Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 52

Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLIST Íslenskar plötur Jón Sigurðsson – Til þín  Til þín er annað sólóverk Jóns Sigurðs- sonar. Jón syngur en trymbill er Gunn- laugur Briem, bassaleikari Róbert Þór- hallsson, gítarleikari Guðmundur Pétursson, hljómborðsleikari Pétur Hjaltested, klarinettuleikari Sigurður Flosason og um bakraddir sér Friðrik Óm- ar Hjörleifsson. Lög eru flest eftir inn- lenda höfunda. Jón semur sjálfur tvö lög auk þess að eiga eina textaþýðingu en svo eru tvö erlend lög með íslenskum textum. Pétur Hjaltested sá um útsetn- ingar, upptökustjórn, hljóðritun og -blöndun. Sena gefur út. EITT af einkennum síðasta tónlist- arárs var mikið tökulagaplötuflóð – tökulagasukk eins og einhver orð- aði það. Ef fólk úr Stjörnuleitinni var ekki að gefa út slíkar plötur tóku hljómsveitir sig til (Á móti sól) eða þá söngvarar (Helgi Björnsson, Bergsveinn Arilíusson, Bjarni Arason t.d.). Ár- angurinn af þessu var upp og ofan eins og gengur, enda vel hægt að gera slík verk vel úr garði og stundum tókst mönnum að blása nýju lífi í gamla slagara. Plötur þær sem runnu undan Stjörnuleitinni eru þó í sérflokki, allar svo gott sem skelfilegar (und- antekningin er Hildur Vala). Og eins er með þá sem hér er til umfjöllunar, önnur plata „Fimm- hundruðkallsins“ Jóns Sigurðs- sonar. Platan rennur átakalaust í gegn og skilur nákvæmlega ekki neitt eftir sig. Sem kallar á spurn- inguna: Hver er tilgangurinn með þessum „Idol“-plötum? Þessi keppni hefur sannað sig sem vinsælt sjónvarpsefni og aðdá- endur „sinna“ manna kaupa þessar plötur líkast til í unnvörpum. En þegar innihaldið er sem raun ber vitni er jafngott að hengja plöt- urnar innsiglaðar upp á vegg. Það er eitt að geta haldið lagi sæmilega en Stjörnuleitin virðist hafa komið því til leiðar að sigurvegarar keppninnar eru farnir að trúa því sjálfir að þeir séu „söngvarar“ en standa svo líkt og klæðlausi keis- arinn á plötunum. Útkoman þar er auðvitað líka undir upptökustjór- unum og markaðsfræðingunum sem virðast ekki vita hvernig moða á úr efniviðnum. Jón Sigurðsson er sú „Idol“- stjarna sem náð hefur hvað mest- um árangri. Hann hefur nú gefið út tvær plötur og náði á sínum tíma að hasla sér völl hjá mjög svo ákveðnum markhópi. Heyrt hef ég t.d. um fólk sem hefur verið að leita að hugljúfu, erlendu lagi fyrir brúðkaup – og það í flutningi Jóns. Fyrri plata Jóns, Our Love, inni- hélt mestmegnis erlend lög en hér er leitað á íslensk mið. Jón hefur sjarma, er svona þekkilegur og góður strákur, en söngröddin afar veik og hlutlaus. Allur flutningur er það tilþrifalítill að maður tekur vart eftir lögunum, líkt og er með opnunarlagið, „Eitthvað undarlegt“ (sem Ríó tríó gerði frægt). Stund- um heyrist að Jón þekkir lögin ekki vel og er því stirður í söngn- um („Ég leitaði blárra blóma“). Og sum lögin, eins og „Við eigum sam- leið“ og „Tár í tómið“ eru hrein- lega illa sungin. Jón semur þá tvö lög sjálfur sem eru afskaplega þunn. Best tekst honum upp í „Leyndarmál“. Undirspil er að sjálfsögðu fagmannlegt en að sönnu litlaust. Það er líklega sársaukalaust að heyra Jón strömma þessi lög á ein- hverjum uppákomum en á plötu er þetta engan veginn að ganga. Þessa einu stjörnu fær Jón fyrir að halda sér gangandi í viðsjárverðum poppheimi og að hafa skapað sér nafn. Ég tek ofan fyrir því. En platan sjálf er tilgangslaus með öllu. Arnar Eggert Thoroddsen Hver er til- gangurinn? NÚ HAFA fyrstu nöfnin á komandi Hróars- kelduhátíð loksins verið tilkynnt en Franz Ferdin- and, Tool og Kanye West hafa boðað komu sína. Skoska sveitin Franz Ferdinand þarfnast lít- illar kynningar við en hún hélt tónleika hér á landi sl. haust. Hljómsveitin á tvær plötur að baki; sú fyrri er samnefnd sveitinni en hin síðari nefnist You Could Have It So Much Better. Tool er sömuleiðis fjölmörgum tónlistar- áhugamönnum kunn en hún kemur frá Bandaríkj- unum og spilaði síðast á Hróarskelduhátíðinni ár- ið 2001. Sama ár kom einmitt síðasta plata sveitarinnar út, Lateralus. Tool er með plötu í smíðum en hún spilar einhvers konar „art-rokk“ sem seilist til metals. Bandaríski hipphopparinn Kanye West hefur sent frá sér tvær plötur sem hlotið hafa afbragðs- dóma, The College Dropout og Late Registration. Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir sam- starf við tónlistarmenn á borð við Aliciu Keys, Jay-Z og Ludacris. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá opinberum tengiliði hátíðarinnar hér- lendis. Þar segir að á næstunni muni aðstand- endur Hróarskelduhátíðarinnar halda áfram að kynna sveitir og tónlistarmenn sem fram koma á þessari vinsælu tónlistarhátíð næsta sumar. Tónlist | Hróarskelda 2006 Franz Ferdinand, Tool og Kanye West Hátíðin fer fram 29. júní til 2. júlí. roskilde-festival.is roskilde-festival.dk Alex, Bob, Paul og Nick verða á Hróars- kelduhátíðinni næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.