstæðir for-
eldrar, án þess að þjóðkirkjan am-
ist við. Hugmyndir Steinunnar um
hjónaband manns og konu á trúar-
legum stalli hljóma ótrúlega forn-
eskjulegar í þeim raunveruleika
sem fólk býr við í dag. Ástin lifir,
og þar með löngun fólks til að deila
lífi sínu með annarri manneskju –
eða manneskjum; og hugsanlega
að geta afkvæmi. Að kirkjan í nafni
trúarinnar ætli sér einhvern eign-
arrétt á heitum og sáttmálum milli
einstaklinga, er öfugsnúið í sam-
félagi þar sem hjónaband manns
og konu hefur ekki lengur neinn
sérstakan sess umfram annars
konar sambönd og ekki sambönd,
sambúð og samvistir. Kirkjan ætti
hins vegar að vera þakklát fyrir að
enn skuli vera til fólk sem telur það
skipta máli fyrir sig, að persónu-
legir sáttmálar þess í millum skuli
helgaðir trúnni.
Flestir samkynhneigðir hafa til
þessa verið skírðir til kristinnar
trúar – þrátt fyrir samkynhneigð,
svo sem skiljanlegt er – og fermd-
ir, og verða jarðsungnir frá
kirkjum til eilífs lífs ?? þrátt fyrir
samkynhneigð sína. Hvers vegna
þá bara hjónabandið? Auðvitað
læðist að manni sá grunur að það
sé vegna þess kirkjan sjái einhvern
„kynferðislegan óhugnað“ í ástum
samkynhneigðra einstaklinga –
eitthvert „óeðli“ andspænis göfugu
og upphöfnu „eðli hjónabandsins“.
Eðlilegast væri auðvitað að
skilja að ríki og kirkju, og þar með
væri búið að aftengja þessa um-
ræðu í eitt skipti fyrir öll. Umræð-
an í dag finnst mér knýja á um að
svo verði sem fyrst. Kirkjan yrði
þá starfrækt eins og hver annar fé-
lagsskapur sem fólk gæti sótt í eða
hafnað að vild. Kirkjan hefði þá
líka fullan rétt á því að vera jafn-
íhaldssöm og forpokuð og hún sjálf
kýs.
Kirkja og
kynhneigð
Kirkjan ætti að vera þakklát fyrir að
enn skuli vera til fólk sem telur
það skipta máli fyrir sig að persónulegir
sáttmálar þess í millum skuli
helgaðir trúnni.
begga@mbl.is
VIÐHORF
Bergþóra Jónsdóttir