Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 51
MENNING
fyrir sælkera á öllum aldri
m 1
mtímarit um mat og vín | eitt | 2006
„Og víst er að mörgum finnst það jaðra við guðlast að taka
þorramat og gera eitthvað allt annað úr honum en fólk á að venjast.“
m
m - tímarit um
mat og vín fylgir
Morgunblaðinu
á morgun
FRÖNSK stjórnvöld munu efna til viðamikillar menning-
arkynningar í Reykjavík á fyrri hluta næsta árs, samkvæmt
upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu. Er það í samræmi
við ákvörðun Frakklandsforseta, Jacques Chirac, og þáverandi
forsætisráðherra Íslands, Davíðs Oddssonar, frá árinu 2001 um
gagnkvæmar menningarkynningar Íslands og Frakklands. Ís-
lenska menningarkynningin fór fram í París í september 2004
og vakti talsverða athygli.
Hefst á Vetrarhátíð og lýkur á Listahátíð
Undirbúningur að frönsku menningarkynningunni árið 2007
hér á landi er hafinn og verður samráðsfundur stjórnvalda
haldinn 2. febrúar næstkomandi. Frönsku menningarstofn-
uninni AFAA hefur verið falið af hálfu franskra stjórnvalda að
gera tillögur um þá viðburði sem boðið verður upp á. Er ætl-
unin að kynningin byrji á Vetrarhátíð Reykjavíkur í febrúar og
ljúki á Listahátíð í Reykjavík vorið 2007.
Við íslensku menningarkynninguna í Frakklandi var kostn-
aðarskipting með þeim hætti að frönsku samstarfsstofnanirnar
báru kostnað sem til féll þar í landi, þar á meðal þóknun til lista-
manna, uppihald þeirra og tæknimál af ýmsu tagi. Íslensk
stjórnvöld greiddu ferðakostnað og flutningskostnað auk
kostnaðar sem til féll við undirbúning hér á landi. Þá kostuðu
íslensk stjórnvöld gerð vísindakynningarinnar í Palais de la Dé-
couvert og tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í Mogador-
leikhúsinu. Sömu grundvallarreglum við kostnaðarskiptingu
milli íslenskra og franskra stjórnvalda verður fylgt við frönsku
menningarkynninguna á næsta ári. Kostnaður af kynning-
armálum skiptist þá jafnt á milli stjórnvalda í Frakklandi og Ís-
landi og verður sami háttur hafður á við frönsku kynninguna á
Íslandi á næsta ári, en fjárhæð hefur ekki verið ákveðin.
Eiríkur Þorláksson verkefnisstjóri
Til að vinna að undirbúningi af hálfu íslenskra stjórnvalda
hefur verið ákveðið að setja á laggirnar samráðshóp sem sam-
anstendur af fulltrúum forsætisráðuneytis, utanríkisráðu-
neytis, menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. Verk-
stjórn verður á hendi menntamálaráðuneytis, sem hefur
ákveðið að verkefnaráða Eirík Þorláksson, fyrrverandi for-
stöðumann Listasafns Reykjavíkur, sem verkefnisstjóra og
listrænan ráðgjafa, og Sigrúnu L. Guðbjartsdóttur sem kynn-
ingarstjóra. Verkefnisstjóri mun í samráði við frönsk og íslensk
stjórnvöld móta hina endanlegu dagskrá og annast samskipti
við þær stofnanir og listamenn hér á landi sem Frakkar hafa
valið sem samstarfsaðila.
Menning | Viðamikil frönsk menningarkynning á Íslandi vorið 2007
Kostnaði skipt milli stjórnvalda landanna
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar
íslensku menningarkynninguna í París í september 2004.
„MÉR fannst gaman að skoða þetta af því að
þetta er nú ekki það fyrsta sem mönnum dettur
í hug þegar Halldór Laxness berst í tal,“ segir
Halldór Guðmundsson, ævisöguhöfundur
skáldsins, sem heldur fyrirlestur í dag á vegum
Samtakanna 7́8 og Háskóla Íslands um Lax-
ness og samkynhneigð.
„Það sem kemur í ljós þegar maður skoðar
hans feril, er að hann var mikið að pæla ungur
maður í kynhneigð og kynhegðun og var miklu
frjálslyndari í þeim efnum heldur en flestir
samtíðarmenn hans hér uppi á Íslandi. Hann
hafði gaman af að boða í blaðagreinum að op-
inskár hómósexúalismi væri nauðsynlegur
partur af nútímamenningunni og hafði greini-
lega gaman af að ganga fram af fólki með þess-
um skoðunum. Hann hafði líka kynnst þessu,
bæði í klaustrinu þar sem hann dvaldi og ekki
síður á Taormina á Sikiley þegar hann var að
skrifa Vefarann mikla sumarið 1925. Taormina
var þá eins konar sumarathvarf samkyn-
hneigðra frá allri Evrópu. Þeir vinir sem Hall-
dór eignaðist þar voru margir hommar og ég
held að þessi kynni og pælingar hans hafi setið
sterkt í honum og þess sér stað í Vefaranum
mikla. Að sönnu er kvenhatrið mjög skýrt þótt
það eigi reyndar rætur að rekja til Strindbergs
að nokkru leyti, en það eru líka lýsingar sem
eiga greinilega upphaf sitt í dvöl hans á Sikil-
ey.“
Ætlaði að hafa Organistann homma
Halldór segist hvergi hafa rekist á neinar vís-
bendingar um að Halldór Laxness hafi sjálfur
verið bendlaður við samkyn-
hneigð. „Ég ætla nú ekki að
koma með neinar yfirlýs-
ingar um það. En áhugi
hans var mikill og hann átti
vini, strax ungur maður,
sem voru samkynhneigðir,
vinur hans einn í klaustrinu
í Clervaux var hommi og
hann kynntist snemma
Þórði Sigtryggssyni sem
var kannski frægasti ís-
lenski homminn á sinni tíð. Það mun t.a.m. hafa
verið upphaflega hugsun Halldórs að hafa org-
anistann í Atómstöðinni homma, og var Þórður
Sigtryggsson fyrirmynd hans. Hann féll svo frá
þeirri hug mynd á seinni stigum.“
Halldór segir að á þriðja áratug síðustu aldar
hafi umræða um sam kynhneigð hér á landi ver-
ið „tabú“.
„Halldór sagði í frægri grein í Morg-
unblaðinu á þeim tíma að „nú hefði Reykjavík
eignast hvaðeina sem heimsborg hentar, há-
skóla, bíó, football og hómósexúalisma.“ Maður
getur rétt ímyndað sér hvernig lesendur Morg
unblaðsins hafa hrist höfuðið yfir þessu á þeim
tíma.“
Bókmenntir | Halldór Guðmundsson fjallar um samkynhneigð í verkum Halldórs Laxness
Halldór Laxness og hommarnir
Fyrirlestur Halldórs Guðmundssonar er sá
fyrsti í röðinni af sex sem Samtökin 78 efna
til . Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda
og hefst kl. 12 í dag.
Halldór
Guðmundsson