Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Benedikt BentÍvarsson (skírður Bent Nil- sen) fæddist í Hørn- ing á Jótlandi í Dan- mörku 27. desember 1932. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi sunnudaginn 15. jan- úar sl. Foreldrar hans eru Johanne Nielsen húsfreyja f. 19.3.1907, d. 20.8. 1988, og Mikkel Iver Jørgen Nielsen, bóndi, f. 2.9. 1905, d. 10.12. 1988. Systkini Bents eru Anne Grethe, hjúkrunarfræðingur í Århus, f. 11.8. 1937, gift Tage Jørgensen, og Eva, sjúkraliði, f. 6.5. 1944, d. 25.6. 2004. Bent kvæntist hinn 27.12. 1964 Jóhönnu Sigrúnu Thorarensen frá Gjögri í Árneshreppi, f. 6.10. 1932, d. 24.8. 2005. Foreldrar Jóhönnu voru Axel Thorarensen, f. 24. októ- ber 1906, d. 14.5. 1993, og Agnes Guðríður Gísladóttir, f. 20.12. 1911, d. 30.6. 1992. Bent og Jóhanna eignuðust þrjú börn: 1) Drengur sem lést við fæðingu 2.11. 1964, 2) Ívar, f. 28.12. 1965, sambýliskona Kristín Bjarnveig Reynisdóttir, f. 12.6. 1965, þau eiga tvo syni; Axel Helga, f. 25.1. 1995, og Eið, f. 4.10. 1997. 3) Agnes Guðríður, f. 7.7. 1971, í sambúð með Gunnari Jóns- syni, f. 14.9. 1967. Sonur Agnesar og Ómars Svavarssonar er Almar Snær, f. 21.7. 1989. Dóttir Jóhönnu Sigrúnar og Benjamíns Ólafssonar er Sjöfn, f. 31.7. 1954. Hún ólst upp hjá Bent og móður sinni eftir að hólminn var komið. Rúmum tveim- ur mánuðum síðar kom hann á ný til Íslands og ákvað að hér skyldi hann búa. Í ársbyrjun 1961 réð Bent sig á vetrarvertíð í Sandgerði. Að henni lokinni flutti hann á ný að Álafossi hvar hann fékkst við ýmis störf innan dyra og utan, lengst af innandyra, við verksmiðjuna allt þar til Álafoss varð gjaldþrota í kringum 1990. Eftir það vann Bent hjá Ístex fram til ársloka 2001 þeg- ar hann fór á eftirlaun, 69 ára gam- all. Bent fékk íslenskan ríkisborg- ararétt 1963 og var þá um leið gert skylt að taka upp annað nafn en það sem hann skírður í Hørning Kirke um 30 árum áður þótt Bent væri viðurkennt nafn hér á landi. Tók Bent upp nafnið Benedikt en með lagabreytingum á níunda áratug síðustu aldar gat hann skipt úr Benediktsnafninu og tekið upp Bent á nýjan leik, enda vart til sá maður sem þekkti hann undir öðru nafni en Bent. Hann ákvað að taka Bent upp sem millinafn og láta þar við sitja. Bent var félagi í Lionsklúbbi Mosfellssveitar á áttunda og níunda áratugnum og lagði þá hönd á plóg- inn við byggingu fyrsta hluta dval- arheimilisins á Hlaðhömrum ásamt félögum sínum. Á árunum 1966 til 1968 reistu Bent og Jóhanna sér hús í Lágholti í Mosfellsbæ þar sem þau bjuggu allt þar til Jóhanna and- aðist í ágúst sl. Þá neyddist Bent til þess að flytja úr Mosfellsbæ og fékk inni á dvalarheimili í Stykkishólmi. Eftir rúmlega 49 ára búsetu í Mos- fellssveit og síðar Mosfellsbæ var sveitarfélaginu með öllu ómögulegt að útvega honum húsnæði í veik- indum sínum. Reyndist honum erf- itt að kyngja þeirri staðreynd. Bent verður jarðsunginn frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. þau hófu sambúð um 1960. Eiginmaður Sjafnar er Kristján Kjaran Hermanns- son, f. 13.8. 1947. Börn þeirra eru fjög- ur og barnabörn fimm, þau búa öll í Noregi. Bent ólst upp á heimili foreldra sinna, Skovsgard í Hørning, og bjó þar fram til ársins 1949 er hann gerðist vinnu- maður á bændabýlum í Jótlandi. Bent var kallaður til her- þjónustu í danska hernum snemma árs 1953. Sinnti hann herþjónustu fram á haustið 1954 þegar hann slasaðist á æfingu. Bent stóð sig með prýði í herþjónustunni og var m.a. um tíma í lífvarðarsveit (vagt- paraden) dönsku konungsfjölskyld- unnar við Amalienborgarhöll. Eftir að Bent slasaðist á heræfingu haustið 1954 var hann leystur und- an herþjónustu og þekktist í fram- haldinu boð um nám í landbúnaðar- skóla á kostnað hersins fram til loka apríl 1955. Hinn 20. maí hleypti Bent heimdraganum og fluttist til Íslands þar sem hann réð sig til eins árs sem vinnumaður á Hurðarbaki í Reykholtsdal í Borg- arfirði. Að