Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 17 DAGLEGT LÍF Í FEBRÚAR Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur                                                                !   "!#$$%% & ' "!#$$() * +++                                                          !           "                                      #        $%          &   #      #   %                '       (   )  *     + ,        -         .  .  / ,  )   &    01 2   3     (  )                  !"#   4     (  54  #   $ #     (  6        (   %     3  ,   7889      0   !      ,   6   6  :            6 /:   0                 ;<98 =%  : )                        5#          $%                              $&'        01      ,    6         HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Heilarækt Morgunblaðið/Sverrir Rannsóknir benda til þess að heilaleikfimi eða heilarækt geti dregið úr eða hægt á hrörnun heilans. Að leysa krossgátu eða álíka þrautir er góð æfing. Anna Björg Aradóttir yfir- hjúkrunarfræðingur Landlæknisembættinu. SÍFELLT dynja á okkur skilaboð um að líkamsrækt muni bæta heilsu og lengja líf, ekki síst eftir jól og ára- mót. Það er líka margsannað að ef við finnum okkur hreyfingu við hæfi bætir það heilsuna. Nú standa einnig til boða ýmiss konar námskeið til að rækta sál og geð sem er líka mik- ilvægt. Í þessu sambandi er vert að íhuga að þó oft sé gott og jafnvel nauðsynlegt að leita ráðgjafar og hjálpar þá er það svo margt sem hver og einn getur gert bara með því að líta í eigin barm og skoða á hvern hátt forgangsraða megi í lífinu. Við sjálf sem skiptum máli Sú hugsun er alltaf freistandi að það geti einhver annar greitt úr vandanum fyrir okkur, eða að til sé eitthvað tiltekið lyf eða meðferð sem er lausnin á vanlíðan sem við finnum fyrir. Staðreyndin er sú að það erum við sjálf sem skiptum máli til að okk- ur geti liðið betur og látið gott af okkur leiða. Oft er gott að leita ráða en þá er mikilvægt að hafa í huga að það er leið til að styðja við eigin áform en ekki lausn í sjálfu sér. Mjög sjaldan er hægt að finna töfra- lausn við vanlíðan, lausnin kemur frekar ef við leitum hennar sjálf. Eftir því sem árin færast yfir þá verður breyting á allri líkams- starfseminni. Á vissan hátt þá hægir á starfseminni, en einmitt þess vegna er hvers konar rækt við lík- ama og sál mikilvæg sem mótvægi við hrörnun sem fylgir fleiri árum og auknum þroska. Hreyfing örvar heilastarfsemi Vísindamenn hafa sýnt fram á ýmsar leiðir til að viðhalda virkni hugsunar og huga, eins konar heila- rækt. Til að byrja með þá hafa rann- sóknir bent til að hreyfing efli hug- arstarfsemi. Svo virðist sem hreyfingin hafi áhrif á efnaskipti lík- amans sem aftur örvar heila- starfsemi. Reglubundin hreyfing, að minnsta kosti þrisvar í viku, dregur meðal annars úr líkum á Alzheimer og öðrum skyldum sjúkdómum. Það munar allt að 40% á líkum þess að viðkomandi muni þjást af elliglöpum. Hugarleikfimi Rannsóknir benda einnig til þess að heilaleikfimi eða heilarækt geti dregið úr eða hægt á hrörnun heil- ans. Í tveim rannsóknum, önnur frá síðasta ári og hin frá árinu 1991, þar sem metinn var hæfileiki aldraðs fólks til að muna tölur eða myndir kom í ljós að hópur sem þróaði eigin þjálfunaraðferðir náði betri árangri en sá sem fékk sérstaka tilsögn. Heilarækt á að vera jafn mikilvæg og líkamsrækt. Fólk á öllum aldri á að finna sér verkefni sem krefjast hugarleikfimi, sem dæmi má nefna:  Að deila minningum og merki- legum viðburðum með vinum og vandamönnum.  Leysa gátur og þrautir.  Lesa og muna ljóð eða texta.  Sinna þeim hugðarefnum sem eru hæst á baugi hverju sinni.  Vinna þau verk sem hugurinn stendur til. Viðfangsefnin þurfa að vera þann- ig að um einhvers konar virkni er að ræða. Það að sitja fyrir framan sjón- varp eða tölvu er ekki örvandi nema ef það krefst virkrar hugsunar. Seta fyrir framan tölvu eða sjónvarp virð- ist samkvæmt rannsóknum vera oft á tíðum ákveðið form af heiladoða. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.