Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ  „Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla.“  S.V. Mbl. „Munich er tímabært stórvirki sem á erindi við alla.“  S.V. Mbl. mynd eftir steven spielberg  L.I.B. Topp5.is S.U.S. XFM 91,9 kvikmyndir.is Ó.Ö. DV TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley), bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4 L.I.N. topp5.is H.J. Mbl. V.J.V. / topp5.is  S.V. / Mbl. E.P.Ó. / kvikmyndir.com  Munich kl. 5:50 og 9 B.i. 16 ára Caché - Falinn kl. 5:30 - 8 og 10:30 B.i. 16 ára Pride & Predjudice kl. 5:30 - 8 og 10:30 Rumor Has It kl. 10 Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 og 9 B.i. 10 ára KING KONG kl. 6 B.i. 12 ára FREISTINGAR GETA REYNST DÝRKEYPTAR Spennuþruma ársins er komin með hinni einu sönnu Jennifer Aniston og hinum vinasæla Clive Owen (“Closer”). Síðustu sýningar VINSÆLASTA MYND FRANSKRAR HÁTÍÐAR OG BESTA MYND EVRÓPU SÝND ÁFRAM VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA. „ÓGLEYMANLEG OG ÓVENJU FRUMLEG UPPLIFUN!“ - S.V., Mbl EINS og kemur skýrt fram í Walk the Line, er það kraftaverki líkast að söngvarinn/lagasmiðurinn, goðsögn- in og gallagripurinn Johnny Cash (1932–2003), náði þrítugu. Hann gerði gott betur, varð ódauðlegur sakir þeirrar náðargáfu að geta sung- ið sig inn í hvers manns hjarta með sinni djúpu og karlmannlegu rödd, oftar en ekki eigin laga- og texta- smíðar sem voru við hæfi, oft myrk- ari en gröfin: „I shot a man in Reno, just to watch him die …“ Sallaró- legur, svartklæddur, stór og stæði- legur hombre. Hömlulaus lífsstíll, markaður áföllum áfengis- og eitur- lyfjaneyslu á fyrri hluta ævinnar, og myndin fjallar um, skapaði sterka drætti ímyndarinnar en úthaldið, stöðug gæðin og sá hæfileiki að geta komið endalaust á óvart, gerði Jo- hnny smám saman að manni sem varpaði skugga á flesta sína sam- ferðamenn á dægurtónlistarsviðinu. Satt að segja er með ólíkindum að tekist hefur að flytja slíkt fjall yfir á hvíta tjaldið, og það með jafn svip- sterkum árangri og raun ber vitni. Vitaskuld er það öðrum snillingum að þakka, og þá fyrst og síðast Joaquin Phoenix, sem tekst það ógerlega: Að fara í svörtu fötin og láta þau smell- passa. Leiksigurinn kemur ekki al- veg á óvart því Jamie Foxx lék svip- aðan leik í fyrra, sem hinn holdi klædda hliðstæða goðsögn, Ray Charles. Phoenix slær honum jafnvel við því hann gerir sér lítið fyrir og syngur Cash. Syngur Cash! Það er nokkuð sem menn verða að sjá og heyra til að skilja hvílíkt afrek þessi ungi hæfileikamaður er að vinna. Án hans hefði Walk the Line aldrei orðið til, frekar en Ray án Foxx. Annar stórleikari sannar sig og leggur sitt af mörkum til að skipa- Walk the Line í hópi bestu mynda um líf tónlistarmanna, hún er, af öllum konum, engin önnur en Reese Wit- herspoon. Kunnust fyrir vinsælar og auðgleymdar meðalmyndir á borð við Sweet Home Alabama, en hún á líka að baki Election, þar sem hún sýnir hvers hún er megnug. Þessi fallega stúlka er yndisleg og hlý, nákvæm- lega eins og sómakonan June Carter, manneskjan sem Johnny elskaði heitar en allt annað og gaf honum framlengingarsnúru inn í ódauðleik- ann. Hélt honum á „línunni“, þessari örmjóu sem skilur að ljósið og rökkr- ið. Þau eru hið sláandi hjarta mynd- arinnar. Mangold er þriðji aflgjafi Walk the Line, leikstjórinn á bak við jafn ólík- ar myndir og Girl Interrupted; Kate and Leopold og Cop Land, sem allar gáfu vonir um að þarna væri kominn hæfileikamaður sem gæti gert betur. Hann á einnig heiðurinn að handrit- inu og skilar hvort tveggju óaðfinn- anlega. Þá verður að bæta við lofrull- una stórfenglegu hljóði og fullkomlega lýtalausu útliti áranna um og eftir miðja öldina sem leið. Sem fyrr segir fjallar Walk the Line um ævi Cash frá æsku, á meðan hann er að mótast úr óþekktum sveitastrák í uppreisnargjarnan stór- söngvara með bullandi sjálfseyðing- arhvöt, uns hann fær ankeri í lífið, hina trúuðu og traustu June Carter. Hún var af einni frægustu fjölskyldu kántrítónlistarmanna og var sjálf frambærileg söngkona. Við