Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM**** WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára FUN WITH DICK AND JANE kl. 8 og 10 MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 WALK THE LINE kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 og 6 HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“ eeeee L.I.B. - Topp5.is 4 Golden Globe verðlaun Tilnefningar Til ÓskarsverÐlauna M.a. besta myndin, bestu leikarar, besta handritið og besti leikstjórinn.8walk the line „Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá sér fara því myndin er auðgandi fyrir augun, eyrun og hjartað.“ V.J.V Topp5.is STórkoSTLEg VErðLaunamynd um æVi Johnny CaSh. naTionaL Board oF rEViEW BESTa mynd árSinS, BESTi LEikari og LEikkona árSinS F U N Vinsælasta myndin á Íslandi í dag! N ý t t í b í ó nEW york FiLm CriTiCS´ CirCLE BoSTon SoCiETy oF FiLm CriTiCS SCrEEn aCTorS guiLd (Sag) KVIKMYND Dags Kára Péturs- sonar, Voksne mennesker, hlaut að- alverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem veitt voru í loka- hófi í Heimsmenningarsafninu, Världskulturmuseet, í Gautaborg á laugardagskvöld. Dagur Kári tók við verðlaunagripnum Drekanum, og 150 þúsund sænskum krónum úr hendi Jannike Åhlund, listræns stjórnanda hátíðarinnar, en hann var nýkominn frá Kaupmannahöfn þar sem hann tók við verðlaunum kenndum við Carl Th. Dreyer á föstudag. Jannike Åhlund sagði á íslensku við þetta tækifæri að ánægja væri að kynna aftur til sögunnar þann sem sópaði að sér verðlaunum á há- tíðinni árið 2003, en þá vann kvik- mynd Dags, Nói albínói, til þrennra verðlauna, m.a. þeirra sem Sænska kirkjan veitir, auk aðalverðlaun- anna. Dagur sagðist afar þakklátur fyrir verðlaunin og þakkaði einnig dómnefnd og áhorfendum. Í Göteborgs Posten í gær birtist stór mynd af Degi með verðlauna- gripinn og þar er líka haft eftir kímnum leikstjóranum að hann hafi áhyggjur af því að kirkjan verð- launi hann ekki í þetta skiptið. Í Svenska Dagbladet segir að dóm- nefndin hafi ekki getað komist að betri niðurstöðu, mynd Dags Kára hafi skorið sig mest úr myndunum átta sem kepptu um verðlaunin. Rökstuðningur dómnefndar sem skipuð var fimm konum frá Norð- urlöndunum, þ. á m. kvikmynda- gerðarkonunni Helgu Brekkan, fulltrúa Íslands, hljóðaði eitthvað á þá leið að verðlaunin hlyti mynd þar sem innsæi og húmor setji sam- an brot úr rótlausu samfélagi í list- ræna ögrandi heild þar sem mið- punkturinn er ungur, ábyrgðarlaus uppreisnarmaður. Fyrsta og annað skiptið Sænskar stuttmyndir voru sýnd- ar á undan öllum keppnismyndun- um og kepptu þær bæði um áhorf- endaverðlaun og aðalverðlaun fyrir stuttmynd. Teiknimynd eftir Jonas Odell, Aldrig som första gången, Aldrei eins og í fyrsta skiptið, hlaut hvor tveggja verðlaunin, en þessari mynd hefur verið hrósað í hástert og mikils er vænst af leikstjóranum í framtíðinni. Í myndinni er fyrstu kynlífsreynslu fjögurra ein- staklinga lýst á áhrifamikinn hátt. Myndin var sýnd á undan opn- unarmyndinni á hátíðinni, Bjólfs- kviðu, og hlaut þá mikið lófatak. „Aldrei eins og í annað skiptið,“ sagði Dagur Kári þegar hann tók við verðlaununum. „Þetta er skemmtilegt, ánægjulegt og mikill heiður,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Dagur segir verð- laun sem þessi m.a. hafa þá þýðingu að vekja athygli á myndinni í Sví- þjóð. „Svona verðlaun eru einfald- lega viðurkenning á að það sem maður er að gera hugnist ein- hverjum. Það er gaman að sama há- tíðin skuli verðlauna mann tvisvar.