Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 29 MENNING Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Internet á Íslandi hf. verður haldinn 16. febrúar 2006 í Tæknigarði, Dunhaga 5, kl. 16.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um arðgreiðslur. 4. Kosning stjórnar. 5. Kosning endurskoðanda. 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna. 7. Önnur mál. Stjórnin. Tilkynningar BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090 Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Safamýri 28 til 32. Auglýst er ný tillaga að áður auglýstri breytingu á deiliskipulagi Framsvæðis í Reykjavík vegna lóðanna að Safamýri 28 til 32. Tillagan gerir ráð fyrir, m.a. að lóðirnar verði sameinaðar, núverandi leikskólabygging verði rifin, gæsluvallarhús flutt af lóðinni og nýr leikskóli reistur á sameinuðum lóðum. Inn- keyrsla á bílastæði verður flutt 3 metra til suðurs og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,15 í 0,2. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 6. febrúar til og með 20. mars 2006. Einnig má sjá tillöguna á heima- síðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 20. mars 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna Reykjavík, 6. febrúar 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Félagslíf  Njörður 6006020619  MÍMIR 6006020619 III  HEKLA 6006020619 VI  GIMLI 6006020619 I I.O.O.F.10  186268  I* Á KAFFIHÚSINU Mokka stendur nú yfir sýning á verkum Lindar Völund- ardóttur sem búsett er í Hollandi. „Mér fannst það góð nálgun við Reykjavík að sýna þessi verk mín á Mokka,“ segir Lind. Á sýningunni, sem stendur til 24. febr- úar, sýnir Lind 11 ljósmyndir úr „tístu- dýrasafni“ Lindar, eins og hún kemst að orði. En hvað er tístudýrasafnið? „Það eru gúmmídýr sem tístir í, mörg þeirra eru mjög gömul, ég á um þúsund svona tístudýr,“ segir Lind. „Ég fór að safna þeim af fortíðarþrá og kannski miður skemmtilegum minn- ingum úr æsku minni. Það fyrsta sem ég man eftir svona tístudýri var að það var sett í höndina á mér og ég var svo lítil að ég losnaði ekki við það, ég hélt áfram að kreppa höndina utan um það og það tísti endalaust. En eftir að ég fór að safna tístudýrum á fullorðinsaldri þá er ég búin að sættast við þau og finnst þau ofsalega falleg. Þau koma alls staðar að, ég kaupi þau á götumörkuðum og hvarvetna sem ég get, þau hafa hvert sína sögu að segja og hafa misjafnan karakter. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna þau eru búin til en ekki fengið neitt svar við því.“ Eru tístudýr heppilegar ljósmyndafyr- irsætur? „Það er mjög erfitt að taka myndir af þeim, ólýsanlega erfitt. Leiðin sem ég vel er sennilega sú einfaldasta vegna þess að mér fannst hún henta þessari sýningu á þessum stað. Á myndunum horfa öll tístudýrin inn í linsuna á svipaðan hátt á sama stað og með sama bakgrunn.“ Er að taka myndir í vaskinum sem hún litar efni í Lind Völundardóttir útskrifaðist frá Myndalista- og handíðaskólanum árið 1994 og stundaði framhaldsnám í St. Joost í Breida í Hollandi. Hún kveðst hafa gert mikið af innsetningum og ljós- myndir hafa mjög oft verið uppistaða í verkum hennar, sem verið hafa á sýn- ingum víða. Lind er sem fyrr greinir búsett í Hol- landi. „Ég bý í Haag og vinn við leikhúsið Nederlands Danstheater, sé um text- ílhönnun og litun á búningum,“ segir Lind. En skyldu tístudýr vera algengt við- fangsefni listamanna í Hollandi? „Nei, þeir fást við ýmislegt en ég veit ekki um neinn nema mig sem safnar tístudýrum og tekur myndir af þeim,“ svarar Lind. Næsta viðfangsefni? „Ég er að vinna að myndaseríu sem er tekin á nokkrum árum í vaskinum þar sem ég lita efni. Ég ætla að sýna þessi verk hér í leikhúsinu í Haag og langar til að sýna þau heima á Íslandi síðar og á heppilegum sýningarstað.