Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ein- staka vorferð í beinu leiguflugi til þessarar stór- kostlegu borgar. Péturs- borg er meðal 10 eftirsótt- ustu áfangastaða ferða- manna í heiminum. Millj- ónir manna heimsækja borgina árlega til að rifja upp söguna, skoða falleg- ar byggingar, s.s. Vetrar- höllina og kirkjurnar, fara á söfn eða í leikhús og á tónleika eða bara njóta hins ljúfa lífs og kíkja í verslanir, t.d. á aðal glæsi- og verslunarstrætinu, Nevsky Prospect. Fjöl- breytt gisting í boði í hjarta Péturs- borgar og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða, Pétri Óla Péturssyni o.fl. Vorið í Pétursborg 6.-10. maí frá kr. 69.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Beint morgunflug - Frábært verð Frá kr. 69.990 Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Moscow Hotel með morgunmat. Netverð.Tryggðu þér sæti núna! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is UM 30% tíundu bekkinga eru með glerungseyðingu á einhverri tönn, 37,3% stráka og 22,6% stúlkna. Þetta er veruleg aukning frá árinu 1997 þegar 22% fimmtán ára barna mældust með glerungseyðingu í rannsókn Ingu B. Árnadóttur tann- læknis. Tæplega 15% barna í 7. bekk hafa glerungseyðingu á einhverri tönn, 19% drengja en 9,8% stúlkna. Þetta er niðurstaða landsrannsóknar á munnheilsu Íslendinga sem dr. Helga Ágústsdóttir, tannlæknir og sérfræðingur hjá heilbrigðisráðu- neytinu, stýrir. Hólmfríður Guð- mundsdóttir, tannlæknir hjá Mið- stöð tannverndar og Lýðheilsustöð, sá um framkvæmd rannsóknarinnar. Er þetta fyrsta niðurstaða rann- sóknarinnar en auk glerungseyðing- ar var aflað upplýsinga um tann- skemmdir, tannmissi og sjúkdóma í mjúkvefjum með klínískri skoðun auk upplýsinga um heilsufarslegan og félagslegan bakgrunn þátttak- enda með spurningalistum. Rannsóknin var framkvæmd sl. vor og náði til slembiúrtaks 2.254 barna í 1., 7., og 10. bekk víðs vegar um landið. Uggvænleg þróun Helga Ágústsdóttir segir niður- stöðuna sýna að glerungseyðing sé mikil meðal íslenskra unglinga og að þróunin sé uggvænleg. „Enn þarf að kafa dýpra í gögnin til að finna or- sakasambönd við áhættuþætti en vitað er að íslenskir unglingspiltar drekka tvöfalt meira af gosdrykkj- um en stúlkur,“ segir Helga en sam- kvæmt könnun sem Manneldisráð gerði árið 2002 drekka unglingspilt- ar að meðaltali um lítra af gosi á dag. „En rannsóknin okkar sýnir einmitt að tæplega tvöfalt fleiri piltar eru með glerungseyðingu en unglings- stúlkur á sama aldri.“ Þegar bornar eru saman tölur um glerungseyðingu hjá piltum í 7. bekk annars vegar og í 10. bekk hins veg- ar komi í ljós mikill munur og spyrja megi hvað muni gerast í framhald- inu. „Þetta gæti dregið dilk á eftir sér í framtíðinni,“ segir Helga. „Breyti unglingar ekki um lífsstíl þá á ástandið aðeins eftir að versna.“ Helga bendir á að glerungseyðing sé mjög alvarlegt vandamál. „Gler- ungseyðing er óafturkræf og hana er jafnvel erfiðara og dýrara að lagfæra en tannskemmdir,“ segir Helga. „Það er mjög uggvænlegt ef gler- ungurinn, sem ver tennurnar, er að eyðast utan af þeim. Tennurnar þynnast og verða mun viðkvæmari fyrir kuli og hættan á tannskemmd- um margfaldast.“ Helga segir að í raun sé ekki enn búið að finna góða leið til að laga glerungseyðingu. „Oft er eina ráðið að setja postulínskrónur eða gull- krónur utan um tennurnar. Þetta er mjög kostnaðarsöm aðgerð.“ Rannsóknin var framkvæmd í grunnskólum á skólatíma og skoð- uðu tannlæknar börnin. Byrjað var á tannhreinsun og tannburstun en að henni lokinni skoðaði tannlæknir börnin með tilliti til sjúkdóma í mjúkvefjum, tannskemmda, áverka og glerungseyðingar. Þá voru teknar röntgenmyndir af tönnum barnanna. Í ítarlegri spurningakönnun voru börnin og foreldrar þeirra beðnir að skrá bakgrunn, uppruna, efnahag og menntun foreldra auk þess sem eldri börnin greindu frá áhugamálum, íþróttaiðkun, hljóðfæranámi og vasapeningum. Einnig var spurt um daglega tannhirðu, mataræði (þ.m.t. sælgætisát) og hvort viðkomandi barn færi í reglulegt eftirlit hjá tann- lækni. Sá hluti rannsóknarinnar sem nær til þessara upplýsinga er enn í vinnslu. Um þriðjungur tíundu bekk- inga með glerungseyðingu  Strákar: 37,3%  Stúlkur: 22,6% Morgunblaðið/Jim Smart Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SÚRIR drykkir, þá aðallega gos- drykkir, eru taldir helstu orsaka- valdar glerungseyðingar. Gos- drykkir eru taldir sýnu verri en súrir ávaxtadrykkir og helgast það m.a. af neyslumynstri unglinga. Eftir að gosdrykkir komu í umbúðir með skrúftappa hafa unglingarnir gosflöskuna við höndina og eru að súpa á henni sí og æ, t.d. yfir heima- lærdómnum og tölvuleikjunum, segir Helga Ágústsdóttir, sem stýrði munnheilsurannsókninni. „Það er þetta stöðuga sýrubað sem tennurnar eru í sem hefur þessar afleiðingar fyrir glerunginn.