Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKÓLAMÁL hafa verið að- alstarfsvettvangur minn um árbil. Á Akureyri hefur hann verið sér- staklega spennandi sakir þess mikla fjölda ungs fólks sem sækir hér nám og þess sérstaka skóla- samfélags sem er svo áberandi hér, einkum yfir vetrartímann. Hagsmunir þessa stóra hóps Akureyringa og fjölskyldna þeirra eru mér ofarlega í huga. Orðspor Akureyrar Gera þarf Akureyri aðlaðandi og eftirsókn- arverðan búsetukost fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Við þurfum að efla Akureyri á næstu ár- um – fjölga störfum og fólki. Til þess að svo megi verða þurfum við annars vegar að bjóða fyrirtæki velkomin til bæjarins og gera þeim kleift að koma undir sig fótunum. Þá þarf að gera rekstrarumhverfi samkeppnishæft og samanburðarhæft við það besta sem gerist bæði hér á landi og erlend- is. – En þetta er ekki nóg. Hverju fyr- irtæki fylgir fjölskylda eða fjölskyldur og þeim þurfum við að tryggja gott umhverfi, góða skóla og góðan aðbún- að fyrir börn og unglinga. Það fer ekki nægilega gott orðspor af unglingamenningunni á Akureyri um þessar mundir. Það hefur verið baráttumál mitt öll árin hér sem skólameistari að hert verði eftirlit með vínveitingastöðum sem hingað til hafa sumir hverjir afgreitt allt niður í 16 ára unglinga um vínföng og boðið þá velkomna. Þá þarf að styðja viðleitni lögreglu til að sporna við fíkniefnadraugnum og koma böndum á sölumenn dauð- ans sem hafa fengið að leika lausum hala hér sem annars staðar um árabil. Bæjarfélagið, lögreglan og fram- haldsskólarnir þurfa í þessum efnum að standa saman og vinna gegn ung- lingadrykkju og vímaefnaneyslu en hún hefur skv. nýrri rannsókn stór- aukist milli áranna 2000 og 2004. Akureyrarskólarnir eru á við stóriðju Auk útgerðar og þjónustu eru skólarnir stóriðja okkar Akureyr- inga. Í leikskólum bæj- arins er unnið mjög gott starf og hafa þeir nýtt sér það sjálfstæði og sveigjanleika sem þeim hefur verið boðið upp á. Þeir hafa hver um sig verið að móta sér sér- stöðu með mismunandi hugmyndafræði og áherslum. Grunnskólarnir mættu taka sér leikskólana til fyrirmyndar. Kennslu- aðferðir þarf að endurskoða og auka skólaþróun. Hver um sig ætti að móta sér sérstöðu í tengslum við þetta. Leggja þarf áherslu á að bæta árang- ur nemenda svo stærra hlutfall hvers árgangs nái fullnægjandi árangri í 10. bekk. Ef skólarnir hefðu sérstöðu hver um sig gætu foreldrar valið þann skóla sem þeim þætti bjóða upp á besta starfið; hugmyndafræði, kennsluaðferðir og skólamenningu. Spennandi tækifæri gæti skapast ef rekstur hins óbyggða Naustaskóla yrði boðinn út á sama hátt og leik- skólinn Hólmasól. Hann yrði hugs- aður sem hverfisskóli en stæði börn- um úr öðrum hverfum engu að síður opinn. Foreldrar í Naustahverfi og nágrenni gætu jafnframt valið það að senda börn sín í annan eða aðra skóla. Framhaldsskólar: VMA og MA eru tveir kostir, báðir góðir en að mörgu leyti ólíkir, þar eð sá fyrrnefndi er áfangaskóli bæði með verknám og bóknám en hinn hefðbundinn bekkja- skóli eingöngu með bóknám. Um 600 aðkomunemendur sækja skólana og að þeim þarf að hlúa meðan þeir búa hér í bænum ekki síður en heima- nemendum. Skólarnir eru að búa sig undir breytingar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að stytta nám til