Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 19 UMRÆÐAN Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 Nýtt anddyri Flottar útfærslur og frábærar hugmyndir í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir anddyrið”. Bæklingurinn liggur frammi í verslunum Flugger lita. www.flugger.is 10 3 5 6 3 KIA umboðið á Íslandi er í e igu Heklu hf. Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrýtið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. KIA Rio, enn einn glæsilegur fólksbíll úr smiðju KIA. Gæði, kraftur og hagkvæmni eru hér í fyrirrúmi. Rio er búinn aksturstölvu, átta öryggisloftpúðum, ABS hemlalæsivörn, álfelgum og öflugri en sparneytinni 1,6 lítra 112 hestafla CVVT bensínvél. KIA Picanto, lipur, fallegur og nútímalegur smábíll. Rúmgóður og ríkulega útbúinn. Það sakar ekki að verðið á sér ekki hliðstæðu. 11.289 kr. á mánuði* 15.582 kr. á mánuði* KIA Cerato, rúmgóður og kraftmikill, 2,0 lítra, 144 hestöfl. Ríkulegur staðalbúnaður, átta öryggisloftpúðar, aksturstölva, álfelgur o.fl. 17.067 kr. á mánuði* *miðað við SP-bílasamning til 84 mán. og 30% innborgun Picanto Cerato Rio KIA Rio • 1,6 • 5 dyra • 5 gíra • verð 1.498.000 KIA Cerato • 2,0 • 4 dyra • 5 gíra • verð 1.648.000 KIA Picanto • 1,0 • 5 dyra • 5 gíra • verð 1.088.000 FRAM UNDAN er spennandi prófkjör hjá Samfylkingunni og óháðum í Reykjavík. Allir á kjör- skrá í Reykjavík geta tekið þátt, hvort sem þeir eru flokks- bundnir eða utan flokka. Ég býð mig fram undir kjörorðinu – virkjum velferðina – en mitt meginmark- mið er að velferð- arkerfið sé virkjað til að auka jöfnuð í Reykjavík, til að auka tækifæri barna og fullorðinna sem raun- ar er í þágu allra. Þjónustan heim Á þessu kjörtímabili hefur Vel- ferðarráð Reykjavíkurborgar lagt mikla áherslu á málefni aldraðra og þá sérstaklega á aukna þjón- ustu heim. Það er í samráði við Félag eldri borgara og Þjón- ustuhóp aldraðra sem þessi áhersla er lögð. Í dag er hægt að fá heimaþjónustu um kvöld-, næt- ur- og helgar sem er samþætt við heimahjúkrun. Um áramótin fór- um við af stað með akstursþjón- ustu fyrir eldri borgara sem ekki geta nýtt sér almenningssam- göngur. Þá var byggt við hjúkrunar- heimilið Droplaugarstaði og við breyttum því þannig að nú er ein- ungis boðið upp á sérherbergi. Er- um við fyrsta hjúkrunarheimilið í opinberum rekstri sem býður upp á slíkt. Virkjum velferðina Verkefni næstu ára er að auka traust fólks á velferðarþjón- ustunni þannig að því finnist það hafa raun- verulegt val um að vera heima þó að get- an til sjálfsbjargar dvíni. Á þessu ári og næsta er unnið að þróun nýrra búsetuúr- ræða fyrir aldraðra. Áfram þarf þó að byggja fleiri hjúkrunarrými fyrir þá sem þurfa og vilja komast í slík úrræði. Heimild til að byggja hjúkr- unarheimili er á hendi ríkisvalds- ins, en það hefur ekki staðið á Reykjavíkurborg að útvega lóðir og fjármagn fyrir sinn hluta fram- kvæmdanna. Áfram verður borgin reiðubúin til athafna. Samfylkingin and Björk of course Í opnu prófkjöri Samfylking- arinnar og óháðra, sem fer fram 11. og 12. febrúar næstkomandi, gefst öllum borgarbúum, 18 ára og eldri, tækifæri til að velja fólk í þá breiðfylkingu sem þörf er á til að halda áfram því uppbyggingar- starfi sem Reykjavíkurlistinn hef- ur unnið ötullega að undanfarin 12 ár. Ég er sú eina í prófkjörinu sem er ekki flokksbundin í Samfylking- unni og því hafa gárungarnir kall- að framboðið: Samfylkingin and Björk of course. Hvað sem því líð- ur er ég að sjálfsögðu tilbúin að leggja mig alla fram á næstu árum til að virkja velferðina í þágu allra. Ég geri hins vegar ekkert án ann- arra, því þurfum við að vinna sam- an að virkri velferð. Velferð fyrir aldraðra Eftir Björk Vilhelmsdóttur Björk Vilhelmsdóttir ’Verkefni næstu ára erað auka traust fólks á vel- ferðarþjónustunni þannig að því finnist það hafa raunverulegt val um að vera heima þó að getan til sjálfsbjargar dvíni.