Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR INGIBJÖRG Bjarnardóttir hdl. seg- ir að deilendur sem hafa verið leiddir í gegnum sáttaferli fái oft nýja sýn á deilumál sín þegar leitast er við að sætta deilendur frekar en að dæma í máli þeirra fyrir dómstólum. Verið er að stíga fyrstu skrefin hér á landi til að innleiða sáttamiðlun, en það er leið sem hefur verið mikið notuð í Dan- mörku. Sáttamiðlun er aðferð til að leysa deilumál með samtölum. Málsaðilar og sáttamiðlari vinna saman að því að finna sameiginlega lausn á vanda- málum í heild sinni. Við það ferli fá deilendur nýja og öðruvísi möguleika á að tala máli sínu heldur en t.d. fyrir dómstólum. Í Danmörku hefur deilu- aðilum verið boðið að taka þátt í til- raunaverkefni og hefur komið á óvart hversu margir hafa viljað taka þátt í því. Á tímabili þar sem var búist við að fimmtíu til hundrað málum yrði vísað til sáttamiðlara reyndust þau verða 944. Sátt, félag fagfólks um sáttamiðl- un, var stofnað á Íslandi sl. haust og á þess vegum var haldið námskeið í Norræna húsinu föstudaginn 3. febr- úar þar sem Pia Deleuran, danskur lögmaður og sáttamiðlari, kynnti sáttamiðlun fyrir íslensku fagfólki. „Í Sátt eru 40 stofnfélagar,“ segir Ingibjörg Bjarnardóttir hdl., einn af stofnfélögunum. „Í félaginu er ein- göngu fagfólk með grunnmenntun, ég er t.d. lögmaður,“ segir hún. „Einnig eru það félagsráðgjafar, prestar, sálfræðingar o.fl. sem koma að úrlausn ágreiningsmála milli að- ila.“ Sérmenntun þarf til að verða sáttamiðlari en það úrræði er ekki til á Íslandi enn sem komið er. „Ég fór til Danmerkur og lærði að vera sátta- maður, undir handleiðslu Piu Deleur- an. Í Danmörku er boðið upp á nám- skeið fyrir dómara og lögmenn sem er viðurkennt af danska dómsmála- ráðuneytinu og eftir námskeiðið fær maður diplóma upp á að maður geti verið sáttamaður fyrir dómstólum.“ Danmörk hefur verið í forystu með það að hanna menntun á þessu sviði. „Við erum að reyna að taka fyrsta skrefið hérlendis og félagið Sátt er stofnað í kringum það.“ Ingibjörg segir að þegar deilendur hafi verið leiddir í gegnum sáttaferlið fái þeir nýja sýn á deilumál sín. „Þeir fá þar nýja og öðruvísi möguleika á að tala máli sínu heldur en t.d. fyrir dóm- stólum og þetta getur verið nánast eins og heilunarferli. Deilendur fara báðir sáttir frá borði í stað þess að þegar skorið er úr um mál fyrir dóm- stólum tapar annar en hinn vinnur.“ Góður árangur í Danmörku Að sögn Piu Deleuran hefur árang- ur af sáttamiðlun verið góður í Dan- mörku. „Mál sem fara fyrir dómstóla eru mál þar sem fólk hefur gefist upp við að finna lausn á vandamálinu. Til- raunaverkefnið hefur hins vegar leitt í ljós að setjist deilendur niður til að ræða málin með hlutlausum þriðja aðila er hægt að leysa tvo þriðju hluta deilumála án dómsúrskurðar,“ segir hún. „Það er frábær árangur,“ bætir hún við. Þau mál sem lögð eru fyrir sátta- miðlara eru af margvíslegum toga. „Fólk heldur áfram að þekkjast eftir að málum lýkur, kannski um langa ævi, og þess vegna er mikilvægt að ljúka málum á jákvæðum nótum,“ segir Pia. „Það gengur yfirleitt vel að leysa deilur tengdar sifjamálum og ágreiningsmálum um börn en þessi aðferð hefur einnig reynst vel í flest- um öðrum málum eins og þeim sem tengjast verktöku og í málum sem snúast um samninga. Sáttamiðlarinn setur sig inn í málið og reynir að hjálpa aðilum að ræða saman þannig að þeir finni nýjan flöt og geti þannig komist að samkomulagi sem báðir una við.