stúd- entsprófs. Mikil þróun á sér stað í báðum skólum og mun hún halda áfram en báðir hafa verið í farar- broddi hvor á sína vísu. Fullkomnir nemendagarðar eiga vafalítið eftir að stækka þegar að- komunemendum fjölgar. Má búast við því til þess að unnt verði að fjölga í árgöngum eftir að búið verður að stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár. Þyrftum við að sækja nemendur m.a. af Reykjavíkursvæðinu af því að við teljum okkur hafa upp á margt að bjóða. Háskólinn á Akureyri hefur verið í mikilli þróun og örum vexti auk þess sem námsframboð hefur aukist jafnt og þétt. Við þurfum að auka það enn meir til þess að það höfði til breiðari hóps ungs fólks, bæði aðkomunem- enda og hinna sem búa hér á Ak- ureyri. Þá þarf að leggja áherslu á rannsóknanám og rannsóknir í tengslum við háskólann. Í framhald- inu þarf jafnframt að huga að at- vinnutækifærum sem hæfir brautk- skráðum nemendum úr HA sem og úr öðru háskólanámi svo atvinnulífið auðgist og vel menntað fólk, sem vill búa á Akureyri, fái atvinnu við hæfi. Hlúa þarf að hugmyndum og starfi sem unnið hefur verið á vettvangi stofnunar orkuháskóla á alþjóðavísu hér á Akureyri og í tengslum við HA. Jafnframt eigum við að styrkja enn frekar það starf sem unnið hefur ver- ið í tengslum við norðurslóðarann- sóknir og samskipti á þeim vettvangi en þar eru spennandi tækifæri hand- an við hornið. Fjarnám og fullorðinsfræðsla: Hátt í tvö þúsund nemendur á ýmsum aldri víðs vegar að af landinu sækja fjarnám til skólastofnana á Ak- ureyri; Verkmenntaskólans, Háskól- ans og SÍMEY. Akureyri þarf að halda forystunni en samkeppnin við skóla á Reykjavíkursvæðinu harðnar jafnt og þétt. Skólabærinn Akureyri? Eftir Hjalta Jón Sveinsson ’Hátt í tvö þúsund nem-endur á ýmsum aldri víðs vegar að af landinu sækja fjarnám til skólastofnana á Akureyri.‘ Hjalti Jón Sveinsson Höfundur er skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri og gefur kost á sér í 1.–4. sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins á Akureyri hinn 11. febrúar. Prófkjör Akureyri BORGARMÁLIN fjalla um það samfélag sem Reykvíkingar búa í, daglegar þarfir okkar borgarbúa og framtíðarsýn. Mér finnst miklu máli skipta í umræðu um borgarmál að menn hafi skýrar hugmyndir um það hvernig þeir vilja sjá höfuðborgina og skynji hvaða vandamál þarf að leysa. Sem formaður Ungra jafn- aðarmanna hef ég verið svo lán- samur að fá að starfa með ungu og frjóu fólki sem m.a. hefur rætt borg- armálin. Skipulagsmálin hafa verið þar ofarlega á baugi. Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni Ég vil sjá flugvöllinn fluttan úr Vatnsmýrinni, enda er þar afar verðmætt land sem mun að mínu mati leika lykilhlutverki í framtíð- arskipulagi borgarinnar. Annað brýnt mál og ekki síður mikilvægt er að það verður að auka lóðaframboð í borginni, t.d. undir sérbýli fyrir fjölskyldufólk, en ekki síst þarf að auka fram- boð á smærri íbúðum í miðborginni. Ungt fólk vill búa miðsvæðis og tryggja þarf hæfilegt framboð leiguíbúða fyrir það. Reykjavíkurlistinn á glæstan afreksferil í málefnum fjöl- skyldufólks, en sá málaflokkur var í mik- illi vanrækslu í valda- tíð Sjálfstæðisflokks- ins. Dagvistun og frístundir barna Eitt af þeim málum sem ég mun beita mér fyrir er að gera leikskól- ann gjaldfrjálsan í átta og