Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA ERU FJAÐRIRNAR HANS MARKÚSAR!?! ÞAÐ GETUR AÐEINS ÞÝTT EITT... ...HANN ER AÐ FARA ÚR FJÖÐRUM ÞÚ ERT EINSTAKUR „VIÐ HÖFUM ÞVÍ MIÐUR ENGA ÞÖRF FYRIR SVONA SÖGU“ ÞETTA ÓTTAÐIST ÉG... HANN ER Í HÖFNUNARLOSTI! EITT AF ÞVÍ BESTA VIÐ SUMARIÐ ER AÐ SOFNA MEÐ VIFTUNA Í GANGI BLÁSTURINN ER SVO ÞÆGILEGUR OG RÓANDI. MANNI FINNST MAÐUR SVO ÖRUGGUR ...OG ÉG GLEYMI ÞVÍ NÆSTUM AÐ ÉG SEF MEÐ LIFANDI PELS EF ÞÚ ERT EITTHVAÐ ÓSÁTTUR ÞÁ GETURÐU BARA SOFIÐ Á GÓLFINU ÞESSI KAKA BRAGÐAST EINS OG RADÍSA! OJ BARA! RÉTT ER ÞAÐ MIG LANGAÐI AÐ BAKA GULRÓTARKÖKU EN ÉG ÁTTI BARA RADÍSUR ÆTLARÐU AÐ BJÓÐA GUNNARI Á DANSLEIKINN? NEI, HANN ER Á SVO ÓHENTUGUM ALDRI HANN ER OF UNGUR TIL AÐ FARA Á ELLI - HEIMILI EN OF GAMALL TIL ÞESS AÐ ÉG HAFI ÁHUGA Á HONUM ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA ÞAÐ SEM ÉG VANN Á EBAY UPPSTOPPAÐUR HAM- STUR MEÐ BANJÓ, SEM SYNGUR OG DANSAR BEST AÐ GEYMA HANN HÉRNA SVO ABBY TAKI EKKI STRAX EFTIR HONUM HÚN TEKUR BETUR EFTIR EN ÉG HÉLT PETER HLÝTUR AÐ HAFA REKIÐ SENDI- TÆKIÐ MITT HVERNIG FANNSTU OKKUR? ÉG FLETTI ALLA- VEGA EKKI UPP Á ÞÉR Í SÍMASKRÁNNI ÉG SKAL KENNA ÞÉR AÐ HÆÐAST EKKI AÐ TARANTÚLUNNI ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ OF SEINT FYIR ÞIG Dagbók Í dag er mánudagur 6. febrúar, 37. dagur ársins 2006 Víkverji hefur aðundanförnu fylgst með umræðum um stöðu íslenskunnar og hann getur svo sann- arlega tekið undir með þeim, sem hafa áhyggjur af þróun hennar og framtíð. Raunar hefur Víkverji lengi verið í hlutverki vandlætarans og tuð- að um eitt og annað, sem honum hefur mis- líkað, um rangt mál og annan ruglanda, og ósjaldan hjá þeim, sem síst skyldi, það er að segja þeim, sem hafa það að at- vinnu að fara með ylhýra, ástkæra málið. Tilefni þessara hugleiðinga er hins vegar það, að nýlega þurfti Vík- verji að aðstoða lítillega 14 ára gamla dótturdóttur sína, sem var að fara í próf í íslenskri málfræði. Er hún að vísu hinn mesti námsmaður og ágætlega á vegi stödd í þessum fræðum en það verður Víkverji að segja, að honum ofbauð algerlega málfræðitorfið, sem unglingum á þessum aldri er nú boðið upp á. Víkverji er tilbúinn til að bölva sér upp á það, að þegar hann var ung- lingur hafi námsefnið verið einfald- ara og hann getur ómögulega minnst þess, að það hafi verið jafnmikið að vöxtum og nú þegar hann var kenn- ari og kenndi meðal ann- ars íslenska málfræði. Að sjálfsögðu á að kenna börnunum mál- fræði, kenna þeim að beygja rétt, nafnorð og sagnir, láta þau læra helstu orðflokk- ana og gera þeim grein fyrir ýmsu öðru, til dæmis hvað er frumlag í setningu, sem margir fjölmiðla- menn eru ekki lengur klárir á og láta þá gjarnan eignarfallseinkunn ráða sagnmyndinni. Hitt er svo annað, að við hin nýju kynni Víkverja af mál- fræðikennslunni fékk hann það á til- finninguna, að hún væri beint tilræði við íslenskt mál. Hún er nefnilega að mati Víkverja alveg sérstaklega vel fallin til að gera ungum nemendum erfitt fyrir og fylla þá leiða og andúð. Ef Víkverji mætti ráða, myndi hann skera þetta torf niður um helming. Þá gæfist meiri tími til að fara vel í grundvallaratriðin og síð- ast en ekki síst að kynna betur fyrir nemendum og vekja áhuga þeirra á málinu sjálfu. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            New York | Rokkarar í New York bíða í röðum eftir að komast inn á klúbb- ana þar sem stelpurnar í Lez Zeppelin spila um þessar mundir. Stelpu- grúppan er sögð vera að setja tónlistarlífið í borginni á annan endann, með frábærri spilamennsku og söng. Þarf nú kannski nokkuð til, myndu sumir segja – því hljómsveitin, sem er þriggja ára, var stofnuð með það eitt á stefnuskrá að spila lög hljómsveitarinnar Led Zeppelin sem nýtur virðingar sem ein besta rokkhljómsveit allra tíma. Reuters Lez Zeppelin MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Ég mun leita að hinu týnda og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og koma þrótti í hið veika, en varðveita hið feita og sterka. Ég mun halda þeim til haga, eins og vera ber. (Esk. 34, 16.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.