‘ Höfundur er félagsráðgjafi og borg- arfulltrúi og gefur kost á sér í 3.–4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík SIGURÐUR A. Magnússon, SAM, eyðir m.a. púðri á mig óverð- ugan í grein sinni, Reynslusögur af rit- vellinum, í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag. Í fyrsta lagi vill SAM gera mig að heimildarmanni Jóns Kaldal, sem SAM kallar rógbera og rit- sóða, um viðburði í grein, sem Jón mun hafa ritað í Frétta- blaðið undir árslok 2004. Um þetta er að- eins eitt að segja: Við Jón Kaldal höfum ekki átt orðastað né í öðrum samskiptum síðan um mitt ár 2002 löngu áður en þeir atburðir gætu hafa átt sér stað, sem SAM segir, margt benda til að ég sé heimildarmaður fyrir. Er þetta heldur kátlegt. Í öðru lagi skrifar SAM: „Páll Bragi var nákominn félagi Davíðs Oddssonar í menntaskóla einsog mynd á bls. 135 í Sögu Reykjavík- urskóla IV ber með sér“. Á þessari mynd, „Frá Sigtúnsfundi Framtíð- arinnar í febrúar 1967“, sitja saman við borð bræðurnir Davíð Oddsson og Ólafur Oddsson, síðan Friðrik Sophusson, Páll Bragi Kristjónsson og Baldur Guðlaugsson. Þessa menn þekkti ég alla nema Davíð Oddsson, sem þarna var í fylgd með eldri bróður sínum og ég hitti þá einmitt í fyrsta sinn. Ég útskrif- aðist frá MR árið 1964 áður en Davíð settist þar á skólabekk. Ég hef því miður ekki heldur verið „nákominn félagi“ Davíðs Oddssonar fyrr né síðar, þótt það hefði örugglega brugðið enn meiri birtu en ella á mína annars löngu og góðu ævi, ef svo hefði verið. Í þriðja lagi skrifar SAM: „Í síðasta bindi ævisögu minnar, Ljósa- tíma (2003), er kafli sem ber heitið „Bubbi kóngur …“ Kaflinn mun hafa farið fyrir brjóstið á ýmsum skjólstæðingum og attaníossum Foringjans, svosem nefndum Páli Braga …“ Sannleikurinn er sá, að ég hef ekki lesið þessa bók eftir SAM né heyrt neinn tala um að hafa lesið hana. Grátbroslegt allt saman. Í fjórða lagi skrifar SAM m.a: „Ég hef jafnan hallast að þeirri kenningu Þúkýdídesar, föður sagnfræðinnar, að dulin orsök sé ævinlega betri og brúklegri en sú sem liggur í augum uppi, og tel ég ekki neinum vafa bundið að bakvið atburðarásina sem hér var rakin standi Páll Bragi Kristjónsson …“ Þegar ég las þetta kom í hugann minning um dægradvöl þar sem ég var í sveit fyrir rúmlega 50 árum, og kölluð var „andaglas“. Er slíkt e.t.v. best við hæfi, þegar svona skeyti berast frá andans manninum SAM? Samsæriskenningar SAM ríða sem sagt ekki við einteyming. Því er fróðlegt m.a. að lesa lýsingar Matt- híasar Johannessen á SAM í bók hans Málsvörn og minningar (2004) og glöggva sig frekar á eðli máls, en Matthías Johannessen var um lang- an aldur velgjörðarmaður og vinur SAM. SAM-særiskenningar úr andaglasi! Páll Bragi Kristjónsson svarar Lesbókargrein Sigurðar A. Magnússonar Páll Bragi Kristjónsson ’SamsæriskenningarSAM ríða sem sagt ekki við einteyming.‘ Höfundur er forstjóri Eddu útgáfu hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.