Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2006 27 MINNINGAR in. Haustið 1950 var C-deild bætt við 2. bekk skólans vegna þess að tvær bekkjardeildir rúmuðu ekki þann fjölda sem sótti um inngöngu. Nem- endurnir nýju voru víðs vegar að af landinu. Kolbrún og Kristinn, bróðir hennar, komu frá Patreksfirði. Kol- brún er eftirminnileg skólasystir, hógvær, prúð og ljúf í framkomu. Eftir skólagöngu í VÍ giftist hún Jó- hanni Þorsteinssyni og gerðist bóndakona og kennari við Breiða- fjörð og vann þar lungann úr starfs- ævinni. Eins og gefur að skilja strjáluðust samskiptin eftir það vegna fjarlægð- ar, en á síðari hluta ævinnar fluttust þau hjón til Reykjavíkur. Eftir það var hægara um vik að hitta gömlu skólafélagana, sem hafa hist reglu- lega óslitið einu sinni á ári í liðlega hálfa öld, en nú orðið hittist hópurinn einu sinni í mánuði. Um leið og við kveðjum Kolbrúnu hinstu kveðju, þökkum við ljúfar endurminningar úr skólanum og sendum eiginmanni og fjölskyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Skólafélagar VÍ-53. Við fráfall Kolbrúnar Friðþjófs- dóttur minnist ég hennar ekki síst fyrir það hve ljúf, einlæg og þægileg manneskja hún var í framkomu sinni við samstarfsfólk og nemendur, en nemendur sína virti hún og vildi hag þeirra og framgang ætíð sem mest- an. Kolbrún starfaði hjá okkur í Ár- bæjarskóla sem unglingakennari á árunum 1985 til 1998 er hún varð að láta af störfum sökum heilsubrests. Hugurinn var eigi að síður það tengdur starfinu, að nokkru áður hafði hún stefnt á framhaldsmenntun sér til þekkingarauka. Ég þakka Kolbrúnu samskiptin þau ár er við unnum saman og þann hlýja hug er hún bar til samstarfs- manna og nemenda. Samúðarkveðj- ur til eftirlifandi aðstandenda og vina. Marinó Þ. Guðmundsson. Þegar góðir vinir kveðja þessa jarðvist er manni gjarnan tamt að sjá fyrir sér hinn látna, hugsa um hvað er eftirminnilegast í fari hans og hvað situr sterkast eftir í minning- unni. Þegar við hugsum þannig um hana Kollý í Litluhlíð, sem nú hefur kvatt okkur, stendur upp úr hið ein- staklega hlýja viðmót, kærleikur, væntumþykja, gestrisni og notaleg- heit, sem hún ávallt sýndi okkur og dætrum okkar. Bærinn Litlahlíð á Barðaströnd hefur ætíð leikið stórt hlutverk í til- veru okkar fjölskyldu enda liggja þar rætur hennar að nokkru leyti. Bær- inn hefur beinlínis togað í okkur og þau eru ekki mörg sumrin undan- farna tæpa þrjá áratugi, sem leiðin hefur ekki legið þangað. Ástæða þessa er ekki síst það einstaka við- mót og hlýja, sem húsráðendurnir þar, Kollý og Jói frændi, hafa ávallt sýnt okkur. Það hefur bara einhvern veginn alltaf verið svo gott að koma og dvelja í Litluhlíð – stundum stutt, stundum lengi og þar átti Kollý hvað stærstan þátt. Það hefur verið dætr- um okkar, borgarbörnunum, ómet- anlegt að fá að koma þar aftur og aft- ur og upplifa sveitalífið í sinni fjölbreyttu mynd og finna, hvað við vorum alltaf innilega velkomin þótt „innrás“ okkar hljóti að hafa skapað húsmóðurinni á bænum alls kyns aukafyrirhöfn og var nú gestagang- urinn ærinn fyrir. Minningarnar eru margar. Kvöld- stundirnar í eldhúsinu í