Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Washington. AFP. | Bandaríski kven- réttindafrömuðurinn Betty Friedan lést á laugardag, 85 ára að aldri. Friedan vakti verulega athygli með bókinni „Dulsagnir um konur“, sem út kom árið 1963, en hún fjallar um líf kvenna, sem lengi var ætlað að finna sína lífsfyllingu í gegnum eiginmann og börn. Varð bókin til þess að bandarískar konur tóku stöðu sína í samfélaginu til endurskoðunar og hún er að margra mati undirstaða „femínism- ans“ nú á dögum. Betty Naomi Goldstein var fædd árið 1921 og var sálfræðingur að mennt. Var hún gift Carl Friedan og það var reynsla hennar og óánægja með hlutverk sitt sem út- hverfahúsmóðir í New York, sem leiddi hana út á rithöfundarbraut- ina. Stofnaði hún samtökin NOW, sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna, og einnig önnur samtök. Betty Fried- an látin Hvar varstu staddur þegar þú fréttir að sjálfur Osama bin Laden hefði mælt með bók þinni? Ég var heima hjá mér. Vinur minn hringdi í mig til að segja mér að hann hefði séð frétt um þetta á netinu. Finnst þér ekkert óþægilegt að sjá bók þína rjúka upp sölulista í kjölfar meðmæla frá þessum tiltekna manni? Alls ekki. Og í því sambandi vil ég segja tvennt: í fyrsta lagi þá fyrirlít ég fullkomlega hvers konar trúarlegan fúndamentalisma og þau samfélög sem slík bókstafstrú elur af sér, eins og talíbanastjórnina í Afganistan. Í annan stað þá er ég hluti af hreyfingu sem á sér það markmið að stöðva bandaríska heimsveldið áður en það drepur aftur, áður en það varpar sprengjum, gerir innrás, tekur land hernámi og pyntar fólk. Til að ná markmiðum okkar verðum við að ná eyrum bandarísku þjóðarinnar. Og til að það takist þurfum við að geta birt boðskap okkar. Sú staðreynd að bin Laden nefndi bók mína hefur gefið mér tækifæri til að ná eyr- um milljóna manna sem ég ella hefði aldrei náð til. Hvers vegna ætti ég ekki að gleðjast þessu? Hvernig gæti ég mögulega látið það tækifæri, sem í þessu felst, fram hjá mér fara? Þú bentir á að bin Laden hefði ekki vitnað rétt í bók þína. Heldurðu að hann sé í raun og veru búinn að lesa hana? Ég hafði rangt fyrir mér. Hann vitnaði al- veg rétt í bókina. Þau orð sem hann las upp úr bókinni koma úr breskri útgáfu Rogue State og það var sú útgáfa sem var þýdd á arabísku, en ég gef mér að hann hafi lesið ar- abísku útgáfuna. Ég var búinn að gleyma bresku útgáfunni. Það er haft í flimtingum að bin Laden haf- ist við í helli í Afganistan – en hann virðist vera nettengdur og vel að sér um nýjustu bækur. Kaldhæðnislegt? Ég veit ekki hversu nettengdur hann er. Við erum að tala um bækur sem gefnar hafa verið út í hörðu formi. Þú hefur gagnrýnt utanríkisstefnu Banda- ríkjanna. Hvað er það nákvæmlega sem þú telur athugavert við hana? Ég hef skrifað þrjár bækur um þetta efni. Í einni setningu er inntak þeirra þetta: utan- ríkisstefna Bandaríkjanna síðustu sextíu árin hefur falið í sér að stríðsglæpir hafa verið framdir og glæpir gegn mannkyni sem eru slíkir að umfangi að ekki er hægt að bera saman við nokkurt annað ríki. Hvaða skoðun hefur þú persónulega á Osama bin Laden? Ég vísa til fyrra svars. Þú hefur verið spurður að því hvort þér hafi borist hótanir eftir að bin Laden flutti ávarp sitt. Óttastu afleiðingar þess að hann mælti með bók þinni? Fram til þessa hafa neikvæð viðbrögð að- eins falist í nokkrum tölvupóstum. Ég hef engar áhyggjur af þessum hlutum. Spurt og svarað | William Blum „Hvers vegna ætti ég ekki að gleðjast?“ Í ávarpi sínu 18. janúar hrósaði Osama bin Laden bók bandaríska sagnfræðingsins Williams Blum, Rogue State: A Guide to the World’s Only Superpower, en þar er farið hörðum orðum um utanrík- isstefnu Bandaríkjanna. Í kjölfarið hrökk bókin upp um ríflega 200 þúsund sæti á sölulista netverslunar- innar amazon.com. Morgunblaðið ræddi við Blum af þessu tilefni. William Blum ’ Sú staðreynd að binLaden nefndi bók mína hefur gefið mér tækifæri til að ná eyrum milljóna manna sem ég ella hefði aldrei náð til. ‘ Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is Beirút. AP, AFP. | Æstur múgur kveikti í gær í ræðismannsskrifstofu Dana í Beirút í Líbanon til að mót- mæla skopteikningum af Múhameð spámanni en í fyrradag var borinn eldur að sendiráðsskrifstofum Dana og Norðmanna í Damaskus í