Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF mennsku Bakers árið 1968 og fyrstu árin þar á eftir var hann jafnframt virkur þátttakandi í bresku við- skipta- og atvinnulífi. Hann segir þennan bakgrunn fyrir breskan stjórnmálamann því miður vera sjaldgæfan í dag. Stjórnmálamenn verði að hafa tengingu við atvinnu- lífið og nú kemur íhaldsmaðurinn upp í honum er hann segir enga ráð- herra í ríkisstjórn Tonys Blairs hafa reynslu af viðskiptum. „Þess vegna eru þeir í vandræðum, þeir vita ekki hvernig þeir eiga að gera hlutina,“ segir lávarðurinn og hlær. Vorum álitnir brjálaðir Ekki er hægt að eiga samtal við lá- varðinn geðþekka án þess að ræða stjórnmál. Sem fyrr segir var hann ráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher, fór þar með innanríkis- og menntamál og átti m.a. stóran þátt í einkavæðingu breska landssímans, British Telecom, og Cable & Wire- less. „Við vorum í fararbroddi í einka- væðingu ríkisfyrirtækja og þegar við vorum að fara um Evrópu og kynna þessar hugmyndir vorum við víða álitnir brjálaðir. Oft vorum við spurðir hvernig okkur dytti í hug að ætla að selja eigur almennings. Við vitum hvað hefur gerst síðan þetta var og ég tel engan vafa leika á því að einkavæðingin er eitt margra af- reka Thatcher-stjórnarinnar,“ segir Baker og ljóst á svip hans að minn- ingin um þessi ár er ljúf. Spurður út í Margréti Thatcher segir lávarðurinn hana vera stór- merkilega konu. Hún hafi verið kraftmikil og stefnuföst, gert allt til að ná sínum málum fram og jafn- framt staðið þétt á bak við sína ráð- herra. Þannig hafi hún stutt sig dyggilega í gjörbyltingu á breska menntakerfinu og sömuleiðis við einkavæðingu ríkisfyrirtækjanna. Þessi tvö mál eru líka þau sem Baker lávarður segist vera stoltastur af, þegar hann er beðinn að líta um öxl yfir stjórnmálaferilinn. Hann segist hafa haft áhyggjur af því, þegar Verkamannflokkurinn og Tony Blair komust til valda, að ár- angurinn í t.a.m. menntamálum yrði eyðilagður. Það hafi ekki gerst, þrátt fyrir margar tilraunir til þess. Baker segir Blair hins vegar í miklum vanda, hann muni fara frá völdum á næstu mánuðum, og lávarðurinn spáir því að Íhaldsflokkurinn sigri í næstu kosningum, með David Came- ron fremstan í flokki. Í fyrsta sinn í langan tíma mælist flokkurinn nú með meira fylgi en Verkamanna- flokkurinn. Baker er ánægður með Cameron, ekki síst þar sem hann hafi verið að- stoðarmaður sinn í flokksformennsk- unni í Íhaldsflokknum og kynnst honum þar mjög vel. „Cameron er sterk persóna, bráð- gáfaður og hugrakkur,“ segir Baker og með bros á vör segist hann hafa séð það nýlega í einhverju blaði að Cameron var í 92. sæti yfir kyn- þokkafyllstu karlmenn heims. Þang- að komist ekki margir stjórn- málamenn, hvað þá breskir! Drekkur te með Thatcher Um tíma var Baker talinn líklegur arftaki Járnfrúarinnar í Downings- træti en undir lok valdatíma hennar var hann um tveggja ára skeið flokksformaður Íhaldsflokksins. Spurður um þetta segist hann hafa sagt við Thatcher, er hún vildi til- nefna hann sem leiðtoga flokksins, að hann vildi styðja hana áfram sem leiðtoga, hún hafi átt það inni hjá