Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Örn Þór fæddistá Akureyri 19. september 1931. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 22. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Þór, fyrrverandi seðla- bankastjóri, f. 1. september 1899, d. 12. júlí 1972, og Rannveig Þór, f. 10. júní 1903, d. 28. apr- íl 1988. Systur Arn- ar eru Borghildur Fenger og Hjördís Ólöf Þór. Fyrri kona Arnar var Margrét Björk Karlsdóttir, f. 15. janúar 1933, d. 13. júlí 1977, þau skildu. Sonur þeirra var Vilhjálmur Arn- arson, f. 9. maí 1959, d. 23. mars 1996. Dóttir hans og Brynhildar Björnsdóttur er Margrét Björk Þór, f. 5. janúar 1983. Seinni kona Arnar er Hrund Hansdóttir, f. 13. maí 1933. For- eldrar hennar voru Hanna og Hans Ragnar Þórðarson. Börn þeirra eru: a) Hanna Rún Þór, f. 25. desember 1964, maki Anna Auðunsdóttir, f. 20. apríl 1961, dóttir þeirra er Arna Sigríður Þór, f. 30. nóvember 1997, og b) Hans Ragnar Þór, f. 8. október 1968, börn hans og Öldu Rafns- dóttur eru Hrund Hanna Hansdóttir, f. 8. apríl 1996, og Ísak Rafn Hansson, f. 6. nóvember 1997. Örn var stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1952. Hann varð héraðs- dómslögmaður 8. mars 1965. Hann dvaldi við nám og störf í Banda- ríkjunum 1959–1960. Hann var fulltrúi hjá Páli S. Pálssyni hrl. í Reykjavík en hóf síðan störf á lög- fræðistofu Sambands ísl. sam- vinnufélaga 1959 þar til 1965 er hann stofnaði eigin málflutnings- skrifstofu í mars 1965 og hefur rekið hana síðan. Örn var í stjórn Orators 1953– 1955, og formaður 1954–1955. Hann var í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur 1960–1961. Hann var formaður Lionsklúbbsins Baldurs 1994–1995. Útför Arnar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mig langar að minnast vinar. Við vorum sessunautar. Ekki í skóla fyrri ára, hvorki þá aldur var ekki hár né síðar er áratugir einkenndu. Nei, það var í þeim góða félagsskap innan Lionshreyfingarinnar, þar sem einn klúbburinn bar nafn hins hvíta áss, Baldurs, sem leiðir okkar Arnar lágu saman. Við vorum eins og hikandi í upphafi þeirra kynna. Hann ævinlega hlédrægur og lét nákvæma háttvísi með kurteislegu yfirbragði móta við- brögð og afstöðu. Ég frekar feiminn að eðlisfari og á það til að láta bið ráða framhaldi frekar en taka stór skref í upphafi. En smám saman hættum við að láta það duga að kinka kolli eða heilsast með handabandi við upphaf funda og er kvatt var í lok þeirra. En þó get ég ekki áttað mig á því, hvað olli því að síðustu ár fundarsetu okkar kusum við að sitja hlið við hlið. Og dugði þá ekki þótt einhver lög eða reglur vildu ráða því að ekki ættu fundarmenn sæti eða réðu hver sæti sitt til hvorrar handar. Við Örn sátum saman og við sátum í sömu sætunum svo árum skipti. En þessi orð mín eiga þó dýpri vit- und að hvata skriftanna en það eitt, að við sátum saman svo mörgum árum skipti. Örn var slíkur og er enn þykist ég vita án þess að komist hik eða efi, að það var bæði happ og kostur að eign- ast vináttu hans. Hann bar sig vel og það eina, sem skyggði á yndi nærveru hans við matarvenjur í Baldri, var hve hörðum aga hann beitti sig og kom aldrei til hugar að bæta við sig svo annar diskur fengi ábót. Ætlaði ég vit- anlega að taka hann í þessu sem fleiru mér til fyrirmyndar, en það tókst sorglega sjaldan og þykjast sumir sjá það á vexti mínum. Og þó var það æv- inlega svo að ekki brást, að einu sinni á