Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÓRT FÍKNIEFNAMÁL Upp komst um stórt fíkniefnamál í Leifsstöð þegar tæp 4 kg af amfeta- míni voru tekin af ungu pari við komu frá París síðasta föstudag. Hald var lagt á efnin og parið dæmt í tveggja vikna gæsluvarðhald. Bor 2 gengur hægt Erfiðlega gengur að bora hluta að- rennslisganganna að Kárahnjúka- virkjuninni. Bor 2 hefur lent í tals- verðum vandræðum en hann hefur verið að fara í gegnum sprungu- svæði. Deilt um netaveiðar Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa að undanförnu fjallað um nýtt frumvarp Guðna Ágústssonar um lax- og silungsveiði. Framsókn- arflokkurinn hefur heimilað fram- lagningu frumvarpsins með fyr- irvörum um laxveiðar í netum meðal annars. Áfram mótmæli Lítið lát er á mótmælum og múg- æsingum meðal múslíma vegna skop- myndanna af Múhameð spámanni og nú um helgina var kveikt í sendiráð- um Dana og Norðmanna í Damaskus í Sýrlandi og í ræðismanns- skrifstofum Dana í Beirút í Líbanon. Hefur danska stjórnin farið fram á fund með Einingarsamtökum ísl- amskra ríkja í Sádi-Arabíu og bendir flest til, að af honum verði. Kaþ- ólskur prestur var myrtur í Tyrk- landi í gær og leikur grunur á, að teikningarnar hafi verið tilefni morðsins. Frelsi og ábyrgð Séra Sigurður Pálsson, sókn- arprestur í Hallgrímskirkju, sagði í predikun í gær, að tjáningarfrelsinu fylgdi ábyrgð og það ætti ekki að nota til að vanvirða aðra. Það væri hins vegar einn af hornsteinum vest- rænnar menningar og múslímar yrðu að skilja, að því yrði ekki fórnað að þeirra kröfu. Menn ættu að sýna um- burðarlyndi en það mætti ekki breyt- ast í undirlægjuhátt eins og gerst hefði með trúarbragðafræðslu í skól- um. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Dagbók 30/32 Fréttaskýring 8 Myndasögur 30 Viðskipti 12 Víkverji 30 Vesturland 13 Velvakandi 31 Erlent 14 Staður og stund 32 Daglegt líf 15/17 Leikhús 33 Umræðan 18/24 Bíó 34/37 Forystugrein 20 Ljósvakar 38 Minningar 25/27 Veður 39 Menning 29/33 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ræðum málin. Ég verð á beinni línu á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag kl. 17. Sími: 588 1994 ÉG TRÚI Á MANNGILDISHUGSJÓNINA. Sem borgarstjóri í Reykjavík vil ég færa þjónustu við aldraða á eina ábyrga hönd með fjölbreyttum valkostum. Ég óska eftir þínum stuðningi í fyrsta sæti Samfylkingarinnar. HUGSUM STÓRT! BÆÐI Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi VG, eru með efasemd- ir um ágæti þess að láta kjósa um þær tvær leiðir sem helst eru taldar koma til greina varðandi staðsetn- ingu Sundabrautar. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, sagði á liðnu hausti að hann vildi láta útfæra nánar tvo möguleika á legu Sunda- brautar, innri og ytri leið. Honum fannst að ekki ætti að útiloka þann möguleika að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessa kosti samhliða borgarstjórnarkosningunum á vori komanda. Árni Þór Sigurðsson telur það ekki skynsamlegt að efna til at- kvæðagreiðslu um legu Sundabraut- arinnar sem slíkrar. Hann kvaðst ekki sannfærður um að auðvelt væri að kjósa um spurningu af því tagi í almennri atkvæðagreiðslu. „Það er að mínu mati frekar út- færslumál hvort Sundabraut liggur í innri eða ytri legunni. Hlutur sem verður að vinna í samvinnu allra hagsmunaaðila, borgar og ríkis, íbúa og annarra hagsmunaaðila. Mér fyndist þá nær að kjósa um hvort leggja á Sundabraut eða ekki,“ sagði Árni Þór. Hann sagði að t.a.m. íbúar í Vogahverfi hafi spurt hvers vegna þörf sé á að gera Sundabraut. Árni Þór taldi það verðugri spurningu að leggja fyrir kjósendur, en nákvæm- lega hvar brautin á að liggja. Hætt við að kosning myndi tefja framkvæmdir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri telur að kosning um legu Sundabrautarinnar geti verið áhugaverð að mörgu leyti. „Það sem er hins vegar flókið er að ákveða um hvaða kosti eigi að kjósa. Ef við tök- um sem dæmi að kjósa ætti á milli innri og ytri leiðar, þá myndi ekki vera ljóst hver ætti að bera kostn- aðinn ef kostnaðarmunur væri á leið- unum. Borgin er með þetta í sam- ráðsferli við íbúa í dag og ég tel að meta eigi stöðuna þegar niðurstöð- urnar úr því ferli eru komnar.