“ Að mati Jannike Åhlund er Dagur Kári afar góður leikstjóri. „Hann gerir persónulegar myndir sem bæði gagnrýnendum og áhorf- endum líkar vel,“ segir hún í sam- tali við Morgunblaðið. Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hlaut verð- laun Alþjóðasamtaka gagnrýnenda, Fipresci. Laufey Guðjónsdóttir, for- stöðumaður Kvikmyndastofnunar Íslands, tók við verðlaununum fyrir hans hönd, en Baltasar gat ekki verið viðstaddur hátíðina eins og fyrirhugað var, vegna anna á Ís- landi. Í samtali við Morgunblaðið segir Laufey að verðlaun Íslendinganna hafi þá þýðingu að kynna íslenskar myndir enn betur á alþjóðavett- vangi. „Þetta er veigamesta nor- ræna hátíðin og mjög virt, hún er langþekktust og stærst og hér er fagmennska í fyrirrúmi.“ Íslenskar myndir voru kynntar á hátíð innan hátíðarinnar, Nordic Event, þ.á m. tvær myndir sem eru í vinnslu á vegum Vesturports, Börn og For- eldrar, en sú fyrri verður frumsýnd á Íslandi í mars. Laufey segir að mikill áhugi hafi verið á þessum myndum meðal þátttakenda í Nor- dic Event og þátttaka Íslands hafi tvímælalaust mikið að segja. „Hing- að er boðið lykilfólki úr hópi kaup- enda og dreifingaraðila og stjórn- endum kvikmyndahátíða. Kvikmyndahátíðir eru öflugur kynningarmiðill og val inn á þær er stíft ferli.“ Íslenskar myndir ekki á íslensku Kvikmyndahátíðinni lýkur form- lega á mánudag en hún hefur staðið frá 27. janúar. Átta norrænar myndir kepptu um aðalverðlaunin, þar af voru þrjár íslenskar. Auk þeirra tveggja sem hlutu verðlaun, var það Bjólfskviða í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar sem var fram- lag Íslands. Engin af íslensku myndunum þremur eru á íslensku, heldur ensku eða dönsku. Því vakn- ar sú spurning, hvort þetta sé ákveðin þróun í íslenskri kvik- myndagerð, þ.e. að íslenskir leik- stjórar fari utan í leit að leikurum og fjármagni og íslenskar myndir verði ekkert endilega á íslensku í framtíðinni? Laufey telur að um tilviljun sé að ræða í þetta skiptið. „Þetta er nátt- úrlega alþjóðleg listgrein og ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn eru komnir langt á alþjóðavettvangi. Það má nefna að myndirnar sem hér voru kynntar sem myndir í vinnslu eru svo sannarlega á ís- lensku og umfjöllunarefnið mjög ís- lenskt. Ég held að þetta sé meira til- viljun en einhver tilhneiging.“ Dagur Kári tekur í sama streng. „Ég held að þetta sé sambland af til- viljunum og ákveðinni tilhneigingu sem flest Norðurlöndin hafa farið í gegnum. Þetta mun ganga yfir og jafnast út.“ Aðspurður segist hann innilega vona að það komi fljótt að því að hann geri mynd á íslensku. Næsta mynd hans, The Good Heart, verður á ensku, en tekin upp á Ís- landi. Jannike Åhlund segist telja að þessi þróun sé tímanna tákn. „Ég held að það gerist í auknum mæli að fólk leiti út fyrir eigið málsvæði. En þetta getur verið erfitt og ekki tekst alltaf vel til. Að mínu mati er grundvallaratriði að þekkja við- komandi tungumál jafnvel þótt myndmálið sé aðalatriði í kvik- myndagerð.