Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 „Fólk hefur ýmis réttindi og skyldur í almannatrygg- ingakerfinu þegar það veikist af alvar- legum sjúkdómi,“ segir Margrét S. Jónsdóttir, fé- lagsráðgjafi og for- stöðumaður þjón- ustumiðstöðvar Tryggingastofnunar ríkisins. Margrét segir að fyrsti viðkomustaður fólks sem veikist sé heilbrigðiskerfið. „Fyrsta skrefið er að fara til læknis, því að við greiðum ekkert vegna veik- inda nema fyrir liggi vottorð læknis, síðan kemur réttur fólks á vinnu- markaði og þegar honum lýkur taka við sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna. Að lokum komum við til sögunnar sem ákveðið öryggisnet og greiðum sjúkradagpeninga og ef sýnt þykir að veikindin séu mjög alvarleg þá tekur við samstarf okkar og læknis um endurhæfingu. Sjúklingurinn þarf þá að senda okkur vottorð og sýna fram á að það sé ákveðið markmið með endurhæfingunni og þá greiðum við ákveðnar greiðslur á mánuði. Okkar markmið er að fólk komist til heilsu og að lokinni endurhæfingu tekur vinnumarkaðurinn við. Ef endurhæf- ingin skilar ekki árangri og veikindi eru alvarleg þá er lokaúrræðið ör- orkumat. Þá sendir læknir okkur vottorð með beiðni um örorkumat og þá fer ákveðið ferli í gang sem getur leitt til örorku.“ Byggist á réttum upplýsingum Margréti finnst fólk yfirleitt vita af rétti sínum til almannatrygginga en oft ekki nægilega nákvæmlega. „Þegar fólk veikist þá fer það á milli margra staða og stofnana sem engin samvinna er á milli og það er oft erf- itt fyrir fólk, og okkur til vansa í svona litlu þjóðfélagi, að það sé ekki meiri samvinna á milli stofnana innan heilbrigðisgeirans.“ Helsta hlutverk þjónustumið- stöðvar Tryggingastofnunar ríkisins er að veita ráðgjöf og upplýsingar um réttindi í almannatryggingakerfinu. Auk þess sem þar er tekið á móti öll- um umsóknum og vottorðum sem fólk leggur fram til að fá endur- greiðslu. „Við hjá þjónustumiðstöðinni að- stoðum fólk líka við að fylla út um- sóknareyðublöðin því fyrir mörgum er almannatryggingakerfið frum- skógur, okkar hlutverk er að gera það einfaldara,“ segir Margrét. Tryggingakerfið eins og frumskógur? Morgunblaðið/Kristinn Margrét ráðleggur fólki um rétt þess og skyldur í almannatryggingakerfinu.  HEILSA Hægt er að fara á heimasíðu Tryggingastofnunar , www.tr.is, og fá ítarlegri upplýsingar um rétt- indi og þar er hægt að reikna út bætur miðað við tekjur, hjúskap- arstöðu og heimilisaðstæður. Aðilar sem geta komið að mál- um einstaklings sem er veikur:  Sjúkrahús  Almannatryggingar  Heilsugæsla, tannlæknar  Skólakerfið  Svæðisskrifstofur  Félagsþjónusta  Leiguhúsnæði  Hagsmunasamtök  Endurhæfing; Nám, vinna, þjálfun  Lánastofnanir  Fjölskylda og vinir Spurning: Ég er karlmaður á miðjum aldri við ágæta heilsu sem horfi daglega á auglýsingar þar sem mælt er með efnum á við gingseng, spirulinu, kvöldvorrósarolíu og hvít- laukshylkjum. Hvaða fæðubótarefni á ég að taka daglega til að vera með ónæmiskerfið í lagi og fá mátulegan skammt af þeim efnum sem ég þarfnast? Svar: Ef þú ert hraustur karl- maður á miðjum aldri sem borðar hollan mat þarftu sennilega ekki nein þessara efna. Hins vegar gæti verið skynsamlegt að taka lýsi eða fjölvítamín til að tryggja nægilegt D vítamín í sólarleysinu hér á norð- urslóðum. Ef þú ert grænmetisæta þarftu að tryggja að þú fáir nægilegt af B12 vítamíni. Einnig þarftu meira af því ef þú ert á magalyfjum sem trufla nýtingu þess. Svo á við hér