hverjum vetri, gekk Örn glaður í bragði að hlaðborði, sem á voru bornar vistir af sérstöku tilefni. Hann sagði þó við mig, er ég var því feginn, að hann neytti meir en venjulega, að hann ætti reyndar ekki að leggja sér þessa rétti til munns, en þeir væru bæði svo gómsætir, ef rétt er að kom- ast svo að orði um saltkjöt og baunir, að hann léti eftir sér meiri undanláts- semi en venjulega. Og þó skipti það hann einnig máli, að rétturinn kallaði fram ákveðnar minningar sem tengd- ust bernsku og æskuheimili. En því hef ég minnst þessa, að mér þykir það lýsa Erni á nokkurn annan hátt en frekar mátti greina í skaphöfn hans. Hann var einstaklega fyrir- mannlegur á allan hátt. Hár og grann- ur og bar sig svo vel, að fleiri en einum og þar var ég í hópi, þótti sem hann hefði sómt sér vel í lávarðadeild breska þingsins þar sem ættgöfgi og frami á ýmsum sviðum þjóðlífsins ætl- ar slíkum sæti. Sýndi hann líka þá hann gegndi embætti forseta í Baldri, að hann hafði góða stjórn á fundum af festu og ákveðni og var þó aldrei langt í brosið sem lék kankvíslega og skemmtilega um varir hans. Og þá sömu forystu sýndi hann utan funda, er undirbúið var hjálparstarf á vegum Baldurs. En ég spurði hann einu sinni að því, hvort það hefði ekki verið vandi og jafnvel erfitt að vera sonur hins nafnkunna afreksmanns, kaupfélags- stjóra, ráðherra og bankastjóra og hvort það hefði verið honum erfið fyr- irmynd kysi hann að feta í fótspor hans. Hann horfði á mig án nokkurra orða, en af svip hans þóttist ég geta ráðið að vitanlega setti þetta stein í götu hans sem var í því fólginn að meira var ætlast til af honum en öðr- um lögfræðingum. En frekari orða- skipti í þessa átt áttum við ekki. Hann hélt sína leið, virti eðlilega afrek föður síns, Vilhjálms og dáði móður sína, Rannveigu Jónsdóttur af miklum kærleika. En hann kaus að hasla sér völl sjálfur og ráða sinni för. Naut hann hin síðustu ár þess mjög, að kona hans Hrund gekk til starfa á skrifstofu bónda síns og unnu þau þar saman allt til hinsta dags. Það dugði þó ekki gagnvart mann- inum með ljáinn að vera vel að manni og hafa þá kosti til að bera sem gera þann ágætan sem nýtur. Örn varð sjúkur og þýddi ekki að tefla við þann, sem fleiri hefur möguleika en okkur eru gefnir og þótt notið sé aðstoðar færustu lækna. Örn bar sig þó áfram vel og allt til hinstu stundar. En gott þótti mér þá við síðast skiptumst á orðum, að hann þakkaði mér fyrir þær stundir er við sátum hlið við hlið og nutum þess sem fram var borið hjá Baldri, hvort heldur var til að metta maga eða auka hugsun og athygli. Sú kennd er mér efst í huga núna og enn ríkulegar en endranær, þegar ég þakka vini mínum og bið honum, eig- inkonu, börnum og ástvinum öllum blessunar þess Guðs, er hefur tekið í móti höfðinglegum manni, sem örugg- lega mun kunna allt það, sem helst er krafist í sjálfu himnaríki og einkennir eilíft líf. Undir þessar bænir og þakkir tekur Ebba, kona mín og minnist göf- ugs manns og sérstaks um margt það, sem gott kallast og gott er. Örn Þór gleymist okkur ekki né þeim öðrum, er nutu þess að kynnast honum og lærðu að meta umfram flesta menn. Ólafur Skúlason. Hjálmholtið var eins og sjálfstætt samfélag þegar við vorum að alast upp. Það áttu svo margir krakkar heima í götunni að maður hefði hæg- lega getað lifað mjög fjölbreyttu og skemmtilegu lífi þar sem barn, án þess nokkurn tíma að fara út úr götunni. Þar var einnig