Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 41
MINNINGAR
✝ Sesselja Ol-geirsdóttir
fæddist í Bolungar-
vík 16. janúar 1922.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 21. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Rannveig Bene-
diktsdóttir og Ol-
geir Gunnar Jóns-
son. Bróðir
sammæðra var
Garðar Eymunds-
son, lést af slysför-
um 1978. Systkini samfeðra eru
Brynhildur, búsett í Reykjavík,
og Rafn Franklin, látinn.
Sesselja giftist 28. maí 1944
Sigurði Helgasyni vélstjóra, f. 20.
nóvember 1917. Börn þeirra eru:
1) Friðrik Sigurðsson, búsettur á
Akranesi, kvæntur Sigríði Maríu
Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú
börn og þrjú barnabörn. 2) Rann-
veig Sigurðardóttir, búsett í
Reykjavík, gift
Hólmgeiri Hregg-
viðssyni og eiga
þau þrjár dætur og
þrjú barnabörn. 3)
Páll Helgi, d. 1960.
4) Pálína Sigurðar-
dóttir, búsett í Nes-
kaupstað, gift
Guðna Geirssyni og
eiga þau þrjú börn
og eitt barnabarn.
Sesselja ólst upp í
Bolungarvík og Ísa-
firði. Eftir að hún
gifti sig bjó hún á
Ísafirði og var ein af þessum
duglegu vestfirsku sjómannskon-
um. Hún starfaði við rækju-
vinnslu, í frystihúsi, leikskóla og
sem matráðskona á sjúkrahúsinu
á Ísafirði. Sesselja starfaði mikið
fyrir Kvenfélagið Hlíf og var þar
heiðursfélagi.
Útför Sesselju fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku besta mamma mín, nú ert
þú farin frá okkur og komin til
Palla.
Líf þitt hefur ekki alltaf verið
dans á rósum. 15 ára gömul misstir
þú mömmu þína og varst nánast á
eigin vegum eftir það. Þá kom
dugnaður þinn og styrkur í ljós.
Síðan hófst hamingjutímabil þeg-
ar þú kynntist honum pabba, sem
elskaði þig og dáði og við tók líf
hinnar vestfirsku sjómannskonu.
Baráttan var oft hörð og efnin ekki
mikil.
Dugnaður þinn var einstakur
hvort sem var í frystihúsinu, á
sjúkrahúsinu eða heima. Aldrei féll
þér verk úr hendi, prjónaðir allt á
okkur og marga fleiri. Þú varst al-
gjör listamaður í höndunum.
Þið urðuð fyrir þeirri sáru sorg
að missa Palla okkar sem lést á
þriðja ári. Við systkinin fengum
gott uppeldi, okkur var uppálagt að
standa við okkar og treysta öðrum
og trúa á guð.
Mamma mín það er ótrúlegt að
hugsa til þess sem þú þessi litla og
netta kona fékkst áorkað um ævina
og aldrei kvartaðir þú og alltaf
sástu það jákvæða í fari fólks en
þoldir ekki illt umtal og illdeilur.
Nú er pabbi einn eftir á Hlíf og
ég lofa þér að hugsa vel um pabba.
Hann er svo duglegur og mikið
hörkutól.
Elsku mamma mín ég þakka þér
allt það góða sem þú gafst mér og
mínum.
Guð geymi þig, þín
Rannveig.
Þegar ég nú munda pennann
minn í þeim tilgangi að rita minn-
ingargrein um kæra tengdamóður
mína verður mér hugsað til þess að
væri ég jafn ritfær og hún var í
hannyrðum gæti ég fyllt allt blaðið
og meira til af fallegum orðum.
Þvílíkur snillingur sem hún var í
höndunum. Þess bera vitni peys-
urnar, sokkarnir og öll mjúku
barnateppin sem hún heklaði og
prjónaði um dagana.
Doffí, eins og hún var alltaf köll-
uð, lét nú ekki fara mikið fyrir sér í
daglegu lífi. Hún fór sér hægt.
Þegar hún brá undir sig betri fæt-
inum og var á ferðinni þá var
hlaupið frekar en gengið. Kraftur
hennar var engum líkur þegar hún
var upp á sitt besta. Gilti þá einu
hvort hún var að elda mat með
Gunnu vinkonu sinni á gamla
sjúkrahúsinu eða stóð við borðið
sitt í Íshúsfélagi Ísfirðinga.
Frásagnarhæfileikar hennar
voru alveg sér á parti. Hún mundi
tímana tvenna og í huga hennar
var allt skýrt og skemmtilegt. Ætt-
fræði vafðist ekki fyrir henni og
aldrei hafði hún kynnst neinum
nema ljúfmennum. Í það minnsta
hafði hún aldrei neitt ljótt að muna
úr fari annarra. Allir voru dýrðleg-
ir eins og hún gjarnan sló fram og
alltaf var lífið dásamlegt að hennar
mati.
Pjöttuð var tengdamamma alltaf.
Ávallt svo fín til fara. Hún átti lit-
ríkar, fallegar blússur og kjólarnir
ávallt með fallegum hnöppum og
nælum. Nákvæmnin við fötin var
líka mikil. Ermarnar urðu að vera
réttar. Ekki of stuttar og ekki of
síðar.