“ Íslenskar tengingar hér og þar Auk þriggja íslenskra mynda í aðalkeppninni hafa tvær til við- bótar einhverja tengingu við Ísland. Þ.e. Drømmen sem einmitt hlaut verðlaun Sænsku kirkjunnar í þetta skiptið, en leikstjóri hennar er Niels Arden Oplev, sem er upphafs- maður og leikstjóri Arnarins, dönsku spennuþáttanna sem hafa mikla tengingu við Ísland. Hann er einmitt á leið til Íslands með föru- neyti í kringum 18. apríl til að taka upp efni fyrir þættina. Norska myndin Izzat, fyrsta mynd norska leikstjórans Ulrik Imtiaz Rolfsen í fullri lengd, tók einnig þátt í keppninni en titillinn er á pakistönsku og þýðir Heiður. Í myndinni tekur leikstjórinn fyrir gengi Pakistana í Ósló á 9. og 10. áratugnum, vandamál sem lengi var engin vitneskja um. Ulrik, sem sjálfur Pakistani í aðra ættina, er giftur íslenskri konu, Helgu Júlíönu Vilhelmsdóttur arkitekt, og dætur þeirra tvær, Saga og Yrsa, fara með smáhlutverk í myndinni, auk eldri dóttur Helgu, Veru. Einnig vann elsti sonur Helgu, Númi, að mynd- inni með Ulrik. Myndin hefur hlotið mikla athygli í Noregi og ákveðið hefur verið að hún verður a.m.k. sýnd í íslenska ríkissjónvarpinu. Gestir kvikmyndahátíðarinnar voru yfir 100 þúsund en 450 kvik- myndir frá um 60 löndum voru sýndar á ellefu dögum. Um var að ræða stuttmyndir, heimild- armyndir og leiknar myndir. Aldrei er hægt að komast yfir alla feitu bitana á hátíð sem þessari og gesti má kalla góða ef þeir ná 20–30 myndum, að stuttmyndum, sem sýndar eru á undan aðalmyndum, meðtöldum. Þá þurfa þeir líka að taka sér frí í vinnunni eða vera stúdentar, eins og einn gestur komst að orði. Íslensku myndunum var almennt tekið vel, e.t.v. að Bjólfskviðu und- anskilinni, sem féll ekki í eins góðan jarðveg í Svíþjóð og hún hefur gert í Kanada og Bandaríkjunum. Fjöl- miðlaumfjöllun í kringum Bjólfs- kviðu beindist aðallega að Stellan Skarsgård en umfjöllun um hinar íslensku myndirnar var ekki mikil fyrr en fréttist af verðlaununum um helgina. Sænskar myndir frá síðasta ári eiga sinn sess á þessari sænsku há- tíð og eru yfirleitt meðal þeirra best sóttu. Á meðan á hátíðinni stendur eru Gullbjölluverðlaunin (Guldbag- gen) veitt og þar var mynd Lenu Einhorn, Ninas Resa, sigursæl. Myndin hlaut bæði verðlaun sem besta mynd og fyrir besta handrit. Myndin er sambland af heimild- armynd og leikinni mynd um sögu móður leikstjórans sem upphaflega var frá Póllandi. Nokkrar bandarískar myndir sem fengið hafa margar Ósk- arsverðlaunatilnefningar voru meðal hátíðarmyndanna, t.d. Walk the line, Good luck, and good night, München og Transamerica. Einnig Junebug þar sem Amy Adams hefur verið tilnefnd fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þessar myndir voru meðal þeirra best sóttu. Vel sótt var einnig heimildarmyndin This Divi- ded State þar sem Steven Green- street frá Utah lýsir aðdragand- anum að heimsókn Michael Moore í mormónaríkið íhaldssama rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2004 þeg- ar allt varð vitlaust. Kvikmyndir | Myndir Dags Kára og Baltasars Kormáks verðlaunaðar í Svíþjóð Íslenskar myndir sig- ursælar í Gautaborg Morgunblaðið/Steingerður Ólafsdóttir Lokahóf hátíðarinnar fór fram á laugardagskvöldið. Frá hægri eru: Jannike Åhlund, listrænn stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar, Dagur Kári, Helga Rakel Rafnsdóttir, sambýliskona hans, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona og Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturports, sem voru á hátíðinni að kynna myndir Vesturports, Börn og Foreldrar, sem eru í vinnslu. Dagur Kári með verðlaunagripinn. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.