“ Tístudýr á Mokka Ljósmyndir | Fór að safna af fortíðarþrá Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Í BÍÓMYNDUM er tónlist iðulega notuð til að undirstrika það sem ber fyrir augu áhorfandans. Sumir myndlistarmenn beita líka tónlist til að magna upp stemn- ingu verka sinna, eins og Gabríela Frið- riksdóttir gerir um þessar mundir í Lista- safni Reykjavíkur. Sjaldgæfara er hins vegar að reynt sé að auka áhrif tónlistar með myndverkum, og því verður að segja að upphafstónleikar Myrkra músíkdaga á laugardaginn var í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit hafi verið óvanalegir. Á tónleikunum flutti Caputhópurinn tónsmíðar eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Huga Guðmunds- son og fleiri, en Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður túlkaði tónlistina með myndverkum sem hann risti í vatn. Vatnið var í bala og Halldór lét alls konar liti drjúpa í það, úðaði eða blés á það, hristi balann o.s.frv. Verkunum varpaði hann á tjald á sviðinu, en myrkur var í salnum og ekki klappað á milli einstakra atriða efnis- skrárinnar. Sjálfsagt er það að einhverju leyti smekksatriði hvernig til tókst. Persónu- lega fannst mér tærar myndirnar hæfa fínofnum og litríkum þáttum úr Dönsum dýrðarinnar eftir Atla Heimi Sveinsson sérlega vel. Var t.d. afar gaman að næst- síðasta kaflanum, Haustblómum hafsins, sem var hugvitssamlega útfærður af Hall- dóri með úðabrúsa, en þannig sáust blóm á vatninu, þótt þau lifðu aðeins í augna- blik. Þungbúnar loftbólur pössuðu líka prýðilega við fremur dapurlegt verk Tryggva M. Baldvinssonar, Af gleri, en það var fyrir bassaklarinettu og var flutt af sannfærandi tilþrifum af Rúnari Ósk- arssyni. Ég var hins vegar ekki eins hrif- inn af tónlistinni sjálfri; ómstríðar hend- ingarnar voru fremur klisjukenndar og þótt tónlistin væri snyrtilega saman sett virtist mér tónskáldið ekki hafa mikið að segja með henni. Gul og rauð ský á vatninu virtust merk- ingarþrungnari í Portrait 7 eftir Snorra S. Birgisson, en það var fyrir píanó. Klið- mjúk tónlistin var sömuleiðis falleg, en dá- lítið tilbreytingarlaus til lengdar og end- irinn virkaði snubbóttur. Hugsanlega hefði píanóleikarinn, Daníel Þorsteinsson, getað gert músíkina áhugaverðari með ríkulegri blæbrigðum og markvissari stíg- andi, þótt hann hafi í sjálfu sér spilað af nákvæmni. Ég var ekki heldur alveg sáttur við flutninginn á nokkrum þáttum úr Tristiu eftir Hafliða Hallgrímsson. Gítarleikur Péturs Jónassonar var að vísu öruggur og kraftmikill en sellóleikur Sigurðar Hall- dórssonar var ekki alltaf nægilega tær til að gera skáldlegri tónlistinni viðunandi skil. Tónarnir virkuðu á köflum handa- hófskenndir og einstöku sinnum var selló- ið beinlínis hjáróma. Auk þess voru kringlótt myndform Halldórs við tónlist Hafliða að mínu mati sístu verk hans á tónleikunum. En myndirnar við tónlist Huga Guð- mundssonar voru stórkostlegar! Þær voru myrkar en samt samansettar úr svo djörfum, æpandi litasamsetningum að ég varð alveg hugfanginn. Og innhverf tón- listin, Equilibrium IV: Windbells, var líka skemmtileg; en þar komu saman nokkrir hljóðfæraleikarar og var leikur þeirra skreyttur með tölvuhljóðum. Heildar- mynd verksins var sterk og var útkoman heillandi. Magnaðast af öllu var samt flautuverk- ið Kalais eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en það dregur titil sinn af nafni sonar norð- anvindsins í grískri goðafræði. Kolbeinn Bjarnason spilaði það og gerði það með svo glæsilegum tilþrifum í myrkrinu að hann var eins og töframaður úr grárri forneskju að ákalla vindguð. Og þegar tveir liðsmenn úr Caputhópnum tóku að sveifla um 150 cm löngum gúmmíslöngum fyrir aftan hann, og sköpuðu þannig ann- arsheimsleg hljóð sem líktust vindgnauði, var það svo einstakt að það fór um mig al- sælukenndur hrollur. Það var eins og vindguðinn sjálfur svaraði ákalli Kolbeins í lok verksins og var þessi einstaki tónlist- arflutningur gott dæmi um þau áhrif sem innblásin tónlist getur skapað. Sonur norðanvindsins kom TÓNLIST Laugarborg Caputhópurinn flutti tónsmíðar eftir Atla Heimi Sveinsson, Snorra S. Birgisson, Tryggva M. Baldvinsson, Hafliða Hallgrímsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Huga Guðmundsson. Laug- ardagur 4. febrúar. Myrkir músíkdagar – kammertónleikar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „...myndirnar við tónlist Huga Guðmundssonar voru stórkostlegar! Þær voru myrkar en samt samansettar úr svo djörfum, æp- andi litasamsetningum að ég varð alveg hugfanginn,“ segir Jónas um myndverk Halldórs Ásgeirssonar á tónleikum Caput á Myrkum músíkdögum. Hér sést Halldór við eitt verka sinna á tónleikunum. Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.