Nákvæmlega réttar. Elsku besta
tengdamamma. Ég á þér margt og
mikið að þakka sem gaman væri að
geta um. Samræður okkar tveggja
eftir góðan mat eða kaffi eru mér
skemmtilegar og verðmætar minn-
ingar og þeim mun ég aldrei
gleyma. Við Iddi, börnin okkar og
barnabörnin þökkum þér fyrir allt.
Góða nótt elsku mamma, tengda-
mamma, amma og langamma. Um
leið og við þökkum þér fyrir allt
vonum við að afi verði duglegur.
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Ég lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, minn draum og nótt.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Sigríður María (Sigga Maja).
Elsku amma, þegar við systkinin
settumst niður til þess að rifja upp
minningar um þig kom margt upp í
hugann. Sérstaklega hversu gott
það var að koma heim til þín og
afa. Það var alltaf kökuilmur úr
eldhúsinu og það besta sem við
fengum var ísköld mjólk og lagkak-
an þín fræga en hún var orðin svo
fræg að barnabarnabörnin pöntuðu
hana á milli landa.
Nafnið„prjónaamma“ varð til hjá
yngri kynslóð fjölskyldunnar og
það átti bara mjög vel við þig því
þú varst alltaf með prjóna í hönd-
unum. Við eigum öll ótrúlega fal-
legar flíkur sem þú hefur prjónað
fyrir okkur í gegnum tíðina og ber
þá helst að nefna fallegu ullarpeys-
urnar okkar.
Þær munu hlýja okkur um
ókomna tíð og mun hugur okkar
alltaf leita til þín þegar við klæð-
umst þeim.
Elsku amma. Eftir stendur
ótæmandi brunnur af góðum minn-
ingum um þig og kveðjum við þig
með söknuði. Þín barnabörn,
Helga Kristín, Gunnar
Hólm, Sigurður Friðgeir
og fjölskyldur.
SESSELJA
OLGEIRSDÓTTIR
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
KRISTBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR,
Tindaflöt 3,
Akranesi.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun.
Hilmar Njáll Þórarinsson,
Þórður H. Hilmarsson, Hjördís Kristinsdóttir,
Valgerður Hilmarsdóttir, Elvar Holm Ríkarðsson
og ömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HJÁLMFRÍÐUR S. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Silfurgötu 8a,
Ísafirði,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar
miðvikudaginn 19. janúar, verður jarðsungin frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14.00.
Guðjón Ebbi Sigtryggsson, Halldóra Þorláksdóttir,
Alda Sigtryggsdóttir, Birgir Hermannsson,
Helga Sigurgeirsdóttir,
Anna Sigtryggsdóttir,
Tryggvi Sigtryggsson, Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir,
Hólmfríður Sigtryggsdóttir,
Árni Sigtryggsson, Guðbjörg Skúladóttir,
Jón Björn Sigtryggsson, Magdalena Sirrý Þórisdóttir,
Hreiðar Sigtryggsson, Salóme Anna Þórisdóttir,
Katrín Sigtryggsdóttir Steingrímur Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR EINARSDÓTTIR,
áður Núpi,
Vestur-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju laugar-
daginn 28. janúar kl. 14.00.
Eygló Ragnarsdóttir, Lárus Björnsson,
Sigrún Jensen, Klaus Jensen,
Einar Ragnarsson,
Guðmundur Ragnarsson, Margrét Einarsdóttir,
Ragnar Valur Ragnarsson, Ingibjörg Hrönn Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HULDU INGIMARS
frá Þórshöfn.
Soffía Jónsdóttir,
María Jónsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson,
Arngrímur Jónsson, Hildur Ingvarsdóttir,
Eyþór Atli Jónsson, Svala Sævarsdóttir,
Víkingur Jónsson, Sigríður Harpa Jóhannesdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og
amma,
MATTHEA KATRÍN PÉTURSDÓTTIR,
Álfaborgum 9,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudag-
inn 30. janúar kl. 13.00.
Snæbjörn Ólafsson,
Ágústa Sigurðardóttir, Lýður Ásgeirsson,
Hilmir Freyr Sigurðsson, Svanhildur Jóna Erlingsdóttir,
Eva Björg Sigurðardóttir, Aðalsteinn Jóhannsson,
Auður Pétursdóttir, Haraldur Finnsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugar-
daginn 28. janúar kl. 14:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heil-
brigðisstofnun Siglufjarðar.
Anna Vignis,
Kristrún Ástvaldsdóttir, Ólafur Pétursson,
ömmu-, lang- og langalangömmubörn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
STEINVARAR KRISTÓFERSDÓTTUR,
Vitastíg 8a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa sóknarnefndum
Útskála- og Hvalsnessafnaða.
Barði Guðmundsson,
Elísabet Guðmundsdóttir, Orhan Karaali,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingólfur H. Eyfells
og barnabörn.
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
10-50% afsláttur
TILBOÐ
á legsteinum,
fylgihlutum og
uppsetningu