“ Helga segir það útbreiddan mis- skilning að sykur valdi glerungs- eyðingu. Því hallist margir að diet-gosdrykkjum. Það er hins veg- ar sýran sem skaðar glerunginn í þessu tilliti. Eyðingarmáttur súrra drykkja FYRSTA stóra golfsýningin á Ís- landi, Golf á Íslandi 2006, verður haldin á Nordica hóteli helgina 11. til 12. febrúar næstkomandi. Um er að ræða kaupstefnu þar sem bland- að verður saman helstu nýjungum sem snerta golfið auk þess sem boð- ið verður upp á margvíslega af- þreyingu og fræðslu. Á sýningunni sem ber yfirskrift- ina „Þín íþrótt – þín sýning“ verða kynntar nýjungar sem snerta golf- íþróttina, hvort sem um er að ræða kylfur eða annan útbúnað, golf- fatnað, ráðgjöf eða upplýsingar um golfklúbba. Yfir 30 aðilar kynna þjónustu sína og á sýningunni verð- ur rekin stærsta golfverslun lands- ins. Þá munu skipuleggjendur golf- ferða kynna fjölbreytta möguleika sem eru í boði fyrir íslenska kylf- inga, hvort sem er innanlands eða utan. Mikið er lagt upp úr skemmt- anagildi sýningarinnar og geta sýn- ingargestir tekið þátt í fjöl- breyttum leikjum þar sem verð- launin eru meðal annars nýr Golf. Þá mun brellumeistarinn David Edwards sýna listir sínar á sýning- unni en hann býr yfir fádæma leikni við að slá golfbolta með hin- um ýmsu kylfum og tólum. IceExpo skipuleggur sýninguna í nánu sam- starfi við Golfsamband Íslands, sem mun jafnframt gangast fyrir ráð- stefnu í tengslum við sýninguna um hinar ýmsu hliðar golfsins en meg- inviðfangsefni ráðstefnunnar verða: Golf sem heilsurækt; gras- vallarrannsóknir á golfvöllum og um kylfinga morgundagsins. Að- alstyrktaraðili sýningarinnar er Icelandair. Nánari upplýsingar um sýn- inguna og ráðstefnu GSÍ má finna á heimasíðu sýningarinnar á slóðinni www.icexpo.is/golf. IceExpo og GSÍ standa fyrir fyrstu stóru golfsýningunni á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Gústaf Gústafsson sýningarstjóri, Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, og Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, kynntu golfsýninguna á blaðamannafundi í gær. Sýningin verður haldin 11. og 12. febrúar. SIGURÐUR Kári Kristjánsson, for- maður menntamálanefndar Alþing- is, segir að nafn Sigurðar A. Magn- ússonar, rithöfundar og þýðanda, hafi verið eitt þeirra nafna sem rædd voru í nefndinni vegna heið- urslauna Alþingis við síðustu úthlut- un, en ekki hafi verið til fjárveit- ingar til að fjölga þeim sem þiggja heiðurslaun. Í grein sem Sigurður A. Magn- ússon skrifaði í Lesbók Morgun- blaðsins á laugardag minnist hann á áskorun sem Bjarni Bjarnason og Einar Örn Gunnarsson sendu menntamálanefnd í september 2004 þar sem hvatt var til þess að Sig- urður fengi heiðurslaun Alþingis. Sigurður Kári, sem tók við for- mennsku í nefndinni eftir að fjallað var um áskorunina frá Bjarna og Einari Erni, segir að önnur áskorun hafi borist eftir að hann tók við for- mennsku vegna Sigurðar A. Nafn hans, sem og annarra, hafi verið rætt í nefndinni. Hins vegar hafi þeim listamönn- um sem þiggja heiðurslaun Alþingis fjölgað mjög á undanförnum árum, og með hliðsjón af því hafi verið ákveðið að fara ekki fram á auknar fjárheimildir til að fjölga þeim frek- ar. Þar sem enginn sem þáði launin árið á undan hafði fallið frá, hafi ein- faldlega ekkert svigrúm verið til að veita fleiri listamönnum heiðurs- laun, hvorki Sigurði A. né öðrum. Listamenn í fullu fjöri „Hitt er annað mál að mér hefur fundist menn hafa farið dálítið fram úr sjálfum sér varðandi þessi lista- mannalaun. Mér hefur fundist þau eiga að vera ætluð fyrir þá lista- menn sem eru á endapunkti síns ferils, og það sé verið að heiðra þá fyrir vel unnin störf í þágu listarinn- ar og þjóðarinnar. En þegar maður skoðar listann eru þar listamenn sem eru enn í fullu fjöri, og þeir eru þarna kannski á kostnað manna eins og Sigurðar A. Magnússonar, Krist- jáns Karlssonar og Guðmundar Jónssonar,“ segir Sigurður Kári. Nafn Sigurðar A. Magn- ússonar rætt við síðustu úthlutun heiðurslauna Ekki fé til að fjölga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.