hálfan klukkutíma á dag en ekki aðeins í sjö klukkustundir, eins og nú er gert ráð fyrir. Sömuleiðis þarf að efla frí- stundaheimili enn frekar, stækka húsnæði þeirra, auka samstarf við grunnskólana og gera betur við starfsfólk borgarinnar sem sér um að veita barnafólki þjónustu. Það er mikilvægt að hugsa fjöl- skyldumálin á breiðum grunni. Með leikskóla- og frístundaþjónustu er verið að veita börnum félagslega þjónustu, en jafnframt verið að stuðla að því að for- eldrar geti sinnt störf- um sínum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af öryggi og velferð barna sinna. Jafnframt er mikilvægt að hafa hugfast að dagvistun barna er að ýmsu leyti jafnréttismál. Skortur á slíkri þjón- ustu getur haft áhrif á atvinnuþátt- töku foreldra, sem þýðir yfirleitt í reynd að móðirin axlar þá ábyrgð. Halda þarf áfram að bæta hag barna og ungmenna með fötlun, þeirra sem lenda utanveltu í skóla- kerfinu og þeirra sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Skoða þarf leiðir til að jafna möguleika barna í borginni til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi, t.d. með föstu framlagi yfirvalda sem fylgi hverju barni. Hér skiptir hugsjón jafnaðar- manna mestu, þ.e. að öll börn í borg- inni búi við jöfn tækifæri til þátt- töku. Málefni eldri borgara í öndvegi Vinna verður gegn einangrun aldraðra í borginni. Í því sambandi er mikilvægt að auka valfrelsi og fjölbreytileika í félagslífi fyrir eldri borgara og sömuleiðis að vinna að hagsmunamálum aldraðra í samráði við þá og þá þarf að tryggja aðkomu eldri borgara að ákvörðunum sem snerta þeirra hag. Bein kosning borgarstjóra Ég er talsmaður þess að kanna til hlítar hvort ekki sé hægt að kjósa borgarstjórann í Reykjavík beinni kosningu. Borgarfulltrúar yrðu síð- an kosnir samhliða borgarstjóra og myndu þannig veita kjörnum borg- arstjóra raunverulegt aðhald. Borg- arbúar vilja skýra valkosti við stjórn borgarinnar og borgarstjóri sem kosinn er beint ber að mínu mati skýrari ábyrgð gagnvart kjós- endum. Ég gef kost á mér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 11. og 12. febrúar næstkom- andi. Sem borgarfulltrúi mun ég berjast af krafti fyrir hagsmunum Reykvíkinga og bið um þinn stuðn- ing til þess að svo megi verða. Samfylking um nýtt upphaf í borginni í vor Eftir Andrés Jónsson Andrés Jónsson ’Jafnframt er mikilvægtað hafa hugfast að dag- vistun barna er að ýmsu leyti jafnréttismál. Skortur á slíkri þjónustu getur haft áhrif á at- vinnuþátttöku foreldra, sem þýðir yfirleitt í reynd að móðirin axlar þá ábyrgð.‘ Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna og gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer 11.–12. febrúar. Prófkjör Reykjavík ÞAÐ ER stundum sagt að kjós- endur séu fljótir að gleyma, bæði því sem vel er gert og einnig því sem miður fór. Ég er reykvískur kjósandi og nýgræðingur í borgarpólitík og stundum fljót að gleyma líka. Hvati þessarar greinar eru orð sem Gísli Mar- teinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lét falla í Silfri Egils á sunnudaginn var, þar sem hann benti á að frambjóðendur í próf- kjöri Samfylking- arinnar gætu ekki bent á neitt gott sem jafnaðarmenn hefðu staðið að í borginni. Undanfarnar vikur hef ég lesið með gagn- rýnum augum í snjó- inn sem féll í gær- kvöld og rifjað