mikill vinskapur milli fullorðna fólksins. Hrund og Örn voru okkar næstu ná- grannar og kærir vinir. Það var alltaf eitthvað svo grand og dálítið amerískt við Örn og Hrund. Kókópöffs og gos- drykkir voru alltaf til hjá þeim, og það mátti meira að segja fá sér á virkum dögum. Það er sérlega eftirminnilegt hve geðgóður og ljúfur Örn var. Sama hvað lætin í okkur krökkunum voru mikil, hvort sem var heima hjá þeim eða í risastóra ameríska bílnum þeirra, skipti hann aldrei skapi eða skammaði okkur. Þetta eru góðar bernskuminningar. Við nutum þess einnig að þekkja Örn sem fullorðið fólk. Þá kynntumst við því hve næmur maður og hæfileikaríkur listamaður Örn var. Við munum sakna Arnar Þórs, en minningin um prúðan mann og góðan vin lifir. Helgi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir. ÖRN ÞÓR ✝ Hulda ElísaEbenezersdóttir fæddist í Folafæti við Ísafjarðardjúp 31. mars 1935. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ebenezer Er- lendsson, f. 27. apríl 1907, d. 16. maí 1988 og Helga Jóna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1914, d. 19. febrúar 2004. Systkini Huldu eru Sigríður Steinunn, f. 31. desember 1931, Valgerður Sigurborg, f. 25. júní 1941, Eygló Úlfhildur, f. 7. októ- ber 1945, Magnús Albert, f. 29. maí 1953. Ung að árum veiktist hún sem varð þess valdandi að hún bjó við fötl- un upp frá því. Hulda bjó öll sín uppvaxtarár í Bol- ungarvík og gekk þar í barna- og unglingaskólann. 1959 flutti fjölskyld- an til Reykjavíkur og bjó hún í for- eldrahúsum þar til 1970 er hún flytur í Hátún 10 og fer þá að vinna á Múlalundi allt fram til ársins 2002. Útför Huldu verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við Hulda hittumst í fyrsta sinn í tómstundastofu Öryrkjabandalagsins í Hátúni 10B í Reykjavík. Hulda var að mála fríhendis blóm. Hún var hressileg, kát og sýnilega litaglöð en hafði þó ekki nema aðra höndina. Hina hafði hún misst fingurna af í slysi. Það kom fljótlega í ljós hjá okk- ur að við vorum báðar að vestan og leigðum báðar íbúðir þarna á staðn- um. Þótt vinnustofan væri lögð niður hittumst við oft að máli. Hún sagði frá bæjunum við Ísafjarðardjúp. Þaðan var hún ættuð og hennar fólk, en fædd í Bolungarvík. Í þessu spjalli komu nöfn úr framættum mínum og gerðum við okkur frændsemi úr því. Þá vann hún hálfan daginn í Múla- lundi og féll það vel, en heilsa hennar fór versnandi frá þessum tíma. Hulda var að jafnaði hress í lund og fylgdist vel með tilverunni þó að stundum brettist í báru þegar henni líkaði ekki annarra umræður. Hún bjó sér fallegt heimili sem henni var afar annt um. Lítill fugl í búri gaf henni ómetanlegar gleðistundir. Hún hafði lag á að rækta samband þeirra á milli og þegar hún kom í kaffisopa til mín átti hún jafnan einhverja sögu að segja mér af þeirra samvistum. Hulda var mér sérlega góð. Hún kom oft í kaffisopa. Eiginlega helst til að færa mér eitthvað. Hún var alveg sérlega gjafmild. Eins þegar hún eignaðist eitthvað fallegt, kom hún þá til mín að sýna mér það. Undanfarið vorum við til skiptis á sjúkrahúsi og nú hlutum við báðar síðasta lending- arstaðinn hér á hjúkrunarheimilinu Eir. Huldu dreymdi mikið. Allavega drauma. Þar á meðal að ekki yrði langt á milli okkar í gröfina. Okkur kom saman um að sú okkar sem fyrr færi hellti upp á könnuna þegar hin kæmi. Hún var ung í hjarta sínu og vildi fá að inna fjötralaus þeim gæðum sem drottinn hafði lagt fyrirheit