Sýr- landi. Eru danskir og norskir þegnar á leið frá Sýrlandi og hafa verið hvattir til að koma sér einnig burt frá Líbanon og ýmsum öðrum ísl- ömskum löndum. Þrátt fyrir nokkurn viðbúnað lög- reglu, sem beitti meðal annars tára- gasi, tókst mannfjöldanum að ryðja sér leið að dönsku ræðismannsskrif- stofunni í Beirút. Notuðu sumir stiga til að komast inn í húsið en aðrir eyðilögðu allt, sem þeir gátu, með öxum og bareflum. Þeir, sem komust inn í húsið, kveiktu í því og hrópuðu, að allir, sem móðguðu spámanninn og sner- ust gegn íslam, myndu brenna í víti. Starfsfólk ræðismannsskrifstofunn- ar hafði yfirgefið húsið deginum áð- ur. Réðust á kirkju Nokkrar þúsundir manna tóku þátt í aðgerðunum og svöruðu með því kalli samtaka, sem kalla sig „Hreyfinguna til varnar spámannin- um“. Réðst múgurinn raunar á önn- ur hús, braut rúður í verslunum, velti um bílum og réðst á kirkju kristinna manna. Þegar kristnir íbú- ar þorpsins Kahhaleh uppi í fjöllun- um austur af Beirút fréttu af því, tóku þeir til sinna ráða og stöðvuðu alla umferð um þjóðbrautina milli Beirút og Damaskus með brennandi hjólbörðum. Sögðust þeir ekki mundu sitja hjá, væri ráðist á kirkjur. Danska stjórnin segir, að Sýr- landsstjórn beri alla ábyrgð á sendi- ráðsbrunanum í Damaskus enda hafi lögreglan ekki reynt að koma í veg fyrir hann. Eru nú flestir Danir og Norðmenn að fara frá Sýrlandi og þeir hafa ver- ið hvattir til að yfirgefa Líbanon einnig. Þá eru þegnar ýmissa ann- arra Evrópuríkja á leið þaðan og frá öðrum íslömskum löndum. Mótmæli í Istanbúl Í Istanbúl í Tyrklandi reyndu um 300 öfgafullir þjóðernissinnar að komast að dönsku ræðismannsskrif- stofunum en lögreglan kom í veg fyr- ir það. Annars staðar í borginni söfn- uðust saman um 2.000 sjítar, brenndu brúðu í líki Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra Dan- merkur, og sögðust tilbúnir til að fórna lífinu fyrir spámanninn. Skopmyndirnar af Múhameð hafa orðið mikið vatn á myllu alls kyns öfgahreyfinga meðal múslíma og keppast þær hver sem betur getur við að hóta Dönum, Norðmönnum, Frökkum, Hollendingum, Spánverj- um og fleiri dauða og tortímingu. Á það við um hreyfingar í Líbanon og Írak, sem sumar tengjast hryðju- verkasamtökunum al-Qaeda. Danir og Norðmenn á leið frá Mið-Austurlöndum Kveikt í sendiráðum í Damaskus og ræðismannsskrifstofum í Beirút AP Eldtungur teygja sig út um glugga á dönsku ræðismannsskrifstofunni í Beirút í Líbanon en mótmælendur unnu einnig mikil hervirki á öðrum eignum og einnig kristinni kirkju. Teheran. AP, AFP. | Íransstjórn ákvað í gær að hætta samstarfi við Alþjóða- kjarnorkustofnunina, IAEA, og bannaði frekara skyndieftirlit á hennar vegum. Var hún með því að svara þeirri samþykkt IAEA að vísa kjarnorkudeilunni við Íran til örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Íranar segjast þó enn vera tilbúnir til frek- ari viðræðna. Stjórn IAEA samþykkti á laugar- dag að vísa deilunni til öryggisráðs- ins en Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Írans, sagði í gær, að ákvarðanir hennar eða öryggisráðsins skiptu engu máli, Íranar myndu halda sínu striki. „Þið vitið, að þið getið ekkert gert,“ sagði hann um tilraunir vest- rænna ríkja til að koma í veg fyrir, að Íranar hefji framleiðslu á auðguðu úrani, sem unnt er að nota í kjarn- orkusprengjur. Manouchehr Mottaki, utanríkis- ráðherra Írans, sagði, að samþykkt IAEA hefði ekkert gildi og ekki önn- ur áhrif en þau, að Íranar myndu hætta öllu samstarfi við hana. Tals- maður utanríkisráðuneytisins sagði þó, að Íranar væru eftir sem áður reiðubúnir til viðræðna, til dæmis um þá tillögu Rússa, að þeir sæju Írönum fyrir auðguðu úrani fyrir kjarnorkuver. Ákveðnari aðgerðir George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði um ákvörðun IAEA, sem var samþykkt með 27 atkvæðum af 35, að hún væri ekki endirinn á til- raunum til samninga, heldur upphaf- ið að nýjum og ákveðnari aðgerðum til að koma í veg, að Íranar kæmu sér upp kjarnavopnum. Ehud Olmert, starfandi forsætis- ráðherra Ísraels, sagði í gær, að ákvörðun IAEA væri skref í rétta átt en héldu Íranar áfram þeirri stefnu sinni að geta framleitt kjarnavopn, yrðu þeir látnir gjalda þess dýru verði. Íranar hætta öllu samstarfi við IAEA ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.