Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 25 MINNINGAR Hinn 5. janúar var til moldar borinn Pétur Sigurðsson frá Suður-Bár í Grundarfirði (þá Eyrarsveit) en hann og fjölskylda hans voru fyrrum nágrannar fjöl- skyldu okkar á Setbergi en þar var faðir minn prestur í hartnær 35 ár frá 1919 – 1954. Fjölskyldufaðirinn Sigurður Eggertsson dó árið 1922 en Ingibörg Pétursdóttir kona hans bjó eftir það ásamt sex börnum þeirra í Suður-Bár um árabil en elsti sonur þeirra, Þorkell, sem lést fyrr á þessu ári, var aðeins 14 ára gamall þegar faðir þeirra dó. Á þessum árum var lífsbaráttan oft hörð og mikið afrek að koma sex börnum til manns og mennta á ár- unum milli styrjaldanna. Auðvitað naut fjölskyldan samhjálpar og sam- heldni Grundfirðinga en hlutverk Ingibjargar móður Péturs með börnin sín sex var stórt og erfitt. Þetta var ekki starf frá níu til fimm og ekki veitt fyrir það fálkaorða. Nágrennið við Ingibjörgu var for- eldrum mínum kært en oft munu þau faðir minn hafa deilt hart um pólitík því að tryggð Ingibjargar við Framsóknarflokkinn var alger en pabbi sjálfstæðismaður en alltaf voru þau sammála um það sem gildi hefur í lífinu. Mér er sagt að ótal vor- og sumarkvöld hafi þær Ingi- björg og mamma gengið fram og aftur milli Setbergs og Suður-Bár- ar, – mamma að fylgja Ingibjörgu heim, og Ingibjörg að fylgja mömmu heim. Ingibjörg lést 1959 og talaði faðir minn yfir moldum hennar, þessa vinar hans og mömmu, en hann hafði hætt prests- skap fimm árum áður. Pétur Sigurðsson fluttist með fjölskyldu sína til Reykjavíkur nokkrum árum eftir að foreldrar mínir brugðu búi á Setbergi og var Pétur tíður gestur á heimili þeirra í Reykjavík, alltaf aufúsugestur, með afbrigðum, ræðinn, hjálpsamur og alúðlegur, og tilbúinn að liðsinna þeim ef á þurfti að halda. Þá sló auð- PÉTUR SIGURÐSSON ✝ Pétur KristþórSigurðsson fæddist í Neðri- Tungu í Fróðár- hreppi í Snæfells- sýslu 17. júlí 1910. Hann lést á hjúkr- unardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 27. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 5. jan- úar. vitað stundum í létta brýnu milli þeirra pabba þegar pólitík bar á góma því að tryggð hans við Framsóknarflokkinn var söm og móður hans. Pétur var og víðlesinn og hafði góða þekkingu á bók- menntum og ættfræði ekki síður en á póli- tískum viðhorfum og sögu. Mér er einnig ljúft að minnast tví- burasystur hans, Guð- ríðar, sem lést fyrir allmörgum ár- um, en vinátta hennar við foreldra mína var einnig löng og mikil. Pétur hafði fágaða framkomu og um- gekkst allt fólk með sama fyrirhafn- arlausa alþýðlega viðmótinu og þeirri virðingu sem allir eiga skilda. Það voru forréttindi að mega þekkja Pétur Sigurðsson. Ég þakka honum vináttu og tryggð við foreldra mína síðustu æviár þeirra og afkomend- um hans votta ég samúð mína. Pétur Jósefsson. Örfá kveðju- og þakkarorð. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja þennan vin minn í gegn- um fjölda ára. Ég var ekki búinn að eiga lengi heima í Stykkishólmi þeg- ar ég kynntist Pétri í gegnum bind- indismál og Góðtemplararegluna, sem við báðir unnum af trú- mennsku. Hann hafði í æsku kynnst þeim hörmungum sem áfengis- neysla veldur þeim sem neyta þess, sá ýmsa sinna vina og manndóms- manna farast í viðskiptum sínum við Bakkus. Við vorum alveg sammála í þeim málum og unnum saman eftir því sem leiðir okkar lágu saman gegn þessari vá. Þar naut hann sín og sparaði ekki afl eða tækifæri til að rétta hjálparhönd þeim sem lentu í dapri ævi og viðskiptum við neyslu eiturefna. Hann var í þessum mál- um sem öðrum heilsteyptur og vil ég minnast þess nú þegar leiðir skilja í bili og þakka honum barátt- una fyrir betra lífi. Þegar fundum okkar bar seinast saman minntist hann samstarfsins og sérstaklega hversu horfði í þess- um áhugamálum okkar nú til dags og hve gaman hefði verið að lifa, þegar Reglan var í öndvegi meðal íslensku þjóðarinnar. Mér þótti vænt um þessar stundir og minnist þeirra lengi, þökk sé þér og kveðja frá mér. Árni Helgason, Stykkishólmi. Kveðja frá JCI á Íslandi Þó um stund í þessum heimi þrjóti vinafundur, við erum bundin böndum þeim sem brostið geta ei sundur. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Fjölskyldu og vinum vottum við okkar innilegustu samúð. Megi minningarnar um Rúnar styrkja ykkur í sorginni. Nú er þessi trausti vinur okkar farinn. Það er erfitt fyrir okkur að kyngja því. Eina huggun okkar er kannski sú að öll förum við þessa sömu leið og þannig liggja leiðir okkar saman á ný. Rúnar var náinn samstarfsmaður minn hjá Háskól- anum í Reykjavík til margra ára. Þar var hann sem klettur í miklum ólgusjó breytinga sem gengið hafa yfir með ótrúlegum hraða. Hann tók miklu álagi með rósemd og leysti verkefnin vel af hendi. Oft var unnið langt fram eftir við að klára brýn verkefni enda fann hann til mikillar ábyrgðar gagnvart velferð skólans. Alltaf var hægt að leita til hans og þá var hann ávallt reiðubúinn að hjálpa á hvern þann hátt sem hann gat. Hann hafði mjög góða sérfræði- þekkingu á sínu sviði og erfitt verð- ur fyrir háskólann að fylla hans skarð. Rúnar var léttur í lundu og tók þátt í alls konar sprelli. Ég fylgdist með honum stunda áhugamálin sín af kappi og gaman var að ræða við hann um ólíklegustu mál. Við eigum eftir að sakna þín, góði vinur. Minn- ingin um þig lifir. Ég votta móður hans, föður og bræðrum mína dýpstu samúð. Guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Ingimar Þór Friðriksson. Elsku Rúnar, kæri vinur. Sú stund kemur hjá okkur öllum RÚNAR V. JENSSON ✝ Rúnar VincentJensson fæddist í Garðabæ 18. apríl 1973. Hann lést í Medellín í Kólumbíu 31. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 20. janúar, að við þurfum að kveðja þennan heim. Við sem horfum nú á eftir þér finnst þú hafa kvatt okkur allt of snemma. Við sem þekktum þig og þá sýn sem þú hafðir á lífið skynjum að hringrás lífsins heldur áfram og svo munt þú og gera, kæri vinur. Stund þín kom þegar við síst væntum og við erum harmi slegin við brotthvarf þitt. Þú ert þó enn með okkur í anda þínum því við finnum að sá kraftur, gleði og sú orka sem þú veittir okk- ur mun lifa í brjóstum vorum svo lengi sem við lifum. Ég kynntist Rúnari fyrst fyrir nokkrum árum og síðan lágu leiðir okkar mikið saman. Rúnar elskaði flugið af lífi og sál og leituðum við öllum stundum að tækifærum til að geta flogið um eins og frjálsir fugl- ar. Ég fann mikið til þess hversu mikið flugið gaf Rúnari og varð það strax stór hluti af lífi hans. Hann var alltaf