Litluhlíð, spjall um daginn og veginn, hundarn- ir á bænum, heyskapurinn, grá- sleppuútgerðin, sundlaugarferðir inn á Krossholt svo eitthvað sé nefnt – allir sátu við sama borð í mannlegum samskiptum – allir fengu að vera með – enginn mannamunur hvort sem um var að ræða börn eða fullorðna. Fyrir þetta allt þökkum við af heilum hug. Að leiðarlokun sendum við Jóa frænda og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi björt og fögur minning um einstaka konu verða þeim ljós í myrkrinu. Guð blessi minningu Kolbrúnar Friðþjófsdóttur. Guðmundur Jóelsson. ✝ Kristján Stef-ánsson hús- gagnasmíðameist- ari fæddist á Akureyri 2. ágúst 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Jónas- son, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 13. sept. 1881, d. 22. jan. 1982, og Guð- rún Gíslína Frið- riksdóttir, f. 29. júlí 1881, d. 8. janúar 1980. Systkini Kristjáns eru Jónas, f. 3. jan. 1919, d. 8. apríl 1937, Hug- rún, f. 10. júní 1917, d. 7. apríl Kristján soninn Kristján Jens. Barnabarnabörn Kristjáns eru sex talsins. Kristján ólst upp í foreldrahús- um í Strandgötu 43 á Akureyri. Stundaði nám í Barnaskóla Ak- ureyrar og Iðnskólanum á Akur- eyri. Á unglingsárum stundaði Kristján sjómennsku hjá föður sínum. Hugur hans stóð þó til annarra starfa, hann gerði hús- gagnasmíð að sínu ævistarfi og nam iðn sína hjá Ólafi Ágústssyni húsgagnasmíðameistara og lauk sveinsprófi árið 1940. Kristján og Kristín byggðu sér heimili við Hríseyjargötu 10 þar sem þau bjuggu til ársins 2003 er þau flutt- ust í Víðilund 24. Kristján var vandvirkur og hafði næmt auga fyrir öllu sem var fallegt og vel gert. Skaplyndi Kristjáns var rómað og hann hafði unun af því að gera öðrum greiða. Útför Kristjáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 2005, og Hanna, f. 2. ágúst 1920. Eiginkona Krist- jáns var Kristín Jensdóttir, f. 29. júní 1921, d. 4. apríl 2004. Þau gengu í hjóna- band 8. nóv. 1941. Börn Kristjáns og Kristínar eru a) Guð- rún Gíslína, f. 10. maí 1944, maki Ant- onio Orpinell iðnað- arverkfræðingur. Þau búa á Spáni, börn þeirra eru Christina, Antonio David og Alex- ander. b) Kristján, f. 11. júlí 1963, maki Sigrún Guðmundsdóttir. Þau búa í Frakklandi, börn þeirra eru Ágústa og Tómas. Fyrir átti Ein mesta gæfa okkar í lífinu er að kynnast góði fólki, fólki sem auðgar umhverfi sitt með hlýju, ást- úð og heiðarleika. Í dag er til mold- ar borinn uppáhalds frændinn minn Kristján Stefánsson. Hann var þannig maður hann Kiddi móður- bróðir minn. Það var gæfa að fá að kynnast honum, njóta samvista við hann. Minningar sækja að. Sem dreng- ur man ég hann sem gáskafullan fjörkálf sem alltaf var tilbúinn til að gantast og leika sér við okkur bræðurna. Grípa okkur á háhest, bulla við okkur eða hvað annað sem honum datt í hug. Alltaf var Kiddi fjörkálfurinn og hrókur alls fagn- aðar. Síðar þegar þurfti að smíða sér leikföng, dót eða eitthvað annað voru ferðirnar niður á verkstæði til Kidda býsna margar. Sama hvernig stóð á hjá honum eða hvaða hug- myndir voru í gangi í mínum kolli, alltaf var Kiddi tilbúinn að leysa málin. Ég mátti fara í afganga safn- ið hans