eins og oftar að upplýsingar þeirra sem hafa hag af að selja vöruna eru ekki alveg hlutlausar. Benda má á þessa slóð sem er ætluð fyrir neytendur þar sem finna má upplýsingar frá óháð- um aðilum (á ensku): www.nlm.nih.gov/medlineplus/ druginfo/natural/patient Í íslensku reglugerðinni um fæðu- bótarefni segir: Fæðubótarefni eru matvæli (ekki lyf til meðhöndlunar eða lækningu sjúkdóma) sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði og eru með hátt hlutfall af vítam- ínum, steinefnum eða annars konar efnum sem hafa næringar- eða lífeðl- isfræðileg áhrif. Þessi efni geta verið ein sér eða blönduð saman. Óheimilt er í merkingu, auglýsingu og kynn- ingu fæðubótarefna að staðhæfa eða gefa í skyn, að nægilegt magn nær- ingarefna fáist ekki almennt úr rétt samsettri eða fjölbreyttri fæðu. Þá er óheimilt að eigna fæðubótarefnum þá eiginleika að fyrirbyggja, vinna á eða lækna sjúkdóma manna eða gefa í skyn slíka eiginleika. Fæðubótarefni eru ekki nein töfralausn eða trygging fyrir betri heilsu. Ekkert kemur í staðinn fyrir hollt og fjölbreytt mataræði. Rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að miklu máli skipti að fá nægilegt af grænmeti og ávöxtum – helst 4–5 skammta á dag. Borða fisk gjarnan 2 sinnum í viku og almennt að gæta hófs í mat og drykk. Ef þú ert of þungur reyndu að grennast, a.m.k. gæta þess að þyngjast ekki. Góðar upplýsingar um fæðuval er hægt að fá á heima- síðu Lýðheilsustöðvar sem er www.lydheilsustod.is. Lýsið mikið rannsakað Mörg þeirra efna sem þú nefnir hafa ekki verið rannsökuð nægilega til þess að hægt sé að mæla með töku þeirra. Sum þeirra trufla verkun lyfja og því mikilvægt að segja lækn- inum þínum frá því ef þú ert að taka eitthvert þeirra ef þú þarft að fá lyf. Góða gamla lýsið hefur mikið verið rannsakað síðasta áratuginn. Í ljós hefur komið að það hefur líklega já- kvæð áhrif á fjölda líffæra. Má þar nefna hjarta, æðakerfi, heila og liði. Sumir eiga erfitt með að taka lýsið. Í grein í áströlsku gigtartímariti var nýlega bent á eftirfarandi aðferð við að taka lýsið:  1. Látið 40 ml djús í 2 glös  2. Hellið köldu lýsinu ofan á löginn í öðru glasinu.  3. Drekka það í einum sopa, ekki láta vökva snerta varirnar (þá finnst minna bragð).  4. Sötra hinn djússkammtinn ró- lega.  5. Borða morgunmatinn. Margt eldra fólk segist hella lýs- inu upp í sig á fastandi maga og ekk- ert borða næsta hálftímann og finnst það reynast vel.  HVERJU SVARA LÆKNARNIR | Björgvin Á. Bjarnason og Kristjana S. Kjartansdóttir Fæðubótarefni eru ekki töfralausn Morgunblaðið/Júlíus Hægt er að koma fyrirspurnum til læknanna alla virka daga með því að hafa samband í síma 5691225. FJÖLMARGAR ástæður geta leg- ið að baki ristruflunum hjá karl- mönnum og er oftast nær hægt að rekja þær til líkamlegra orsaka á borð við:  Sykursýki  Hjartasjúkdóma  Aðgerða á blöðruhálskirtli  Offitu Þættir í lífi einstaklingsins geta einnig haft áhrif, til dæmis:  Streita  Kvíði  Þunglyndi  Áfengi  Reykingar  Aldur  Aukaverkanir lyfja Orsakir ristruflana  Reyndu að halda kjörþyngd eða þyngjast ekki.  Neyttu alkóhóls í hófi.  Ekki reykja.  Borðaðu fjölbreytta fæðu, 4–5 skammta af ávöxtum og grænmeti daglega og veldu grófkorna brauð. Veldu fremur ljóst kjöt (kjúkling) og fisk, borðaðu oft hnetur og baunir.  Ef þú ert í vafa um ágæti mataræðisins, þá er skyn- samlegt að taka eina fjölvítamíntöflu til öryggis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.