tilbúinn að fara á fjall til að fljúga. Ég man eftir mörgum ferðum sem við Rúnar fórum í Her- dísarvík, Bláfjöll, Skálafell, Snæ- fellsnesið, Búrfell, Hafrafell, Úlfars- fell og marga fleiri staði til þess að láta uppstreymið bera okkur til skýja og horfa á heiminn frá sjón- arhorni sem ekkert fær lýst með orðum. Í öllum þessum ferðum vor- um við í mikilli snertingu við náttúr- una og sköpunarverk Guðs. Hér fann maður að Rúnar naut sýn, en hann var sannkallað náttúrubarn. Hann bar mikla virðingu fyrir nátt- úrunni og vildi varðveita hana og það samspil sem við mannfólkið eig- um við okkar nánasta umhverfi. Þó svo að hann hafi aldrei þröngv- að skoðunum sínum á nokkurn mann þá bar lífsstíll hans þess merki að hann hafði sterkar skoð- anir á lífinu og hringrás lífsins. Til að mynda tók ég fljótt eftir því að hann neytti ekki kjöts og var stund- um hent gaman að þessu hjá okkur félögunum þar sem það tók hann iðulega drykklanga stunda að panta sér mat. Rúnar var mikill keppnismaður og hafði gaman af öllum kappleikj- um og sýndi það sig líka í keppnum innan félagsins, en hann náði afar góðum árangri en umfram allt þá var það andinn sem fylgdi honum, hann var jafnan hress og glaðlyndur og man ég alltaf eftir lúmska glott- inu hjá honum sem fékk mig alltaf til að skella upp úr. Við fórum víða í tengslum við þetta yndislega áhugamál okkar og eru mér minnisstæðar ferðir til Frakklands, Spánar og núna síðast til Kólumbíu í Suður-Ameríku. Eitt sinn vorum við í Frakklandi og kom þá stríðnispúkinn vel í ljós hjá Rúnari, en það var ævinlega stutt í glens og gaman hjá honum. En svo var að við vorum öll með talstöðvar þannig að við gætum haft upp á hvert öðru eftir flug. Einn daginn bar svo við að allur hópurinn var samankominn á torgi í litlum bæ ná- lægt Lagrania, en við höfðum öll verið að fljúga þar um daginn og vorum að bíða eftir Herbert, en hann var leiðsögumaður okkar þar um slóðir. Eftir dágóða stund fer okkur að leiðast biðin og förum við að kalla á Herbert í talstöðina og viti menn, Herbert svarar á þýsku og við fórum að spyrja hann hvar hann væri og hvar hann hefði lent o.s.frv. Nú verður okkur litið upp og sjáum við hvar Rúnar veltist um af hlátri með talstöðina í hendi og mælandi á þýska tungu. Já, þetta eru svo sannarlega góðar minningar sem maður hefur af Rúnari. Þetta var ekki einleikið með Rúnar en hann var alltaf að lenda í einhverj- um skemmtilegum uppákomum, núna síðast í Kólumbíu, en þá lenti hann eitt sinn í stórum húsagarði þar sem fjölmennt fjölskylduboð var í gangi. Vakti þetta mikla kátínu þar á bæ og var Rúnar strax orðinn hrókur alls fagnaðar þar sem hann lék á als oddi og var greinilega ekk- ert að flýta sér til okkar hinna, um síðir birtist hann og þá á baki mót- orfáks brosandi út að eyrum. Þegar hann renndi í hlaðið á mótorkross- hjólinu var krakkaskari sem fylgdi honum eftir og vildu krakkarnir ólmir sjá Rúnar leika töfrabrögð, en hann var afar fimur við að láta pen- inga hverfa og vakti þetta mikla kát- ínu hjá ungum sem eldri. Rúnar var flugmaður eins og þeir gerast bestir, þ.e. af lífi og sál. Hann elskaði að svífa um loftin blá á vængjum þöndum og sjá heiminn frá öðrum og nýjum sjónarhornum. Hann kvaddi okkur brosandi og þannig mun ég varðveita