og finna spýtur, lista eða plötur og ef það féll ekki að hug- myndum mínum þá setti hann vél í gang og sagaði og heflaði eins og til þurfti. Í minningunni var þetta eins og fjársjóðsleit, fá að koma með hugann fullan af hugmyndum, leita og finna það sem hægt var að nota. Og fara síðan heim með hugmynd sem var orðin að veruleika. Eins og aðrir 17 ára unglingar tók ég bílpróf þó að enginn bíll væri til á heimilinu á þeim tíma. Stuttu eftir að þeim merka áfanga var náð komu Kiddi og Stína í heimsókn og buðu okkur mömmu í bíltúr. Þegar leggja átti af stað rétti Kiddi mér lykilinn og segir eitthvað á þá leið. „Jæja, ert þú ekki nýbúinn að taka bílpróf, er þá ekki best að þú sýnir okkur hvað þú kannt, kallinn minn?“ Margar fleiri myndir gæti ég dregið upp. T.d. þegar ég unglingur lagaði glerið í Holtagötunni, þakið endurnýjað, smíðaði nýja glugga- kappa, alltaf var Kiddi boðinn og búinn að leggja lið. Sem fullorðinn maður kynntist ég enn fleiri eiginleikum frænda míns, hvað hann var mikill fagmaður í iðn sinni, fróður og víðsýnn. Og síðar á hans efri árum þegar Stína hans var orðin veik og gat ekki án hjálpar haldið við sínum smekk og glæsileik sem einkenndi hana alla tíð þá fékk hún með hans hjálp að vera sú sama og ætíð áður. Hann setti rúllur í hárið hennar, klæddi hana eins og hún hefði gert það sjálf og annaðist hana af alúð og hlýju allt til enda. Á síðasta ári greindist hann með mjög alvarlegan sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Þeim al- varlegu tíðindum tók hann af miklu æðruleysi þótt hann vissi að hverju stemmdi. Þær eru ógleymanlegar heimsóknirnar til hans á sjúkrahús- ið. Hugur hann var fullur af þakk- læti og gleði vegna alls þess sem hann hafði notið. „Þetta er eins og að vera á 1. flokks hóteli, þær eru svo góðar við mig stúlkurnar,“ sagði hann eitt sinn. Annað sinn benti hann á mynd af Stínu sinni og sagði: „Hún bíður eftir mér, þessi elska, við áttum saman 63 ár af sól- skini.“ Nú hefur hann skilað sínu lífs- verki. Blessuð sé minning hans. Gullý, Antonío, Kristján, Sigrún og fjölskyldur, megi Guð blessa ykkur og styrkja á þessum tíma- mótum. Guðmundur Ómar. Með Kristjáni Stefánssyni er genginn heilsteyptur maður og mik- ill öðlingur. Kiddi frændi var ekki aðeins einstakur fagmaður, sem gat smíðað nánast hvað sem var. Hann var ljúfmenni og notalegur í allri viðkynningu. Á litla verkstæðinu hans og Stef- áns ríkti sérstakur andblær. Þar var rósemd og friður og ætíð tími til þess að gefa sig að þeim er inn komu. Þetta fann ég lítill strákpatti sem oftar en ekki fékk þar góð ráð og einhverjar spýtur til að smíða úr. Það var mér alla tíð ráðgáta hvernig listamublur í heimsklassa urðu til á þessu litla og snotra verk- stæði. Margir í fjölskyldunni eiga hluti frá þessum listasmið, sem ber fagmennsku hans og alúð gott vitni. Og þessi sami andi ríkti líka í Hríseyjagötunni á einstaklega fal- legu heimili Kidda og Stínu. Það var ekki leiðinlegt að fá sér hjóltúr á Eyrina með viðkomu hjá þeim heið- urshjónum. Þau virtust ætíð hafa tíma fyrir strákguttann, sem tekið var sem höfðingja og boðið til stofu. Svo voru teknar