Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKORTUR á hæfum stuðnings- fulltrúum bitnar harkalega á fötl- uðum sem reiða sig á hjálp þeirra, segir Freyja Haraldsdóttir, sem hef- ur starfað á leikskóla frá áramótum þrátt fyrir fötlun sína. Hún hefur þurft að minnka við sig vinnu þar sem stuðningsfulltrúi hefur ekki fengist. Þótt auglýst hafi verið eftir að- stoðarmanneskju fyrir Freyju í rúman mánuð hefur enginn fengist í starfið, og segir hún það lýsandi fyr- ir það hversu illa borguð umönn- unarstörf eru. Það hafi svo víðtækari afleiðingar. Til tíðinda að fatlaður vilji í 100% starf „Það gerir það að verkum að fáir sækja í störf af þessu tagi. Vegna þessa verður mikil mannekla og virðist þá sem hvaða fólk sem er sé ráðið til starfa. Það er sorgleg þróun og kemur í veg fyrir framfarir í okk- ar málefnum. Það er brýn nauðsyn að efla launakjör þessa fólks. Um leið og það verður er hægt að gera frekari kröfur til þeirra einstaklinga sem vinna með fötluðu fólki. Það er ekki hægt að ætlast til að við sættum okkur við hvaða fólk sem er, ef við erum kröfuhörð á okkur sjálf, verð- um við að vera kröfuhörð á stuðning- inn líka,“ segir Freyja. Freyja lauk stúdentsprófi í desember, og fékk í kjölfarið starf á leikskóla þar sem hún starfar sem leiðbeinandi og við sérkennslu. Hún segir það hafa ver- ið mikið „ströggl“ að tryggja fé til þess að greiða stuðningsfulltrúa laun, en það hafi tekist eftir að hún fékk fund með félagsmálaráðherra. Freyja bendir á að það sé langt frá því talið sjálfsagt að einstaklingar með fötlun vinni, hvað þá fulla vinnu. „Það er þá gert ráð fyrir að þeir vinni takmarkað og telst í raun til tíðinda ef manneskja með mikla fötl- un krefst þess að vinna 100% vinnu.“ Freyja glímir við sjúkdóminn os- teogenisis imperfecta, sem felur í sér beinagenagalla sem veldur því að beinin eru stökk og brotna af minnsta tilefni, og er hún bundin við hjólastól. Hún segir stuðningsfull- trúa virka eins og sínar hendur og fætur, enda fjölmargt sem hún getur ekki óstudd sökum fötlunar sinnar. „Ég byrjaði að vinna ein, án stuðnings, og það gekk ágætlega, þó að auðvitað hafi ég ekki getað gegnt mínu starfi nema upp að ákveðnu marki þar sem mig vantaði alla að- stoð,“ segir Freyja. Við þessu brást leikskólinn með því að færa starfs- mann til í starfi til að vera Freyju innan handar. Þetta er tímabundin lausn sem gengur ágætlega en segir hún það miður að stjórnvöld geri ekki það sem þeim ber að gera, svo hún og aðrir í hennar stöðu geti lifað eins eðlilegu lífi og hægt er. „Strengjabrúður kerfisins“ „Það er í raun hægt að segja að við séum strengjabrúður kerfisins, við eigum frekar að riðla okkar um- hverfi til þess að henta því skipulagi sem hefur verið skapað fyrir fatlaða, í stað þess að þjónustukerfið mæti okkar þörfum,“ segir Freyja. Afleiðingarnar eru víðtækari en svo að stundum fáist ekki fólk í umönnunarstörf fyrir fatlaða. Freyja bendir á að þá sé stundum ráðið fólk sem ekki er heppilegt í slík störf, auk þess sem það fólk sem fæst stoppar gjarnan stutt við. „Það hefur auðvitað verið gaman að kynnast öllu því fólki sem hefur aðstoðað mig í gegnum tíðina og í raun mikil forréttindi. Hins vegar verður að vera meiri festa og áræði í þessu starfi. ,Að mínu mati er erf- iðleikum háð að vera sífellt að fá nýja og nýja stuðningsfulltrúa. Við lærum að treysta fólki til að aðstoða okkur á ýmsum sviðum og um leið