Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 35
Sími - 551 9000 M YKKUR HENTAR **** 400 kr. í bíó * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu WALK THE LINE kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 6 og 9 B.I. 12 ÁRA MEMOIRS OF A GEISHA kl. 6 og 9 LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, 8 og 10 B.I. 14 ÁRA 6tilnefningar tilóSkarSverðlauna beSta tónliStin, John WilliamS Golden Globe verðlaun Fór beint á toppinn í bandaríkjunum! the fog Sími 553 2075 • www.laugarasbio.is „...falleg og skemmtileg fjölskyldumynd...“ MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. DÖJ, Kvikmyndir.com eeee VJV, Topp5.is eee H.J. MBL Sýnd kl. 6 F U N Sýnd kl. 6, 8 og 10 StórkoStleg Saga um áStir og átök byggð á hinni ógleymanlegu metSölubók eftir arthur golden beSta tónliStin, John WilliamS Golden Globe verðlaun eeeKvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Rolling Stone eee Topp5.is Sýnd kl. 5 og 8 Vinsælasta myndin á Íslandi í dag! 6tilnefningar tilóSkarSverðlauna eee Kvikmyndir.com eee Kvikmyndir.is eee Rolling Stone eee Topp5.is Morgunblaðið/Eggert KRISTJÁN Hreinsson, höfundur texta við þrjú af þeim lögum sem eru í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins, hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar útvarpsstjóra að lag eftir Sylvíu Nótt og Þorvald Bjarna hafi ekki verið dæmt úr keppni þrátt fyrir að því hafi verið lekið á netið. Kristján segist leggja þessa stjórnsýslukæru fram vegna þess að sama hvers eðlis keppni er þá eigi sömu reglur að ganga yfir alla kepp- endur. „Við fáum viss fyrirmæli um reglur og það er ekki hægt að ein- hver einn fái að fara eftir öðrum reglum, alveg sama hversu frægur hann er. Reglur voru brotnar þegar lagið komst á netið og útvarps- stjóri leyfir það. Í útvarpslögum stendur að útvarpsstjóri eigi að fara eftir reglum og með þessari kæru vil ég leyfa útvarps- ráði að grípa í taumana.“ Kristján veit ekki hvað á eftir að koma út úr þessu en segist hafa rétt fyrir sér og vill að laginu verði vísað úr keppni. Hann segist vera með stuðning flestra annarra höfunda í keppninni og marga standa að baki sér. Aðspurður hvort hann sé ekki að taka heldur hart á þessu þar sem lekinn á netið sé ekki höfundum lagsins að kenna segir hann leka alltaf vera höfundum að kenna og ekki sé hægt að teygja það í neina aðra átt. Fimmtán lög í úrslit Þriðja og seinasta undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins var sl. laugardagskvöld. Lögin sem kom- ust áfram voru: Mynd af þér, eftir Svein Rúnar Sig- urðsson en Birgitta Haukdal flutti. Til hamingju Ís- land, eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, í flutningi Sylvíu Nætur, Útópía, eftir Svein Rúnar Sigurðs- son en flytjandi var Dísella Lárusdóttir, 100%, eftir Hörð G. Ólafsson í flutningi Rúnu og Á ég, eftir Örlyg Smára, Bjart- mar Þórðarson söng. Það verða fimmtán lög sem keppa til úrslita 18. febrúar næstkomandi en sigurlagið verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Grikklandi í vor. Bjartmar Þórð- arson söng lagið Á ég eftir Örlyg Smára. Útópía eftir Svein Rúnar, í flutningi Dísellu Lárusdóttur.Birgitta Haukdal söng lagið Mynd af þér og stóð sig vel eins og aðrir keppendur. Tónlist | Sömu reglur eiga að ganga yfir alla keppendur Stjórnsýslukæra lögð fram í Söngvakeppni Sjónvarpsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 35 TÍUÞÚSUNDASTI gesturinn sá Fullkomið brúð- kaup hjá Leikfélagi Akureyrar á laugardags- kvöld en það er næstmesta aðsókn frá upphafi hjá félaginu. Einungis hafa fleiri séð My Fair Lady árið 1983 en þá sýningu sáu rúmlega 11.000 manns. Það kemur því í ljós í febrúar hvort metið verði slegið. Gestur númer 10.000 heitir Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir og voru henni færð blóm í tilefni þess. Leiksýningin Fullkomið brúðkaup hefur notið fádæma vinsælda frá því hún var frumsýnd hjá Leikfélagi Akureyrar í lok október. Troðfullt hef- ur verið á allar sýningar og til að mæta eftirspurn hefur fjölda aukasýninga verið bætt við sem allar hafa selst upp jafn óðum. Síðasta sýning á Fullkomnu brúðkaupi verður 18. febrúar en þá verður rýmt til fyrir Litlu hryll- ingsbúðinni sem er næst á svið hjá LA. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gestur númer tíu þúsund á Fullkomið brúðkaup var Ragnheiður Ólöf Skaptadóttir. Hér er hún ásamt unnusta sínum á sýningunni á laugardaginn. Tíu þúsund manns hafa séð Fullkomið brúðkaup Myrkir músíkdagar Salurinn, kl. 20 Veglaust haf Caput leikur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgisson, Tryggva M. Baldvins- son, Hafliða Hallgrímsson, Þorkel Sigurbjörns- son og Huga Guðmundsson. Þessi dagskrá er til- einkuð hafinu og var fyrst flutt á Expo í Japan 15. júlí 2005. Með tónlistinni eru sýnd myndverk eftir Halldór Ásgeirsson. Laugarborg, Eyjafirði kl. 20.30 Klarinetta og slagverk Ingólfur Vilhjálmsson bassaklarinettuleikari og Tobias Guttman marimbu- og slagverksleikari frumflytja fimm íslensk verk og leika tvö verk eftir hollensk tónskáld. Silvía Nótt óskaði Íslandi til ham- ingju í sínu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.