kynnumst rótum Cash, og, þótt hann verði ætíð óútskýrður að nokkru leyti, hvað það var sem mót- aði hann sem persónu og listamann. Foreldrar hans voru óbrotið sveita- fólk, Ray (Patrick), faðir hans, harð- ur í horn að taka og hafði jafnan meira dálæti á Jack (Till), eldri syn- ininum. Jack var einnig fyrirmynd litla bróður, en Jack lést ungur af slysförum og setti fráfall hans meira mark á Johnny en nokkur önnur reynsla á lífsleiðinni. Ekki aðeins missirinn, heldur kuldaleg viðbrögð föður hans sem lét Johnny gjalda- þess æ síðan að hann hafi verið sá sem hann hefði frekar viljað missa. Johnny var jafnan að reyna að sanna sig fyrir föðurnum,en árangurslítið. Eftir herþjónustu giftist Johnny æskuunnustunni Ginnifer (Loberto), sem beið hans heima í sveitinni, og heldur til borgarinnar. Fljótlega er ljóst að hann elskar tónlistina og framann meira en Ginnifer og vax- andi fjölskylduna. Þegar June kemur til sögunnar er Ginnifer komin í þriðja sætið, June í það fyrsta og Jo- hnny er blaktandi strá í vindi uns hún tekur bónorði hans í Las Vegas. Til að njóta Walk the Line, sakar ekki að menn kunni að meta sér- stæðan kafla Johnny Cash í dæg- urtónlistarsögu síðustu aldar, þar sem hann sprettur úr sama jarðvegi og Presley, Orbison, Jerry Lee o.fl. risar. Þó svo sé ekki á hún að ná til mikið breiðari hóps því þessi einstaki listamaður er þess umkominn að opna eyru nýrra kynslóða, ekki síst í höndunum á Phoenix. Þar fyrir utan stendur Walk the Line eins og klett- ur, sterk ástarsaga og mannlífs- drama sem lætur engan ósnortinn. Goðsögn og gallagripur KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri Leikstjóri: James Mangold. Aðalleikarar: Joaquin Phoenix, Reese Witherspoon, Ginnifer Goodwin, Robert Patrick, Dallas Roberts, Lucas Till, Dan John Miller, Larry Bagby, Tyler Hilton (Elvis Presley), Waylon Malloy Payne (Jerry Lee Lewis), Shooter Jennings (Waylon Jennings), Jo- hnathan Rice (Roy Orbison). 140 mín. Bandaríkin 2005. Walk the Line  „Walk the Line fjallar um ævi Cash frá æsku, á meðan hann er að mótast úr óþekktum sveitastrák í uppreisn- argjarnan stórsöngvara með bullandi sjálfseyðingarhvöt,“ segir m.a í dómnum. Sæbjörn Valdimarsson INDEGA er ung sveit en hefur gert þó nokkuð af því að spila á tónleikum og er Living Plan B hennar fyrsta plata. Megnið af lífti sveitar- innar hefur þó farið í að smíða þennan grip og til að landa honum smíðuðu fé- lagarnir sitt eigið hljóðver, en þeir ku allir starfa sem hljóð- eða ljósamenn. Eru þeir annars bestu vinir úr Garðabænum, sem hefur í gegnum tíðina verið mikil gróðr- arstöð fyrir það níðþunga rokk sem Indega leggur fyrir sig. Áhrifavaldarnir eru augljósir; nýþungarokk það sem Korn og fleiri sveitir hrundu í gang um miðjan síðasta áratug. Á köflum eru snúnir kaflar að hætti Tool og á enn öðrum melódískir sprettir að hætti Linkin Park. Ekkert kemur því á óvart hér lagasmíða- lega og er það helsti dragbít- urinn, lögin fullófrumleg og eins- leit. En þar fyrir utan er allt hér prýðilega af hendi leyst. Spila- mennska er þétt og góð, söng- urinn kraftmikill og ástríðufullur og hljómur plötunnar feitur og rífandi. Miðað við að þetta er frumraun sveitarinnar í upp- tökum og smíði hljóðvers verður sá þáttur að kallast afrek. Platan hefði að ósekju mátt vera styttri, hún er sextán laga og fullar 78 mínútur að lengd. Það fer því að reyna á þolinmæðina þegar fram í sækir. Living Plan B er einkar metn- aðarfullt verk og auðheyrilegt að meðlimir eru að leggja hjarta og sál í það sem þeir eru að gera. Að mörgu leyti er þessi plata því vel heppnuð og Indega lofar góðu. Ef sveitinni tekst að stíga úr allt- umlykjandi skugga áðurnefndra áhrifavalda (ný plata er víst í smíðum) verður spennandi á að hlýða. Drunur úr Garða- bænum TÓNLIST Íslenskar plötur Indega skipa Arnar (rödd), Egill (gít- ar), Halli (gítar, bakraddir), Birgir (bassi) og Orri (trommur). Hljóm- sveitin tók upp, hljóðblandaði og stýrði upptökum. Indega gefur sjálf út. Indega – Living Plan B  Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.