Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hífa, hífa, mr. president, hann er með peninga. Árlegt útboðsþingSamtaka iðnaðar-ins og Félags vinnuvélaeigenda var hald- ið nýlega en meginmark- mið þingsins var að kynna fyrir verktökum og öðrum framkvæmdaaðilum helstu útboð opinberra aðila. Kynnt voru útboð sem áætlað er að kosti a.m.k. 78 milljarða króna auk þess sem fleiri verkefni voru kynnt án kostnaðaráætl- unar. Af þeim útboðum sem kynnt voru, vega framkvæmdir orkufyrirtækjanna langþyngst, en áætlað er að verja að minnsta kosti um 43 milljörðum í virkjanaframkvæmdir á meðan áætlað er að verja mun minni fjár- hæðum í framkvæmdir fyrir mennta-, menningar- og heilbrigð- ismál. Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 6,6 milljörðum í framkvæmd- ir á skóla-, menningar- og íþrótta- mannvirkjum og 2,7 milljörðum í uppbyggingu á heilbrigðismann- virkjum. Virkjanaframkvæmdir stærstar Ljóst er að mestur hluti útboða Landsvirkjunar tengist gerð Kárahnjúkavirkjunar enda stærsta framkvæmd Íslandssög- unnar. Framkvæmdir þar hafa staðið yfir síðan 2003 og hefur nú verið eytt um tæpum 54 milljörð- um í verkið. Meðal þeirra verkefna sem boðin verða út í kringum Kárahnjúkavirkjunina á árinu eru gerð stíflna og ganga fyrir Hraun- aveitu, lokur og ristar fyrir Jökuls- árveitu og dælustöðvar í Fljótsdal og á Egilsstöðum. Landsvirkjun er ekki eini aðil- inn sem stendur í orkufram- kvæmdum en Orkuveita Reykja- víkur áætlar að bjóða út verk fyrir 17 milljarða króna á þessu ári, þar af munu tæplega 13 milljarðar fara í orkuversframkvæmdir, nánast allt í Hellisheiðarvirkjun. Vegaframkvæmdir vega þungt Vegagerðin áætlar að bjóða út verk fyrir tæpa 13 milljarða króna en það er töluvert meira en árið áð- ur, en þá voru boðin út verk fyrir um 5 milljarða. Áætlað er að verja rúmlega 4 milljörðum í grunnnet samgangnakerfi landsins, 2,8 milljarðar fara í viðhald vegakerf- isins og 2,7 milljarðar í þjónustu þess. Meðal stærstu einstakra verkefna sem verða boðin út á þessu ári eru tvöföldun Reykja- nesbrautar milli Fífuhvammsveg- ar og Kaplakrika en áætlaður kostnaður við verkið er 1,1 millj- arður króna, fyrri áfangi mislægra gatnamóta Hringvegar og Nes- brautar en áætlaður kostnaður er 600 milljónir króna auk þess sem endurbygging Djúpvegar á Vest- fjörðum mun vega þungt en áætlað er að eyða um 1,5 milljörðum þar á næstu þremur árum en áætlað er að hefja útboð í maí nk. Þjóðleikhúsið endurbætt Framkvæmdasýsla ríkisins ger- ir ráð fyrir að bjóða út verkefni fyrir 5,5 milljarða á þessu ári. Mest verður framkvæmt fyrir heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið en boð- in verða út verk fyrir um 2,2 millj- arða á vegum ráðuneytisins. Mun stærsta útboðið vera fyrir nýtt hjúkrunarheimili í Sogamýri en gert er ráð fyrir að það verk muni kosta um 1,2 milljarða. Önnur stór verk eru nýtt dvalar- og hjúkrun- arheimili á Eskifirði sem ráðgert er að eyða um 500 milljónum í, 200 milljónir fara í nýbyggingu við Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar auk þess sem 200 milljónir fara í nýjar innréttingar við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Áætlað er að framkvæmdir menntamála- ráðuneytisins muni kosta um 1,7 milljarða. 300 milljónir munu fara í endurbætur á Þjóðleikhúsinu og 1,4 milljarðar fara í viðbyggingar á fjölbrautaskólum. Fyrir hönd ut- anríkisráðuneytisins mun fram- kvæmdasýslan bjóða út byggingu á nýrri stjórnsýslubyggingu á Keflavíkurflugvelli en áætlað er að það verk kosti um 800 milljónir. Auk þessara verka mun fram- kvæmdasýslan bjóða út ýmis smærri verkefni á vegum hinna ráðuneytanna. Reykjavík fjárfestir fyrir 6,5 milljarða Sveitarfélögin sem kynntu út- boð sín á þessu ári voru Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður. Munu þau öll verja svipuðum fjár- hæðum í framkvæmdir á þessu ári, Reykjavík þó mest með a.m.k. 6,5 milljarða, Hafnarfjörður með 5,3 milljarða og Kópavogur með 4,1 milljarð. Stærstu einstöku verk- efni Reykjavíkurborgar verða bygging Norðlingaskóla sem áætl- að er að kosti 1,1 milljarð og við- bygging Vogaskóla sem áætlað er að kosti 600 milljónir, auk þess sem borgin mun veita 500 milljón- um í nýtt hjúkrunarheimili í Soga- mýri. Hafnarfjörður mun bjóða út verk fyrir 5,3 milljarða, þar af munu 1,5 milljarðar fara í fasteign- ir en 2,6 í gatnagerð. Kópavogs- bær mun bjóða út verk sem áætlað er að kosti um 4,1 milljarð, þar af 1,1 milljarður í gatnakerfi, tæpur milljarður í skólahúsæði og svipað í íþróttamannvirki. Fréttaskýring | Fjárfestingar á Íslandi Mest fé í virkjanir Að minnsta kosti 43 milljarðar fara í virkjanaframkvæmdir á þessu ári Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, á útboðsþingi. Framkvæmdir munu aukast á næstu árum  Eftir sölu Símans munu fram- kvæmdir á vegum hins opinbera aukast til muna á næstu árum. 18 milljarðar munu fara í fram- kvæmdir á nýju hátæknisjúkra- húsi, 15 milljarðar munu fara í vegaframkvæmdir. Einnig má búast við auknum virkjana- framkvæmdum en Landsvirkjun áformar að byggja nýjar virkj- anir á Suðurlandi og Norð- austurlandi vegna álvers- framkvæmda. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is ALMENNINGUR getur nú nálgast úrklippur úr dag- blöðum um umhverfismál frá árunum 1970–1997, en Landvernd afhenti Umhverfisstofnun þær á dögunum. Frá árinu 1970 til ársins 1997 var daglega farið yfir ís- lensku dagblöðin á skrifstofu Landverndar og allt sem varðaði umhverfismál var klippt út og raðað í bækur. Þessar bækur hafa nú verið gerðar aðgengilegar á bóka- safni Umhverfisstofnunar. Að sögn Tryggva Felixsonar, framkvæmdastjóra Landverndar, er hér um að ræða einstakt safn. M.a. er þar að finna grein Halldórs Laxness frá 31. desember 1970 um hernaðinn gegn landinu og umfjöllun um virkj- unarhugmyndir í Þjórsárverum. „Í þessum úrklippum má sjá hvernig umræða um náttúru- og umhverfisvernd hefur þroskast og þróast frá því að þessi mál komu fyrst til verulegrar umfjöllunar hér á landi,“ segir Tryggvi. „Um árið 1970 voru hugtökin umhverfismál og umhverf- isvernd að verða til. Það er áhugavert að fletta blöðunum frá þessum árum, en auk Þjórsárvera er mikið rætt um stíflurnar í Laxá. Það kemur á óvart við lesturinn að að mörgu leyti er umræðan í dag áþekk því sem hún var fyr- ir 35 árum síðan.“ Vildu gera safnið aðgengilegra Aðspurður um af hverju Landvernd hætti að taka sam- an umhverfisumfjöllun um umhverfismál í dagblöðunum árið 1997 segir Tryggvi landslagið hafa verið að breytast ört með aukinni þjónustu fyrirtækja sem sjá um að taka fjölmiðlaefni saman auk þess sem blöðin hafi í auknum mæli netvæðst. „En í þessu safni má fá afar áhugaverða yfirsýn yfir þróun og gerjun þessara mála í yfir ald- arfjórðung,“ segir Tryggvi. Úrklippubækurnar voru geymdar á skrifstofu Land- verndar, en að sögn Tryggva langaði starfsfólk og stjórn Landverndar að gera safnið aðgengilegra. „Þá lá næst við að ræða við Umhverfisstofnun, en þeirra bókasafn er eitt það öflugasta hvað varðar upplýsingar um náttúru og umhverfisvernd á Íslandi,“ segir Tryggvi. „Það er að- gengilegt almenningi og þar starfa starfsmenn sem hugsa um safnið og leiðbeina fólki. Nú geta áhugasamir grúskarar sem vilja kynna sér sögu umhverfisverndar flett þessum blöðum, en á þessum tíma voru blöðin fjöl- mörg, t.d. Morgunblaðið, Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið.“ Úrklippusafn Landverndar til Umhverfisstofnunar Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Björg- ólfur Thorsteinsson, formanður Landverndar, skoða hér saman blaðagrein um Þjórsárver sem birtist í Alþýðu- blaðinu 14. desember 1970 eða fyrir um 25 árum. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is RÍKISKAUP breyttu útboðsskil- málum vegna farþegaferju sem sigla á til Grímseyjar að fengnum tilmælum fjármálaráðuneytisins. Áður hafði Félag járniðnaðar- manna tekið saman yfirlit um atriði í útboðsskilmálnum, sem voru talin hamla því verulega að íslensk fyr- irtæki ættu möguleika á að fá breytingarverkefnin, og sent þing- mönnum. Á heimasíðu félagsins segir að útboðsskilmálunum hafi verið breytt að mestu leyti í sam- ræmi við ábendingar þær sem fé- lagið sendi þingmönnum en meðal þeirra atriða, sem gerð var athuga- semd við, var að útboðsgögnin væru eingöngu á ensku. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, seg- ir að útboðsskilmálum hafi verið breytt í samræmi við tilmæli Fjár- málaeftirlitsins en Ríkiskaupum hafi hins vegar ekki borist neinar athugasemdir frá öðrum aðilum. Útboðið ekki bundið við Ísland „Það er vaninn að aðilar málsins hafi samband við okkur en það eru þá þeir sem hafa hugsað sér að taka þátt í útboði en ekki hefur tíðkast að aðilar úti í bæ séu að gera athugasemdir við útboðsskil- mála,“ segir Júlíus og bendir á að Ríkiskaupum beri ekki í sjálfu sér að fara eftir skoðunum utanaðkom- andi aðila í þessum efnum. Aðspurður segir Júlíus að ekki hafi verið meiningin að útboðsskil- málarnir stæðu í vegi fyrir að ís- lensk fyrirtæki gætu tekið þátt í útboðinu en það beri að hafa í huga að útboðið sé ekki bundið við Ís- land. „Þetta er alþjóðleg samkeppni og ég á von á því að meirihluti tilboð- anna komi frá erlendum aðilum í þessu tilfelli.“ Opnun tilboða vegna verksins var þann 31. janúar síðastliðinn en opnunarfundur verður haldinn næstkomandi þriðjudag. Ríkiskaup breyttu útboðsskilmálum að tilmælum fjármálaráðuneytisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.