“ Steinunn Valdís taldi enn fremur að kosning myndi mögulega tefja fyrir framkvæmd Sundabrautar. „Aðalatriðið í mínum huga er að það liggur á að fara í framkvæmd Sunda- brautar og ég vil að málið sé vel und- irbúið á öllum stigum og þegar að búið er að ná sátt við íbúa, hvora leið- ina sem farið er, að þá verði brett upp ermar og farið í þetta verkefni. Það sem maður er helst hikandi við kosningar sem þessar er að þær muni tefja framkvæmdirnar.“ Ekki fylgjandi kosningu um legu Sundabrautar Forystumenn R-listans bregðast við hugmynd Dags B. Eggertssonar Steinunn Valdís Óskarsdóttir Árni Þór Sigurðsson FRAMKVÆMDIR við lóð tæplega 40.000 m2 verslunarhúss á einni hæð við Blikastaðaveg 2–8 við Vestur- landsveg hefjast væntanlega nú í febrúar eða mars, að sögn Bjarna Jónssonar, byggingartæknifræðings hjá Smáragarði ehf. Hönnun hússins er á lokastigi og býst Bjarni við að jarðvinna verði boðin út síðar í þess- um mánuði. Jarðvinna ætti þá að geta hafist einni til tveimur vikum síðar. Hann sagði stefnt að því að húsið yrði tilbúið til notkunar á næsta ári. Í húsinu verða m.a. BYKO og Rúmfatalagerinn með verslanir og eins matvörumarkaður á vegum Mötu. Húsið verður með öðru sniði en t.d. Kringlan og Smáralind því gengið verður beint inn í verslanirnar af bíla- stæðum. Eftir er að ráðstafa nokkur þúsund fermetrum í húsinu og eins aðstöðu fyrir bílatengda þjónustu og skyndibitastað, að sögn Bjarna. Nær 80.000 m2 í byggingu Smáragarður ehf. er fasteignafélag sem heldur utan um allar fasteignir eignarhaldsfélagsins Norvikur, sam- tals um 100.000 m2. Auk hins nýja nær 40.000 m2 verslunarhúss er Smáragarður ehf. einnig að byggja 12.000 m2 BYKO-verslun í Urriða- holti í Garðabæ, 3.500 m2 verslunar- hús í Mosfellsbæ fyrir verslanir Kaupáss, Mosfellsbakarí o.fl., 6.500 m2 verslunarhús á Akranesi, þar sem m.a. verða verslanir Kaupáss o.fl. Einnig er verið að byggja 7.000 m2 hús á Akureyri fyrir nýja BYKO- verslun. Smáragarður byggir við Vesturlandsveg Bygging 40.000 m2 húss að hefjast PÁLMI Kormákur, Stormur Jón Kormákur og Ingi- björg Sóllilja voru á ferð í Bankastrætinu í Reykjavík í gær. Þau létu rigninguna ekkert á sig fá en nutu þess að vera úti. Það er spáð kólnandi veðri og því nauðsyn- legt fyrir öll börn að klæða sig vel áður en lagt er af stað í skólann á morgun. Morgunblaðið/Eggert Göngutúr í Bankastræti EFTIRSPURN ólíkra trúfélaga eftir lóðum undir tilbeiðsluhús er talsverð þessa dagana og eru nokkrar hug- myndir til umfjöllunar hjá umhverf- isráði. Segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, hugmyndir um slík tilbeiðsluhús enn á frumstigi, en mikill áhugi sé hjá trúfélögunum að koma upp tilbeiðsluhúsum. Þannig hafði rússneska rétt- trúnaðarkirkjan fengið vilyrði fyrir lóð í Öskjuhlíðinni, en áhugi hafi hins vegar kviknað á að reisa kirkjuna nær rússneska sendiráðinu og hinum kaþólska söfnuðinum. Kaþólski söfn- uðurinn tók að sögn Dags vel í það og er áhugi fyrir því að koma kirkju rétttrúnaðarkirkjunnar fyrir á Landakotstúni, en jafnframt verður áfram möguleiki á staðsetningu í Öskjuhlíð. Þá sækjast nú ásatrúarmenn eftir að byggja hof í rjóðri við Öskjuhlíð, nálægt fyrirhuguðum duftkirkju- garði, en þar hafa þeir oft haldið blót. „Þá vilja múslímar nú gjarnan reisa menningarmiðstöð við Stekkjar- bakka ofan Elliðaárdals, þar sem yrði moska, bókasafn, kynningarmiðstöð og jafnvel eitthvað fleira,“ segir Dag- ur. Eftirspurn eft- ir ólíkum til- beiðsluhúsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.