Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 06.02. Karrý korma m. naanbrauði. Þriðjudagur 07.02. Próteinbollur m. /cashewhnetusósu. Miðvikudagur 08.02. Ratatouille m. brokkolísalati. Fimmtudagur 09.02. Speltpizza m. baunasalati. Föstudagur 10.02. Aloo-Saag spínatpottur og buff. Helgin 11.02-12.02. Fyllt paprika m. pastasalati. Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Algjört verðhrun Lagersala 1.-11. febrúar 40-70% afslátturHverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Ný sending af BASS Venice Ava Helen Trolley Mjódd, sími 557 5900 Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Verið velkomnarSTURLA Böðvarsson samgöngu-ráðherra opnaði á fimmtudag form- lega nýjan vef um umferðarfræðslu í Grundaskóla á Akranesi og af- henti við sama tækifæri tveimur bekkjum í skólanum viðurkenningu fyrir að stuðla að auknu öryggi nemenda með notkun endurskins- merkja í skammdeginu. Það eru Umferðarstofa, Náms- gagnastofnun og Grundaskóli sem standa að baki vefnum en gerð hans er þáttur í umferðaröryggisáætlun, sem er hluti gildandi samgöngu- áætlanar. Á síðastliðnu hausti var gerður samningur við Grundaskóla um að skólinn verði móðurskóli um- ferðarfræðslu hér á landi og tók starfsfólk skólans mest saman af því fræðsluefni sem á vefnum er, í samstarfi við starfsfólk Náms- gagnastofnunar og Umferðarstofu. Rannsóknarráð umferðarörygg- ismála veitti þá styrki við þróun verkefnisins. Umferðarfræðslu ábótavant Umferðarveffræðsluna má finna á vefslóðinni www.umferd.is, hún þykir merkileg nýjung í uppfræðslu barna um umferðaröryggi en fræðslan þykir ekki hafa verið eins markviss og nauðsynlegt er. Gert er ráð fyrir að á vefnum verði fjöl- breytt fræðsluefni, þar á meðal vef- leiðangrar, vefrallí og ýmiss konar leikir og þrautir. Vefurinn mun verða í sífelldri þróun og verður námsefni bætt við eins og þurfa þykir. Vefnum er skipt í þrjá hluta, hluti hans nefnist krakkavefur og er ætlaður nemendum í 1. til 5. bekk grunnskóla, annar hluti er fyrir eldri grunnskólabörn og þá er einnig vefur sem ætlaður er kenn- urum og foreldrum. Vefur um umferð- arfræðslu opnaður Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði umferðarfræðsluvefinn formlega í Grundaskóla á Akranesi á fimmtudag. DAGUR B. Eggertsson nýtur tvö- falt meira fylgis en aðrir frambjóð- endur meðal stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar til þess að leiða framboðslista flokksins í borgar- stjórnarkosningunum í vor, ef marka má niðurstöður könnunar Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir stuðningsfólk Dags. Alls sögðust 53,2% þeirra sem tóku afstöðu til frambjóðendanna, og sögðust styðja Samfylkinguna, að þeir vildu helst sjá Dag leiða lista Samfylkingarinnar í vor. Stefán Jón Hafstein naut fylgis 26,6% Samfylk- ingarmanna, sem er nákvæmlega helmingur þess fylgis sem Dagur mælist með. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri mælist með minnst fylgi af þeim þremur sem sækjast eftir fyrsta sætinu, en 20,2% þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna vildu helst sjá hana leiða lista flokksins í vor. Dagur með mest fylgi óháð flokkum Dagur hafði ekki jafn afgerandi forystu þegar stuðningur við hann óháð þeim flokkum sem viðkomandi sagðist styðja er skoðaður. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,8% helst vilja að hann leiddi lista Sam- fylkingarinnar, en 30,3% vildu helst Stefán Jón. Steinunn Valdís naut fylgis 24,9% þeirra sem tóku afstöðu. Könnunin var unnin af Félagsvís- indastofnun HÍ dagana 31. janúar til 2. febrúar fyrir stuðningsfólk Dags B. Eggertssonar. Í úrtaki voru 1.000 Reykvíkingar á aldrinum 18–80 ára, og var svarhlutfall í könnuninni 64,1%. Könnun á fylgi frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Dagur B. með tvöfalt meira fylgi en Stefán Jón Fréttir á SMS HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sjö mánaða fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna í sekt, auk 87.150 króna greiðslu í málsvarnarlaun, fyr- ir ýmis brot framin á tímabilinu 16. mars til 8. júní á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að fimmtu- daginn 5. maí á sl. ári fór ákærði inn á lager verslunarinnar 11-11 við Skúlagötu í Reykjavík og stal þaðan vindlingum að verðmæti rúmlega 285 þúsund krónum. Mánudaginn 9. maí braust ákærði, í slagtogi við ann- an mann, inn í hús Atlantsolíu ehf. í Kópavogi og stal þaðan tölvu, lykla- borði og tölvumús að verðmæti 120 þúsund krónum. Síðar sama dag fór svo ákærði í verslun Símans, lést vera starfsmaður Atlantsolíu og tókst að svíkja út fjóra farsíma að verðmæti tæplega 200 þúsund krón- umr. Í kjölfarið reyndi maðurinn að svíkja út fartölvu að verðmæti 330 þúsund krónur úr verslun Nýherja. Maðurinn var einnig ákærður fyr- ir brot á lögum um ávana- og fíkni- efni en þrívegis fannst í fórum hans amfetamín, samtals rúmlega fjögur grömm, en einnig smáræði af kanna- bisefnum. Þá var hann þrívegis uppvís að akstri bifreiða án þess að vera með ökuleyfi. Einnig var nítján ára karlmaður dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka þátt í inn- brotinu hjá Atlantsolíu og fyrir að hafa tekið við þýfi og falið það. Kaupás gerði kröfu um að ákærði yrði dæmdur til að greiða félaginu bætur að fjárhæð rúmlega 285 þús- und króna, ásamt vöxtum, vegna þjófnaðar á vindlingum en þeirri kröfu var vísað frá. Með kröfugerð- inni fylgdu engar upplýsingar um innkaupaverð þeirra vindlinga sem stolið var, né kostnaðarverð þeirra fyrir álagningu, en aðeins var gefið upp útsöluverð samkvæmt kassa- strimli verslunarinnar. Var kröfunni því vísað frá vegna vanreifunar. Héraðsdómarinn Guðmundur L. Jóhannsson dæmdi málið. Guð- mundur Óli Björgvinsson hdl. og Ró- bert Árni Hreiðarsson hdl. vörðu mennina en Guðmundur Siemsen, fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi, sótti dómsmálið fyrir hönd ákæru- valdsins. Í fangelsi fyrir ýmis brot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.