Morgunblaðið - 16.02.2006, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
eftir 2 daga !
MIKINN VIÐBÚNAÐ ÞARF
Komi til þess að fuglaflensan sem
nú breiðist út um Evrópulönd verði
að heimsfaraldri í mönnum þarf að
grípa til margs konar viðbúnaðar
hér á landi. Meðal annars er hugs-
anlegt að millilandaflug verði tak-
markað við Keflavíkurflugvöll þar
sem einnig yrði húsnæði sem nýtt
yrði fyrir einangrun fólks.
Myndir af misþyrmingum
Áströlsk sjónvarpsstöð sýndi í
gær áður óbirtar myndir af mis-
þyrmingum á föngum í Abu Ghraib-
fangelsinu í Bagdad í Írak á árinu
2003. Þykir viðbúið að þær muni
kynda enn undir æsingnum í ísl-
ömskum löndum en múslímar víða
eru reiðir vegna birtingar skop-
mynda af spámanninum Múhameð.
Um tvö þúsund umsóknir
Rúmlega þrjú hundruð fleiri um-
sóknir um hreindýraveiðileyfi bár-
ust í ár samanborið við í fyrra en
umsóknarfrestur rann út á miðnætti
á þriðjudag. Á milli 1.980 og 1.990
umsóknir höfðu borist til Umhverf-
isstofnunnar á Egilsstöðum í gær en
hugsanlegt er að fleiri umsóknir séu
ókomnar í pósti.
Straumi hleypt á ný ker
Áfanga var náð í stækkun álvers
Norðuráls á Grundartanga þegar
straumi var hleypt á fyrstu kerin af
þeim 260 sem bætast við. Verður
haldið áfram að ræsa ker fram í
ágústmánuð þegar framleiðslan á að
komast á fullt skrið.
„Ég skaut vin minn“
„Það er ekki hægt að kenna öðr-
um um. Ég er sá sem tók í gikkinn
og skaut vin minn,“ sagði Dick Che-
ney, varaforseti Bandaríkjanna, í
gærkvöldi er hann gekkst við
ábyrgð á því að hafa skotið óvart úr
haglabyssu á veiðifélaga sinn.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 30
Fréttaskýring 8 Umræðan 30/33
Úr verinu 14 Bréf 33
Erlent 16/17 Minningar 34/37
Minn staður 18 Brids 38
Suðurnes 22 Hestar 43
Höfuðborgin 20 Myndasögur 41
Akureyri 21/22 Dagbók 44/47
Landið 23 Staður og stund 46
Austurland 21 Leikhús 48
Daglegt líf 24/23 Bíó 50/53
Neytendur 24/25 Ljósvakamiðlar 54
Menning 26/27 Veður 55
Forystugrein 28 Staksteinar 55
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson,
fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is
Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H.
Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
LÖGREGLAN í Naíróbí hefur
handtekið höfuðpaurinn í hinni al-
varlegu árás sem gerð var á heimili
þar í borg 13. janúar þegar vopnaðir
innbrotsþjófar héldu íslenskri stúlku
ásamt fjölda fólks í gíslingu og beittu
grófu ofbeldi.
Árásin var gerð 13. janúar og voru
þar að verki fimm menn sem ruddust
inn í miðju teboði og rændu heim-
ilisfólk og gesti þess. Íslenska stúlk-
an var í vist á heimilinu á vegum Al-
þjóðlegu ungmennaskiptanna og var
send til Íslands fljótlega að lokinni
athugun á sjúkrahúsi.
Tæpum mánuði eftir innrásina,
eða síðastliðinn föstudag, hafði lög-
reglan hendur í hári foringja ræn-
ingjahópsins eftir fyrirsát lögreglu
við stað sem nefnist Ongata Rongai
um 30 km suður af Naíróbí. Hinn
handtekni á sakaferil að baki sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
og var eftirlýstur fyrir tvö morð,
nauðgun og vopnuð rán.
Aðdragandi handtökunnar var
með þeim hætti að bróðir húsráð-
andans sem lenti í árásinni var
staddur í strætisvagni og sá hinn
grunaða koma inn í vagninn. Hafði
hann áður séð myndir af ræningj-
anum og áttaði sig á að um sama
mann var að ræða. Sendi hann lög-
reglu sms-skilaboð úr vagninum og
brást lögreglan við með því að senda
menn í veg fyrir vagninn þar sem
hinn grunaði var handtekinn.
Með eindæmum fólskuleg árás
Samkvæmt lýsingu eins fórnar-
lambsins sem Morgunblaðið hefur
verið í sambandi við var árásin með
eindæmum fólskuleg. 15 manns voru
í teboðinu og áttu sér einskis ills von
þegar ræningjarnir létu til skarar
skríða. Bæði börn og fullorðnir voru í
boðinu og var það tiltölulega nýhafið
þegar tveir menn vopnaðir byssum
réðust inn. Héldu þeir rakleiðis út í
bakgarð hússins þar sem fólkið var
samankomið og skipuðu öllum að
leggjast niður. Atburðurinn kom svo
flatt upp á fólkið að það hélt að um
grín væri að ræða að sögn heimildar-
mannsins en alvaran kom fljótlega í
ljós. Í fyrstu óttuðust ræningjarnir
að nágrannar sæju hvað væri á seyði
og ráku því fólkið inn í hús og bundu
það. Í þessu bættist þeim liðsauki
þriggja félaga sinna sem einnig voru
vopnaðir byssum. Fólkið var bundið
á höndum og fótum og jafnvel keflað.
Börnin voru einnig bundin. Þegar
hér var komið sögu hófu þeir bar-
smíðar á varnarlausu fólkinu, en
virtust ekki vita af íslensku stúlk-
unni og annarri sænskri sem voru
sofandi á efri hæð hússins.