fram myndir sem sýndu fjölskylduna hér heima og á Spáni, sem þeim hjónum þóttu stundum vera full langt í burtu. Kiddi var mikið snyrtimenni og veit ég að fáir bílar á Akureyri voru jafn hreinir yst sem innst og A 31. En þessi ytri ásýnd frænda var ekki yfirborð. Þannig var hann í orðum og anda, hann lagði engum illt til. Hann sá góðar og bjartar hliðar í fari allra og trúði á hið góða í fari manna. Enda þótt búseta færði okkur fjær en á uppvaxtarárum mínum, þá vissi ég að hann fylgdist vel með hverju spori sinna og oftar en ekki komu frá honum góðar kveðjur og hlýjar. Fyrir það allt vil ég þakka við leiðarlok og flyt Gullý og Krist- jáni og þeirra fjölskyldum einlægar kveðjur. Einnig er góð kveðja til Hönnu tvíburasystur Kristjáns en þau systkinin voru alla tíð afar sam- rýnd og náin hvort öðru. Guð blessi minningu Kristjáns Stefánssonar. Pálmi Matthíasson. Frændi minn, Kristján Stefáns- son, hefur nú kvatt eftir erfið veik- indi seinustu mánuðina. Alla ævi mína hefur Kiddi verið stór hluti af fjölskyldunni minni. Hann og amma mín, Hanna Stefánsdóttir, voru tví- burar, fæddust þann 2. ágúst 1920. Þegar ég minnist Kidda koma fljótt upp í huga minn orðin kærleikur og ástúð. Kiddi var hlýr og notalegur maður. Kiddi frændi var mjög handlag- inn - var listilega góður smiður. Byggði hann hús sitt af næmleika í Hríseyjargötu, skammt frá æsku- heimili sínu að Strandgötu 43, þar sem langafi minn, Stefán Jónasson útgerðarmaður, og langamma, Gísl- ína Friðriksdóttir, bjuggu fyrst og síðar Huja ömmusystir mín og fjöl- skylda hennar. Það var alltaf nota- legt að fara í heimsókn í Hríseyj- argötuna. Þar bjó Kiddi sér glæsilegt heimili ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Jensdóttur, og börn- um þeirra. Kiddi og Stína voru samhent og glæsileg hjón. Allir sem kynntust þeim hugsa til þeirra með hlýhug. Fannst mér aðdáunarvert hversu vel hann hlúði að Stínu síðustu árin sem hún lifði. Kiddi sinnti Stínu í veikindum hennar af svo miklum næmleika og ástúð að hún fór aldrei á stofnun, nema rétt undir lokin. Þar kynntist ég vel hversu sterk ást og trú getur verið. Hann hugsaði um Stínu af sannri ástúð allt til loka. Eftir að Stína lést árið 2004 bjó hann í Víðilundi, rétt eins og Hanna amma. Var alltaf ánægjulegt að líta í heimsókn þangað. Síðustu mánuði hef ég fylgst vel með veikindastríði Kidda, sem veiktist snögglega í október, skömmu eftir 85. afmæl- isdag sinn, nýlega kominn úr utan- landsferð til barna sinna. Það var dapurlegt að fylgjast með veikinda- stríðinu, enda hafði Kiddi alla tíð verið svo heilsuhraustur. Að leiðarlokum vil ég þakka Kidda frænda allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Ástúð hans og hlýhugur, rétt eins og um- hyggja hans fyrir ættingjum sínum og vinum, verður seint fullþakkað- ur. Ég vil votta þeim Gullý og Kristjáni og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu Kidda frænda. Stefán Friðrik Stefánsson. KRISTJÁN STEFÁNSSON Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is 10-50% afsláttur TILBOÐ á legsteinum, fylgihlutum og uppsetningu Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.