Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 13 MINNSTAÐUR Stykkishólmur | „Ég er ánægður með að fá tækifæri til að fylgjast með starfi sóknanna í prófastsdæminu,“ segir Gunnar Eiríkur Hauksson, prestur í Stykkishólmi, sem nýverið var formlega settur inn í embætti pró- fasts í Snæfellsness- og Dalaprófasts- dæmi við messu í Stykkishólmskirkju. „Ég var settur prófastur 1. apríl sl., þegar Ingiberg J. Hannesson á Hvoli hætti vegna aldurs og var skipaður í starfið frá og með 1. janúar. Í pró- fastsdæmi mínu eru sex prestaköll og rúmlega 20 sóknir,“ segir Gunnar Ei- ríkur og bætir við: „Ég hef þegar vísi- terað átta sóknir frá því í vor og með þeim kynnum hefur mér orðið ljóst hvað það eru mikil forréttindi að kynnast starfinu sem fer fram í sókn- unum. Það kemur mér á óvart hversu fjölbreytt starfið er, þótt það fari ekki hátt.“ Hann segir að hlutverk hans sem prófasts sé að hafa yfirumsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu og vera hægri hönd biskups í héraðinu. Gunnar Eiríkur Hauksson vígðist til prests árið 1986 og hefur verið prestur í Stykkishólmi í 14 ár, næstum upp á dag, því hann tók við starfinu 1. febrúar 1992. Það var Herra Karl Sigurbjörnsson biskup sem setti Gunnar inn í emb- ættið og við messuna spilaði nýráðinn organisti við Stykkishólmskirkju, Tómas Guðni Eggertsson. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason. Athöfn Margir prestar voru við innsetningu prófasts í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi í Stykkishólmskirkju. Á myndinni eru Óskar Ingi Inga- son í Búðardal, Ragnheiður Karitas Pétursdóttir á Hellissandi, Gunnar Ei- ríkur Hauksson prófastur, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Magnús Magnússon í Ólafsvík og Elínborg Sturludóttir í Grundarfirði. Fjölbreytt starf þótt það fari ekki hátt Eftir Gunnlaug Árnason VESTURLAND Borgarbyggð | TUTTUGU og átta unglingar úr 9. og 10. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi og á Varmalandi tóku þátt í frum- kvöðlanámskeiði nú í janúarlok. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ágúst Pétursson, stjórnarformað- ur Frumkvöðla- fræðslunnar, en verkefnisstjóri var Inga Dóra Halldórsdóttir, fulltrúi frá Samtökum sveitarfé- laga á Vesturlandi. Námskeiðið er liður í Evrópuverkefninu ,,Ungir frumkvöðlar“ (Young Enterpre- neur Factory) og stutt af Norð- urslóðaáætlun Evrópusambandsins og Byggðastofnunar. Impra nýsköpunarmiðstöð og Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi stóðu fyrir námskeiðinu og var þetta í þriðja sinn sem slíkt er haldið á Vesturlandi. Frumkvöðla- námskeiðið var þátttakendum að kostnaðarlausu, en markmiðið er að þroska og efla frumkvöðlakraft ungs fólks í hinum dreifðu byggð- um norðursins. Auk Íslands taka þátt í verkefninu Noregur, Skot- land, Svíþjóð, Grænland og Rúss- land. Tækifærin felast í umhverfinu Frumkvöðlanámskeiðið sem var haldið frá miðjum föstudegi og fram á sunnudag að Varmalandi heppnaðist vel að sögn Ingu Dóru. ,,Það skapaðist strax skemmtileg stemning og var gaman að sjá hvað krakkarnir voru námsfúsir. Byrjað var á að kynna fyrir krökkunum hvað frumkvöðlar væru og síðan var þeim skipt í 9 hópa og fengu um klukkustund fyrir hugflæði. Þeir áttu að finna þrjár til fimm hugmyndir sem hugsanlega gætu nýst sem viðskiptahugmyndir. Hugmyndirnar voru lagðar í dóm fyrir hópana og svo valin ein hug- mynd fyrir hvern