upp hvað stjórn Reykja- víkurborgar hefur gert fyrir mig og aðra borgara síðastliðin 12 ár. Ýmislegt kemur upp úr kafinu. Mér rennur því blóð- ið til skyldunnar og hef upp raust mína, það verður ekki hægt að segja um mig að ég veigri mér við því að benda á afrek jafnaðarmanna og -kvenna og segja með nokkru stolti: Þetta gerðu þau, þau létu verkin tala. Ég hlýt að vera stolt af þeim vegna þess að ég kaus þau – því er ég nú ekki búin að gleyma. Ég er ekki búin að gleyma því hvaða árangri félagshyggjufólk náði í dagvistunarmálum. Í raun finnst mér með ólíkindum að þeir stjórn- málamenn sem stóðu á bak við listann skuli ekki stæra sig af því meira en raun ber vitni. Hér eru nokkrar blákaldar staðreyndir: Fyrir tíu árum fengu foreldrar í sambúð fyrst inni á leikskóla fyrir barn sitt þegar það náði þriggja ára aldri. Ekki var á vísan að róa með að leikskólinn væri í sama hverfi og það var allsendis óvíst hvort barnið gæti verið allan daginn. Þessu mega reykvískir foreldrar ekki gleyma í kosningunum í vor. Ég er ekki búin að gleyma hvaða árangri félagshyggjufólk náði í jafn- réttismálum í borginni. Með brenn- andi réttlætiskenndina að vopni hefur stjórn Reykjavíkurborgar lagt gríðarlega áherslu á að konum fjölgi í stjórnendastöðum og launa- misrétti heyri sögunni til. Árang- urinn er glæsilegur og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Reykjavíkurborg er risastórt fyr- irtæki með fjölda starfsfólks á sínum snærum og ég er ekki í neinum vafa um að já- kvæð margfeldisáhrif þessa grettistaks skili sér á löngum tíma út um alla borg og jafnvel lengra. Það er spurning hvort Grettir hefði get- að gert betur. Þessu mega reykvískir jafn- réttissinnar ekki gleyma í kosningunum í vor. Ég er heldur ekki búin að gleyma því að stjórn Reykjavík- urborgar bretti upp ermarnar og lauk við eitt viðamesta verkefni í umhverfismálum landsins, hreinsun strandlengjunnar sem umlykur borgina. Gömlum skólplögnum var lokað og úrgangs- málum bæjarbúa var fundin varanleg lausn. Lengi tekur sjórinn við, sagði fólk í gamla daga en R- listinn hafði kjark til að leiða þetta mál til lykta. Þessu mega umhverf- isvinir ekki gleyma í kosningunum í vor. Ég er heldur ekki búin að gleyma Menningarnótt, göngu- og hjól- reiðastígunum við sjávarsíðuna, áætluninni um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Hafnarbakk- ann, Ylströndinni, hverfamiðstöðv- unum, bættri ásýnd Aðalstrætis og uppbyggingu miðbæjarins. Öllu þessu mega Reykvíkingar ekki gleyma í kosningunum í vor. Ég gef kost á mér í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í opnu prófkjöri sem fer fram helgina 11. og 12. febrúar. Ég er stolt af því að vera hluti af hópi sem býður í fyrsta sinn fram undir merkjum Samfylkingarinnar í Reykjavík. En ég er líka stolt af því að feta slóða sem félagshyggjufólk undir fána R- listans markaði. Hann er nú runn- inn sitt skeið en verk hans lifa. Við skulum ekki gleyma því. Geymt en ekki gleymt Eftir Oddnýju Sturludóttur Oddný Sturludóttir ’Ekki var á vís-an að róa með að leikskólinn væri í sama hverfi og það var allsendis óvíst hvort barnið gæti verið allan daginn.‘ Höfundur er í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og stefnir á 4. sætið. Prófkjör Reykjavík Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.