loknu ári að þar réð Bent sig að Álafossi í Mosfellssveit til að hafa umsjón með búskap sem þar var rekinn í tengslum við ull- arverksmiðjuna. Bent ílengdist á Álafossi en haustið 1960 fluttist hann á ný til Danmerkur og hugðist taka við búi foreldra sinna. Ekkert varð hins vegar úr því þegar á En þegar hinst er allur dagur úti og uppgerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. (Stephan G. Stephansson.) Það var eins og þú einn vissir að hverju dró þegar þú komst hingað til okkar um jólin. Þú kvaddir okkur með virktum og þakkaðir fyrir öll árin með okkur. Þér var í mun að komast og kveðja vini þína og ná- granna hér í Mosfellsbænum og þakka þeim fyrir öll árin. Það dró verulega af þér þegar amma Jóhanna veiktist í upphafi árs 2004. Kletturinn þinn, sem þú treystir á í blíðu og stríðu. Þegar hún lést í lok ágúst á liðnu ári reyndi mikið á þig. Tveimur dögur áður hafðir þú farið í erfiða en vel heppnaða aðgerð. Það reyndi ekki síður á þegar þú varðst fljótlega í kjölfarið að flytja úr þinni heima- byggð á dvalarheimili vestur á Stykkishólmi. Á nútíma streitu- kvörðum skoraðir þú langt yfir eðli- leg þolmörk og var það líklega vatn á myllu þess sjúkdóms sem þú greindist með daginn áður en þú lést. Í Stykkishólmi var hugsað vel um þig og þú gast um tíma aftur farið í þínar gönguferðir og hitt fólk á förnum vegi til að spjalla við. Þú varst félagslyndur maður sem naust þess að hitta fólk og fá að fylgjast með því sem aðrir voru að sýsla. Þegar við, íhaldssama fólkið, fluttum aftur í gamla góða Lágholtið gladdist þú mjög og heimsóknir þín- ar til okkar urðu nær daglegar. Þér fannst gaman að fylgjast með afadrengjunum vaxa úr grasi og þeir þekktu alltaf hver var á ferð á þinni sérstöku kveðju þegar þú komst inn. Garðyrkjan, gönguferð- irnar og sundið ásamt því að ferðast um landið, út fyrir landsteinana og ekki síst að dvelja norður á Gjögri var nokkuð sem þú hafðir mikinn áhuga á og naust að gera. Við þökkum þér kærlega fyrir öll árin með þér. Guð blessi minningu þína elsku afi og tengdapabbi. Axel Helgi, Eiður og Kristín. Okkur varð verulega brugðið þeg- ar við fregnuðum lát Bents, okkur óraði ekki fyrir þessu frekar en mörgum öðrum. Þegar minnst var á Bent var Jó- hanna það næsta sem minnst var á. Bent og Jóhanna voru eins og einn maður, ótrúlega samhent hjón sem hafa sameinast aftur eftir nokkra mánaða aðskilnað, nú laus við alla fjötra er litaði líf þeirra mjög síðast- liðin tvö ár. Manni fannst maður svo ríkur að eiga þessi hjón að, hlýjan og væntumþykjan þeirra umlék okkur alltaf. Þau voru virðuleg heiðurs- hjón sem prýddu Mosfellsbæ. Bent var mikill garðáhugamaður og ber garðurinn þess glögg merki. Ég var að rembast við garðyrkju en hafði nákvæmlega ekkert vit á slíku en langaði samt að hafa falleg blóm, rækta gulrætur og kartöflur og leit- aði ráða hjá þér, sem góðfúslega leiðbeindir mér af miklum áhuga og þolinmæði. Reyndar létu gulræturn- ar aldrei sjá sig og þegar ég sagði þér það, þá settir þú upp sposka svipinn og sjálfsagt langað til að hlæja en sagði hæglátlega eins og þér var einum lagið, „Æfingin skap- ar meistarann.“ Það tókst betur til með kartöflurnar. Þú komst alltaf á vorin til okkar og sást til þess að runnarnir litu vel út og þáðir aðeins kaffi að launum. Alltaf þegar þú komst í heimsókn kíktir þú á runnana og sagðir okkur hvernig best væri að klippa þá næst. Ekki datt okkur í hug að síðastliðið vor yrði það síðasta. Eigðu hjartans þökk fyrir allt, elsku Bent. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku Ívar, Agnes og fjölskyldur, það er mikið á ykkur lagt. Hugur okkar er hjá ykkur. Innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Megi minningin um yndislegan mann verða ljós í lífi ykkar um alla fram- tíð. Kveðja, Ragna og fjölskylda. Benedikt Bent Ívarsson, sam- starfsfélagi okkar hjá Ístex hf. og áður Álafoss hf., hefur kvatt þennan heim. Ekki eru nema um 4 mánuðir síðan við máttum sjá eftir Jóhönnu Thorarensen eiginkonu hans, sem einnig er fyrrum starfsfélagi okkar, svo stutt var á milli þeirra hjóna. Bent, eins og hann var alla jafna kallaður, kom frá Jótlandi í Dan- mörku. Hann kom til Íslands árið 1955 og gerðist þá fjósamaður að Hurðarbaki í Borgarfirði. Þaðan lá leið hans í Mosfellsbæinn þar sem hann hóf störf hjá Álafoss hf. Þar vann hann við ýmis störf. Hann var bústjóri til að byrja með og starfaði síðan við ullariðnaðinn til loka ársins 2001, með eins árs hléi að vísu, 1962, er hann réð sig á vertíð í Grindavík. Bent var mjög samviskusamur og góður starfsmaður og skilaði sínu verki af myndarskap og metnaði. Hann tók virkan þátt í félagslífi starfsmannafélags Ístex hf., ásamt Jóhönnu eiginkonu sinni. Það má eiginlega segja að þau hjón hafi verið ómissandi á þeim vettvangi, slíkur var kraftur þeirra og elja við að leggja sitt á vogarskál- arnar til að hlutirnir gengju upp á þeim verkefnum sem félagið tók sér fyrir hendur. Þeirra er sárt saknað meðal félagsmanna starfsmanna- félagsins. Blessuð sé minning þeirra. Við sendum börnunum þeim Ívari og Agnesi og fjölskyldum þeirra okkar hjartanlegustu samúðar- kveðjur við fráfall Benedikts Bent Ívarssonar. Starfsfólk Ístex hf. Mosfellsbæ. Í dag verður vinur okkar Bene- dikt Bent borinn til grafar. Við kynntumst þeim hjónum Jóhönnu og Bent fyrir 16 árum en hún lést fyrir nokkrum mánuðum. Það var gaman að ferðast með þeim, þau voru alltaf kát og hress. Við töluðum við Bent í byrjun nóvember og þá var hann hress og kátur. Okkur langar að kveðja hann með þessu versi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þínir vinir Alda, Bára, Auður og Skúli. BENEDIKT BENT ÍVARSSON Sárt er mér í minni. Sakna ég þín vinur. Minnist þeirra mörgu mætu gleðistunda sem við áttum saman. Sólu fegur skína allar þær og eiga innsta stað í hjarta. (J.G.S.) Góða nótt, elsku afi minn, og sofðu rótt. Knúsaðu ömmu frá mér. Þinn Almar Snær. HINSTA KVEÐJA Okkar yndislega ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR, Garðavegi 4, Hnífsdal, lést af slysförum fimmtudaginn 19. janúar. Þórey verður kvödd hinstu kveðju við útför frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. janúar kl. 11.00. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í hennar nafni við Sparisjóð Vestfirðinga, til að styðja við barna- og unglingastarf í Körfuboltafélagi Ísafjarðar. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar og hjálpa henni að láta drauminn sinn rætast, eru beðnir að láta sjóðinn njóta þess. Guðmundur Þór Kristjánsson, Elínborg Helgadóttir, Helgi Sigurðsson, Sara Guðmundsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Jóna Lára Ármannsdóttir, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Elmar Jens Davíðsson, Ásgeir Þór og Viktoría Ýr Elmarsbörn, Þórir Guðmundsson. Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HALLDÓR GUNNARSSON, Þverholtum, Mýrum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Ragnheiður Guðnadóttir, Guðni Halldórsson, Gunnar Halldórsson, Heiðrún Halldórsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Hallgrímur Hrafn Guðnason. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Kleifum, verður gerð frá Garpsdalskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 10.30. Stefán Jóhannesson, Hermann Jóhannesson, Kolbrún Ingólfsdóttir og aðrir vandamenn. Elskuleg eiginkona, móðir, dóttir og tengdadóttir, JÚLÍA ÓLÖF BERGMANNSDÓTTIR, Illugagötu 15, Vestmannaeyjum, lést á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðviku- daginn 25. janúar. Hún verður jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 4. febrúar nk. Jóhann Freyr Ragnarsson, Berglind Jóhannsdóttir, Ragnar Þór Jóhannsson, Bergmann Júlíusson, Eygló Björg Ólafsdóttir, Ragnar Þór Baldvinsson, Anna Jóhannsdóttir, Birna Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.