hóp til að útfæra nánar. Hugmyndirnar, sem margar hverjar voru nýstárlegar, voru unnar frá grunni og fengu nem- endur innsýn í hvernig á að stofna og reka eigið fyrirtæki. Þeir lærðu m.a. um grunnatriði bókhalds, að skrifa einfalda markaðsáætlun, sölutækni og ýmsar aðferðir til þess að útbúa kynningarefni. „Krakkarnir unnu vefsíður, kynningarbæklinga og power point kynningu,“ segir Inga Dóra ,,og þeir voru svo áhugasamir og dug- legir að erfitt var að fá þá til að slökkva á tölvunni og hætta að- faranótt sunnudagsins. Enda voru margir orðnir ansi þreyttir þegar yfir lauk.“ Stór hluti námskeiðsins fólst líka í því að æfa krakkana í að tala fyr- ir framan hóp fólks og á sunnudeg- inum kynntu hóparnir verkefnin sín frammi fyrir foreldrum sínum og dómnefnd sem valdi bestu við- skiptaáætlanirnar. ,,Mikilvægt var að krakkarnir lærðu að koma auga á tækifærin í umhverfinu og það tókst,“ segir Inga Dóra. Þrjár bestu hugmyndirnar fengu peningaverðlaun, tíu þúsund fyrir þriðja sætið, tuttugu fyrir annað og þrjátíu þúsund fyrir fyrsta sæt- ið. Sú viðskiptahugmynd sem varð hlutskörpust er ,,Hvuttakot“ en hugmyndin gengur út á gæslu fyrir hunda og gæludýr þegar eigendur þeirra þurfa að fara að heiman. Stutt markaðskönnun sem krakk- arnir gerðu leiddi í ljós að þörfin fyrir gæslu af þessu tagi er mikil í Borgarnesi. Lærði mikið á námskeiðinu Eggert Örn Sigurðsson, nemandi í 9. bekk Grunnskóla Borgarness, var einn þátttakenda á frum- kvöðlanámskeiðinu og var jafn- framt einn af fjórum í hópnum sem sigraði. Hann segist hafa farið á námskeiðið vegna þess að vinur hans fór, en var búinn að fá upplýs- ingar í skólanum og skráði sig þar. ,,Mig hefði ekki langað að fara einn, en við vorum fjögur úr bekknum mínum sem fórum.“ Egg- ert segir að helgin hafi ekki verið of langur tími því flestir hefðu ver- ið að ljúka við verkefnið á laug- ardagskvöldinu. ,,Við strákarnir sváfum allir saman í herbergi, en það var reyndar ekki mikið sofið.“ Eggert segist hafa lært mikið á námskeiðinu. ,,Ég kunni ekki áður að reikna út stofnkostnað eða rekstrarkostnað, og svo fékk ég líka bók í verðlaun um frumkvöðla- fræðslu sem ég er aðeins búinn að kíkja í.“ Eggert er samt ekki viss um hvort hann muni einhvern tímann stofna fyrirtæki ,,en ef ég geri það nýtist þessi reynsla mér“. Hann segir að eftirminnilegast hafi verið að kynna verkefnið ,,já, að standa fyrir framan fullt af fólki og kynna verkefnið okkar, en ég var samt ekkert rosalega stressaður. Það var líka mjög gaman að verkefnið okkar skyldi vinna.“ Eggert segir að ekki sé búið að innleysa ávís- unina enn þá, en í hvers hlut kom 7.500 kr. sem hann ætlar að leggja inn í Sparisjóðinn, því hann vantar ekkert að sögn. Eggerti finnst ekki óeðlilegt að frumkvöðlakennsla fari inn í grunnskólana, ,,en það er ekki á námskrá og því ekki kennt“. Hann segist alveg geta hugsað sér að læra meira um frumkvöðla ef það yrði í boði og getur hiklaust mælt með námskeiðinu fyrir aðra krakka. ,,Það er bara svo gaman að hitta aðra krakka, skiptast á skoðunum og læra að búa til fyr- irtæki.“ Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir Hópmynd af öllum þátttakendum í frumkvöðlafræðslunni. Ungir frumkvöðlar í Borgarfirði Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Inga Dóra Halldórsdóttir Akranes | Bæjarráð Akraness hef- ur ákveðið að hækka laun lægst launuðu starfsmanna sinna. Með þessu er bæjarfélagið að nýta að fullu þá heimild launanefndar sveit- arfélaganna til að hækka laun þeirra lægst launuðu. Er þetta gert eftir viðræður við Verkalýðsfélag Akraness og Starfsmannafélag Akraneskaupstaðar en Verkalýðs- félagið krafðist þess að kaupstað- urinn samræmdi launakjör starfs- manna sinna við kjarasamning sem Efling gerði við Reykjavíkurborg. Verkalýðsfélagið fagnar þessari ákvörðun á vefsíðu sinni og telur að laun muni hækka um 12%. Jafn- framt kemur fram á vefsíðunni að nú þurfi að beita fulltrúum atvinnu- lífsins og ríkisins þrýstingi til að hækka þá lægst launuðu á hinum al- menna vinnumarkaði og hjá ríkinu. Laun hækka á Akranesi AUSTURLAND Höfn | Alcoa Fjarðaál hefur valið fyrirtækið Galdur ehf. á Hornafirði til að annast vinnslu á kennsluefni fyrir álverið á Reyðarfirði. Mun þetta vera stærsta einstaka verk- efnið sem rekur á fjörur Hornfirð- inga í tengslum við fyrirhugað ál- ver. Að sögn Heiðars Sigurðssonar og Sigurðar Mars Halldórssonar hjá Galdri felst verkefnið í að und- irbúa allt kennsluefni til birtingar á vef og einnig til að nota í skólastof- um. Alcoa Fjarðaál leggur mikla áherslu á fræðslu starfsfólksins og allir þurfa að ganga í gegnum ákveðinn fjölda námskeiða og standast próf í þeim. Þessi nám- skeið munu verða aðgengileg á net- inu og þar verða einnig endur- menntunarnámskeið sem starfs- fólkið fer á eftir ákveðnu mynstri. Um er að ræða talsverðan fjölda námskeiða sem þarf að framleiða og einnig þarf að uppfæra nám- skeið með reglulegu millibili. Hér er því um nokkuð umfangsmikið verkefni að ræða sem mun standa yfir a.m.k. til ársloka 2007, sam- kvæmt samstarfsyfirlýsingu sem Alcoa Fjarðaál og Galdur hafa und- irritað. Lærdómsferli fyrir báða Steinþór Þórðarson, fræðslu- stjóri Alcoa Fjarðaáls, segir að það sé afar erfitt að finna heppilega samstarfsaðila á þessu sviði. Hjá Galdri fari saman þekking og reynsla af útgáfu, bæði á vef og prenti, og auk þess reynsla af kennslu og skólastarfi. Þetta sam- anlagt geri Galdur ehf. að afar ákjósanlegum samstarfsaðila. Steinþór segir einnig að samstarfið sé lærdómsferli fyrir báða aðila. Alcoa Fjarðaál þurfi að framleiða verulegt magn af kennslugögnum og þeirri smíði muni aldrei ljúka þar sem símenntun starfsfólks sé og verði hluti af daglegu starfi í fyrirtækinu. „Þetta er nýtt fyrir okkur öllum og því er afar mik- ilvægt að starfa með fólki sem hef- ur góðan grunn og áhuga og vilja til að byggja ofan á hann. Svo er sérstakt ánægjuefni að fá Horn- firðinga með sem beina þátttak- endur í Fjarðaálsverkefninu.“ Fyr- irtækið Galdur ehf. var stofnað 1. janúar árið 2002. Sigurður Mar Halldórsson og Heiðar Sigurðsson eru eigendur fyrirtækisins ásamt eiginkonum sínum, Þórhildi Krist- jánsdóttur og Rögnu Einarsdóttur. Frá upphafi hefur Galdur ehf. starfað við vefhönnun og vef- smíðar, grafíska hönnun og umbrot auk fréttaskrifa og ljósmyndunar. Í dag gefur Galdur ehf. einnig út héraðsfréttablaðið Eystrahorn og rekur frétta- og upplýsingavefinn horn.is. Þá rekur fyrirtækið ljós- myndastofu, en Sigurður Mar lærði ljósmyndun í Gautaborg á árunum 1988–1990. Hann er jafnframt fréttaritari Morgunblaðsins á Höfn. Ljósmynd/Galdur Stórverkefni fyrir Fjarðaál Starfsmenn Galdurs f.v. Sigurður Mar Hall- dórsson, Heiðar Sigurðsson og Svala Bryndís Hjaltadóttir. Galdur vinnur fyrir álver á Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.