og starfsemin er farin að ganga sómasamlega er oft tímabilinu lokið. Fólk endist ekki í þessum störfum vegna bágborinna launa og því að borin er takmörkuð virðing fyrir þeirra starfi. Það er skammarlegt, eins og það er að vinna mikilvæg og krefjandi störf“ segir Freyja. Á að hvetja fatlaða út á vinnumarkaðinn „Mér finnst skelfilega sorglegt hve stutt á veg við erum komin í at- vinnumálum fatlaðs fólks og tel ég samfélagið þurfa að taka sér tak. Ekki síst það fólk sem starfar í okk- ar málaflokki. Það þarf að sýna meiri kraft, metnað og vilja til að berjast fyrir okkar rétti svo barn- ingurinn lendi ekki alltaf á okkur sem lifum með fötlun og fjölskyldum okkar. Þegar unnið er í málefnum sem þessum þarf það að vera af lífi og sál, til þess að ná árangri. Við sem búum við fötlun erum mann- eskjur eins og þeir sem kallaðir eru heilbrigðir. Við eigum að vera hvött út á vinnumarkaðinn og til þess að vera virkir þátttakendur í samfélag- inu,“ segir Freyja. „Við þurfum hins vegar meiri hjálp og aðstoð en ófatlaðir og á þjónustukerfið að mæta réttindum okkar og þörfum, sama hvað það kostar. Peningar eru oftast notaðir sem afsökun fyrir því sem talið er ógerlegt. Ég tel það þó vera yf- irhylming þess gamla viðhorfs sem ríkir enn í okkar þjóðfélagi, að fatl- aðir séu eitthvað annað en fólk og þess vegna eigi þeir bara að sætta sig við hvaða hlutskipti sem er.“ Erfiðlega gengur að fá hæft fólk til að aðstoða fatlaða, segir Freyja Haraldsdóttir Bitnar harkalega á fötluðum að fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa Morgunblaðið/Þorkell Freyja Haraldsdóttir hefur þurft að minnka vinnuframlag sitt á leikskólanum þar sem stuðningsfulltrúi fæst ekki til starfa til að aðstoða hana. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ÞÓRIR Karl Jónasson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu, hefur dregið framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til baka. Þórir Karl sendi kjörstjórn yfir- lýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Fyrr í vetur leysti ég út lyfseðil fyrir vin í góðri trú. Lyfseðillinn reyndist vera falsaður en um það hafði ég enga vitneskju. Ég hef játað hlutdeild mína í málinu fyrir dómi og tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum. Ég þakka stuðningsmönnum fyrir þann stuðn- ing sem mér hefur verið veittur og óska öðrum frambjóðendum í próf- kjörinu alls hins besta.“ Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þórir Karl að hann hefði tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði m.a. vegna þess að hann hafi haft ástæðu til að óttast að umfjöllun yrði um málið í fjölmiðlum. Þannig hafi hann talið hagsmunum flokksins og meðframbjóðenda sinna best borgið. „Ég falsaði ekki lyfseðilinn og nafn mitt kom ekki fram á honum,“ sagði Þórir Karl og tók það sérstak- lega fram að hann ætti engan af- brotaferil að baki og væri ekki á sakaskrá. Þórir Karl dregur framboð sitt til baka Á FUNDI miðstjórnar Sjálfstæð- isflokksins á föstudaginn gerðist það í fyrsta sinn í sögu flokksins að konur voru í meirihluta fund- armanna. Af 23 kjörnum miðstjórn- armönnum sem fundinn sátu, voru 13 konur og 10 karlar. Að starfs- mönnum flokksins sem sátu fund- inn meðtöldum voru konur 15 og karlar 11. Konur í meirihluta á miðstjórnarfundi LÖGREGLAN í Keflavík hafði af- skipti af tveimur mönnum í Reykjanesbæ snemma morguns á sunnudag þar sem þeir voru