“ Hjónaböndum hefur verið bjargað Að sögn Piu getur þó verið erfitt að nota sáttamiðlun þegar hið opinbera á í hlut. „Hið opinbera hefur minni möguleika á að ná samkomulagi með sáttamiðlun því það er meira bundið af lögum og reglum heldur en ein- staklingar, sem hafa meira svigrúm til samninga.“ Hún segir að í flestum öðrum málum sé yfirleitt hægt að ná mjög góðum árangri. „Í þeim málum sem lokið er fyrir dómstólum er alltaf einn sem vinnur. Sá sem tapar er þá óánægður af því að hann hefur lagt mikinn tíma og mikla peninga í málið. Sá sem vinnur er jafnvel ekki að öllu leyti ánægður með niðurstöðuna af því að hún er ekki alveg eins og hann óskaði sér. Í sáttamiðluninni gefst fólki kostur á að sníða lausnina að hagsmunum sín- um og þörfum. Í því ferli hefur fólki gefist kostur á að útskýra sína hlið á málinu og sáttamiðlun gefur því möguleika á sérsniðnum lausnum sem ekki fást fyrir dómstólum.“ Það kemur til af því að dómari getur ein- göngu tekið tillit til lagalegu atrið- anna í málinu, staðreynda og sönn- unargagna, en sáttamiðlarinn hjálpar fólki til að öðlast innsæi í hag- muni og þarfir beggja og með því ná lausn sem er viðunandi fyrir báða að- ila. „Stundum gerist það að meðeig- endur sem hafa lengi rekið fyrirtæki saman, og telja sig vera komna í blindgötu með deiluefni, hafa, eftir þátttöku í sáttamiðlun, náð að leysa deiluna í sameiningu og hafa ákveðið að halda rekstrinum áfram,“ segir Pia. „Í hjúskaparmálum hefur það m.a. gerst að deiluaðilar sjá að ástæða deilunnar var bara misskiln- ingur og hjónaböndum hefur verið bjargað.“ Sáttamiðlun hefur líka reynst vel í forsjárdeilum. Pia kemur inn á það að sumir lög- fræðingar beri ótta í brjósti um að at- vinnuleysi muni herja á stéttina við það að sáttamiðlun verði algengari. Sá ótti segir hún að sé þó ástæðulaus. „Raunverulega er það þannig að mik- il not eru fyrir lögfræðinga í tengslum við sáttamiðlun. Til dæmis þegar ákveðið er í sáttamiðlun að deiluaðilar haldi áfram rekstri fyrir- tækis kann lausnin að liggja í því að fá aðstoð lögmanna við að setja nýjar reglur um verkaskiptingu og eignar- hald. Ef selja á fyrirtækið þarf líka aðstoð lögmanna við að ganga frá málum sem tengjast sölunni. Lög- menn geta líka verið sáttamenn.“ Gengur fljótt fyrir sig Sáttaferlið gengur yfirleitt mjög fljótt fyrir sig. „Sáttamiðlun tekur alla jafna ekki lengri tíma en fjórar klukkustundir en auðvitað lengur í mjög flóknum deilumálum. Það vekur auðvitað undrun hversu stuttan tíma sátta- miðlun tekur, en það er staðreynd,“ segir Pia. „Ástæðan fyrir því er að það er horft á aðra og fleiri fleti í sáttamiðlun en hægt er fyrir dóm- stólum. Ekki er eingöngu horft til baka eins og í dómsmáli heldur er framtíðin aðalatriðið.“ Hún er af- skaplega ánægð með hversu góður árangur hefur orðið af sáttamiðlun í Danmörku. „Það er jú miklu skemmtilegra að taka þátt í sáttaferli sem maður veit að ber árangur og leiðir til þess að báðir aðilar una glað- ir við sitt.