Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 10
„ÉG er afar ánægður og þakk- látur vegna þess stuðnings sem ég fæ frá sjálfstæðismönnum í þessu próf- kjöri. Hann er mjög afger- andi og gefur mér mjög skýrt umboð til góðra verka á næsta kjörtímabili og í aðdrag- anda kosn- inga,“ segir Jónmundur Guð- marsson bæjarstjóri um úrslit prófkjörsins á laugardaginn. „Það sem mér finnst þó meiru skipta er hversu glæsilega Sjálf- stæðisflokkurinn stendur eftir þetta fjölmenna og góða próf- kjör. Þátttakan var miklu meiri en maður gerði sér í hugarlund fyrirfram og út úr því kemur vel balanseraður og sterkur listi. Það er í rauninni ekki hægt að hugsa sér betra upphaf á kosningabaráttu flokksins fyrir kosningarnar í vor en þetta Ég er afar sáttur við útkom- una,“ segir Jónmundur. Jónmundur Guðmarsson Afgerandi niðurstaða „ÉG er ánægð, þakklát og stolt,“ segir Guðríður Arnardóttir framhaldsskólakennari sem fékk flest atkvæði í 1. sætið í próf- kjöri Samfylk- ingarinnar í Kópavogi á laugardaginn. Guðríður segir að mikil þátttaka hafi verið í próf- kjörinu. „Það segir sig sjálft að þegar svona margir taka þátt þá geta ekki all- ir náð settu marki. Þetta er ekki bindandi prófkjör en ef listinn mun líta út eins og hann gerir núna eftir þetta prófkjör þá sýn- ist mér að þetta sé mjög sterkur listi og virkilega öflugir fram- bjóðendur. Þeir eru ólíkir að mörgu leyti, og í því er fólginn styrkur,“ segir hún. Guðríður á von á að gengið verði endanlega frá framboðs- listanum á næstu dögum. Spurð hvort hún geri ekki ráð fyrir að leiða framboðslista Samfylking- arinnar í Kópavogi segist hún gera það. Guðríður Arnardóttir Ánægð, þakklát og stolt SJÁLFKJÖRIÐ var í bankaráð Landsbankans, en kosið var á laug- ardag. Björgólfur Guðmundsson er áfram formaður bankaráðs og á fund- inum var samþykkt sú tillaga að heimila formanni að sinna ýmsum störfum í þágu bankans, sem hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Farið var yfir ársskýrslu Lands- bankans en eins og fram hefur komið nam hagnaður hans tæpum 25 millj- örðum króna á síðasta ári. Samþykkt var á aðalfundinum að greiða 3,3 milljarða króna í arð eða 13% af hagnaði. Allir starfsmenn bankans í fullu starfi fá 300 þúsund krónur í kaupauka. Í bankaráðið voru auk Björgólfs kjörin Þór Kristjánsson viðskipta- fræðingur, sem er nýr í stjórninni, Kjartan Gunnarsson framkvæmda- stjóri, Guðbjörg Matthíasdóttir kenn- ari og Þorgeir Baldursson forstjóri. Varamenn eru Andri Sveinsson við- skiptafræðingur, Þorsteinn Sveins- son, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Gunnar Felixson framkvæmdastjóri, Helga Jónsdóttir og Einar Bene- diktsson forstjóri. Samþykkt var að þóknun hvers bankaráðsmanns til aðalfundar 2007 skuli vera 175.000 krónur á mánuði en þóknun bankaráðsformanns er tvöfalt hærri og þóknun varafor- manns 1,5 sinnum hærri en þóknun bankaráðsmanns. Morgunblaðið/Eggert Halldór J. Kristánsson, annar bankastjóra Landsbankans, og Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, koma til aðalfundarins ásamt Kenneth Baker lávarði, stjórnarformanni breska dótturfélagsins Teather & Greenwood, sem er lengst til vinstri á myndinni, og Nick Stagg, forstjóra Teather & Greenwood. Starfsmenn Landsbankans fá 300 þúsund króna kaupauka Sjálfkjörið í stjórn bankans á aðalfundi 10 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Daglegt málþing þjóðarinnar á morgun SOFFÍA Lár- usdóttir, bæj- arfulltrúi og for- stöðumaður Svæðisskrifstofu fatlaðra, var kjörin í 1. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Fljótsdalshér- aði sem fór fram um helgina. Soffía var eini frambjóðandinn í efsta sæt- ið og fékk hún 131 atkvæði af 165 sem kusu. Á kjörskrá voru 242 og greiddu 165 atkvæði en þrjú atkvæði voru ógild. Þráinn Lárusson skólameistari varð í öðru sæti og fékk 73 atkvæði í 1.–2. sæti, Guðmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Barra, varð í þriðja sæti og fékk 75 atkvæði í 1.–3. sæti, Guðmundur Sveinsson Kröyer, verkfræðingur og bæj- arfulltrúi, varð í fjórða sæti og fékk 92 atkvæði í 1.–4. sæti, Aðalsteinn Jónsson bóndi varð í fimmta sæti og fékk hann 74 atkvæði í 1.–5. sæti og Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir fjár- málastjóri varð í sjötta sæti og fékk hún 87 atkvæði í 1.–6. sæti. Alls bárust framboð frá níu ein- staklingum í prófkjörinu. Prófkjör sjálfstæðis- manna á Héraði Soffía Lárusdóttir varð efst Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson GUÐRÍÐUR Arnardóttir fram- haldsskólakennari hlaut flest at- kvæði í 1. sætið í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Kópavogi á laugardaginn. Hún fékk 485 atkvæði í 1. sætið. Kosið var um sex efstu sætin á framboðslista flokksins. Alls greiddu 1.147 atkvæði í prófkjörinu af um 1.950 manns á kjörskrá. 44 atkvæði voru auð eða ógild. Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi fékk 707 atkvæði í 1.–2. sæti, Jón Júlíusson íþróttafulltrúi fékk 377 at- kvæði í 1.–3. sæti, Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi fékk 747 atkvæði í 1.–4. sæti, Ingibjörg Hinriksdóttir þjón- ustufulltrúi fékk 373 atkvæði í 1.–5. sæti og Kristín Pétursdóttir grunn- skólakennari fékk 447 atkvæði í 1.–6. sæti. Guðríður og Jón Júlíusson sóttust bæði eftir fyrsta sætinu á framboðs- listanum og hafði Guðríður betur. Flosi Eiríksson, sem verið hefur oddviti Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, gaf kost á sér í 4. sætið í próf- kjörinu. Ellefu bæjarfulltrúar eru í Kópa- vogi og hefur Samfylkingin haft þrjá á þessu kjörtímabili. Guðríður sigraði í prófkjöri Samfylkingar                      !  " #$   %&                 JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, varð í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Hann fékk 815 atkvæði í 1. sætið eða 69% atkvæða í prófkjörinu. Ásgerður Halldórsdóttir fékk 478 atkvæði í 1.–2. sæti. Sigrún Edda Jónsdóttir fékk 417 atkvæði í 1.–3. sæti, Lárus Lárusson fékk 484 at- kvæði í 1.–4. sæti, Þór Sigurgeirsson fékk 563 atkvæði í 1.–5. sæti, Ólafur Egilsson og Sólveig Pálsdóttir fengu jafnmörg atkvæði eða 556 atkvæði í 1.–6. sæti. Bjarni Torfi Álfþórsson fékk 591 atkvæði í 1.–7. sæti. Bjarni Torfi sóttist eftir 1. sætinu og fékk hann 292 atkvæði í fyrsta sætið, skv. upplýsingum Péturs Árna Jónsson- ar, formanns kjörstjórnar. Alls var 1.281 á kjörskrá og tóku 1.216 þátt í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 1.183, skv. upplýsingum Péturs. Kjörnefndin mun leggja niður- stöðuna fyrir fulltrúaráð flokksins en úrslitin eru bindandi í efstu fimm sætin, að sögn Péturs. Sjálfstæðismenn eru nú með fjóra bæjarfulltrúa af sjö í bæjarstjórn. Jónmundur sigr- aði með 69% at- kvæða í 1. sæti     ' (  '         )      "  *' +, *' -     %'  .  "  +  /  ) 0                          

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.