hverjum sem skapaður var í hans mynd. Hulda glímdi við þjáninguna og háði stríð þar sem vopnum var ekki við komið. Hún var hetja sem gaf allt sem hún mátti. Allt frá léttum mola að fallegri flík frá henni vermir lófa mína með inni- legri þökk og kveðjum. Guð gefi henni frið og varðveiti hana. Jónína Jónsdóttir. Hulda hefur kvatt okkur. Í huga okkar var Hulda sterkur persónuleiki sem setti líf og lit á umhverfi sitt. Hún veiktist sem barn og var fötluð alla sína ævi. Það var hennar hlutskipti, en hún stóð sig eins og hetja og var gleðigjafi þeirra sem kynntust henni. Hún kunni ógrynni af vísum, sögum og textum sem hún fór með og söng við ýmis tækifæri. Þegar fjölskyldan kom saman var hún hrókur alls fagn- aðar og var ekki feimin við að troða upp og syngja. Við fjölskyldan eigum yndislegar minningar um Huldu frænku. Það var auðvelt að gleðja hana, bara að bjóða henni heim var eins og ævintýri fyrir hana og ekki höfðum við síður gaman af. Hún lék við hvern sinn fingur, sprellaði og fór með vísur, hún var líka alltaf einstaklega góð við börnin, spjallaði og lék sér við þau. Skemmti- legast þótti okkur hvað hún var hrein- skilin og sagði alltaf hispurslaust hvað henni fannst. Hulda var mikið fyrir sína fjöl- skyldu og var dugleg að rækta sam- bandið við sína nánustu. Þau voru ófá símtölin sem hún hringdi til að heyra hvernig aðrir höfðu það. Sambandið við vini og fjölskyldu í Bolungarvík, þar sem hún ólst upp, ræktaði hún einnig meðan hún hafði heilsu til. Ferðir til Bolungarvíkur á sumrin voru henni mikils virði. Hulda naut sín best þegar hún bjó í Hátúni þar sem hún leigði íbúð og sá um sig sjálf, vann á Múlalundi og eignaðist marga vini. Hún naut þess að taka á móti gestum. Það voru henni því þung spor er hún þurfti heilsu sinnar vegna að yfirgefa íbúð- ina sína og flytjast á hjúkrunarheim- ilið Eir þar sem hún bjó sl. ár við góð- ar aðstæður, en ekki alltaf sátt. Elsku Hulda þú varst okkur svo kær og kenndir okkur svo margt um lífið, að hlutirnir eru ekki sjálfsagðir eða sjálfgefnir. Þú varst litrík og skemmtileg. Við gleymum þér aldrei. Helga Grímsdóttir og fjölsk. Mig langar að minnast Huldu móð- ursystur minnar með örfáum orðum. Hulda frænka var litríkur persónu- leiki sem hafði skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í ljós. Það var ekki ládeyða í kringum hana því hún vildi ætíð hafa eitthvað fyrir stafni. Það fór heldur ekki framhjá neinum sem á vegi hennar varð að Hulda var kven- skörungur mikill, þannig var hún bara, hélt sínu striki og lét ekki aðra hafa áhrif á sig. Þó að hinir ýmsu sjúkdómar hafi leikið hana grátt í gegnum tíðina bjó hún ein og barðist svo fyrir því að geta búið áfram sjálf síðustu árin þó svo að það væri henni ofraun. Hulda naut sín í fjölmenni. Hún var minnug á vísur og lög og gat þulið upp heilu vísnabálkana ef sá gáll- inn var á henni. Í veislum gat hún ver- ið hrókur alls fagnaðar og var ötul við að troða upp og syngja fyrir okkur hin. Hún hafði mikið dálæti á föður mínum sem hún kynnti ávallt sem „tengdason mömmu“ en hann spilaði svo oft fyrir hana á harmonikku sem hún hafði mikið gaman af og söng með. Mér er minnisstætt þegar ég og fjölskyldan fluttumst upp á Kjalarnes. Hulda frænka hafði mikinn áhuga á að heimsækja mig og mína en ég var ekki í aðstöðu til að sækja hana. Það var ekki látið þar við sitja heldur ákvað hún að koma með strætó. Ég hafði áhyggjur af þessu