sér. Ólíkt ýmsum öðrum hafi sér líkað æ betur við Thatcher, eftir því sem samskiptin jukust og þau haldi enn góðum tengslum, síðast drukkið saman te í Lávarðadeildinni, líkt og þau geri reglulega. Hún fylgist vel með stjórnmálum og sé líkt og hann ánægð með nýjan leiðtoga, David Cameron. „Síðan hún hætti hefur okkur íhaldsmönnum satt best að segja gengið mjög illa og átt erfiða tíma. Hún sannarlega breytti öllu og gerði Bretland að stórveldi. Hvað sem um Blair má segja þá hefur honum ekki tekist að eyðileggja arfleifðina sem Thatcher skildi eftir sig,“ segir Bak- er. Bankarnir verða á undan mér Við hefðum vel getað setið lengi áfram og rætt bresk stjórnmál en stutt var í aðalfund Landsbankans og tal okkar barst aftur að Teather & Greenwood og þátttöku Bakers í bresku viðskiptalífi. Bráðum fjögur ár eru liðin síðan hann varð stjórn- arformaður fyrirtækisins en eftir að Baker hætti í stjórnmálum, fyrir um áratug, sneri hann sér á ný að við- skiptum. Hann er virkur fjárfestir í dag, segist einna helst fjárfesta í tækni- og fjarskiptafyrirtækjum. Auk stjórnarformennsku hjá Teat- her & Greenwood situr hann í stjórn í Lehman Brothers bankanum og fleiri fyrirtækja. „Ég hef mikla ánægju af því að sinna stjórnarformennskunni og á meðan þeir hjá Landsbankanum vilja hafa mig mun ég halda starfinu áfram,“ segir Baker lávarður og þeg- ar hann er loks spurður hvort hann hafi ekki komið auga á áhugaverðan fjárfestingarkost á Íslandi svarar hann um hæl: „Það hljóta að vera einhverjir slík- ir en ég er mest hræddur um að Landsbankinn eða aðrir bankar verði löngu búnir að kaupa viðkom- andi fyrirtæki eða hlutabréf áður en ég mæti á svæðið.“ Á leið til fundar við Kenn- eth Baker hugsaði ég með mér að sennilega hefði ég aldrei hitt breskan lávarð áður, hvað þá lávarð sem hefði til margra ára verið þingmaður og ráðherra í ríkisstjórn Bretlands og um tíma verið nefndur sem mögulegur arf- taki Margrétar Thatcher sem leið- togi Íhaldsflokksins. Sú mynd sem maður hefur gert sér í hugarlund um breskan lávarð, aðallega byggt á sjónvarps- og kvikmyndum, átti full- komlega við Baker. Kurteist og fág- að yfirbragð og viðmótið þægilegt, líkt og við hefðum þekkst um langa hríð. Eftir að hafa komið okkur fyrir með kaffibolla í hönd berst samtalið strax að Landsbankanum og Teat- her & Greenwood en rétt um ár er liðið síðan gengið var frá kaupum bankans og síðar yfirtöku á þessu breska og rótgróna fjármálafyrir- tæki, sem stofnað var árið 1885. Baker segir innkomu Íslending- anna hafa verið fagnaðarefni, þeir hafi komið með aukið fjármagn inn í reksturinn og ekki veitt af, þar sem síðustu ár höfðu verið mögur hjá Teather & Greenwood líkt og mörg- um öðrum verðbréfamiðlurum. Fyr- irtækið var skráð á hlutabréfamark- að árið 1998 en það veitir þjónustu á sviði verðbréfamiðlunar og ráðgjafar við fjárfestingarverkefni. Velta þess hefur verið á þriðja milljarð króna en forstjóri T&G er Nick Stagg, sem að sögn Bakers hefur átt stóran þátt í aukinni velgengni fyrirtækisins. „Stjórnendur Landsbankans eru mjög góðir eigendur, þeir skipta sér ekki af rekstrinum og leyfa okkur að gera það sem