“ Sáttamiðlun er ný leið að lausn deilumála Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Bjarnardóttir, t.v., einn stofnfélaga í Sátt, félagi um sáttamiðlun, og Pia Deleuran, danskur lögmaður og sáttamiðlari sem kynnti íslenskum fagaðilum ferlið á námskeiði sem haldið var í Norræna húsinu hinn 3. febrúar. Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is MAÐUR nokkur sem starfaði í heilsugeiranum gekkst undir leigusamning við leigumiðlara um leigu og innréttingar í hús- næði til atvinnureksturs. Þegar leigjandinn flutti inn komst hann að raun um að talsvert af innrétt- ingum vantaði til að hann gæti fullnýtt sér húsnæðið. Þar af leið- andi þurfti hann að leggja út í breytingar á húsnæðinu sem hafði talsverðan kostnað í för með sér. Um tíu árum seinna sagði leigjandinn upp húsnæðinu og í tengslum við flutninginn úr því kom upp mikill ágreiningur um hvernig leigjandinn átti að skilja við húsnæðið, m.a. hvort leigumiðlarinn gæti eignað sér hluta innréttinganna sem leigj- andinn hafði komið fyrir. Úr þessu varð dómsmál sem snerist um greiðslu tryggingafjár og greiðslu vegna standsetningar. Þegar málsaðilar hittust við sáttamiðlun kom í ljós annars vegar að leigjandinn taldi sig hafa verið snuðaðan þegar hann flutti inn og hins vegar að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafði leigumiðlaranum ekki tekist að ná samkomulagi við leigjandann um framhald leigusamnings. Þegar þetta var komið fram gátu málsaðilar sæst á upphæð sem greidd var út til að ljúka málinu. Sáttamiðlunin tók tvo og hálf- an tíma. Mál leyst með sáttamiðlun TENGLAR ............................................ www.mediatoradvokater.dk GOTT veður hefur verið á Akureyri undanfarna daga og margir notað tækifærið og þvegið bíla sína. Skúli Flosason málarameistari var einn þeirra sem tók sér kúst í hönd og renndi yfir bílinn. Allt útlit er fyrir að hlýindakaflinn sé á enda því að Veðurstofan spáir frosti eftir helgina. Ef marka má nýjustu spána má búast við yfir 10 stiga frosti á Norðurlandi um miðja vikuna. Hlýindakaflanum að ljúka Morgunblaðið/Skapti ÓLÆTI brutust út á tveimur þorrablótum í umdæmi lögreglunn- ar á Hólmavík í fyrrinótt, og lenti lögreglumaður í átökum við ölvaðan mann sem gekk berserksgang á þorrablóti á Drangsnesi. Var lög- reglumaðurinn nokkuð lemstraður á eftir og leitaði til læknis eftir vaktina. Aðeins voru þrír lögreglumenn á vakt þessa nótt, tveir á Hólmavík og einn á Drangsnesi, og því enginn til staðar til að aðstoða lögreglu- manninn sem lenti í átökunum. Honum tókst þó að hafa manninn undir og handtaka hann. Um 150 manns voru á þorrablótinu á Hólmavík og um 100 á blótinu á Drangsnesi, og því talsverður erill hjá þeim að sinna báðum þorrablót- unum. Maðurinn var fluttur til Hólma- víkur og yfirheyrður í gær þegar áfengisvíman var runnin af honum. Bar hann við minnisleysi um at- burði næturinnar. Lögreglan lítur málið alvarlegum augum og verður maðurinn kærður fyrir ölvun á al- mannafæri, fyrir að ráðast á op- inberan starfsmann í starfi og fleira. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Réðist á lög- reglumann á þorrablóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.