Ræningjarnir fundu stúlkurnar
hins vegar þegar þeir fóru um efri
hæðina og ráku þær í hóp hinna
fanganna og bundu þær. Samkvæmt
frásögn heimildarmannsins var
sænsku stúlkunni nauðgað í árásinni
og var hún flutt á kvennaspítala þeg-
ar ræningjarnir loks létu sig hverfa.
Öll hugsanleg verðmæti voru tek-
in af fólkinu, veski, greiðslukort,
skart og peningar. Konuna sem átti
húsið beittu þeir kyrkingartaki
þangað til hún féll í yfirlið og sömu
útreið fékk íslenska stúlkan. Um-
sátrið stóð yfir í tvær klukkustundir
og héldu ræningjarnir þá á braut,
læstu fólkið inni og tóku með sér
húslyklana. Sagði heimildarmaður-
inn að það hefði tekið fólkið um 10
mínútur að leysa af sér fjötrana og
brjóta sér leið út til að gera nágrönn-
um viðvart. Málið hefur verið til
rannsóknar hjá lögreglunni í Naíróbí
og hafa íslensk lögregluyfirvöld
einnig komið að málinu.
Lögreglan í Naíróbí handtekur höfuðpaurinn í árásinni
sem íslensk stúlka varð fyrir ásamt fjölda fólks
Eftirlýstur fyrir tvö
morð, nauðgun og rán
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
FLESTUM nægir að sjá eina stöðu-
mælasekt á framrúðunni til að naga
sig í handarbökin fyrir gleymsk-
una. En fyrir kemur að sektirnar
hlaðast upp þegar bílar eru ekki
hreyfðir lengi og geta legið ýmsar
ástæður fyrir því. Ljóst má vera að
kostnaðurinn fyrir bíleigandann er
töluverður þegar svona háttar til.
En gjaldið rennur til Bílastæða-
sjóðs Reykjavíkurborgar sem gerir
ráð fyrir 384 milljóna kr. tekjum af
stöðumælum og stöðubrotum fyrir
árið 2005. Tekjurnar voru komnar í
259 milljónir í septemberlok 2005.
Fyrir árið 2006 eru áætlaðar tekjur
sjóðsins 432 milljónir kr. sam-
kvæmt því sem fram kemur á vef
sjóðsins bilast.skyrr.is/. Nýjasti
greiðslumátinn í stöðumæla er með
gsm-símum og er hægt að skrá sig í
gegnum slóðina simastaedi.is.Morgunblaðið/Ómar
Dýrt og kalt
fyrir bílinn
ÞINGFLOKKUR Vinstri grænna
hefur lagt fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um að fram fari þjóð-
aratkvæðagreiðsla um stóriðjufram-
kvæmdir samhliða kosningum til
sveitarstjórna hinn 27. maí nk.
„Við viljum spyrja hvort þjóðin vilji
áframhaldandi stórfellda uppbygg-
ingu stóriðju í landinu á næstu árum
eða hvort hún vilji að allar frekari
framkvæmdir af því tagi verði settar í
biðstöðu að minnsta kosti til ársins
2012,“ segir Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður VG. Í tillögunni
er lagt til að dómsmálaráðherra verði
falið að undirbúa og kynna kosn-
inguna.
Í greinargerð tillögunnar segir að
atvinnustefna stjórnvalda hafi, síð-
ustu áratugi, einkennst mjög af
áherslum á stórvirkjanir í stærstu
fallvötnum landsins í þágu álfram-
leiðslu fjölþjóðafyrirtækja. Ögmund-
ur sagði að þessi mál, þ.e. stóriðju-
málin, snertu ýmis grundvallaratriði,
s.s. mengunarmál, umhverfisvernd og
framtíð efnahagslífsins. „Við teljum
því eðlilegt að þjóðin fái tækifæri til
að segja hug sinn í þessum efnum.“
Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður
sagði að í ljósi þeirrar umræðu sem
fram hefði farið um þjóðaratkvæða-
greiðslur, í kringum störf stjórnar-
skrárnefndarinnar, fyndist sér tíma-
bært að menn stæðu við stóru orðin.
Hún sagði að allir virtust vilja, í orði
kveðnu að minnsta kosti, að þjóðin
fengi að kjósa um mikilvæg málefni.
„En hvenær eigum við að láta til skar-
ar skríða? Við gerðum það ekki við
Kárahnjúkavirkjun, en þá skulum við
gera það núna.“
Þjóðin fái að kjósa
um stóriðjustefnuna
RANNSÓKN á morðinu á
Jóni Þór Ólafssyni verkfræð-
ingi hjá ENEX og Brendu
America Salinas Jovel í El
Salvador hefur ekki leitt til
handtöku enn sem komið er.
Að sögn Violetu Polanco,
talsmanns lögreglunnar í San
Salvador getur lögreglan ekki
tjáð sig um einstök atriði
rannsóknarinnar en staðfest
er þó að krufning á hinum
látnu hefur farið fram á rétt-
arlæknisfræðistofnun og að
krufningarskýrsla sé komin til
lögreglu.
„Það er ekki búið að hand-
taka neinn og við getum
hvorki tjáð okkur um ástæðu
morðanna, né um tengsl hinna
myrtu að svo stöddu,“ sagði
Polanco. Rannsóknina annast
úrvalsdeild lögreglunnar sem
er sérhæfð í að rannsaka
glæpagengi og skipulagða
glæpastarfsemi í El Salvador.
Vegna málsins hefur Al-
þjóðadeild ríkislögreglustjóra
sent fyrirspurn til alþjóðalög-
reglunnar Interpol í El Salva-
dor.
Morðrann-
sóknin
hefur ekki
leitt til
handtöku