minn- inguna um hann. Rúnir um Rúnar rista djúpt í hjarta um flug og vængi þanda minning um þig mun ævinlega halda Ég vil votta Ásdísi móður Rúnars, Jens föður Rúnars, bræðrum hans Einari og Agli og öllum öðrum að- standendum og vinum hans dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa og styrkja ykkur öll. Hans Kristján Guðmundsson. Mál er að fæðast, mál er að deyja, mál er að sá, mál er að uppskera, mál er að deyða, mál er að lækna, mál er að rústa, mál er að byggja, mál er að gráta, mál er að hlæja, mál er að syrgja, mál er að dansa, mál er að grýta, safna grjóti, mál er að faðma, mál er að kveðja, mál er að finna, mál að týna, mál er að geyma, mál er að sóa, mál er að rífa, mál er að rimpa, mál er að þegja, mál er að tala, mál er að elska, mál er að hata, mál er að berjast, mál er að sættast. Elsku Snæi, guð blessi þig. Elsku Rúna, Siggi, Sigga, Arnar, Stefán og barnabörn, systkini og SNÆBJÖRN STEFÁNSSON ✝ Snæbjörn Stef-ánsson fæddist á Norður-Reykjum í Hálsahreppi 14. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 5. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykholtskirkju í Reykholtsdal 14. janúar. aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína samúð Þórdís Þor- valdsdóttir. Kynni mín af Snæ- birni hófust er móðir mín og hann fóru að draga sig saman fyrir um 7 árum. Snæbjörn var lúmskt stríðinn, en það varð kannski ekki öllum ljóst við fyrstu kynni. Hann gat sagt ýmislegt sem fólk gerði sér ekki ljóst að var ein- göngu stríðni fyrr en maður kynnt- ist honum meira. Snæbjörn var ætíð boðinn og bú- inn að gera mér greiða. Seinasta skiptið sem ég var hjá þeim móður minni þá vildi hann ólmur skutla mér á Umferðarmiðstöðina til að ná flugrútunni. Skipti þá engu máli þó að það væri um miðja nótt. Þegar til kom gat ég ekki fengið af mér að vekja hann hálf fimm að morgni og tók ég því bara leigubíl. Næst þegar ég talaði svo við hann skammaði hann mig fyrir að hafa svikið sig um að skutla mér. Þetta er lýsandi dæmi um hvernig hann var ætíð tilbúinn að snúast eitthvað fyrir mann. Þó að Snæbjörn hafi átt heima á mölinni í mörg ár þá togaði sveitin alltaf í hann. Það sást mjög greini- lega á tilhlökkuninni og spennunni hjá honum nokkur síðastliðin vor áður en hann fór að hjálpa til í sauð- burði. Hann kom svo alveg endur- nærður úr þessum vistum og fékk maður að heyra allt um hvernig sauðburðurinn hefði gengið og hversu margar hefðu verið ein-, tví- og þrílembdar. Annað sem Snæbjörn hafði mik- inn áhuga á og deildu þau mamma þeim áhuga en það var að ferðast um landið. Nánast um leið og mamma var komin í sumarfrí var pakkað í húsbílinn og haldið eitt- hvað út á land. Þá heyrði maður kannski ekkert í þeim í nokkurn tíma en fékk svo að heyra ferðasög- urnar þegar þau komu heim sæl og ánægð eftir ferðalagið. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Snæbirni. Elsku mamma, Siggi, Sigga, Arn- ar, Stefán og fjölskyldur, ég sam- hryggist ykkur innilega og bið æðri máttarvöld að styðja ykkur í sorg- inni. Ingigerður Guðmundsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar Lokað verður á morgun, þriðjudag, vegna jarðarfarar ÞÓRU STEFÁNSDÓTTUR. Ólafur Þorsteinsson ehf. S. Árnason & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.