grun- aðir um fíkniefnamisferli. Leitað var á mönnunum, sem eru rúm- lega tvítugir, og fundust um sjö grömm af meintu hassi og um þrjú grömm af meintu amfetamíni á öðrum þeirra. Mennirnir voru handteknir, en látnir lausir að lok- inni yfirheyrslu, en þeir sögðu efn- ið til einkaneyslu. Tveir stöðvaðir með fíkniefni BJÖRGUNARSVEITIR á Reykja- nesi og í Hafnarfirði voru kallaðar út kl. 3.17 í fyrrinótt til að leita að tæplega þrítugum manni sem sakn- að var frá Grindavík. Alls fóru 35 björgunarsveitarmenn á níu bílum og tveimur sexhjólum til leitar, og var áhersla lögð á slóða og fáfarna vegi á svæðinu, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bíll mannsins fannst við Vigdís- arvelli um kl. 7 í gærmorgun, og maðurinn fannst þar skammt frá stuttu síðar, að sögn Lögreglunnar í Keflavík. Maðurinn lá á jörðinni þegar að var komið, og mun hafa verið orðinn nokkuð kaldur. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, og það- an á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild LHS í gær er líðan mannsins stöðug og hann á bata- vegi. Manns leitað á Reykjanesi ÁRNI Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borgarstjórn, segir að sú aðferð Reykjavíkurborgar að efna til útboðs við úthlutun einbýlis og parhúsalóða í landi Úlfarsárdals, sem er nýtt íbúðasvæði í suðurhlíð- um Úlfarsfells og inn eftir Úlfars- árdal, sé fremur óviðfelldin. Útboðsskilmálarnir voru sam- þykktir með þremur samhljóða at- kvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar á fundi borgarráðs hinn 19. janúar síðastliðinn en Árni Þór, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks í borg- arráði, sat hjá og lagði fram eftirfar- andi bókun vegna málsins: „Ég get ekki stutt framkomna til- lögu að úthlutunarskilmálum vegna einbýlis- og parhúsa í Úlfarsárdal en þeir gera ráð fyrir að efnahagsleg staða ráði eingöngu hverjir fái bygg- ingarrétt. Að mínu mati er réttlát- ara að dregið sé úr lóðaumsóknum enda sitja þá allir áhugasamir við sama borð, án tillits til fjárhagslegr- ar stöðu.“ Kemur í veg fyrir fjölbreytni Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Árni Þór að sú aðferð sem varð fyrir valinu þýði einfaldlega að þeir efnameiri eigi raunverulega meiri möguleika að fá lóðirnar. Þannig komi aðferðin í veg fyrir að hverfi borgarinnar séu félagslega fjöl- breytt og verði þess í stað einsleit. „Þetta er andstætt þeim markmiðum sem borgin hlýtur að setja sér á hverjum tíma að öll hverfi séu vel blönduð en ekki séu hverfi þar sem einungis ríkt fólk býr.“ Aðspurður segir Árni Þór að borgin eigi ekki einvörðungu að horfa á það sem hún fær inn í tekjur heldur eigi að gera ráð fyrir tekjum fyrir þann kostnað sem borgin verð- ur fyrir. „Það er hægt að ákveða lóðaverð- ið þannig að það standi undir þess- um kostnaði og fyrir þetta eru gatnagerðargjöldin hugsuð. Borgin á að horfa á fleiri þætti í þessu sam- bandi.“ Þrátt fyrir að tillagan hafi í raun verið samþykkt af minnihluta borg- arráðs taldi Árni Þór ekki ástæðu til þess að greiða atkvæði gegn tillög- unni. „Það er alltaf álitamál hvort á að gera það eða ekki. Ég var búinn að tala fyrir leiðinni innan meirihlutans en fékk ekki nægilegan hljómgrunn þar. Niðurstaðan var því sú að fara þá leið að sitja hjá en láta afstöðu mína í ljós með bókun.“ Aðferð við lóðaúthlutun óviðfelldin Árni Þór Sigurðsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.