ferðalagi hennar og sat við gluggann og beið. Svo sé ég strætó keyra niður götuna og renna í hlaðið hjá mér. Strætóinn stoppar og út kom Hulda frænka móð og más- andi. Hún hafði þá fengið strætóbíl- stjórann til að keyra sig upp að dyr- um. Þetta fannst mér henni líkt, hún bjargaði sér sjálf og lét ekki stoppa sig. Hulda var einlæg og góð í sér. Hún vildi stöðugt vera að gefa öðrum og var það henni til mikilla ánægju. Ég minnist ekki að ég eða börnin hafi far- ið tómhent út þegar við heimsóttum hana. Eins hafði hún sérstaklega mik- inn áhuga á börnum enda áttu þau at- hygli hennar alla í heimsóknum okkar. Síðustu árin voru henni erfið, sér- staklega vegna þess að það átti ekki við hana að vera upp á aðra komin og komast ekki ferða sinna hjálparlaust. Elsku Hulda, nú ertu búin að fá hvíldina. Við eigum eftir að sakna þess að hafa þig hjá okkur og fjölskyldu- mótin verða trúlega dauflegri þegar þú ert ekki með okkur. Hvíl þú í friði. Guðrún Grímsdóttir. Í dag kveðjum við okkar uppáhalds frænku, hana Huldu Elísu. Hulda frænka eins og hún var alltaf kölluð var ekki eins og fólk er flest. Þegar hún var lítil fékk hún tvo alvarlega sjúkdóma sem orsökuðu fötlun henn- ar. Þrátt fyrir það var hún alltaf mjög klár, hæfileikarík og dugleg, hún var líka ofsalega ljúf og góð og alltaf hress. Þegar við lítum til baka og hugsum um Huldu sjáum við hana sem hrók alls fagnaðar, miðpunktinn, stendur uppi á sviði og syngur hástöfum. Skemmti- kraftur af guðs náð. Segjandi gam- ansögur og vísur eins og henni var einni lagið, enda mikill húmoristi. Börnin hópuðust í kringum hana og hafði hún alltaf mjög gaman af börn- um. Við systkinin þökkum Huldu fyrir allt það sem hún var okkur og biðjum guð að geyma hana. Rúnar Már og Irma Ösp. Elskuleg frænka mín hún Hulda hefur kvatt okkur. Lífið hefur ekki farið mjúkum höndum um hana, hún fæddist heilbrigð en varð fyrir áfalli 12 ára gömul og varð aldrei söm á eft- ir, heilsulítil og veil, en hún átti því láni að fagna að stór fjölskylda hlúði að henni og sá um að hana vanhagaði aldrei um neitt og aldrei fann hún fyr- ir einmanaleik. Stórt skarð er nú höggvið í fjöl- skylduna, enda Hulda sterkur per- sónuleiki og hvar sem hún kom var hún hrókur alls fagnaðar, syngjandi, segjandi sögur, helst tvíræðar og gantaðist við okkur krakkana og síð- an okkar krakka og var hún vinsæl í afmælum og öðrum viðburðum og mátti hana helst ekki vanta. Hún var hreinskilin og sagði oft það sem aðrir hugsuðu en þorðu ekki að segja. Margar minningar líða í gegnum hugann og ylja manni um hjartaræt- ur og ég brosi í gegnum tárin. Fyrir 2 árum fékk Hulda áfall og eftir það var hún bundin hjólastól og kom ekki til mín til Grindavíkur eftir það, en samband okkar breyttist ekki hún hringdi alltaf og ég í hana, stund- um daglega og var hún að spyrja frétta eða bara að spjalla um daginn og veginn og á ég eftir að sakna þess að heyra ekki í þér aftur, Hulda mín, en nú er öllum þrautum lokið og guð hefur leitt þig um langan veg og veitt þér hvíld. Elsku Huldan mín, ég, Óskar, Sæv- ar, Hjalti, Ebba, Jóna og Maríanna þökkum þér samfylgdina og megi guð vaka yfir þér. Sofðu rótt, mín kæra. Ég læt eina vísu fylgja með, vísu sem Hulda fór svo oft með fyrir krakkana. Bí, bí og blaka, Brandur skeit á jaka, sýslumaður sá í rass og hélt það væri kaka. Þín frænka Guðbjörg. HULDA ELÍSA EBENEZERSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.