við gerum best, að miðla verðbréfum. Teather & Greenwood hefur verið góð fjárfest- ing fyrir Landsbankann og allar rekstraráætlanir eru að ganga eftir, sem er mjög gott svona skömmu eft- ir yfirtöku. Allt stefnir í að þetta ár verði enn betra en það síðasta. Við höfum nýtt mjög vel það fjármagn sem við höfum fengið og ég tel báða aðila hafa á margan hátt hagnast á þessum viðskiptum,“ segir Baker lá- varður en hann ber þeim stjórn- endum Landsbankans mjög vel sög- una sem hann hefur átt mest samskipti við, bankastjórunum Hall- dóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni. Íslendingar áræðnir og snöggir Baker segir viðhorf Breta í dag gagnvart íslenskum fjárfestum al- mennt vera mjög jákvætt og umfjöll- un um þá talsverða. Fyrir aðeins fimm árum hafi Ísland varla verið nefnt á nafn í breskum fjármála- heimi en með fjárfestingum fyr- irtækja eins og Baugs og Bakkavar- ar hafi þetta gjörbreyst. Íslenskir fjárfestar þyki áræðnir, hug- myndaríkir, snöggir að taka ákvarð- anir og auðug frumkvöðlahugsun drífi þá áfram af miklum krafti. Þeir hafi öðlast virðingu í Bretlandi og al- mennt skapað nokkuð trausta ímynd. Hann segir Íslendinga hafa marga kosti fram yfir fjárfesta frá öðrum löndum sem hann hefur kynnst og fyrst og fremst sé það hreinskilni og snögg ákvarðanataka, þeir vinni samt sína heimavinnu vel og séu ákveðnir. Þeir séu tilbúnir að taka áhættu en ekki nema að vel athug- uðu máli. Innrásin mun halda áfram Talað hefur verið um „innrás ís- lensku víkinganna“ til Bretlands og Baker segir það vera nokkuð raun- sanna lýsingu. Miklir möguleikar séu enn ónýttir fyrir íslenska fjár- festa og því muni innrásin halda áfram á næstu árum, ekki síst þar sem hugmyndirnar streymi fram og Íslendingar nýti hvert tækifæri sem gefist. „Íslendingar eiga greinilega mikið af peningum og bankarnir geta ekki ráðstafað þeim öllum á Íslandi. Þeir hafa gert sér ljóst að vöxtur getur ekki orðið nema á erlendum vett- vangi og ekki eingöngu á Norð- urlöndum,“ segir Baker, sem hefur bersýnilega heillast af Íslendingum og öllu því sem íslenskt er. Í ljósi langs ferils í stjórnmálum og við- skiptum kemur það þó örlítið á óvart er hann segist ekki hafa kynnst þeim fyrr en með eignarhaldi Landsbank- ans á T&G. Tengslin eru hins vegar til staðar. Hann bendir á kaup Bakkavarar á Geest, fyrirtæki sem hann hafi unnið hjá sem stjórnandi fyrir um 30 árum, en fyrir þing- Íslendingar eiga greinilega mikið af peningum Kenneth Baker lávarður, stjórnarformaður Teat- her & Greenwood og fyrrum ráðherra í rík- isstjórn Margrétar Thatcher, var staddur hér á landi um helgina í tilefni af aðalfundi Lands- bankans. Björn Jóhann Björnsson ræddi við Bak- er um kynni hans af ís- lenskum fjárfestum og merkan feril í breskum stjórnmálum. Morgunblaðið/Eggert Nýr Íslandsvinur Kenneth Baker lávarður er mjög ánægður með Landsbankann, nýjan eiganda Teather & Greenwood, og ber íslenskum fjárfestum vel söguna, segir þá áræðna, hugmyndaríka, hreinskilna og jafnframt heiðarlega. Hann telur innrás Íslendinga í Bretland hvergi nærri lokið. bjb@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.